Tíminn - 07.12.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.12.1982, Blaðsíða 6
6 Tveir topp bílar Datsun 280 C díesel árg. 1980. Sjálfskiptur, aflstýri. Ekinn 117 þús km. Subaru Hardtopp árg. 1981,5 gíra ekinn 28 þús. km. Upplýsingar í síma 22239 eftirkl. 18.30. Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri — Hjúkrunarfræðingar — sjúkraliðar — Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða að nýrri hjúkrunardeild fyrir aldraða „Sel l“ sem allra fyrst. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22100. Styrkur til háskólanáms í Holiandi Hollensk stjórnvöld bjóða fram tvo styrki handa fslendingum til háskólanáms í Hollandi skólaárið 1983-84. Styrkirnir eru einkum ætlaðir stúdentum sem komnir eru nokkuð áleiðis í háskólanámi eða kandídötum til framhaldsnáms. Nám við listaháskóla eða tónlistarhá- skóla er styrkhæft til jafns við almennt háskólanám. — Umsóknir um styrkina, ásamt nauðsynlegum fylgigögnum, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 5. janúar n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 1. desember 1982. Staða höfundar (rithöfundar, dansahöfundar, tónskálds) við Þjóð- leikhúsið, er laus til umsóknar. Staðan er veitt til 6 mánaða í senn og laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Ætlast er til að höfundur leggi fram greinargóða lýsingu eða handrit að því leikverki, sem hann hyggst vinna að. Æskilegt er að umsækjandi hafi áður skrifað fyrir leikhús eða hafi nokkra þekkingu á leikhússtarfi. Umsóknum sé skilað á skrifstofu Þjóðleikhússins, Hverfisgötu 19, fyrir 23. desemb- er 1982. Þjóðleikhússtjóri Mjólkursamlags- stjóri Starf mjólkursamlagsstjóra við Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga, Sauðárkróki er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. des. n.k.. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Ólafi Friðrikssyni, kaupfélagsstjóra, er veitir nánari upplýsingar. KAIIPFÉLAG SKAGFIRÐINGA Samanlagt fasteignamat á öllu landinu: REYKVfKINGAR EIGA HELMING EKNANNA ■ Um 47,4% af samanlögðu fasteigna- mati í landinu er á eignum í Reykjavík (42,3 milljarðar króna), og 23% í Reykjaneskjördæmi (20,5 milljarðar). Aðeins 29,5% skiptast því niður á öll önnur kjördæmi landsins (26,3 milljarð- ar). Samanlagt fasteignamat allra fast- eigna í landinu hækkaði um 77,01% hinn 1. desember og nemur 89,3 mill- jörðum króna. Stærsti hlutinn eða tæp 63% er mat á íbúðarhúsum og bíl- skúrum, eða um 56 milljarðar samtals, sem jafngildir um 242 þús. krónum á hvem íbúa í landinu. íbúðum hefur fjölgað um 2.287 frá því í fyrra og eru nú alls 79.870 talsins. Samkvæmt því em tæplega 3 íslcndingar um hverja íbúð að meðaltali á landinu í heild, en aðeins 2,6 íbúar á hverja hinna 33.000 íbúða í Reykjavík. Samkvæmt fasteignaskrám eru sér- metnar fasteignir í landinu alls tæplega 179 þús. og hefur fjölgað um 5 þús. frá því í fyrra. Heildarrúmmál þeirra allra 'er 62,7 milljónir rúmmetra, sem þýðir 270 rúmmetra á mann að meðaltali. Ræktunarlönd allra jarða á landinu eru 127 þúsund hektarar, sem metnireru á samtals 703 milljónir króna. Fasteignir sem tilheyra landbúnaði eru metnar á alls 4,3 milljarða króna eða 4,8% af öllu fasteignamati. Endurstofnverð allra bygginga í land- inu - eða útihúsum í sveitum undan- skildum - að hins vegar 106 milljónir, króna