Tíminn - 18.12.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 18.12.1982, Blaðsíða 24
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bila til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag labriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiíla 24 Sfmi 36510 Hvarvar Walesa? ■ DV kýldi það upp á forsíöu í gær aö blaöamaður blaðsins hufði verið handtek- inn í Póllandi fyrir utan heimili I.ech Walesa í Gdansk. Þar hefði hann verið hafður í haldi í fangahíl og síöan fluttur á hcrlögreglustöð þar sem hann varð að dúsa í fjóra tíma áður en honum var sleppt. Var blaðamanninum l’óri Guð- mundssyni sleppt með þeim orðum að hyggilegast væri fyrir hann að koma sér sem lengst frá borginni því önnur heimsókn í tukthús herstjóm- arinnar gæti orðið lengri cn sú fyrri. Já þeir fá misjafnar móttökurnar fulltrúar DV í Póllandi. Ellert Schram, rit- stjóri rölti þar um allt óáreitt- ur, cn vesalings Þóri var stung- ið í steininn. Annars vakti það mesta athygli að það scm heimurinn beið fregna al,nelnilega hand- taka Lech Walcsa ,var birt í mýflugulíki í DV, en handtaka blaðamannsins blásin út. Já það er greinilega ekki sama að heita Jón og séra Jón. Gamli bongo-og gæruhippinn ■ Þó að Dropar séu ekki gjarnir á að hampa öðrum blöðum en Tímanum um of, þá geta þeir ekki stillt sig uin að geta viðtals í Helgarpóstin- um í gær. Þar ræðir blaðamað- ur HP við Jakob Magnússon, tónlistarmann sem búsettur er í Los Angeles og í lok viðtalsins riijar blaðamaður upp harða gagnrýni sem Þröstur Haralds- son, fyrrum blaðamaður HP skrifaði um Jakob á sínum tíma. Þessu svarar Jakob sem svo: „Þessi grein hans Þrastar var auðvitað rætin og þrungin Ameríkuhatri. Gamli bongo- og gæruhippinn gat ekki fagn- að raftækninni. Ef hann væri ekki sá ómerkingur sem hann er, þá hefði ég rekið þetta aftur í skúffuna á honum með kjafts- höggi“. Gott svar og þeir sem til þekkja geta ekki annað en haft lúmskt gaman að lýsingunni á Þresti. Krummi ... ...varð hissa þegar hann heyrði að lágu láglaunabæturnarværu ekki fyrir láglaunamenn. mm LAUGARDAGUR 18. DES. 1982 ■ Björn Eiríksson og Friögeir Guðmundsson í dreifingarmiðstöð Skjaldborgar. dropar fréttir Togveiöibannið afnumið ■ Sjávarútvegsráðuneyt- ið hefur ákveðið að við- miðunarmörk þorskveiði- eftiriits verði þannig, að gripið verði til skyndilok- ana veiðisvæða, þegar hlutur þórsks undir 53 cm fer yfir 25% í afla. Vegna þessa breyttu við- miðunarmarka hefur ráðu- neytið ákveðið að afnema bann það, sem verið hefur á togveiðum í Þverál og Strandagrunni síðan 7. desember s.l. Verður svæði þetta, ásamt öðrum svæðum, sem skyndilokað hefur verið, kannað með hliðsjón af þessum nýju viðmiðun- armörkum. Ný umferðarljós ■ í gær var kveikt á nýjum umferðarljósum á mótum Elliðavogs, Dal- 'brautar og Sundagarða. Ljós þessi eru tveggja fasa og umferðarstýrð að hluta til, þannig að málm- skynjarar eru beggja vegna í hliðargötum Elliðavogs. Bifreiðar í hliðargötum geta þannig „kallað á grænt Ijós, en sé engin umferð í þeim og enginn fótgang- andi, sem ýtt hefur á hnapp fyrir leið sína yfir Elliðavog, þá logar stans- laust grænt Ijós móti öku- mönnum í Elliðavogi. Taf- ir vegna umferðarljósanna verða því í lágmarki fyrir ökumenn um Elliðavog. Fótgangendur geta með því að ýta á hnapp, „kallað" á grænt Ijós yfir Elliðavog. dagar til jóla Bókaútgáfan Skjaldborg á Akureyri: „ORMN IANGSTÆRSTA UT- GAFAN UTAN REYKIAVfKUR” , forstjóri ■ Bókaútgáfan Skjaldborg á Akureyri er nú orðin langstærsta útgáfan utan Reykjavíkur og sú eina þeirra sem hcfur sérstaka búkaafgreiðslu í Reykjavik. í ár gefur Skjaldborg út 24 liækur og er það einnig sérstætt við útgáfu Skjaldliorgar að hiifundar eru