Tíminn - 16.12.1982, Page 15

Tíminn - 16.12.1982, Page 15
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 15 búið að bæta svo um fyrir þessu fólki að það er hreint ótrúlegt. Fyrir aðeins örfáum árum var hópur manna sem hvergi átti heima og héit til um borð í Síríusi, gömlum ryðguðum togara sem lá í Reykjavíkurhöfn. Það voru þau aumlegustu húsakynni sem ég get gert mér í hugarlund að hafi verið hér á landi á seinni árum; það var líkara því að koma í fjós en mannaíbúð. Nú eru komin fyrir þetta fólk hæli, spítalar og heimili. Margir hafa fengið bata, guði sé lof. Svo þessar samkomur á aðfangadagskvöld eru orðnar mjög fámennar, en þeim mun ánægjulegri er hægt að segja. Ánægjulegast væri nú að ekki þyrfti að halda þessar samkomur, og ég vona að svo verði á næstu árum.“ Hringt nætur og daga - Er ekki hlutverk presta að breytast. Hafa ekki félagsráðgjafar, sálfræðingar og jafnvel læknar tekið á sínar herðar margt sem áður tilheyrði prestsstörfum? „Enn geri ég mikið af því að sinna fólki sem einhverra hluta vegna hefur orðið utangarðs í samfélaginu. En núorðið býður samfélagið upp á svo mikla aðstoð, sem betur fer, svo oft á tíðum get ég litlu bætt við það sem fólk fær næstum sjálfkrafa og á heimtingu á. En þó er hringt til mín bæði nætur og daga. Ég veit ekki hvers vegna því í flestum tilfellum er ég vanhæfari til að hjálpa en sérfræðingarnir sem þú minnt- ist á áðan. En þrátt fyrir allt koma tilfelli sem þessir fræðimenn virðast ekki ráða við og þá er eins og presturinn sé síðasta athvarfið. Ég veit ekki hvort eins er hægt að segja um alla presta, en hvað mig varðar þá er þetta svona. Fólk leitar til mín þegar það vill ná út fyrir tilveruna svo að mín reynsla er sú að fólk hefur gjarnan trú á kirkjunni þegar allt annað bregst. Ekki allir en töluvert margir.' Stundum er nóg að lesa fyrir það Faðir vorið í sírna." Sterk friðarþrá „Um þessi jól finnst mér eitt meira áberandi en nokkru sinni fyrr á mínum rúmlega fjörutíu ára prestferli; það er þessi ákaflega sterka friðarþrá. Hún virðist ríkja bæði hér heima og erlendis. Fréttir útvarps og sjónvarps segja frá friðargöngum um næstum allan heim, þar sem fólkið kom saman og sagðist ekki vilja ófrið. „Við viljum ekki fá kjarnorkuvopn, við viljum ekki að saklaust fólk sé drepið í stríði og við viljum ekki tortíma jörðunni,“ segir fólkið að því er virðist einum rómi. Mér finnst röksemdir þessa fólks sterkar, því það er ljóst að ef við segjum öll, milljónirnar í öllum löndum; „Við viljum ekki stríð. Við notum ekki vopn.“ Hvað geta þá valdhafar eins og Andropov og Reagan gert.“ - Hvernig leggst í þig Árelíus að eiga tiltölulega róleg jól framundan? „Ég segi nú alveg eins og er; ég fagna því ekki. Ég hafði sjö samkomur sl. jól og alls níu samkomur á jólaföstunr.i. Og ég naut þess eins og ég hef alla tíð gert. Ég vil hafa nóg að gera hverja einustu stund og það hef ég haft í mín sjötíu ár, það hefur verið mín hamingja. Svo nú veit ég varla hvernig þetta fer. En hvað um það. Ég verð að taka því eins og ég er maður til. Ég get alltaf fundið mér eitthvað að gera. Ég skrifa mikið. - Hyggst þú gefa út bók? „Ó nei, ó nei. Það vill enginn gefa þetta út þótt orðið sé mikið að vöxtum',' sagði séra Árelíus. - Hvernig var það þegar þú hélst upp í tíu messur um jól og áramót, var ekki erfitt að setja saman svo margar ræður? „Að sjálfsögðu var það mikil vinna, en ég átti aldrei í vandræðum því ég byrjaði löngu fyrir jólin sjálf. Ég hef alltaf haft þann háttinn á að skrifa eldsnemma á morgnana því þá er best næðið. Ég er venjulega sestur við skriftir milli klukkan sex og sjö á morgnana og skrifa svo til rúmlega níu. Lengurerekki hægt að halda áfram því þá tekur við hið daglega amstur. Svo hef ég alltaf haft sérstaka ánægju af því að flytja jólaboðskapinn. Einfald- lega vegna þess, að við erum þjóð jólanna. Við þráum ljósið, sólina heitast á þessu tímabili. Og svo erum við friðarins faðmur. Við erum ein fárra þjóða sem ekki hafa her; ekki bera vopn til að fara í stríð. Við erum fólk jólanna því að jólin eru friður frelsi og fögnuð- ur,“ sagði séra Árelíus Níelsson. -Sjó. „Vildi ad jóla- stemningin varadi lengur hjá fólki” — segir séra Pétur Maack, SAA prestur ■ „Munurinn á mínu starfi og starfi sóknarprestsins ;er sá að hann heldur uppi merki trúarinnar í kirkjunum og í sínum söfnuði, en ég reyni að mæta trúarþörf fólks sem ég umgengst dags daglega. Ég er prestur, en fyrst og fremst er ég starfsmaður SÁÁ, og á Sogni, þar sem ég vinn, reynum við að sannfæra menn um að þeir eigi betra líf fyrir höndum og gerum raunverulega þá kröfu til þeirra að þeir trúi því sjálfir. Annars er enginn tilgangur með því sem við erum að gera.