að mati Fasteignamats ríkisins. -HEI ■ Það er ekki oft sem bflar keyra á öfugri akrein á jafn velmerktri götu og Breiðholtsbrautin er en einn slíkur gerði það í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að skelia framan á bfl sem kom á móti. \ Tímamynd Sverrir. Aðalfundur LÍÚ um fiskveiðistefnuna: ÞORSKVEfÐARNAR VERÐI IHEÐ SAMA HÆTTI OG í ÁR ■ Það er Ijóst að það verður úr vöndu að ráða þegar ákvörðun verður tekin um hve mikið af þorski verður leyft að veiða á næsta ári. Fiskifræðingar hafa lagt til 350 þúsund tonn, fiskiþing 400 þúsund tonn og nú síðast samþykkti aðalfundur LIÚ að stjórn og fyrirkomulag veiðanna verði með svipuðum hætti 1983 og í ár, sem þýðir í raun að LÍÚ lcggur til að heimilað verði að veiða 450 þúsund tonn af þorski á næsta ári. I ályktun LÍÚ um fiskveiðistefnuna, sem samþykkt var á nýafstöðnum aðal- fundi, segir m.a.: „Stjórn og fyrirkomulag botnfiskveiða verður með svipuðum hætti og verið hefur á þessu ári. Heildarþorskaflanum verði skipt jafnt milli báta og togara. Reynist 1976 þorskárgangurinn jafn sterkur og fiskifræðingar hafa gert ráð fyrir, þá hækki leyfilegt aflamagn. Um takmarkanir á þorskveiðum togaraflot- ans segir að árinu skuli skipt í þrjú jafnlöng veiðitímabil og skuli þorskafli á því fyrsta, janúar til apríl ekki fara fram úr 40% af þorskafla togaranna og ekki fram úr 30% á hinum tveim tímabilunum hvoru um sig. Þorskveiði- bann togaranna verði 110 dagar, en þeim sé þó heimilt að hafa þorsk sem hlutfall af heildarafla frá 5-30% eftir sérstökum reglum. ■ „Hagkvæmustu fjárfestingar- og ávöxtunarmöguleikar almennings" er efni almenns fræðslufundar sem Kaup- þing h.f. mun efna til að Hótel Loft- leiðum annað kvöld kl. 20.30 fyrir þá sem eitthvað eiga til að fjárfesta eða ætla sér að eignast það. Aðalkennari í þessum fræðum verður dr. Pétur H. Blöndal tryggingastærð- Um bátaflotann gildi þær aðalreglur að þorskafli á fyrsta tímabili af þrem, 1. janúar til 15. maí, fari ekki fram úr 72.5% af þorskafla bátanna. 17.2% á öðru tímabili, 16. maí til 31. ágúst og 10% á þriðja fimabili fram til áramóta. Þorskveiðar verði jafnframt bannaðar á ákveðnum tímum. -ESE fræðingur. í erindi sínu mun hann m.a. fjalla um fjárfestingu í; spariskírteinum, happdrættisskuldabréfum, verðskulda- bréfum einstaklinga, fasteignum, hluta- bréfum, vörubirgðum og síðast en kannski ekki síst í listaverkum, gulli og demöntum. Að erindi hans loknu verða frjálsar umræður og fyrrirspumum svarað. -HEI Hvernig er best ad ávaxta sitt pund? „Gífurlegar kostnadar- hækkanir hjá útgerdinni” — samkvæmt upplýsingum LÍÚ ■ Gífurlegar kostnaðarhækkanir hafa orðið hjá útgerðinni á þessu ári. Sam- kvæmt upplýsingum Kristjáns Ragnars- sonar, formanns LÍÚ í ræðu á aðalfundi Landssambandsins þá hefur olía hækkað í verði á einu ári um 114% og veiðarfæri hafa hækkað um 90.5% á sama tíma. Samkvæmt upplýsingum formanns LÍÚ þá hafa samtökin í mörg ár safnað upplýsingum um afla, aflaverðmæti og úthald allra togaranna. í skýrslu um afla togaranna fyrir átta fyrstu mánuði þessa árs kemur í ljós að aflaverðmæti fyrir hvem úthaldsdag hefur hækkað á einu ári um 26.6%, en það vegi ekki þungt, þegar kostnaðarhækkanir hafi farið langt fram úr tekjum, sagði Kristján Ragnars- son. _ESE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.