Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982 3 fréttir VUKCINOTT AVIGRI Úrvalsbækur frá Fjölva ■ Fjölvaútgáfan sendir frá sér tvær afburða fallegar biekur um þessi jól. Er þar fyrst að nefna „Veraldarsögu Fjölva, - saga mannkynsins frá steinöld til geimaldar‘% sjöunda bindi, en í annán stað úrval þjóðsagna frá Norðurlöndum og íslandi, sem nefnist „Vökunótt á Vigri.“ „Vökunótt á Vigri“ er 196 blaðsíður í stóru broti og geymir uni það bil hundrað þjóðsögur og ævintýri. Fjölvi gefur hana út í samstarfi við Artia bókaútgáfuna í Prag í Tékkóslóvakíu. Hún er í sama flokki og Grimms-ævin- týri, sem Fjölvi gaf út fyrir nokkrum árum, en er nú uppseld. Þorsteinn Thorarensen hefur valið hinar íslensku þjóðsögur í safninu, en þýtt þær sem koma frá hinum Norður- landaþjóðunum. Sögurnar eru óstyttar eftir frumgerð og vandlega þýddar. Þær eru aðallega teknar eftir fremstu þjóð- sagnasöfnum hverrar þjóðar, þær ís- lensku eftir Jóni Árnasyni, þær norsku eftir Asbjörnsen og Moe, þær sænsku eftir Hylten-Cavallius og þær dönsku eftir þjóðsagnasafni Svends Grundtvigs. Finnsku sögurnar eru þýddar eftir sænskum útgáfum. Bókin er sett þannig upp, að skarfur og æðarfugl sitja næturlangt saman á skeri og segja hvor öðrum sögur. Víðförull skarfurinn sækir sögurnar jafnt í Helsingjabotn og norska skerja- garðinn, en æðarfuglinn fulltrúi íslenskr- ar þjóðsagnahefðar og því vega íslensku þjóðsögurnar jafnt á móti öllum hinum. Hið nýja sjöunda bindi „Veraldar- sögu Fjölva“ fjallar um hátind keisara- velda og er rakin saga Han ættarinnar, kusana í Indlandi, keisaraveldi Rómar og upphaf kristindóms. Bókin er 160 síður og sem fyrri bindin er þetta fagurlega myndskreytt og texti saminn af sérfræðingum í sögu hvers tímabils og menningarsvæðis. Þorsteinn Thoraren- sen þýddi bókina með hliðsjón af ítalskri frumgerð hennar. Vöruskiptajöfnuður landsmanna fyrstu 11 mánuði ársins: ÓHAGSTÆÐUR UM 3.3 MILUARDA — vantaði 31% upp á að útflutningur næði verðmæti innflutnings ■ í nóvemberlok vantaði tæplega 31%, eða 3.253.780.000 krónur (3.3 miUjarða) upp á að útflutningur okkar Frónbúa frá áramótum nægði til að greiða fyrir allar þær vörur sem við höfðum flutt inn á sama tíma og kostað hafa 10.508.152.000 krónur (10,5 millj- arða). Fyrir útflutningsvörur okkar á sama tíma höfum við hins vcgar fengið 7.254.372.000 krónur (7,3 milljarða). Á skýrslumáli heitir þetta að vöru- skiptajöfnuður landsmanna hafi í nóvemberlok verið neikvæður um 3,3 Aðgerðir til lausnar vanda útgerðarinnar: „Það á bara eftir að taka ákvörðun” — segir Stein- grímur Her- mannsson, sjávarútvegs- ráðherra ■ - Þetta liggur allt ljóst fyrir. Það á bara eftir að taka ákvörðun um aðgerðir og ég mun strax eftir jól gera ríkisstjórn- inni grein fyrir tillögum mínum, sagði Steingrímur Hermannsson, sjávarút- vegsráðherra er hann var inntur eftir hvenær tillögur til lausnar vanda útgerð- arinnar yrðu lagðar fram. Sjávarútvegsráðherra hélt í gærmorg- un fund með hagsmunaaðilum í sjávarút- vegi og tók þingmannanefndin sem