Tíminn - 07.12.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.12.1982, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1982 Hvernig best er að komast hjá bakverkjum Nýir bækl- ingar f rá Kvenfé- lagasam- bandinu ■ Kvenfélagasamband íslands hefur sent frá sér tvo bæklinga, sem eru til leiðbeiningar um þrif á fatnaði. Fjallar annar um blettahreinsun, en hinn inni- heldur ýmsar leiðbeiningar um þvott, og er höfundur hans Sigríður Haraldsdóttir. í þvottabæklingnum, sem ber nafnið „Svona gerum við þegar við þvoum okkar þvott“, er í inngangi rakin sú breyting, sem orðið hefur á þvottaað- stöðu á heimilum, en bent á það, að þótt aðstaðan hafi batnað til muna, sé ekki þar með sögð öll sagan. Áður fyrr var fatnaður úr ull eða baðmull og einstaka hlutir voru úr líni eða silki. Lítill vandi var fyrir húsmæður að þekkja þessi efni í sundur og því ekki fiókið mál að gera sér grein fyrir, hvernig skyldi þvo hverja flík. Nú aftur á móti er aragrúi efna í notkun, sem hafa mismunandi eiginleika og þola mismunandi meðferð. Það er því mun brýnna nú cn áður að kunna til verka við þvottinn. 1 bæklingnum eru kynnt hin ýmsu merki, sem fínna má á tilbúnum fatnaði, og merking þeirra útskýrð, gerð grein fyrir hinum ýmsu þvottaefnum, sem til eru, greint frá hinum ýmsu þurrkunarað- ferðum, gefnar ýmsar góðar ráðleggingar um þvottinn sjálfan og meðferð þvottavélarinnar, svo eitthvað af efni hans sé nefnt. Bæklingurinn um blettahreinsun var gefinn úr af Statens Husholdningsrád í Danmörku á þessu ári, en þar hafa verið prófuð ýmis efni til að ná burtu blettum. Þar kom í Ijós, að flesta venjulega bletti er unnt að fjarlægja með góðum árangri, t.d. með uppþvottalegi og jafnvel nýmjólk. í þessum bæklingi er því mælt með nokkrum öðrum blettahreinsiefnum en í þeim bæklingi, em Kvenfélagasam- band fslands gaf út fyrir nokkrum árum um blettahreinsun. Bæklingurinn er skipulagður sem handhægt uppsláttarrit, sem grípa má tii, þegar óhöpp verða. Sigríður Haralds- dóttir þýddi. — Hættulegt að ganga of fattur, þá skekkist þyngdarpunktur líkamans ■ - Éf við viljum forðast að fá bakverki, liðagigt, mígreni og vöðvabólgur, þá er um að gera að standa í viðbragðsstöðu, með létt bogin hné og skjóta eðlilega fram brjóstkassanum. Þetta segir danskur yfirlæknir á sjúkrahúsinu í Gentofte, Flemming Vestberg að nafni, en hann hefur í átta ár unnið að rannsóknum á líkamsstöðu ■ A hefur hina réttu líkamsstöðu, þar sem þyngdarpunktur líkamans liggur fyrir framan hryggsúluna, en B stendur allt of fattur, og þar með færist þyngdarpunkturinn aftur fyrir hryggsúluna og veldur bakverk. manna, bæði við vinnu og kyrrstöðu. Hann segir að um 30% af kvörtunum fólks, sem kemur til læknis, sé út af bakverk og öðrum hryggþrautum - frá hálsi og niður í rófubein, en þó einkum í mjóhrygg. - Það eru allt of margir, sem hafa vanið sig á hina svokölluðu „lög- regluþjóns-réttstöðu“,.þ.e.a.s. vanið sig á að standa fattir - 'allt að því með sveigðan hrygg. Hnén eru þá alveg stíf og bein og þyngdarpunktur líkamans færist til og álagið á hrygginn verður rangt. Þetta segir til sín með verkjum í baki og öðrum óþægindum þegar tímar líða. Flemming segir, að hina réttu líkams- stöðu sé að finna hjá náttúrubörnum, svo sem indíánum og svertingjum og börn hafi oftast hina réttu stöðu, þannig að líkaminn er í jafnvægi og lærvöðvarn- ir framan á lærunum sjá um eðlilega hreyfingu líkamans. - Ég segi við sjúklinga mína, segir læknirinn í viðtali í tilefni af útkomu bókar um þetta efni, - að þeir eigi að standa með léttbogin hné og ganga svo eins og þeir væru að vaða inn í kindahóp, sem þeir ætluðu að dreifa með fótunum, - og 18 af hverjum 20 hafa með þessu lært að breyta um stöðu og göngulag og þar með læknast af bakverknum. Læknirinn segir nauðsynlegt fyrir alla að gera æfingar til að styrkja vöðvana í baki og ekki síður kviðvöðva. Þetta skýrir hann í bók sinni, „Ryglidelser og holdninger“ sem mikla athygli vekur í Danmörku, bæði hjá læknum, sjúkra- þjálfurum og almenningi. — úr greirt Zóphaníasar Péturssonar í tímaritinu Heilsuvernd Báða þessa bæklinga má fá keypta á skrifstofu Kvenfélagasambands Islands á Leiðbeiningastöð húsmæðra að Hall- veigarstöðum, 3. hæð, en hún er opin daglega kl. 15-17. Þar fást einnig eftir- taldir bæklingar: Matur og hreinlæti. Nútíma mataræði, Mataræði bama 1-7 ára, Glóðarsteiking, Gerbakstur, Fryst- ing matvæla, Félagsmál og fundarstjórn og Leiðbeiningar um íslenska þjóðbún- inga. wSvona K gerum viö Þegar viðþvoun okkar þvott“ ■ „Sennilega er bakverkur sá kvilli er vér vel flestir íslendingar þekkjum af eigin raun, - og þeir sem ekki gera það nú þegar mega eiga von á því, að komast í kynni við hann áður en ævin er öll.