Tíminn - 04.12.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 04.12.1982, Blaðsíða 24
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7-75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir síZ Armúla 24 36510 Time Magazine með sérútgáfu um ísland í haust: ÍSUND VERDIIR AB VEKIA ATHYGU k HLVERU SINNI IJf LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982. Rætt við N. B. Robinson ritstjóra ■ Eitt af útbreiddustu blöðum vesturlunda, Time Magazine hefur áhuga á að gefa út fylgiblað sem eingöngu yrði helgað íslandi og íslenskum málefnum. Vegna þessuru fyrirætlunu er staddur hér á landi einn af Evrópuritstjórum blaðsins, Bretinn Nichulas B.R. Robinson, en hann er yTirmaður þeirrar deildar í Evrópu sem sér um slíkar fylgiblaða- útgáfur. Robinson hitti í gxr að máli ýmsa forustumcnn úr iðnaðar og atvinnulífi á íslandi og sagði að undirtektir hefðu verið mjög jákvæðar, hefði komið fram mikill áhugi á verkefni, en forsenda þess að það geti orðið að veruleika að sögn Robinsons er að íslendingar séu reiðubúnir að leggja fram fjármagn til að tryggja útgáfuna. En hver er tilgangur hennar? -íslendingar eiga við að stríða sama vandamál og margar hinna smærri þjóða að það er lítið um það fjallað á alþjóðavettvangi. Stórblöð og fjölmiðlar í Evrópu og Banda- ríkjunum segja ekki mikið um ísland í féttum sínum og greinum. Fréttirnar gerast ann,<rs staðar. En fyrir land eins og ísland sem byggir afkomu sína á mikilli en einhæfri útflutnings- framleiðslu er það lífsnauðsynlegt að vekja sífellt athygli á tilveru sinni, vekja umtal og áhuga umheimsins. ísland er nýliði á alþjóðamörkuðunum, ef fiskmarkaðirnir eru undanskildir og þeir verða að gera sér grein fyrir því hve hættulegt er að vera svo einhliða háðir fiskútflutningi. Hvaða nýja þætti ertu þá með í huga sem íslendingar geta kynnt á alþjóðamörkuðum? Þið hafið fleiri auðlindir en fiskimiðin. Þið hafið gífurlega ónotaða orku í formi vatns- falla og jarðhita. Þegar við lítum á þá orku sem ísland býr yfir og fjölda landsmanna, þá er einna helst að hægt sé að jafna Islandi saman við Arabalöndin með sínar olíulindir. Island er gífurlega ríkt land að auðlindum, en til þess að nýta þær þarf fjármagn, sem þið hafið ekki yfir að ræða. Þið verið að laða fjármagn til landsins. Og hvernig gerið þið það. Með því að nota hvert tækifæri til að vekja athygli á landi ykkar og skapa tiltrú þeirra sem ráða yfir fjármagninu. Nú er ekki ráðandi bjartsýni meðal fjármagnseigenda á alþjóðamörkuðum. Er líklegt að menn séu fúsir til að fjárfesta hér fremur en annars staðar? Það er rétt að það eru efnahagsörðugleikar ríkjandi og tilhneiging til að reisa skoröur við frjálsum alþjóðaviðskiptum. En á slíkum tímum þýðir ekki að leggja árar í bát og ástandið krefst þess að enn meira sé lagt í kynningar og auglýsingastarf. Hvað mun væntanleg Islands útgáfa Time Magazine koma fyrir sjonir margra lesenda? 1 Bandaríkjunum einum eru um hálf milljón áskrifendur, flestir búa í Manhattan, New Jersey og Connecticut og meðal þeirra eru sennilega áhrifamestu menn heimsins á sviði fjármála og iðnaðarmála. Hliðstæður fjöldi áskrifenda er í Evrópu og þið hafið ef til vill gaman af að vita að miðað við fjólksfjölda eru áskrifendur flestir á íslandi. Hvernig verður þetta blað uppbyggt? Það er um tvær leiðir að velja í því sambandi. önnur að byggja það upp sem auglýsingablað, þar sem stærstu fyrirtæki landsins á sviði iðnaðar og ferðamála auglýstu og hin er- að byggja það upp nteð greinum um atvinnumál og annað sem vekur áhuga okkar áhrifamiklu lesenda Hvenær er blaðið svo væntanlegt? Við stefnum að því nú að gefa blaðið út næsta haust, að öllum llíkindum í september. Time Magazine kásta ekki höndunum til verkaogblaðiðverður vendilcga undirbúið. JGK Robinson sýnir tillögu að útliti íslandsblaðsins fréttir