Tíminn - 08.12.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.12.1982, Blaðsíða 4
* ' - Þingmenn ræða um það hvað gerist ef bráðabirgðalögin verða felld: GREIÐA VERÐUR FULLAR VERÐ- BÆÍUR EF LÖGIN VERÐA FELLD — að mati Sigurdar Líndais, prófessors vid Lagadeild — Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra á öndverðri skoðun ■ Túlkun á 1. grein bráðabirgðalag- anna var til umræðu á Alþingi í gær utan dagskrár og sýndist sitt hverjum. Mathí- as Á. Mathiesen hóf umræður og vildi fá að vita hvað lánsfjáráætlun liði og skýrði síðan frá áliti Sigurðar Líndal lagaprófessors á túlkun 1. gr. bráða- birgðalaganna, sem prófessorinn skýrði frá á fundi fjárhags-og viðskiptanefndar efri deildar í gærmorgun, en hann var beðinn að veita umsögn um frumvarpið. Samkvæmt sögn Matthíasár lýsti Sig- urður þeirri skoðun sinni að yrði bráða- birgðalögin felld mundi koma til greiðslu fullra vísitölubóta á laun frá þeim degi er frumvarpið félli. Þannig mun ekki virka til frambúðar sú ráðstöfun að aðeins helmingur verðbóta verði greiddur á laun. Ef bráðabirgðalögin aftur á móti verða samþykkt er það álit lagaprófessorsins, að ákvæði um helm- ingslaunaskerðinguna gildi ekki aðeins 1. des héldur einnig framvegis þegar verðbætur verða reiknaðar út. Krafði Matthías fjármálaráðherra um hver væri hans túlkun á þessum ákvæðum. Ragnar Arnalds sagði óvíst hvort lánsfjáráætlun yrði lögð fram fyrir jól og áreiðanlega ekki afgreidd fyrir þann tíma. Ljóst er að skera verður fram- kvæmdaáform mikið niður og væri hyggilegt að undirbúa lánsfjárlög sem . best. Um túlkun á bráðabirgðalögunum svaraði fjármálaráðherra því, að það gengju tröllasögur úr þingnefnd að ummæli einhverra prófessora um að lög sem ríkisstjómin setti merki eitthvað allt annað en stjórnin og stjórnarandstæð- ingar teldu að þau merki. Ólafur Jóhannesson utanríkisráð- herra sagðist vera á gagnstæðri skoðun um túlkun 1. gr. bráðabirgðalaganna en Sigurður Líndal var sagður vera. Hann benti á fræðiskrif sín um þetta efni og ummæli íMorgunblaðinunýlega. Ólafur sagði lögfræðinga ekki alltaf á sama máli um túlkun laga og þá væri leitað til dómstóla. Ef svo undarlega færi að bráðabirgðalögin yrðu felld og deilur hæfust um gildistíma einhvers ákvæðis yrðu dómstólar að skera úr. Af því myndi leiða glundroða og réttaróvissu og vænti hann þess að hver og einn þingmanna hugsaði sig um tvisvar áður en hann tæki þá áhættu að fella bráðabirgðalögin. Ólafur Ragnar, sem er formaður fjárhags- og viðskiptanefndar efri deild- ar, kvað óheppilegt að hlaupa í þingsali með þetta mál. Sigurður Líndal hefði skýrt nefndinni munnlega frá skoðun sinni, en hafi óskað eftir að skoða málið betur og gera endanlega skriflega grein fyrir skoðun sinni á morgun (í dag, miðvikudag). Bað hann menn að bíða með ályktanir og niðurstöður þar til það álit lægi fyrir. Nefndarformaðurinn sagði þetta vera lagatæknilegt atriði sem hægt væri að lagfæra í þinginu ef orðalag orkaði tvímælis. Karvel Pálmason sagði nauðsynlegt að fá svör við því hvað væri hér eiginlega á ferðinni. Geir Hallgrímsson kvað nauðsyn á að greiða úr flækjunni áður en málið kemur til kasta þingfunda svo að menn viti hvað þeir væru að fella eða samþykkja. Eyjólfur Konráð sagði ekki vansalaust af Alþingi að afgreiða frumvarp án þess að þingmenn væru vissir um túlkun þess. En virtir lögfræðingar væru á gagnstæðri skoðun um túlkun á 1. greininni. ■ Hjörleifur Gultormsson, iðnaðarráðherra og aðstoðarmenn hans í álviðræðunum, að loknum fundi í gærkveldi: Halldór Kristjánsson, Ingi R. Helgason og Vilhjálmur Lúðvíksson. Tímamynd G.E Enginn árangur af álviðræöum! ■ „Því miður varð enginn árangur af þessum fundum,“ sagði Hjörleifur Gutt- ormsson, iðnaðarráðherra að loknum fundum hans með dr. Múller, forstjóra Alusuisse í gærkveldi. „Ég hef orðið fyrir vonbrigðum eftir fundahöldin þessa daga, en hinsvegar er staðan sú, að viðræðunum hefur ekki verið slitið,“ sagði Hjörleifur, og bætti við er hann var að því spurður hvort næsti fundur hefði verið ákveðinn: „Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn, en það verður metið í Ijósi skoðanaskipta milli aðila á næstunni hvort að líkur eru á að frekari fundahöld gefi árangur.