Tíminn - 08.12.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.12.1982, Blaðsíða 10
ÍO____________ heimilistíminn MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 umsjón: B.St. og K.L. Norskir verdlaunahafar í mat reiðslu ■ í fyrri viku voru staddir hér á landi 6 vinningshafar í samkeppni, sem norsku bændasamtökin efndu til í matreiðslu á kindakjöti, ásamt 6 blaðamönnum norskum. Var ferðalagið vinningur í samkeppninni. Snentma í nóvember hleyptu norsku bændasamtökin af stokkunum sam- keppni í matreiðslu á kindakjöti og skyldu réttirnir byggjast á norskri mat- reiðslu hefð, en gjarna með persónlegu ívafi. Samkeppnin fór fram í samvinnu við 6 héraðsblöð, þ.e. Gudbrandsdölen, Varden, Stavanger Aftenblad, Bergens Tidende, Trönder-Avisa og Nordlys og tóku lesendur þessara blaða þátt í að fella dóm um, hvaða réttir reyndust bestir. Keppnin var kölluð „Lam- og fáaiaden 82. A aðeins einni viku voru blöðunum 6 sendar 630 uppskriftir. Dómnefnd á vegum hvers blaðs kynnti sér allar uppástungur og valdi úr 5-6, hvert á sínu svæði. Þær 32 uppskriftir, sem þarna voru valdar úr, eru birtar í sérstökum bæklingi. Síðan voru lesendur beðnir um að velja þann rétt, sem þætti verður fyrstu verðlauna á hverjum stað og bárust alls um 1200 svör. Vinningsréttirnir voru síðan kynntir blaðamönnum og sérfræð- ingum í Osló mánudaginn 29. nóvember, daginn áður en vinningshafarnir lögðu upp í íslandsferðina. A meðan á dvöl þeirra hér á landi stóð, heimsóttu þeir ýmsar stofnanir í kindakjöts í heimsókn landbúnaði, fyrirtæki o.fl. M.a. sögðust þeir hafa fjárfest í ullarvörum fyrir margar þúsundir króna. Vinningshafí Nordlys í Tromsö og rétturinn henn- ar Vinningshafinn í Tromsö er Olga Nymo- en, sem býr á lítilli eyju rétt utan við Tromsö, Kvænangen. Olga er orðin sjötug að aldri og komin á eftirlaunaald- ur. Hún lætur þó ekki deigan síga og hefur tekið að sér störf vitavarðar í afleysingum. Tvisvar í viku ferðast hún um 20 km vegalegd, hvernig sem viðrar, til að gæta að vitanum sínum. Ekki hefur hún gert víðreist um dagana. Aldrei hafði hún stigið í flugvél fyrr en hún lagði upp í íslandsferðina, og þaðan af síður farið út fyrir landsteinana. En hún kunni vel að meta Islandsferðina, enda þótt á þessum árstíma væri. Sólin hafði nefnilega hætt að skína á Tromsöbúa þegar 21. nóvember og er ekki væntanleg aftur fyrr eftir 2-3 mánuði. Henni fannst því bara bjart og notalegt að koma hingað um mánaðamótin nóv./des. Rétt sinn nefnir Olga „Kjnttnmlja" og fer uppskriftin hér á eftir: Kjottmolja 2 kg létt saltað, hálfþurrkað kindakjöt 1 lítill laukur 2egg 1 tsk. sykur 2 dl rjómi eða mjólk Sjóðið kjötið ásamt lauknum þar til það er meyrt. Veiðið fituna ofan af. Leggið kjötið á fat. Eggi, sykri og rjómanum,mjólkinni er blandað saman við hveiti, þar til þykktin er hæfileg. Setjið nú jafninginn smám saman út í kjötsoðið og látið suðuna koma upp. Borið fram með soðnum kartöflum, græmeti, flatbrauði og kjötkrafti. Á hæla Olgu, sem vinningshafi í Tromsö, fylgdi íslensk stúlka, sem stundar nám í Tromsö, Brynja Gunnars- dóttir að nafni. Sinn rétt nefnir hún: 2 slög 3-4 epli u.