Tíminn - 04.12.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.12.1982, Blaðsíða 6
6 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Eirikur St. Eiríksson, Friðrik Indriðason, Helður Helgadóttir, Sigurður Helgason (íþróttir), Jónas Guðmundsson, Jón Guðni Kristjánsson, Kristin Leifsdóttir, Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorstelnsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingaslmi: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 150.00. Setning: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Menntun og atvinnulíf ■ Mennta- og menningarmál voru mjög til umræöu á nýafstöðnu flokksþingi Framsóknarmanna og stefna mörkuð í þeim málaflokkum. í menntamálum er lögð áhersla á að samhæfa kennslu og skólastofnanir og að menntun verði beint að þörfum atvinnulífsins í ríkara mæli en nú er gert. f ályktun um grunnskóla segir m.a.: Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að auka tengsl skóla og foreldra. Þetta má gera með því að hvetja til aukinnar handleiðslu þeirra við nám heima fyrir og gefa þeim kost á að taka þátt í félags- og tómstundaiðkun- um innan veggja skólans. Vegna vaxandi þátttöku kvenna í atvinnulífinu færist uppeldis- hlutverk í síauknum mæli til skólans. Þarf því að leggja áherslu á að búa nemendum hlýlegt og þroskavænlegt námsumhverfi, fjölbreytt verkefnaval og efla með þeim sjálfstæð vinnubrögð og hugsun, svo og hæfni til samstarfs við aðra. Að betri tengsl og ráðgjöf þarf að vera milli grunnskólans og framhaldsskólans, þannig að nemendum sé ljóst hverjir möguleik- ar eru til náms að loknum grunnskóla. Að verkleg menntun og tækninám þarf að skipa veglegan sess í menntakerfi landsins, og þeirri stefnu fylgt eftir í framkvæmd. Einnig þarf að huga að nýskipan menntakerfisins með hliðsjón af framtíðarstefnu í atvinnumálum. Styðja skal og efla umferðarfræðslu á sem flestum sviðum svo fullnægt verði settum lögum á þessu sviði. Stefna skal að umferðarmenningu sem fari saman við öryggiskröfur er eðlilegar teljast meðal nágrannaþjóða okkar. Að þrátt fyrir viðleitni núverandi ríkisstjórnar að málefnum fatlaðra, að beina til þeirra sem mestu fjármagni. Þarf að tryggja meira fjármagn til þeirra hluta svo að þjálfunar- og hæfingarskólar ríkisins geti sem allra fyrst sinnt því hlutverki sem þeim er ætlað og blöndun í almenningsskóla verði framfylgt. Fagnað er þeim breytingum sem orðið hafa á framhaldsskólum á undanförnum árum, sem stefna að aukinni menntun í heimabyggð, betri verkmenntun, fjölþættari námstækifærum og betri nýtingu á fyrra námi. Til að ná þessum markmiðum telur flokksþingið stofnun fjölbrautaskóla um land allt og tilkomu áfangakerfisis við menntaskóla og sérskóla mikilsverð spor í skipulagi framhaldsskólanna. Sérstaklega ber að fagna auknum tækifærum til verk- og tæknimenntunar við tilkomu áfangakerfis í Vélskóla íslands og Iðnskólanum í Reykjavík. Þingið telur að í þessum skólum eigi nemendur að geta lokið stúdentsprófi til undirbúnings háskólanámi í tæknigreinum. Almennt iðnnám, meistaranám og nám til stúdentsprófs verði skipulagt sem ein heild og sé í skipulegum tengslum við atvinnulífið og hagi starfi sínu eftir umhverfi og aðstæðum á hverjum stað. Efla skal tengsl við grunnskóla annars vegar og háskóla hins vegar. Nýta skal húsnæði og búnað sem best, t.d. með skólarekstri, fullorðinsfræðslu og eftirmenntun árið um kring. Stjórn framhaldsskólanna verði gerð einfaldari og virkari. Lög um framhaldsskóla og skólakostnað verði sett hið bráðasta. Flokksþingið lagði áherslu á eflingu fullorðinsfræðslu í þeim tilgangi að auka almenna menntun og veita