“ „Ég get ekkert sagt um gang viðræðn- anna, því við komumst ekki að neinni niðurstöðu á þessum fundum okkar,“ saðgi dr. Múller forstjóri Alusuisse við blaðamann Tímans að loknum fundar- höldum síðdegis í gær. „Það er í höndum iðnaðarráðhera að ákveða hvort og hvenær næsti fundur aðila verður,“ sagði dr. Múller jafnframt, en sam- kvæmt heimildum Tímans þá komu Svisslendingamir til fundarins í fyrradag með neikvæðar undirtektir við öllum óskum íslensku aðilanna, en að loknum fundi aðila fyrir hálfum mánuði lýstu báðir aðilar því yfir að viðræðurnar hefðu verið opnar og skoðanaskipti jákvæð, þannig að þeir væru bjartsýnir á framhaldið. Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráð- herra sagði þegar blaðamaður Tímans spurði um hvaða atriði hefðu helst verið til umræðu í þessum viðræðum: „Það er vitað um það hverjar hafa verið óskir og kröfur íslenskra stjórnvalda, og þegar ég segi að þessi fundur hafi valdið okkur miklum vonbrigðum, hvað snertir viðbrögð gagnaðila, þá býst ég við að það segi sína sögu.“ Hjörleifur sagði jafnframt að hann ætti von á því að frekari tíðindi yrðu af þessum vettvangi fyrir áramót. -AB Samtök herstöðvaandstæöinga: fsland í hópi fárra herskárra ■ „Með fráhvarfi frá hlutleysstefnunni við inngöngu í NATO og með her- verndarsamningunum við Bandaríkin var snúið bakið við hinum gömlu friðarviðhorfum hlutleysisins og því fullveldi sem það tryggði,“ scgir meðal annars í 1. desember ávarpi Samtaka herstöðvarandstæðinga. Her- stöðvaandstæðingar vitna til nýafstað- inna atkvæðagreiðslana um vígbúnað- ríkja ar- og afvopnunarmál á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og segja að ísland hafi þar skipað sér í hóp örfárra herskárra ríkja, sem neiti að fordæma framleiðslu nifteindasprengjunnar og styðji ekki tillögur um frystingu kjarn- orkuvopna. Þannig hafi íslensk stjórn- völd skipað landinu þétt í hóp þeirra ríkja sem friðarvonunt og lífslíkum mannkvnsins stafi mest hætta af. Flest bendir til þess aöhugmyndum stjórnarskrár- nefndar í kjördæmamálinu veröi ýtt til hliðar: Hætt við uppbótar- þingsæti og þingmönn- um fjölgað um þrjá ■ Allt stefnir í það að meirihluti Alþingis verði fyrir frumvarpi um stjóm- arskrárbreytingu, þar sem ákveðið verð- ur að þingmenn verði 63 talsins, þeir verði allir kjördæmakosnir, og lands- kjör þar með afnumið, og fjöldi þing- manna í hvcrju kjördæmi verði fyrirfram ákveðinn. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa undanfarið rætt mismunandi leiðir í kjördæmamálinu, og nú upp á síðkastið hafa þingflokksformennirnir Ólafur Ragnar Grímsson og Ólafur G. Einars- son, ásamt formanni Alþýðuflokksins, Kjartani Jóhannssyni rætt ofangreindan valkost, en framsóknarmenn hafa ekki tekið þátt í umræðunni um þennan valkost, en hann er ekki einn af þeim valkostum sem stjórnarskrárnefnd bend- ir á í tillögum sínum. Tíminn ræddi við Óiaf G. Einarsson, formann þingflokks Sjálfstæðisflokksins í gær um kjördæmamálið: „Málið er það, að við þingflokksformenn höfum um nokkurt skeið rætt saman til þess að undirbúa fundi okkar formanna, sem hafa umboð frá þingflokkunum til þess að ræða sérstaklega um kjördæmamálið. Ástæða þess að ekki hefur verið fulltrúi Framsóknarflokksins í þessum við- ræðum okkar,“ sagði Ólafur, „er að þær tillögur til lausnar á þessu máli, sem hafa vcrið í umræðunni allt framundir þetta, þeim hefur í rauninni verið hafnað fyrir löngu af Framsóknarflokknum. Þar á ég við að Framsóknarflokkurinn hefur ekki léð máls á fjölgun þingmanna, nema hugsanlega um þrjá, og eina tillaga þeirra til þessa hefur verið sú að uppbótarmenn, 11 eða hugsanlega fleiri færu allir á Suð-vestur-hornið, en þá lausn teljum við alls ckki fullnægjandi. Á meðan þetta var það eina sem framsóknarmenn höfðu fram að færa í umræðuna, þá töldum við tilgangslaust að vera að ræða við Framsóknarflokk- inn. Við höfum því verið að leita annarra leiða, og Þorkell Helgason hefur verið okkur innan handar með útreikninga ýmis konar.