“ Þannig hefst grein í tímaritinu Heilsuvernd, sem gefið er út af Nátt- úrulækningafélagi íslands, og er greinin eftir Zophonias Pétursson, forseta sam- takanna. Greinin nefnist BAKVERK- UR. Hann ræðir um hinar ýmsu orsakir bakverkjar og segir hann geta stafað af margvíslegum ástæðum, sem auðvitað sé áríðandi að láta rannsaka. Svo sem, hvort sýking sé í nýrum, eða skaddar af völdum meiðsla. Einnig koma til ýmsir kvensjúkdómar, sem valdið geta verkjum í baki. Brjósklos getur líka verið ástæðan fyrir kvöl í baki, ef brjóskdiskurinn milli hryggjarliðanna fer úr skorðum. Þá þrýstir það að taugum og sársaukinn liggur niður í læri og út í mjaðmir. Ef læknir hefur rannsakað sjúklinginn með bakverkinn, og komist að þeirri niðurstöðu, að þetta sé algengur bak- verkur, og lækningin sé aðeins verkja- töflur til að lina verkinn uns kastið er liðið hjá, þá gefur Zóphonias nokkur ráð til fólks, sem vill reyna að læknast af þessum kvilla og komast hjá honum í lengstu lög. Slappir kviðvöðvar - og fleiri ástæður fyrir bakverk Ein ástæðan fyrir bakverk getur verið, að kviðvöðvar séu slappir og máttvana. Ráð við því er eftirfarandi aðferð: Leggjast skal flatur á gólfið og setja fætuma undir rúm eða sófa. Setjast svo upp og leggjast út af á víxl, 10 til 12 sinnum á dag. Sjá svo til eftir 10 daga hvernig gengur. Flestir hafa mjög gott af þessum æfingum, og að minnsta kosti hefur vöxturinn gott af því að magavöðv- |rnir styrkist. í öðru lagi getur bakverkur komið af hreyfingarleysi, samfara algeru æfingar- leysi, og því er - auk fyrrgreindra æfinga - gott að standa á fætur við og við, ef fólk vinnur kyrrsetuvinnu, og hreyfa sig, teygja úr sér og ganga svolítið um. Taka sér svo smágönguferðir þegar tækifæri gefst. Athuga þarf hvort gæti verið að fætur væru mislangir. Ef grunur er um það, þá þarf að fá lækni til að mæla þann mismun og gera svo ráðstafanir til að fá viðeigandi skó. Ekki skal sofa á mjúkri dýnu, en oft læknar það bakverk, að skipta um dýnu. Ráðlegt er að sofa á bakinu á góðri dýnu, ef hægt er, það réttir best úr hryggnum. Þegar setið er dag eftir dag við skrifborð, eða bílstýri, hafa hálsliðirnir tilhneigingu til að stirðna, þá þarf að gera æfingar til að forðast það að hálsliðimir „frjósi", sem kallað er. Leggðu höfuðið á vinstri öxl, láttu það síðan hallast aftur á bakið, og flyttu það svo yfir á hægri öxl. Síðan með sama hætti yfir á vinstri öxl (og aftur á bakið). Ekki má snúa höfðinu í hring - heldur aftur á bak og til hliðanna. Þetta má gera nokkmm sinnum, og eins oft á dag og þörf er. Önnur æfing fyrir hálsliðina: Halla skal höfðinu aftur og teygja síðan fram hökuna eftir því sem hægt er nokkmm sinnum í einu. Þessi æfing hefur þann kost, að hún minnkar undirhöku og lagar slakar kinnar, auk þess sem hún liðkar hálsliðina. Athugið að háir hælar geta verið orsök bakverkja. Þá er einnig að athuga að bakverkur, hvort sem er í hálsliðum eða mjóbaki, getur átt sér andlegan eða taugatmflandi uppmna. Amertskir læknar hafa komist að þeirri niðurstöðu, að bakverkur geti komið ef viðkomandi er undir miklu andlegu álagi. Loks er eitt áríðandi sem hjálp við bakverk og til varnar því að fá hann aftur, segir greinarhöfundur, en það er allsherjar slökun. Zóphonias lýsir henni þannig: Leggist á gólfið, endilangur á bakið með hendur niður með búknum, og með fætur létt aðskilda. Hugsa skal nú eingöngu um að hvfiast. Láta enga aðra hugsun komast að. Hvfla fyrst tær, ristar, ökkla - fætuma alla -. Næst hugsa um að hvfla fótleggi, Iæri og mjaðmir. Þá allan búkinn upp að hálsi. Næst er að hvíla fingur, hendur, úlnliði og hand- leggi. Þá að hvíla hálsliði og hnakka. Loks að slaka á andliti, höku og andlitsvöðvum, loka augum. Veita nú andardrættinum alla athygli og anda hægt og rólega, djúpt og friðsamlega og hvílast. Slökun telur greinarhöfundur vera mikla heilsubót og hvetur til að hún sé ástunduð daglega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.