Tíminn - 18.12.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.12.1982, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 5 fréttir Gatnagerðargjöld einn hæsti tekjuliður borgarinnar á næsta ári: HÆKKA UM 390% FRÁ FJÍR- HAGSÍÆTLUN SÍÐASTA Ars — ,,Fé sem borgarstjóri ætlar að fá að láni hjá ungu fólki vegna lóðaúthlutunar á landi sem enn er óskipulagt og m.a. ekki í eigu borgarinnar enn þá”% sagði Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi, á fundi borgarstjórnar ■ „Það frumvarp að fjárhagsáætlun sem nú liggur fyrir markar í verulegum atriðum stefnubreytingu frá fjárhags- áætlunum þeim sem fyrrverandi meirihluti stóð að. I samræmi við stefnu og loforð okkar sjálfstæðismanna er nú horfið af braut sífellt aukinnar skattheimtu og byrjað að vinda ofan af boltanum", sagði Davíð Oddsson borgarstjóri m.a. er hann ræddi um frumvarp að fárhags- áætlun Reykjavíkur fyrir næsta ár. Samkvæmt frumvarpinu eru heildar- tekjur borgarsjóðs áætlaðar 1.774 mill- jónir króna miðað við 970 millj. króna áætlun árið 1982, sem er tæplega 83% hækkun milli ára. Álagning útsvara er áætluð 731 millj. miðað við 455 millj. í ár, sem er, nær 61% hækkun milli ára. Tekjur af fasteignasköttum eru nú áætlaðar rúmar 220 millj., sem er rúmlega 50% hækkun frá áætlun 1982. Hlutfallslega er hækkunin langmest af tekjum af gatnagerðargjöldum nær 245 millj. kr. miðað við 50 millj. í síðustu áætlun sem er 390% hækkun. Þá eru tekjur af aðstöðugjöldum nú áætlaðar um 265 millj. kr., sem er 94% hækkun frá áætlun 1982. „Sjálfstæðismenn hafa mikið gert úr hækkunum okkar á álögum á borgarbúa. Mér sýnist okkar hækkanir þó hreinn hégómi miðað við það sem hér liggur fyrir, þ.e. 83% hækkun á fjárhagsáætlun miðað við áætlun okkar í fyrra“, gjaldskrár nú þandar í botn“. Benti hann t.d. á að þótt sjálfstæðismenn hafi í fyrra flutt tillögu um 20% lækkun á aðstöðu- 'gjöldum sé nú ráðgert að leggja þau á með fullu álagi, sem skili um 75% tekjuaukningu. Pá benti Kristján á að gatnagerðar- gjöld ættu nú að vera einn helsti tekjuliður borgarinnar - 16% af allri áætluninni. Að stórum hluta væri það fé sem borgarstjóri ætli sér að fá að láni hjá ungu fólki vegna lóðaúthlutunar á landi sem enn er óskipulagt og m.a.s. ekki í eigu borgarinnar ennþá. „Þessi fjárhagsáætlun bendir ekki til að verið sé að hefja neinn samdrátt í útgjöldum, þar sem hækkunin er yfir 80% milli ára. Kerfið er því að þenjast út en ekki að dragast saman, hvernig sem borgarstjóri reynir að telja sér og öðrum trú um annað“, sagði Sigurjón Pétursson m.a. um fjárhagsáætlunina. Sigurjón sagði mikið talað um „að vinda niður“. 20 millj. kr. lækkun á fasteignagjöldum væri hins vegar miklu fremur tilfærsla fjármuna, þ.e. að lækkunin kæmi fyrst og fremst þeim til góða sem eiga stóru eignirnar. Hjá öðrum hópi ætti hins vegar að ná 40-50 millj. kr. umfram verðlagshækkan- ir. Þannig ætti t.d. að ná 30 millj. í umframhækkunum á strætisvagnafar- gjöldum, um 10 millj. með hækkunum á stöðumælum og sektum, 1,3 millj. af þeim er nota sundstaði borgarinnar, 500 þús. af notendum borgarbókasafnsins og 2,5 millj. af þeim sem hafa börnin sín á gæsluvöllunum. Þá væri áætlað að lækka framkvæmda- fé til félagsmála um 27,5 millj. í krónutölu, sem þýddi meira en helmings minnkun frá árinu í ár. til dagheimila væri nær engin hækkun frá .