Tíminn - 04.12.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.12.1982, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982. bækur Þorgils gjallandi Ritsafn I ■ Skuggsjá hefur gefið út fyrsta bindi af Ritsafni Þorgils gjallanda. Er þetta upphaf þriggja binda útgáfu. Þorgils gjallandi, sem er skáldheiti Jóns Stefánssonar, er fæddur 2. júní árið 1851 að Skútustöðum í Mývatns- sveit. Hann var bóndasonur og ætt hans stóð djúpum rótum í sveitinni. Upphafið að rithöfundarferli Þorgils gjall- anda er að finna í sveitablöðum þeim, sem Mývetningar gáfu út. Eitt þeirra gaf hann út sjálfur, önnur í samvinnu við vini sína. Hann var skilgetið afkvæmi sannkallaðrar menn- ingarbyltingar í Suður-Þingeyjarsýslu í lok 19. aldarinnar og sögur hans voru framlag til þeirrar hugsjónar, að hamingja manna og dýra væri innan seilingar ef umhverfi þeirra væri bætt. Rit Þorgils gjallanda hafa ekki verið fáanleg í áratugi í heildarúgáfu og vill forlagið bæta þar úr með þessari þriggja binda útgáfu, sem þau hafa annast Jóhanna Hauksdóttir og Þórður Helgason. Þórður ritar langa ritgerð um Þorgils gjallanda og menningarbyltingu Þingeyinga, rekur þar rithöfundarferil skáldsins, stíleinkenni og þá dóma, sem ritverk hans hlutu hjá samfima- mönnum. auk þess hefur þetta fyrsta bindi að geyma dýrasögur, greinar og erindi. Þctta fyrsta bindi Ritsafns Þorgils gjallanda er 268 bls., sett og prentað í Prisma og bundið í Bókfelli hf. Lárus Blöndal gerði hlífðarkápu bókarinnar. Útgefandi er Skuggsjá. Öskubuska í austri og vestri ■ IÐUNN hefur gefið út bókina Ösku- buska í austri og vestri sem sænski þjóðfræð- ingurinn Anna Birgitta Rooth hefur tekið saman. Jón Hnefill Aðalsteinsson annaðist útgáfuna og þýddi skýringar, en Svava Jakobsdóttir þýddi flestar hinna erlendu sagna. - Anna Birgitta Rooth hefur safnað um það bil þúsund Öskubuskusögumhvaðan- æva úr veröldinni og samið doktorsrit um það hvemig þetta ævintýraminni hefur borist um heiminn og birtist í alls konar gervum í ólíku menningarumhverfi. Hér er að finna átján þessara saga,-ar af tvær íslenskar. Jón Hnefill gerir grein fyrir rannsóknum Önnu Birgittu í formála, cn aftan við sögumar er ítarleg grcinargerð höfundar, skýringar og kort um útbrciðslusvæði sagnanna. - Sögum- ar sjálfar eru frá Asíu og Evrópu, þar af tvær íslenskar, úr Þjóðsögum Jóns Ámasonar. Öskubuska í austri og vestri er prýdd allmörgum myndum. Bókin er 160blaðsíður. Oddi pretnaði Ljóöasafn Hannesar Sigfússonar ■ Út er komið hjá IÐUNNl Ljóðasafn eftir Hannes Sigfússon skáld. Kjartan Guðjóns- son listmálari gerði myndir í bókina. - í kynningu forlags á kápubroti segir meðal annars: „Hannes Sigfússon er einn hinn fremsti i hópi skálda sem ruddu braut nýjum stíl í íslenskri ljóðlist um miðbik aldarinnar og nefnd hafa verið atómskáld. Ljóðasafn hefur að geyma allar fimm fmmortar ljóðabækur Hannesar Sigfússonar, og auk þess nokkur Ijóð sem falla utan þeirra. Auk frumortra ljóða hefur Hannes þýtt stórt safn Ijóða frá Norðurlöndum og allmargar skáldsögur. Ljóðasafn Hannesar Sigfússonar er fjórða bókin í flokki heildarsafna af ljóðum helstu samtíðarskálda. Áður eru komin Ijóð Hannesar Péturssonar, Stefáns Harðar Grímssonar og Sigfúsar Daðasonar. Allar eru bækur þessar skreyttar myndum eftir kunna myndlistarmenn. Ljóðasafn er 274 blaðsíður. Oddi prentaði. MEÐAN LÍFIÐ YNGIST Skáldsaga eftir Kristján Albertsson Meðan lífíð yngist ■ Út er komin hjá Almenna bókafélaginu ný skáldsaga eftir Kristján Albertsson. Heiti hennar er Meðan lífið yngist og er samkvæmt bókarkynningunni „nútímasaga" sem gerist að miklu leyti í Reykjavík og á Akureyri. Hún kýnnir okkur sérkennilegar persónur úr athafn^lífi, stjórnmálalífi og menningarlíft og margt ber á góma í fjömgum viðræðum sem ekki hvað síst snúast um fomt og nýtt í íslensku þjóðlífi. Óvenjuleg örlög óvenjulegs fólks verða uppistaða ástarsögu sem vænta má að ýmsum þyki nokkuð emstæð í íslenskum bók- menntum.