“ Ólafur G. Einarsson var að því spurður hvort skýrsla stjórnarskrár- nefndar og tillögur allar hefðu þar með verið lagðar til hliðar: „Ég veit ekki hvort það á að orða það svo. Nefndin hefur jú skilað sinni skýrslu og þar er komið inn á svipaðar leiðir og við höfum verið að ræða nú seinast. Ég mætti kannski orða það svo, án þess að það sé ákveðinn broddur í því, að stjórnar- skrárnefndin sé svona einni til tveimur vikum á eftir okkur í umræðunni um þetta. Við erum búnir að sjá það, að ýmsar leiðir sem nefndin hefur verið að ræða, eru útilokaðar, vegna þess að það fæst ekki meirihluti fyrir þeim í þinginu." Ólafur var ekki reiðubúinn til þess að skýra út í smáatriðum, hvaða leið hefði helst verið til umræðu hjá þremenning- unum síðustu daga, en sagði: „Þessi icið, er að mínu mati, sú leið, sem mestir möguleikar eru á að samstaða allra flokka náist um. Þingmennirnir yrðu 63, en við útreikning á skiptingu milli kjördæma yrði svokallaðri Lague-aðferð eða oddatöluaðferðinni beitt. Ég tek það mjög skýrt fram, að sú aðferð hefur ekki enn verið samþykkt hjá neinum flokkanna, en ég tel hana vænlegasta. Þessi reikningsregla við skiptingu á milli kjördæma hefði það í för með sér að við losnuðum við uppbótakerfið. í raun yrðu allir þingmennirnir kjördæma- kjörnir, og tala þingmanna í hverju kjördæmi yrði fyrirfram ákveðin, en svo er ekki í dag, eins og kunnugt er. Það væri eftir sem áður hægt að nota hina reikningsaðferðina, d’Hondts-að- ferðina við úthlutun heildarsæta til þingflokkanna. Með þessu móti væri minni flokkum auðveldað að komast að, og stórum flokkum væri gert ókleift að halda meirihluta sæta, út á minnihluta atkvæða." Ólafur sagði jafnframt: „Á milli flokka kæmi þetta þannig út, að nær fullur jöfnuður næðist, en það er jú eitt meginmarkmiðið sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur sett sér í kjördæmamálinu. Þessi jöfnuður næðist vegna þess að sætum yrði úthlutað eftir landsfylgi á milli flokka. Það eina ruglar þvt' er það að það stendur ekki ailtaf á heiíum mönnum. Mismunurinn gæti þvt orðið á bilinu 2 til 5%, en er 20% í dag. Varðandi jöfnuðinn á milli kjördæma, þá viljum við steína að því, að vægi á milli Reykjavíkur og fjögurra minnstu kjördæmanna fari ekki upp fyrir einn á móti tveimur, en þetta er annað höfuð- markmið okkar í kjördæmamálinu. Með þessu kerfi scm við erum að ræða, þá náum við jöfnuði á milli flokka og meiri jöfnuði á milli kjördæma, með 63 þingmönnum. Ef við hins vegar höfum áfram með núverandi kerfi, þá náum við þessu ekki nema með mun meiri fjölgun þingsæta, allt upp í það að þingmenn yrðu 67 eða 68, en ég Iteld að það sé ekki meirihluti fyrir því í þinginu að fjölgunin verði svo mikil." Ólafur sagði að mikilvægt væri að ganga frá frumvarpi um kjördæmabreyt- inguna, núna fyrir jól. Þannig að á það myndi reyna í þessari viku og þeirri næstu hvort samkomulag allra flokka næðist þar um, eða hvort frumvarpið yrði lagt fram með öðrum hætti. Ólafur sagði jafnframt að þótt þarna væri um breytingu á kosningalögunum að ræða, að hluta, þá yrði ekki kosið samkvæmt breyttum kosningalögum í næstu kosningum, því allir aðilar væru sammála um að breytingar á kosninga- lögunum og stjórnarskránni væru óað- skiljanlegir hlutir. Sagðist Ólafur telja vilja meirihluta vera fyrir því að sem mest af þessum breytingum yrðu settar inn í kosningalögin, og nánast ekkert annað en tala þingmanna yrði í stjórn- arskránni, þannig að ef menn vildu breyta síðan, svo sem að færa sæti milli kjördæma, þá yrði aðeins um einfalda lagabreytingu að ræða. -AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.