starfsþjálfun á sérsviðum og skipuleggja endurmenntun og ýmiss konar viðbótarþekkingu í hagnýtum tilgangi. Efla verður háskólann svo að hann verði fær um að sinna þeim skyldum sem honum samkvæmt lögum ber að gera. Sívaxandi nemendafjöldi krefst aukins húsrýmis og fleiri kennara og starfsliðs. Nauðsynlegt er að gera áætlun um þróun háskólans nokkur ár fram í tímann, þar sem í senn er hugað að kennslu, námsgreinum, rannsóknum og nemendafjölda. í þessu sambandi er rétt að benda á að samræma þarf stefnu í menntamálum á framhaldsskólastigi og háskólastigi. Stuðla ber að eflingu rannsókna á sviði ísl. menningar og náttúru og í þágu þjóðlífs og atvinnuvega landsmanna, bæði við háskólann og aðrar menntastofnanir. OÓ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982. minning Knstjana Bjarnadóttir fyrrverandi húsfreyja á Siakkhamri Fimmtudagsmorguninn 25. nóvember s.i. lést að heimili sínu Skólastíg 26 í Stykkishólmi Kristjana Bjarnadóttir, fyrrverandi húsfreyja á Stakkhamri. Kristjana fæddist 10. nóvember 1908 í Njarðvíkum. Foreldrar hennar voru Magndís Benediktsdóttur, ættuð úr Strandasýslu og Bjarni ívarsson ættaður af Suðurnesjum sem bjuggu þá í Njarðvíkunum, þar sem Bjarni stundaði sjó. En fljótlega fluttu foreldrar hennar vestur í Miklaholtshrepp, að Laxár- bakka, eða árið 1911, og bjuggu þau þar í sex ár. Þaðan fluttu þau að Miklaholts- seli og bjuggu þar til ársins 1930 að þau létu af búskap og fluttu suður til Reykjavíkur. Kristjana ólst upp með foreldrum sínum og hópi systkina við heldur kröpp kjör eins og títt var á þeim árum. En hún var tápmikil, leikandi léttlynd og dugleg, þó hún væri smá vexti. Hún fékk sína barnafræðslu í farskóla Miklaholtshrepps og var kennari hennar Jóhann Hjörleifsson, á Hofsstöðum, síðar þingritari og vegaverkstjóri um mörg ár. Litla aðra menntun hlaut Kristjana í æsku. Þó var hún nemandi á húsmæðra- námskeiði, sem haldið var í Skógarnesi haustið 1925 að tilhlutan búnaðarsam- bandsins. Þar kenndi sú vel menntaða og mæta kona, Sigurborg Kristjánsdótt- ir, síðar stofnandi og skólastjóri kvenna- skólans á Staðarfelli, nokkrum konum heimilisfræði um tíma. Kristjana var yngsti nemandinn og naut þess samt vel að vera á námskeiðinu og ræddi oft um þau miklu áhrif sem þetta námskeið hafði haft á nemendurna og langt út fyrir þann litla hóp. Nemendurnir lærðu margt. Fjölbreytni í matargerð, og t.d. kökubakstri, kynntust þar ýmsum ný- ungum, sem áður voru óþekktar og „komust á sporið" líka við klæðagerð, útsaum o.fl. Síðar bætti Kristjana miklu við þetta nám sitt í skóla lífsins, sem var henni í ýmsu strangur en hún skilaði verkefnum sínum þar með miklum ágætum oft við erfiðar aðstæður. Hún var fyrirmyndar- húsmóðir á fjölmennu og gestkvæmu heimili. Haustið 1930 giftist hún, bróður mínum, Alexander Guðbjartssyni á Hjarðarfelli. Vorið 1931 hófu þau búskap á einum þriðja hluta jarðarinnar á móti föður okkar. Þau fengu íbúð í rishæð gamla timburhússins, sem reist var 1926 og voru það fjögur lítil herbergi undir súð sem þau fengu til afnota og var einu þeirra breytt í eldhús. Engin þægindi, hvorki vatn né frárennsli var þar á loftinu. Baða þurfti börnin í bala.bera allt vatn upp stiga og skolpið niður. Eldiviður var mór, sem þurfti að bera upp stigann. Það þurfti því mikinn kjark til að hefja búskap við þessi skilyrði og þröngan efnahag. Þetta ár sótti kreppan hart að landbúnaðinum og árin sem á eftir komu voru afar erfið ár. Það var því, „ekki bjart í álinn“ fyrir ungu hjónin í byrjun búskaparins við þessi frumstæðu skilyrði. Engir fjármunir voru til eða fáanlegir til að bæta aðstöðuna. Alexander