“ Kristján Albertsson hefur nú lifað langa ævi og hefur mörgu og margvíslegu kynnst. Má vænta þess að sagan beri nokkur merki þess. Meðan lífið yngist er 180 bls. og unnin í Prentverki Akraness. Sylvía - ný skáldsaga eftir Aslaugu Ragnars ■ Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur gefið út skáldsöguna „Sylvía“ eftir Áslaugu Ragnars blaðamann. Er þetta önnur bók höfundar; fyrri bókin, skáldsagan Haustvika, kom út fyrir tveimur ámm og seldist þá upp á skömmum tíma. 1 sögunni „Syivía“ lýsir Áslaug Ragnars þroska og baráttu ungrar konu, sem öðlast nýjan skilning á lífinu og gerist eigin gæfu smiður. Sögusvið bókarinnar er fyrst og fremst Reykjavík, en sagan hefst þó í Vestmanna- eyjum og kemur Heimaeyjargosið þar við sögu. Þar verður söguhetjan Sylvía fyrir reynslu sem veldur því að hún tekur örlögin í eigin hendur og freistar að sveigja þau undir vilja sinn. Bókin „Sylvía" er sett, umbrotin, filmu- unnin og prentuð í Prentstofu G. Benedikts- sonar en bundin hjá Arnarfelli hf. Kápumynd er eftir Hring Jóhannesson. Nótnabókin “Það ert þú“ 12 sönglög ■ f sumar kom út nótnabókin „Það ert þú“. Höfundur laga og útgefandi er Birgir Helgason, kennari á Akureyri. í bókinni er 12 sönglög fyrir einsöng, tvísögn og kóra. Aðalsteinn Vestmann listmálari myndskreytti bókina. Þetta er önnur bók höfundar, en 1973 kom út hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar nótna- bókin „Vorið kom“, 10 sönglög í léttri píanóútsetningu. Bókin „Það ert þu“ fæst í bókabúðum víða um land, en í Reykjavík i íslenskri tónverkamiðstöð og Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. ■ Bókaskemman' f Reykjavík hefur sent frá sér bókalista, 4. tbl. 11. árg. í þessum lista eru kynntar 258 bækur um íslensk og samnorræn fræði, margar í vönduðu skinn- bandi, en verðið þó oft undir bandsverði. Ennfremur frumútgáfur Davíðs Stefánsson- ar, sumar áritaðar af honum, ferðabækur, lögfræðibækur svo og hið mikla verk „Islands Kortlægning". Að leikslokum ■ Að leikslokum heitir ný Ijóðabók eftir Sverri Haraldsson hjá Bókaútgáfunni Skjald- borg á Akureyri. Höfundur segir svo frá skáldferli sínum í formála bókarinnar. „Á árunum upp úr 1940 kom til Reykjavíkur skólapiltur með þann fasta ásetning að verða skáld. Tók hann fljótt upp þann sið þáverandi ungra skáldmenna, að sitja löngum með kollegum sínum á kaffihúsum og sötra molakaffi, hafa hár í síðara lagi og tileinka sér dulúðgan svip. Skáldmenni þetta gaf út Ijóðakver árið 1950, sem ber heitið: „Við bakdymaf' og annað tveim árum síðar og nefndi það: „Rímuð Ijóð á atómöld". Að sjálfsögðu olli þessi kver engum aldahvörfum í íslenskri ljóðagerð m.a. vegna þess að höfundurinn hélt fast við hina gömlu íslensku ljóðahefð meðan flest ungu skáldin kepptust við að kasta rími og formi fyrir róða.“ Síðan segir höfundur: „Eins og nafn bókarinnar (Að leikslokum) bendir til er nú leiknum lokið og þarf enginn að óttast fleiri Ijóðabækur frá minni hendi.“ Að leikslokum er 143 bls., prentuð og unnin í Prentsmiðju Björns Jónssonar. 