flestir norðlenskir og eins hitt að langstærstur hluti útgáfubúkanna er íslensk- ur. Blaðamaður Tiinans lcit við í afgreiðslu Skjaldborgar í Ármúlanum í Reykjavík og voru þar þá fyrir afgreiðslustjúrinn í Reykja- vík, Friðgeir Guðmundsson og forstjúrinn Björn Eiríksson, en hann cr að sjálfsögðu búsettur á Akureyri. Við vorum óvenju snemma á ferðinni í ár með okkar bækur, þær voru allar komnar í dreifingu um miðjan nóvember, sagöi Björn. I’að var nokkuð mikil hreyfing á bókunum í verslunum fyrst í stað, en síðan kom nokkur lægð og ég á von á að þetta ár komi ekki eins út og í fyrra. Það eru sjálfsagt ýmsar ástæður til þess, fólk hefur kannske minna fé handa milli nú en áður. Það er líka gert mikið úr því að það sé kreppa í þjóðfélaginu, vissulega eru miklir örðugleikar í þjóðarbú- inu, en þó viröist manni nú að svartsýnistónn- inn sé orðinn 'dálítið yfirþyrmandi. Hvað bækur varðar þá hygg ég að auðvelt sé að sýna fram á að þær hafa hækkað minna í verði milli ára en flestar aðrar vörur, og ættu því að vera enn hentugari til jólagjafa nú en þegar betur árar. Af hvaða ástæðum rekið þið sérstaka dreifingarmiðstöö hér fyrir sunnan? Ástæðan fyrir því er sú að þegar útgáfubæk- urnar eru orðnar þetta margar, þá er orðið mjög erfitt að dreifa öllum bókunum að norðan, einfaldlega vegna samgönguörðug- leika. Dreifingarmiðstöin hér þjónar ekki einvörðungu Reykjavíkursvæöinu, heldur einnig Suðurlandinu austur til Hornafjarðar og Vestur og Norðurlandinu til Skagastrand- ar. Reynslan hefur kennl okkur að það er auðveldara að dreifa bókum á þetta svæði frá Rcykjavík en að norðan. Hvað viljið þið segja um útgáfubækurnar að þessu sinni? Við crum með í allt 24 bækur í ár, sumar þeirra eru í bókaflokkum sem við höfum gefið út undanfarin ár, eins og bók Erlings Davíðssonar Aldnir hafa orðið, en nú kemur út II. bindi í þeim flokki. Erlingur er okkar metsöluhöfundur, þessi flokkur hans hefur notið gífurlegra vinsælda. Það er auðvitað ekki létt að taka fáar bækur út úr og ræða um þær sérstaklega, en þó má minnast á afar merka bók sem við gefum út núna, Land- námssögu Nýja Islands í Kanada, eftir Þorleif Jóakomssin Jackson. Það er greint frá afar forvitnilegri sögu. Sú bók sem við höfum lagt mest í fyrir útgáfu þessa árs er bókin Frá konu til konu eftir bandaríska konu, Lucienne Lanson. Þessi bók er sérstæð að því leyti að þar skrifar kvensjúkdómasérfræðingur sem jafnframt er kona um konuna og kveneðlið, kynfæri konunnar og kynlíf frá kvenlegum sjónar- hóli. Þessi bók hefur fengið frábærar mótt- tökur í Bandaríkjunum og er af ýmsum talin ein sú besta sem völ er á á alþjóðlegum bókamarkaði um þetta efni. Og það má alveg koma fram að fjöldi lækna og hjúkrunarfólks á (slandi hefur séð áslæðu til að hafa samband við útgáfuna að fyrra bragði og þakka fyrir að einmitt þessi bók skyldi valin til þýðingar, þetta fólk telur ómetanlegt að íslendingar skuli fá aðgang að henni á sínu eigin máli. Það er kannski við hæfi í lokin að minnast á tvær skáldsögur eftir nýja íslenska höfunda. Mannleg tilbrigði eftir Benedikt Pálsson er ; ,ástarsaga sem án efa á eftir að vekja umtal, hún segir á hispurslausan hátt frá mjög óvenjulegu ástarsambandi. Þá er ný skáld- saga meðal útgáfubóka okkar eftir Akureyr- inginn Vigfús Björnsson. Þessi bók er eins og höfundurinn sjálfur segir uppreisn gegn þeirri neikvæðni sem hann telur einkenna sjónarmið fólks og fréttaflutning í samtíman- um. Skógarkofinn heitir þessi saga og lýsir ýmsu sem aflaga fer í samtíma okkar, eiturlyfjaneysla kemur t.d. mjög við sögu og skógarkofinn er eins konar griðastaður í sögunni og tákn nýrra sjónarmiða. JGK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.