var búfræðingur frá Hvanneyri í tíð Halldórs Vilhjálmsson- ar. Hann var bjartsýnn, hraustur og duglegur og þau voru því samtaka ungu hjónin um að láta hendur standa fram úr ermum og leggja sig fram um úrbætur. Alexander varð barnakennari vetur- inn 1931-1932 ogaftur 1933-1935 og enn 1951-1965 og kenndi í hreppnum alls 17 vetur - stundum í Eyjahreppi líka og þá tvo mánuði þar á móti fjórum mánuðum í Miklaholtshreppi hvern vetur. Auk þess sem hann var kennari var hann einnig mikið frá heimili vegna marghátt- aðra félagsstarfa t.d. í Kaupfélagi Stykk- ishólms, sem stjórnarmaður og formað- ur um alllangt skeið og svo einnig sem hreppsnefndarmaður og oddviti sveitar- innar í mörg ár, fulltrúi á búnaðarsam- bandsfundum fjölda ára og áhugamaður í æskulýðsmálum, kirkjulegum málefn- um og enn fleira, sem of langt væri upp að telja. Hann var því oft í burtu frá heimilinu og varð Kristjana því að taka á sig að vera bæði húsbóndinn og húsfreyjan á meðan. í litlu íbúðinni á loftinu í „gamla húsinu" fæddust þeim hjónum fjögur börn og þrengdist þá mikið um fjölskyld- una. Þá fóru í hönd tímar nýbýlamyndunar þegar kreppunni var að létta. Þau hjónin tóku ákvörðun um að stofna nýbýli og fengu það samþykkt af nýbýlastjórn og var formlega frá því gengið árið 1936 og þá var strax byggt nýtt lítið íbúðarhús á nýbýlinu, sem kallað var Hvammur. Húsið var byggt uppi undir brekkunni ofanvert í túninu, neðan við leikvöll Hjarðarfellsbarna frá ómunatíð „kast- inu“, við skjólsæia brekku. Vorið 1937 flutti fjölskyldan í nýja húsið. Það var mjög lítið en vandað að gerð. Þar bjuggu þau þröngt næstu sjö árin. Þar bættust tvær dætur í barnahóp- inn, sem þá þegar var orðinn stór. Á þessum Hvammsárum vænkaðist hagur þeirra nokkuð þrátt fyrir ómegð- ina. Bústofn jókst og afkoman varð betri. Oft voru aðkomuunglingar til hjálpar við bústörfin og oft kom Bjargey, móðursystir Kristjönu henni til hjálpar, einkum er hún ól börnin og á meðan þau voru fyrirhafnarmest. Vorið 1944 urðu svo þáttaskil í lífi þeirra hjóna, er þau keyptu jörðina Stakkhamar og fluttu þangað. Þá rýmkaðist um þau - ný tækifæri sköpuðust í búskapnum með ræktunar og vélaöld þeirri er þá gekk í garð og íbúðarhúsrými varð sæmilegt. Stakkhamrar hefur marga kosti til búskapar, þó jörðin hafi líka mikla ókosti. Henni fylgir laxveiði og reki og mikið og gott haglendi í Stakkhamra- nesi. Mjög gott er fyrir kýr á sumrin og hross allt árið. Sauðfjárbeit var talin afar góð í Glámsflóa, en hættur voru þar miklar fyrir féð en nesið aftur á móti of þurrt (vatnslaust) að sumarlagi. Breyta þurfti því nokkru búskaparháttum frá því, sem verið hafði á Hjarðarfelli. Jörðin var vinnufrek, ef ný.a dátti kosti. hennar og verjast tjóni af ágöllum hennar. Nú voru elstu börnin að vaxa upp og voru komin til hjálpar og enn bættust þrjú börn í hópinn svo hann varð stór - alls níu. Á Stakkhamri bjuggu þau í 24 ár og blómgaðist búskapurinn þá mjög vel og nutu hjónin þar ómældrar aðstoðar sinna mörgu og dugmiklu barna. Þar var marga vetur barnaskóli sveit- arinnar og margháttuð og mikil umsvif í verklegum efnum við uppbyggingu á jörðinni og líka mikið félagsmálastarf unnið. Kristjana naut þar sinna góðu gáfna, glaða Iundarfars og þess að hún var forkur dugleg. . Hennar ævistarf varð því mjög mikið, að ala níu börn ög koma þeim öllum til góðs þroska, að standa fyrir stóru gestkvæmu heimili með mikilli sæmd og taka með bónda sínum þátt í fjölþættu félagslífi, auk þess, sem hún sjálf vann mikið í kvenfélagi sveitarinnar alla tíð. Alexander féll snögglega frá vorið 1968 og féll þá skuggi á líf Kristjönu og naut hún