Tíminn - 07.12.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 07.12.1982, Blaðsíða 24
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDDf Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR GJvarahlutir SZ Armúla 24 36510 þetta útgáfufyrirtæki sé: „Heildar- kostnaður liggur ekki fyrir enn. En það er alveg ljóst mál að kostnaðurinn við útgáfu Helgastaðabókar skiptir milljón- um. Bókin, Ijósprentuð, handbundin í pergament, og í sérstakri öskju kostar 5900 krónur. Það verða seld 1000 eintök á innanlandsmarkaði og síðan munum við gera það sama og við gerðum með Skarðsbók, og erum reyndar enn að gera, - við munum reyna að selja bókina til erlendra háskóla og bókasafna." Eins og áður segir er dr. Jónas Kristjánsson aðalritstjóri verksins, en útgáfustjórn þessa bindis skipuðu dr. Bjarni Einarsson, Jón Samsonarson mag.art., dr. Kristján Eldjárn, dr. Ólafur Halldórsson og prófessor Sigurð- ur Líndal. Umsjón með verkinu og hönnun umbrots önnuðust Guðni Kol- beinsson, B.A. og Sigurgeir Steingríms- son mag. art. og einnig var Ólafur Pálmason, mag.art. til ráðuneytis um útgáfuna. Enska þýðingu formála og gerð textaútdráttar á ensku annaðist Peter Cahill M.A. Þrjár ritgerðir fylgja Ljósprenti handritsins fylgja þrjár ritgerðir, sem bæði eru birtar á íslensku og ensku, ennfremur nokkrir kaflar úr Nikulás sögu Bergs Sokkasonar færðir til nútímastafsetningar. í fyrstu ritgerð- inni gerir Sverrir Tómasson cand. mag. almenna grein fyrir helgisagnaritun, í annarri ritgerðinni fjallar Stefán Karls- son mag. art. um heimildir sem til eru um uppruna og feril Helgastaðabókar og í þriðju ritgerðinni skrifar dr. Selma Jónsdóttir um lýsingar Helgastaðabókar og ber þær saman við skylda myndlist í öðrum íslenskum handritalýsingum. Helgastaðabók er handrit frá síðari hluta 14. aldar og Nikulás sagan sem birtist í þessari bók var sett saman af Bergi Sokkasyni ábóta á Munkaþverá, einum fremsta rithöfundi íslenskum á fyrri hluta 14. aldar. Helgastaðabók er sögð einn mesti kjörgripur meðal handrita heilagra manna sagna - og tvímælalaust sá mesti að því er varðar myndskreytingar. í upphafi bókarinnar eru til að mynda þrjár heilar síður myndskreyttar og er þetta eina íslenska handritið sem er með heilsíðuskreytingum. Nokkur undanfarin ár hefur handritið verið í láni hjá Stofnun Áma Magnússon- ar frá Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi, sem á handritið. Hefur það verið hér í láni vegna fyrirhugaðrar textaútgáfu Nikulás sagna á vegum stofnunarinnar, sem Sverrir Tómasson sér um. Bókin sem kynnt var í gær, er að öllu leyti unnin hér á landi: Leifur Þorsteins- son, Myndiðn, annaðist ljósmyndun handritsins, litgreining var unnin hjá Prentstofunni hf. en litprentun og önnur prentvinna hjá Kassagerð Reykjavíkur. Formálar voru settir hjá Prentstofu G. Benediktssonar og ráðunautur um bók- band og ytra útlit var Hilmar Einarsson. - AB dagar til jóla ■ Nikulásarmessa var í gær. Það var því við hæfi að Lögberg, bókaforlag Sverris Kristinssonar, í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar, kynnti útkomu ljósprentaðs handrits Helga- staðabókar, sem hefur að geyma sögu Nikulásar erkibiskups, eins vinsælasta dýrlings kaþólsku kirkjunnar, en hann er talinn hafa verið uppi á fyrri hluta 4. aldar. Það var ennfrekar við hæfi að kynna útgáfu þessa glæsta rits í gær, því útgáfan er helguð minningu dr. Kristjáns Eldjárns-sem átti sæti í útgáfustjórn, en dr. Kristján var fæddur 6. desember 1916, þannig að hann hefði orðið 66 ára í gær, á Nikulásarmessu. Aðalritstjóri ritraðarinnar íslensk miðaldarit er dr. Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnús- sonar á íslandi. Þetta er annað bindið sem ráðist er í að gefa út með þessum hætti, en eins og kunnugt er, þá var Skarðsbók gefin út Ijósprentuð í fyrra. Dr. Jónas sagði á fundi með frétta- mönnum í gær: „Samvinna okkar á Stofnun Árna Magnússonar við Sverri Kristinsson og útgáfufyrirtæki hans Lögberg, hefur verið mjög góð og okkur hagkvæm. Við fáum að ráða bókinni og skrifa það sem okkur sýnist, en Sverrir leggur til mestan part þess fjármagns sem til þarf, en eins og öllum hlýtur að vera Ijóst, þá er svona útgáfustarfsemi geysilega dýrt fyrirtæki." „Kostnaðurinn skiptir milljonum ■ Helgastaðabók, Ijósprentuð í höndum útgefandans, Sverris