þ.b. 4 dl steinlausar sveskjur 2 dl sinnep Takið öll bein úr slögunum. Smyrjið innri hlíð þeirra með sinnepi. Skerið eplin í smábita. Dreifið eplum og sveskjum yfir slögin og vefjið þau þétt saman. Bindið þétt utan um með bómullargarni. Brúnið nú rúllurnar í smjöri eða sjörlíki, sjóðið síðan í klukkutíma. Bornar fram heitar eða kaldar að vild, ásamt kartöflustöppu. ■ Agnar Guðnason, blaðafulltrúi íslensku bændasamtakanna, bauð heim norsku vinningshöfunum, ásamt fylgdarliði þeirra, 6 norskum blaðamönnum.Sem sjá má á myndinni var glatt á hjalla í samkvæminu, en auk Agnars og Jónasar Jónssonar búnaðarmálastjóra skemmta sér þar dátt fjórir vinningshafanna og tveir norsku blaðamannanna. Olga Nymoen frá Troms er fyrir miðri mynd. Hvað kostar jólamaturinn? Áætladur matarkostnaður fyrir fjögurra manna f jölskyldu jóladagana þrjá varð um 2000 krónur ■ Það eru margar tegundir af jólatrjám á boðstólnum og má jafnvel segja að sá á kvölina, sem á völina. Þessi ungi maður virðist eiga bágt með að gera upp bug: sinn. ■ Það er mikið talað um hvað allt sé dýrt á þessum síðustu tímum, svo blaðamaður Heimilistímans brá sér í búðir að athuga hvað væri hægt að áætla ■ Hún er með jólamat sem vinsamlegt afgreiðslufólk í Kjörbúð SS í Glæsibæ safnaði saman í eina stóra innkaupa- körfu áætluðum jólamat fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Þama sér bæði í svínakjöt og hangikjöt, ávexti og margs konar góðgæti. (Tímamynd GE) að jólamatur kostaði fyrir fjögurra manna fjölskyldu í ár. Með jólamat eigum við við kjötmeti, grænmeti, dósamat, ávexti, kaffi og sælgæti og ýmis- legt annað smávegis, sem tengist jólahaldi, eins og kerti og jóla- servíettur, konfektkassa í möndlugjöf o.fl. smávegis. Það voru ekki komin mánaða- mót þegar þessi könnun var gerð og niðurstaðan varð, að þetta kostaði um 2000 krónur en búast má við að einhver hækkun hafi komið á. Þá er þess að geta, að þarna var yfirleitt gætt hófs í innkaupum, en þó áttu þetta að geta orðið góð jól - matarlega séð - fyrir þessa fjögurra manna fjölskyldu. í þessum útreikningi á jóla- matnum var ekki gert ráð fyrir brauðum, kökum eða kexi, og ekki heldur mjólkurmat - nema ístertu og Vi1 af rjóma, svo bæta má við reikninginn því sem brauða- og mjólkurmat nemur. ■ Senn fer að líða að því, að fólk fer að velta vöngum yfir jólatréskaupum. Sumir hafa brennt sig á því áður, að algengustu stærðirnar eru uppseldar, þegar þeir hafa drifið sig í kaupin, auk þess sem úrvalið er ekki eins mikið og var í upphafi sölunnar. En hvað kosta jólatrén í ár? Við hringdum i nokkra þá staði, þar sem jólatré eru seld, og leituðum upplýsinga. Hækkunin frá í fyrra 30-70% Hjá Vilhjálmi Sigryggssyni fram- kvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur fengum við þær upplýsing- ar, að í skógræktarstöð Skógræktarfé- lagsins við Fossvogsblett yrðu eingöngu seld íslensk tré og væri salan í þann mund að hefjast. Þar er um að velja rauðgreni og stafafuru, auk þess sem eitthvað verður selt af sitkagreni með rót, þ.e.a. rótarklump, sem síðan má gróðursetja. Trén koma að litlum hluta til ofan úr Heiðmörk, en aðallega austan úr Þjórs- árdal og í minna mæli úr Haukadal. Skógræktarfélagið hefur selt þessar teg- undir undanfarin ár og hafa