sín aldrei til fulls eftir það. Kristjana hætti þá fljótlega búrekstri og flutti árið 1969 til Stykkishólms, keypti þar íbúð og bjó þar til dauðadags, þó oft dveldi hún tíma og tíma á'víxl hjá börnum sínum. Kristjana var gæfumanneskja. Hún var vel af guði gerð, eignaðist góðan mann, sem reyndist henni farsæll lífs- förunautur. Aldrei féll skuggi á þeirra hjónaband og samstarf þeirra var ein- staklega gott allt frá upphafi til enda. Þau eignuðust mörg vel gefin og myndarleg börn. Þau eru: 1. Guðbjartur, bóndi í Miklaholti II, kvæntur Elínu Rósu Valgeirsdóttur frá Miklaholti. 2. Bjarni, bóndi á Stakkhamri, kvæntur Ástu Bjarnadóttur frá Bjarnarhöfn. 3. Hrafnkell, smiður í Stykkishólmi, kvæntur Jóhönnu Jónasdóttur. 4 Guðrún, gift Stefáni J. Sigurðssyni, trésmið m.m. í Ólafsvík. 5. Auður, gift Smára Lúðvíkssyni, trésmið, Rifi. 6. Þorbjörg, gift Kristni J. Friðþjófs- syni, skipstjóra, Rifi. 7. Magndís, gift Sigurþóri Hjörleifssyni, verkstjóra, Stykkishólmi. 8. Friðrik, rafvirki, kvæntur Þuríði Ein- arsdóttur frá Jarðlaugsstöðum. 9. Helga, fóstra, gift Friðriki Guð - mundssyni, verslunarm. Reykjavík. Með Kristjönu er fallin merkiskona, sem margt samtímafólk mun minnast með virðingu og þakklæti. Þeir, sem áttu daglega samskipti við hana um árabil, þakka henni létta lund og hreinskiftni, ávekni, dugnað og lipurð í daglegri umgengni. Ég og kona mín vottum börnum hennar, tengdabörnum og barnabörnum innilega samúð. Við vitum að Kristjönu hefur orðið að ósk sinni að hitta Alexander á ströndinni hinumegin í birtu morgunsins. Gunnar Guðbjartsson menningarmál_ rri •• PTn ' ' Tvo Trio ■ Kammermúsíkklúbburinn hóf form- lega vetrarstarfsemi sína með tríó-tón- leikum á Kjarvalsstöðum 16. nóvember. Þar léku Laufey Sigurðardóttir, Gunnar Kvaran og Árni Kristjánsson tvö nafn- toguð tríó, - c-moll tríó Brahms óp. 101 og a-moll tríó Tsjækofskýs óp. 50. Sömu listamenn fluttu m.a. Erkihertogatríó Beethovens á sama stað í fyrra, einnig á vegum Kammermúsíkklúbbsins. Ég tel nú, að fullreynt sé að hér þurfi úr að bæta, því ekkert verkanna komst al- mennilega til skila, og höfuðógæfuna tel ég vera þá, að ekkert píanó er í Bústaðakirkju, sem hefur verið heima- vígstöð Kammermúsíkklúbbsins um ára- bil. En Kjarvalsstaðir virðast henta þessu listformi alveg sérlega illa - Það var því h'kast sem hljóðfæraleikararnir sætu bak við þykkt tjald, sem ruglaði öllum styrkleikahlutföllum hljóðfæranna, síaði út hina bjartari tóna en gerði dýpri nóturnar að formlitlum drunum. Þar sem ég sat þarna og hlustaði á vin minn Brahms datt mér í hug hvað ég mundi halda um þessa tónleika ef þeir hefðu ekki verið hér á landi, heldur í einhverri ókunnri borg, og listamennirn- ir fólk sem ég vissi hvorki haus né sporð á. Því auðvitað vitum við, að Árni Kristjánsson er einn vor helzti kamm- ermúsíkant og uppeldisfaðir flestra íslenzkra píanista, Gunnar Kvaran marg reyndur og frábær knéfiðlari, og Laufey Sigurðardóttir í hópi vorra efnilegustu fiðlara. En það var greinilegt á þessum tónleikum að hún stóðst hinum alls ekki snúning - hvarf í skugga ofurvalds þeirra, og þarf svosem engan að undra. Mér liggur við að segja að það hefði þurft sjálfa Pínu Carmirelli til að lyfta þessu á flug. Fystu þrjá kafla Brahms-tríósins léku þau nánast moredo - deyjandi - en hresstust verulega í síðasta kaflanum. Tsækofský-tríóið tókst mun betur en hið fyrra, og það svo mjög, að kunningi sem sat framarlega í salnum og á mun betri stað en ég komst í verulegt tilfinninga- uppnám þótt hann stillti sig vel, guð sé lof. 1.12. Sigurður Steinþórsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.