Kristinssonar í Stofnun Áma Magnússonar í gær, en Sverrir Sverrir er spurður að því hversu dýrt °8 foflag bans Lögberg gefa út bókina í samvinnu við Stofnun Áma Magnússonar. Lögberg gefur Helgastaðabók út: "“nd<" NIKULÁS SAGA — Helguð minningu dr. Kristjáns Eldjárns ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1982 { fréttir Kviknaöi í Síöumúla 34 ■ Slökkviliðið í Reykja- vík var kallað út í gærdag að Síðumúla 34 vegna elds en búið var að slökkva hann er slökkviliðið kom á staðinn. Þarna er til húsa Félagsmálastofnun en eldurinn kom upp á fjórðu hæð hússins og fylgdi hon- um mikill reykur. Nokkrar skemmdir urðu á húsnæð- inu. Skoðanakönnuní Reykjavík 9. janúar ■ „Skynsamlegur milli- vegur“. Þessi orð komu fram í máli ýmissa á fundi Fulltrúaráðs framsóknar- félaganna í Reykjavík í gærkvöldi þar sem sam- þykkt var að skoðana- könnun skuli fara fram hinn 9. janúar n.k. um 6 efstu sætin á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir næstu al- þingiskosningar. Réft til þátttöku hafa fulltrúaráðs- menn - aðalmenn og vara- menn - ásamt þeim er kosnir hafa verið í hinar ýmsu nefndir og ráð ein- hversstaðar um eða yfir 400 manns. Kosið verði á milli eigi færri en 10 manna og verði númerað í sæti. Tillaga kom frá á fundin- um um að hverfa frá prófkjöri að þessu sinni og fela uppstýllingarnefnd röðun manna á lista. Taldi flutningsmaður hennar og fleiri af þeim 20 fundar- mönnum sem tóku til máls á fundinum, að prófkjörin hafi gengið sér til húðar. í skriflegri atkvæðagreiðslu var þessi tillaga felld með tveim þriðju atkvæða, en tillaga stjórnar Fulltrúa- ráðsins samþykkt. - HEI dropar Gagnrýnt af hógværð ■ Jólabókaflóðiðhefurskoll- 'ið á nú enn eitt árið fyrir jólin, og kennir þar margra grasa að venju. Ein af þeim föstu lesn- ingum sem lesendum dagblað- anna er boðið upp á eru bókadómar sem mjög færast í vöxt á þessum árstíma. Dropar hafa heyrt því fleygt að dóm- arnir séu með vægara mótinu í ár og upp kveðnir af töluverðri hógværð. Hvort skýringanna er að leita í því að a.m.k. átta gagnrýnendur blaðanna eru að gefa út bækur um þessar mund- ir skal ósagt látið. Hins vegar er sjálfsagt rétt hjá þeim að vera ekki að kasta steinum úr glerhúsum sínum, þegar svona er á statt. Matthías M. ekki í Seðlabankann ■ Vegna vangaveltna í „dropum“ sl. flmmtudag bað Matthías Á Matthíesen, al- þingismaður, fyrir þau skila- boð, að „dropi“ sá er féll um hann sem væntanlegan Seðla- bankastjóra ætti ekki við rök að styðjast. Jafnframt benti hann á að Davíð Olafsson, seðlabankastjóri, væri maður á besta aldri sem vonandi ætti mörg farsæl ár eftir í starfi sínu. „Dropar“ samhryggjast Matthíasi fyrir hans hönd, en vona þó að úr þessu geti ræst fyrr en seinna. Hvað Davíð varðar þá mun það rétt vera að hann hafi hætt við að hætta, hverjar skýringar sem á því kunna að vera. Beðið til guðs í kulda og trekki ■ Mildar raunir eru lagðar á guðhrædda Mosfellinga sem stunda sína kirkju eins og vera ber á þessum vetri. Að því er Mosfellspósturinn segir þá hafa kuldarnir í vetur orðið þess valdandi að hitastig í kirkjunni innan dyra hefur verið nálægt frostmarki. Hefur sóknarpresturinn sr. Birgir Ás- geirsson af þessum sökum orð- ið að stytta messurnar, til að sóknarbörnum hans yrði ekki meint af kirkjusókninni. Skýringuna á þessu hitaleysi, má þó ekki rekja tU þess að æðri máttarvöldum hafi verið misboðið á nokkurn hátt nema síður sé, heldur koma þar til afskipti hitaveitunnar sem farin er að mæla heha vatnið af meiri nákvæmni en áður. Vegna gífurlegs hæðarmunar húsa í hverfinu þar sem Lágafells- kirkja er, bitnar það mest á henni, ef vatnið er naumt skammtað. Mun vera um 40 metra hæðarmunur á kirkjunni og því húsi sem lægst er á sama stút. Samkvæmt upplýsingum sr. Birgis kaupir kirkjan ákveðið vatnsmagn eins og aðrir kaup- endur heita vatnsins í sveitinni, en hún hefur hins vegar ekki fengið það vatn sem hún greið- ir fyrir. Er nú reynt með ýmsum ráðum að leysa úr þessu vandamáli. Þangað til sú lausn finnst verða Mosfellingar að biðja krókloppnir til síns guðs með- an veður eru válynd, og vona hið besta að úr rætist í fram- tíðinui. Krummi ... ...fagnar því að loksins ætla máttarvöld að fara að mæla vísitöluna við lífskjörin en ekki öfugt...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.