þær reynst mjög vel. Að sögn Vilhjálms er hækkun á verði jólatrjáa nú 30-70% frá því sem var í fyrra. Hækka minnstu stærðirnar minnst. Ástæðan mun sú, að það eru líka flutt inn útlend tré og vill Skógrækt- arfélagið vera samkeppnisfært í verði við þau. Lægsta verð á jólatré er bundið við stærðina 0,7-1,0 m. og kostar það af rauðgreni kr. 190. Aftur á móti kostar stærðin 1,76-2,00 , 320 kr. Vinsælasta stærðin er um 1,50 m. og kostar í kringum 325 kr. Stafafuran er ca. 30% dýrari, en hún heldur líka miklu betur barrinu. Sitkatgrenið á rót kostar um 500 kr. metrinn. Það er í pappastampi og getur fólk geymt hana í stampinum til vors og gróðursett hana síðan. Vilhjálmur sagði best að geyma hana úti við í skjóli, helst norðan við hús, þar sem vorsólin á það til að leika barr tré grátt. Innflutt tré í gróðurhúsinu Blómavali eru ein- göngu á boðstólum innflutt tré. Koma þau frá Danmörku og eru af tegundun- um blágreni, rauðgreni, Norðmanns- greni og omorika, sem er svipað og rauðgreni. Þar má nefna til viðmiðunar, að 1.00 m. rauðgrenitré er á 235 kr., Norðmannagreni af sömu stærð 620 kr., 100-150 cm. af furutré er á 465 kr., en blágreni í lengdinni 1,25 m kostar 535 kr. og omorika af sömu stærð 380 kr. Sala þar hófst sl. laugardag. 1 blómabúð Alaska í Breiðholti var okkur tjáð, að salan væri u.þ.b. að hefjast. Þar eru eingöngu innflutt tré, og það dönsk, eins og í Blómavali, en ekki þó sömu tegundirnar. Þar má velja á milli rauðgrenis, nobilis (öðru nafni blágreni), eðalgrenis og fjallafuru eða skógarfuru. Þar kosta 1.00-1.25 m tré eftirfarandi: rauðgreni 355 kr., eðalgreni 745 kr. og nobilis 826 kr. Stærðin 1.50-1.75 m kostar af rauðgreni 390 kr., eðalgreni 1075 kr. og nobilis 1180 kr. Stærðin 1.75-2.00 m kostar af rauðgreni 405 kr., eðalgreni 1245 kr. og nobilis 1370 kr. Veljið trjátegund í samræmi við aðstæður Sem sjá má af þesari lauslegu upptaln- ingu er heilmikið úrval jólatréstegunda á boðstólum og verður nú hver og einn að gera það upp við sig, hvaða stærð og tegund hentar honum og hans fjölskyldu best. Hafa verður það í huga, að gera má ráð fyrir því, að dýrustu trén séu þau barrheldnustu, en heldur er leiðinlegt að búa við það, að jólatréð sé e.t.v. orðið barrlaust milli jóla og nýárs. Þá verður líka að taka tillit til þess, að mjög er mismunandi, hversu mikið mæðir á trjám á heimilum. Sums staðar fá þau að standa óhreyfð og óáreitt öll jólin, en allars staðar er kannski sífellt verið að færa þau til og dansa í kringum þau. Við þær kringumstæður verða trén óhjá- kvæmilega fyrir meira hnjaski og þarf að velja tegund í samræmi við það. Útreikningur okkar varð á þessa leið Kjötmaturinn var áætlaður í þrjár máltíðir. Gert ráð fyrir svínabóg á aðfangadagskvöld, hangikjöti á jóladag og lambahrygg á annan í jólum. Þetta gerði samtals um...................kr. 700.00 Ávextir og grænmeti .....................kr. 210.00 Dósamatur (gr. baunir, rauðkál o.fl) . . . . kr. 200.00 Ö1 og gosdrykkir........................ kr. 150.00 ísterta, rjómi og sælgæti................kr. 400.00 Ýmislegt ................................kr. 300.00 Samtals kr. 1960.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.