14. bindi Björgunar- og sjóslysasögu íslands Þrautgóðir á raunastund ■ Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur gefið út bókina „Þrautgóðir á raunastund - Björgunar- og sjóslysasögu fslands“ eftir Seinar J. Lúðvíksson. Er þetta 14. bindið í þessum mikla bókaflokki og fjallar bókin um atburði áranna 1959-1961 að báðum áram meðtöldum, en í fyrri bókum bókaflokksins hefur verið fjallað um atburði frá aldamótum 1900 til 1958. „Þrautgóðir á raunastund“ er sett, umbrot- in, filmuunnin og prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar, en bundin hjá Arnarfelli hf. Myndir á kápu era teknar af einum skipverjanna á b.v. Gerpi, Magnúsi Hermannssyni en Sigurþór Jakobsson hann- aði kápuna. MESTA MEIN IALDARINNAR Joseph P. Pirro ræCir um sjállsrœkt og alkoholisma Joseph P. Pirro: Mesta mein aldarinnar ■ Joseph P. Pirro skrifar þessa bók og ræðir um sjálfsrækt og alkohólisma. Hrafn Pálsson M.S.W. þýddi fyrirlestra Pirros og bjó í bókarform. Hann skrifar einnig formálann. Joseph P. Pirro er einn helsti fyrirlesari við Freeportsjúkrahúsið og hundrað fslendinga þekkja hann eftir dvöl þeirra þar, og enn fleiri hafa kynnst honum í ferðum Pirros hingað til lands. Pirro var sæmdur fálkaorðunni 1978. Fjölnir hf. gefur bókina út. Veröld Busters ■ Hjá Máli og menningu er komin út ný bók fyrir börn og unglinga sem nefnist Veröld Busters og er hún eftir danska barnabókahöfundinn Bjarne Reuter. Ólafur Haukur Símonarson þýddi bókina, en hann hefur nú nýlokið við að lesa í morgunstund barnanna þýðingu sína á síðari sögunni sem Mál og menning lét þýða um Buster, og nefnist hún Kysstu stjömurnar og mun koma út á næsta ári hjá forlaginu. Veröld Busters er fyrsta bókin um dreng- inn Buster Oregon Mortensen, sem er .öframaður og holræsajóðlari og kominn af fjöllistamönnum í beinan karllegg. Veröld Busters er 135 bls. að stærð, prentuð í Prentrún hf, og bundin í Bókafelli hf. Metta Svarre.gerði káputeikninguna. htáuraa liimlsvinii nðflófla Eftir hófitnd metsölubókflrinnar t>EG AR NEYÐIN ER STÆ8 Föðurlandsvinir á flótta ■ Hörpuútgáfan á Akranesi sendir frá sér nýja bók eftir norska rithöfundinn Asbjöm Öksendal. Hann hefur skrifað sex bækur um andspyrnuhreyfinguna í Noregi. Allar hafa þær orðið metsölubækur þar í landi og verið þýddar á fjölda tungumáia. Föðurlandsvinir á flótta er þriðja bók hans, sem Hörpuútgáf- an hefur gefið út. Hinar era: „Þegar neyðin er stærst“ og „Gestapo í Þrándheimi“. M.a. í tilefni af útkomu bókarinnar kom Öksendal ásamt eiginkonu sinni í heimsókn til Islands nú í sumar. Hann heimsótti Akranes og ferðaðist á vegum útgáfunnar um söguslóðir Borgarfjarðar. Á bókarkápu segir m.a.: Föstudaginn 20. apríl kom Sivert Rognes heim til þess að hafa fjarskiptasamband við London. Hann hjálpaði norskum föðurlands- vinum á flótta þeirra undan böðlum nasista. í miðri útsendingu var húsið umkringt af Gestapó hermönnum og Sivert staðinn að verki. Hann var tekinn fastur, beittur hroðalegum pyntingum í augsýn eininkonu og bama og síðan fluttur í „Glæpaklaustur Rinnans". Bókin Föðurlandsvinir á flótta er sönn frásögn af baráttu og flótta norskra föður- landsvina á síðustu dögum stríðsins. Bókin er 175 bls. Skúli Jensson þýddi. Bjami D. Jónsson teiknaði kápu. Prentverk Akraness hf. annaðist prentun og bókband. Ný skáldsaga cftir Viktor Arnar Ingólfsson Heitur snjór ■ Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur sent frá sér skáldsöguna „Heitur snjór“ eftir Viktor Arnar Ingólfsson og er það önnur skáldsaga höfundarins. Saga Viktors Arnar er samtímasaga og gerist að mestu í Reykjavík, þótt sögusviðið sé reyndar einnig í útlöndum. í bókinni fæst Viktor Amar við mál sem segja má að brenni heitt á mörgum um þessar mundir - eiturlyfjavandamálið, en heitur snjór er einmitt það fíkniefni kallað sem nú stendur mest ógn af, þ.e. heróinið. „Heitur snjór“ er sett, umbrotin, filmu- unnin og prentuð í Prentstofu G. Benedikts- sonar en bundin hjá Amarfelli hf. Kápu- hönnun önnuðust Karl Óskarsson og Fann- ey Valgarðsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.