árinu í ár. sem þýði mikla lækkun og framlög til stofnana i þágu aldraðra væru nú lækkaðar um helming að raungildi. „Þetta frumvarp markar vissulega tímamót, þ.e. frá félags- og samhyggju til sérhyggju og þau tímamót harma ég“, sagði Sigurður E. Guðmundsson m.a. Þótt nær öll gjöld séu hækkuð en ekki lækkuð væru öll útgjöld til félagsmála skorin verulega niður. Hins vegar væri ekki ráðist af sömu áfergju á rekstrar- gjöld borgarinnar. „Mér sýnist þetta frumvarp bera í sér kreppu hvað varðar félagslega þáttinn en þenslu í malbiki", sagði Guðrún Jónsdóttir, sem benti á að 70% meiri hækkun væri á gjöldum til gatnagerðar og slíkra þátta en til félagslegu liðanna. -HEI Kaupmenn í Breiðholti vilja fá stadgreidsluafslátt: Verður ekki hægt að fá Coca Cola í Breiðholti? ,,Einstakir kaupmenn að þrýsta á frfðindi á kostn- að neytenda”, segir Pétur Björnsson hjá Vífilfelli gerð að ■ Langflestir eigendur kjörbúða í BreiðhoHshverfum komu saman tii fund ar í gærdag í versluninni Kjöt og fiskur til að fjalla um framhald samræmdra aðgerða gegn VerksmiðjunniVífdfelli, framleiðanda Coca Cola á íslandú Verslunareigendurnir hafa lengi barist fyrir því að fá staðgreiðsluafslátt á vörum Vífilfeils og eins farið fram á að verksmiðjan lánaði þeim umbúðir, líkt og tíðkast hefur hjá Ölgerðinni og Sanitas. - Það var samþykkt að halda þessu til streitu og ef ekki næðist viðunandi samningur við Vífilfell þá yrðu þessar aðgerðir hertar á næsta ári, sagði Gunnar Snorrason eigandi verslunar- innar Hólagarðs, en hann er jafnframt formaður Kaupmannasamtakanna. Gunnar sagði að þetta mál væri búið að eiga sér langan aðdraganda. Það hefði fyrst verið fariðfram á afslátt fyrir u.þ.b. fjórum árum og að verksmiðjan ■ Gunnar Snorrason, formaður Kaupmannasamtakanna, tjáir sig um gosstríðið við blaðamann Tímans. Landhelgisgæslan: Kom að 11 neta- veiðibátum að ólöglegum veiðum lánaði gler og kassa líkt og aðrar verksmiðjur. Ekkert hefði miðað í þessu máli þrátt fyrir ítrekaðar óskir og því hefði verið ákveðið að þrýsta enn frekar á eftir þessu við verksmiðj- una. - Við höfum ekki strikað út við- skiptin við Vífilfell ennþá, enda höfum við verið ánægðír með þjónustu þeirra að öðru leyti en þessu, en það þekkist bara hvergi að vörur væru staðgreiddar án þess aðeinhver afsláttur fylgdi, sagði Gunnar Snorrason og bætti því við að það yrðu haldnir fundir innan félaga Kaupmannasamtakanna um áramótin og ef ekki næðust samningar þá ætti hann von á að kaupmenn víðar úr bænum myndu fylgja fordæmi Breið- holtskaupmanna. -Þetta mál er runnið undan rifjum tveggja kaupmanna í Breiðholti. Ann- ar þeirra kom að máli við mig og ræddi þessi mál og hann ætlaði að láta mismuninn renna í sinn eigin vasa. Við höfum sagt að við munum ekki láta undan svona kúgunum og ef við færum út í að veita einhvern afslátt þá myndum við ekki gera það fyrir einn eða fáa kaupmenn heidur alla kaupmenn og við myndumvilja aðviðskiptavinurinn fengi að njóta þess fyrst og síðast, sagði Pétur Björnsson, forstjóri Vífil- fells er þetta mál var borið undir hann. Pétur sagði að þarna væru einstakir kaupmenn að þrýsta á fríðindi á kostnað neytandans og varðandi lán á gleri og umbúðum þá hefði hann aldrei heyrt á það minnst. Vífilfell seldi ekki kaupmönnum glerin, heldur tæki verk- smiðjan tryggingarfé og