Tíminn - 08.12.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.12.1982, Blaðsíða 12
20 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 Draumur barna barbie dúkkur föt bílar húsgögn , ... Fisher-Price leikföng barbie hestar barbie sundlaugar barbie píanó barbie hundasleðar Leikfanga húsið Sími 14806 Póstsendum 1X21X21X2 15. leikvika - leikir 4. desember 1982 Vinningsröð: 111 - 111 - 21X - 2X2 1. vinningur: 12 réttir- kr. 174.375.00 8923 80337(4/11) 2. vinningur: 11 réttir-kr. 1.992.00 364 15255 61625 66648 91772 94810 Frá 11 viku: 2016 17224+61848 76452 92461 95638 95251(2/11) 5734 17473 + 61866 77529 + 92830 95639+ 6222 17776 63432 78858+92832 Frá 12.viku: 7483 20331 64007 81701 + 93466 96942 96703(2/11) 7797 22171 64595+83008 93924 97436+ 9389+22512 64704 87341 94106 97445+ 9674 22687 65005 90193 94118 98260+ 13669 25465 65239 90334 94119 59661 14125 60270 66291 90604 94326 60254 (2/11) 14316 61531 66492 91033 94475 65676 (2/11) Kærufrestur er til 27. desember kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kær- ueyðublöð fást hjá umborðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK fþróttir fslendingar hlutu 3 gull — á Norðurlandamóti unglinga f lyftingum ■ Þrír íslendingar stigu upp á efsta þrep verðlaunapallsins á Norðurlanda- móti unglinga í lyftingum sem fram fór í Odense í Danmörku nú um helgina. Það voru þeir Haraldur Ólafsson IBA, Gylfi Gíslason IB A og Ingvar Ingvarsson KR sem sigruðu, en að auki lenti Garðar bróðir Gylfa í 2. sæti, en sigurvegarinn lyfti sömu þyngd og hann, en var sjálfur léttarí og hreppti því sigurinn. Annars voru Finnar sigursælastir á mótinu og sigruðu í öllum öðrum greinum en þeim sem íslensku kraftakarlarnir sigruðu í. Haraldur Ólafsson keppti í 82,5 kg. flokki og lyfti 120 kg. í snörun og 165 í jafnhöttun. Samanlögð þyngd var því 295 kg. Þá gerði hann atlögu að Norðurlandameti unglinga í jafnhöttun, en mistókst að lyfta 178,5 kg. Hann hafði mikla yfirburði í þessum flokki. íslendingar höfðu gert sér miklar vonir um árangur í 90 kg. flokki og höfðu sín á milli rætt um að ná a.m.k. 1. og 2. sæti. Það tókst ekki, því Baldur Borgþórsson annar keppandinn í flokk- num meiddist. Hann tognaði illa og gat því ekki beitt sér í jafnhöttun. Garðar náði ekki fyrsta sætinu, en hann lyftu sömu þyngd og Finni, sem var sá sjálfur léttari og naut þess er upp var staðið. Gylfi bróðir hans stóð hins vegar fyrir sóma ættarinnar og kemur aftur heim með gull eftir að hafa lyft samanlegt 307,5 kg. í 100 kg. flokki. Sá sem var næstur honum í keppninni lyfti 37 kg. minni þyngd en Gylfi. Agnar Jónsson lenti í 4. sæti í þessum flokki, eftir mjög tvísýna keppni, en hann lyfti samtals 265 kg. í 100 kg. flokki var búist við harðri keppni milli Svíans Mats Aronsson og Ingvars Ingvarssonar KR. Ingvar vann hins vegar mjög öruggan sigur og lyfti 30 kg. meiru en Svíinn. Hann snaraði 140 kg og jafnhattaði 180. Samanlagt lyfti hann því 320 kg., sem var mesta þyngd sem nokkur keppandi lyfti á mótinu. Árangur keppendanna sýnir að mikill kraftur er í íslenskum lyftingamönnum og ástæðulaust annað en að ætla að framtíðin sé björt í þeirri íþróttagrein, sem íslendingar hafa staðið sig hvað best í á undanförnum árum. sh VALSMENN NAÐU AD SIGRA KR-INGANA — Þrátt fyrir að KR skoraði 14 stig í röð undir lok leiksins ■ „Þeir náðu að draga á okkur þama í lokin, en við höfðum það samt,“ sagði Torfi Magnússon fyrirliði úrvalsdeildar- liðs Valsmanna í körfuknattleik eftir leik þeirra og KR-inga sem fram fór í Hagaskóla í gærkvöldi. Lokatölur urðu 96 stig gegn 93, en lengst af í leiknum höfðu Valsmenn talsverða forystu allt upp í 22 stig, en þegar um 7 mínútur voru til loka leiksins tóku KR-ingar að hitta mjög vel og skoruðu 14 stig í röð. Þá hitti Stu Johnson mjög vel og fór að fara um stuðningsmenn Vals í húsinu. En þeir gátu andað léttara er flautað var til leiksloka og sigurinn var í þeirra höndum. Þeir Ríkharður og Tim Dwyer voru bestu menn Vals í leiknum, en Stu Johnson og Jón Sigurðsson hjá KR. Tim var stigahæstur hjá Val og Stu hjá KR. sh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.