Gífurlegur fjöldi árkestra ■ Fjöldi árkestra í gær í Reykjavík nálgaðist met,. frá kl. 9.30 til 18.00 skráði lögreglan 46 árekstra. í þriggja bfla árekstri á Eiríksgötu slösuðust öku- maður og farþegi og voru fluttir á slysavarðstofuna. Önnur slys höfðu ekki orðið á fólki. Að sögn lögreglunnar var ekki aftakamikil hálka en nokkur snjór er á götum og þær þröngar. Lögreglan sagði að ekki hefði verið mikið um að þeir bílar sem í árekstrum lentu hefðu verið á sumardekkjum. Eimskip: Endumýjar flutningakerfi milli Islands og Italíu ■ „Eimskip hefur á undanförnum mánuðum unnið að þvíaðkoma upp nýju og fullkomnara flutn- ingakerfi fyrir vörur frá Ítalíu til íslands," segir í frétt frá Eimskip sem Tímanum barst í gær. „Flutningakerfið sem hagkvæmast hefur reynst eftir þessar athuganir er þannig að Eimskip mun opna vörumóttökustöð í Mílanó á Ítalíu. Þangað verður öllum vörum frá Ítalíu safnað, og tekur Eimskip að sér að hafa umsjón með innanlands- flutningum á Italíu. í vöru- móttökustöðinni verða vörumar settar í gáma, og gámarnir fluttir frá Milano til Norðursjávarhafna og þaðan beint til íslands," segir ennfremur í fréttinni. Flutningar frá þessari nýju „áætlanahöfn" heyra undir starfsemi megin- landsdeildar Eimskips, og eru þar veittar allar upplýs- ingar. - Sjó. dropar Danir og Andrés önd ■ Fyrir skömmu var skýrt frá því í frétt hér í blaðinu, að hugsanlegt væri, að Andrés önd færi að bcrast lands- mönnum með íslenskum texta cn ekki dönskum eins og verið hefur. Dropar hafa heyrt að þetta hafi lengi verið í undir- búr.iugi þótt sá íslenski aðili, sem langmest hefur unnið að því máii-bókaútgáfan Vaka sé nú út úr myndinni. Ólafur Ragnarsson, bókaút- gefandi hjá Vöku, mun þegar í ársbyrjun í fyrra hafa byrjað að þreifa fyrir sér um útgáfu Andrésar andarblaðsins á ís- lensku og haft þá samband við danska forlagið, sem hefur rétt á þessu efni á öllum Norður- löndum. Hinn danski aðiii gefur blaðið út í samvinnu við innlent fyrirtæki bæði í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, og stóðu viðræður milli Vöku og hins danska fyrirtækis allt fram á síðastliðið vor um slíkt sam- starf á íslenska markaðinum. Mun Vaka hafa undirbúið það mál mjög vandlega; kannað markað, leitað tilboða í þá vinnu sem þessu væri samfara og svo framvegis, og fuUtrúi Vöku kaUaður út til fundar- halda um málið oftar en einu sinni. Eftir þessar viðræður og undirbúningsstarf kom svo skyndUega tUkynning frá hinu danska fyrirtæki um að það hygðist, ef til dæmi, hafa þessa útgáfu alfarið á sínum vegum og stýra því frá Kaup- mannahöfn. Þótti sumum sem þar kæmi fram nokkurt skiln- ingsleysi á því, að ísland væri ekki lengur hluti af Danaveldi. En hvað sem því líður þá er enn ekki útilokað að aðdáend- ur Andrésar andar, sem flestir eru á unga aldri, fái í framtíð- inni að lesa blað þetta á íslensku. Gunnar stillti sig um að klappa ■ Um það leyti sem Dropar koma fyrir augu Tímalesenda er alþjóð sennilega kunnugt um efni ræðu Geirs Hallgríms- sonar, formanns Sjálfstæðis- flokksins sem hann hélt á Hótel Sögu í gær, á formanna- og flokksráðsfundi Sjálfstæðis- flokksins. Var góður rómur gerður að ræðu formannsins og reyndar svo góður, að á einum stað í ræðunni, þar sem Geir lýsti því yfir að hann myndi leiða flokkinn fram til sigurs í næstu kosningum, þá 1 varð hann að gera langt hlé á máli sínu, því fundargestir fundu hjá sér ríka þörf til að klappa saman lófum hátt og lengi, eftir að hafa heyrt þessi orð formanns síns. Einn var þó fundargesturinn sem stillti klappi sínu mjög í hóf - reyndar svo mjög í hóf, að það hvorki sást né heyrðist. Sá var enginn annar en forsætis- ráðherra vor, Gunnar Thor- oddsen. Krummi ... ...telur einsýnt að nú sé það Geir sem stendur með Páim- ann í höndunum....

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.