þess mætti geta að verksmiðjan hefði lánað allar viðbótar umbúðir fyrir jól og páska ef þess hefði verið óskað. ESE ■ Alexander Stefánsson er fyrsti flutningsmaður að frumvarpi um kaup- staðarréttindi tii handa Ólafsvíkur- hreppi, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi. í skoðanakönnun sem fram fór í Ólafsvík kom fram að 96,5% íbúanna eru þvf fylgjandi að Ólafsvík fái kaupstaðarréttindi. Meðflutnings- menn að tillögunni eru Jósef H. Þer- geirsson, Skúli Alexanderssön og Friðjón Þórðarson. í greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: Frumvarp þetta er flutt af þing- mönnum Vesturlandskjördæmis sam- kvæmt eindregnum tilmælum hrepps- nefndar Ólafsvíkurhrepps, eftir að fram hefur farið formleg skoðana- könnun íbúa Ólafsvíkurhrepps um mál- ið í atkvæðagreiðslu, 22. maí 1982, þar sem 558 kjósendur tóku þátt í skoðana- könnuninni eða 78% þeirra sem eru á kjörskrá - 538 fylgjandi kaupstaðar- réttindum eða 96,5%, sem telja verður afgerandi afstöðu íbúa sveitarfélagsins til málsíns, sem hreppsnefnd Ólafsvík- urhrepps hefur samþykkt einróma að fylgja fram. Ekki þarf að rökstyðja frekar þessa ákveðnu beiðni hreppsnefndar - rökin fyrir málinu eru þau sömu og fram hafa komið hjá þeim sveitarfélögum er fengiö hafa kaupstaðarréttindi á undanförnum árum, svo sem Dalvík. Grindavík, Bolungavík o.fl. Opinbcr þjónusta við íbúana er of lítil, miðað við vaxandi umsvif og íbúafjölda - sem fæst leiðrétt að vcrulegu leyti mcð kaupstaðarréttindum. . Þess má geta þótt eklei komi frarn í þingskjalinu, að til tals hefur komið að sameina Ólafsvík og Hellissand í eitt sveitarfélag. ■ Á síðustu þrem vikum hefur Land- helgisgæslan þurft að hafa afskipti af 11 netaveiðibátum sem stundað hafa veiðar fyrir Suðurlandi, Vesturlandi og Norðurlandi, vegna mcintra ólög- legra veiða. Samkvæmt upplýsingum Jóns Magn- ússonar, lögfræðings Landhclgisgæsl- unnar þá hafa þessir bátar verið að netaveiðum ýmist án .þess að hafa tiiskilin leyfi frá Sávarútvegsráðuneyt- inu, eða þeir hafa verið með of mörg net í sjó eða ranglega merkt og jafnvel ómerkt. Þessum bátum hefur verið snúið beint til hafnar og verða mál þcirra tekin fyrir í heimahöfnum hjá viðkomandi embættum. Þá má geta þess að í þessari viku kom varðskip að togara í hafi úti fyrir Vestfjörðum og við athugun kom í ljós að togarinn hafði ekki gilt haffæris- skírteini. Hafði það runnið úr gildi fyrir þrem mánuðum. Þessum togara var strax gefin skipun um að snúa til hafnar og fór hann til ísafjarðar til að koma málum sínum í lag. -ESE Alþingi: FJÁRLÖG AFGREIDD í DAG Nokkur frumvörp urðu að lögum í gær ■ Síðasti fundur Alþingis fyrir jól er í dag, laugardag. Hefst þingfundur árla dags og er stefnt að því að afgreiða fjárlög en atkvæðagreiðslan um þau getur reynst tímafrek, en ekkert er talið því til fyrirstöðu að það takist á tilskildum tíma. 1 gær var mikill annadagur á Alþingi og fór önnur og þriðja umræða fram í báðum deildum um nokkur mál sem voru afgreidd sem lög. Þeirra á meðal er stjórnarfrumvarpið um málefni aldr- aðra og frumvarpið um lengingu orlofs er orðið að lögum, en gefið var fyrirheit um það eins og kunnugt er samtímis og bráðbirgðalögin voru gefin út síðla Reiknað er með að þing komi aftur saman 17. janúar á næsta ári.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.