“ Þetta sagði Pétur Maack, prestur SÁÁ, þegar Tíminn ræddi við hann um starf hans og sitthvað sem því tengist. Við spurðum Pétur hvort jólin væri ekki sérstakur annatími hjá honum eins og öðrum prestum. „Ég verð með messu á annan í jólum í Langholtskirkju, en þar höfum við hjá SÁÁ aðstöðu. Síðan verð ég með nokkrar helgiathafnir á okkar stöðum, þótt ekki verði það messur í venjulegum skilningi þess orðs. Annars verður ekkert sérstaklega mikið að gera hjá mér. Ekkert meira en venjulega." garði yfir til nágrannans má búast við viðbrögðum frá honum sem sennilega verða þau að hann hendir ruslinu til baka og jafnvel meira til. Ef þú vilt vera að svekkja þig á því sem er að gerast í Suður-Afríku ertu að slá hausnum við stein þá er hætt við að þú sért í hálfgerðri fýlu lungann úr árinu. Jólin eru stórkostleg í mínum huga, en helst vildi ég að stemningin í kring um þau varaði lengur, „segir Pétur Maack. Ég man eftir því að ég var einu sinni að predika í júnímánuði. Þá sagði ég allt í einu yfir hópinn „gleðileg jól“ og það urðu allir voðalega hissa. Maður gat lesið út úr augum fólks að nú væri Pétur að verða brjálaður. Því fannst mörgu fáránlegt að fara að tala um gleðileg jól í miðjum júní. En það sem fyrir mér vakti var að mig langaði í þessa stemningu þar sem allir eru í sínu besta skapi. Það væri þægilegt að lifa ef allir væru í jólaskapi. Fólk er frekar tilbúið að gleyma einhverjum sveiflum í náungakærleikanum sem oft byggjast á misskilningi. Það eru svo margir sem ekki átta sig á því að í flestum tilfellum er tilveran nákvæmlega það sem fólk gerir úr henni sjálft. Ef þú hendir ruslinu úr þínum óskar öllum gleðilegra jóla og gcefu á komandi ári Þakkar viðskiptamönnum sinum óg starfsfólki gott samstarf á liðnum árum „Fyrst og fremst venjulegur Ieiðbeinandi“ „Mitt starf á Sogni er fyrst og fremst að vera venjulegur leiðbeinandi eða ráðgjafi. Ég geng í öll þau störf sem aðrir leiðbeinendur á Sogni vinna. Svo að jólin eru raunverulega ekkert sérstakur tími í minu starfi. Hins vegar eru þau stór tími í mínu trúarlífi. Afstaða mín til jólanna núna, hún mótast mikið af barnshugmyndinni. Þegar ógurlega mikið var að gera og útvarpið flutti jólalög milli auglýsinga í margar vikur. Ég hélt að það myndi gerast eitthvað ofboðslegt á sjálfan að- fangadag, vegna alls þess undirbúnings. Svo stóð maður frammi fyrir því klukkan 10 á aðfangadagskvöld að allt virtist búið. Mér fannst þetta vera eins og blaðra sem sprakk. Nú hef ég séð að undirbúningurinn er ekki síður mikils virði en jólin sjálf. Það er verið að undirbúa eitthvað stórkostlegt, og það er næstum hvert einasta mannsbarn sem tekur þátt. Mér finnst bæði gaman og gott að vera með. Þetta skýrist kannski betur með orðum gömlu konunnar: „Hamingjan er ekki á leiðarenda. Hún er á leiðinni.“ KAUPFÉLAG Vestur-Húnvetninga HVAMMSTANGA ■ Pétur Maack segist fyrst og fremst vera venjulegur leiðbeinandi áfengissjúklinga á Sogni ■ Ölfusi, þótt hann sé vígður prestur. Tímamynd Ella. Jólastemning ætti að vera allt árið „Fólk fer í það sem kallað er jólastemning eða jólaskap og það nýti ég mér og finnst virkilega skemmtilegt. Svo koma jólin sjálf og eru afskaplega notarleg, maður situr heima, hittir fjöl- skylduna, fær gjafir og jólakort frá- vinum og kunningjum. En þrátt fyrir allt finnst mér meira um vert að sjá miðasölustelpuna í bíó í jólaskapi. Mér finnst að jólastemning ætti að vera allt árið.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.