tilnefnd hefur verið af þingflokkunum þátt í þeim fundi. - Þetta var ákaflega gagnlegur fundur, þar sem fulltrúar flokkanna fengu tæki- færi til að kynnast þessum málum og ræða við hagsmunaaðila, sagði Stein- grímur Hermannsson. Steingrímur sagði að nú væru allar upplýsingar og gögn um þann vanda sem við væri að etja, komin fram og því væri bara eftir að taka ákvörðun um hvemig farið yrði að því að leysa þennan vanda. -FRl milijarða króna. Deilt niður á landsmenn alla þýða þessar tölur að inn hafi verið fluttar vörur fyrir tæpar 45.300 krónur á mann, en út fyrir rúniar 31.250 kr., þannig að rúmar 14.000 krónur vantar til viðbótar frá hverjum íslendingi til að borga fyrir innflutninginn á árinu. í nóvembermánuði voru aðeins íluttar út vörur fyrir 933,6 milljónir króna, sem er 27% meira en í nóvember 1981. Innflutningur í sama mánuði nam hins vegar 1.378,3 millj.. sem er 80,5% hærri upphæð en í nóv. 1981 og um 47% hærri upphæð en útflutningnum ncmur. Vöruskipta- jöfnuður í mánuðinum var því nei- kvæður um 444,6 milljónir króna í nóvembermánuði sem eru rúmar 1.900 krónur á hvert mannsbarn í landinu. Af útflutningnum á árinu eru 911,5 millj. króna fengnar fyrir ál og kísil- járn. Innflutningur vegna þessara tveggja stóriðjufyrirtækja ncntur hins vegar 757,3 millj. -HEI Landsvirkjun tekur stórlán erlendis! ■ f gær var undirritaður í Zúrich lánssamningur milli Landsvirkjunar og Bank of America og fleiri erlendra banka vegna láns til Landsvirkjunar að fjárhæð 40 milljónir svissneskra franka eða um 330 milljónir króna á núverandi gengi. Af hálfu Landsvirkjunar undirrit- aði samninginn Halldór Jónatansson, aðstoðarframkvæmdastjóri fyrirtækis- ins. Lánstími er 10 ár. Fyrstu 5 ár lánstímans verða vextir 1,25% yfir 5 ára millibankavöxtum í Sviss eins og þeir verða við útborgun lánsins í næsta mánuði, en þeireru nú6,25% p.a. Síðan verða vextir endurskoðaðir fyrir seinni helming lánstímans. Verður lánsfénu varið til að greiða upp eldri og óhagstæð- ari lán vegna Hrauneyjafossvirkjunar, að því er segir frá Landsvirkjun. Þessi upphæð er litlu minni en öll áætluð lán til húsbygginga Bygginga- sjóða ríkisins og verkamanna á íslandi á næsta ári og um það bil 120 milljónum hærri en öll áætluð útgjöld ríkissjóðs til raforku og rafveituframkvæmda á næsta ári. Tímanum tókst ekki að afla upp- lýsinga um tilhögun afborgana af hinu nýja láni. JGK Óskum landsmönnum öllum,yngri sem eldri déÖueora jóla ogfarsældar ánýjuári Bifreiðar verða nú f jarlægðar - sé þeim illa eða ólöglega lagt ■ í ljósi reynslunnar frá síðasta laugar- degi vill lögreglan í Reykjavík benda ökumönnum sem verða á ferð í dag um borgina að bifreiðir sem lagt er á þann hátt að þær trufla umferð eða skapa hættu verða fjarlægðar á kostnað öku- manns. Verður lögreglan með tvo krana- bíla í þjónustu sinni í dag og mun taka í vörslu þær bifreiðir sem er ólöglega eða illa lagt. Sektin er ekki undir 150 krónum og flutningskostnaður verður 350 krónur. Ef ökumenn finna ekki bifreiðar sínar þar sem þeir lögðu þeim í dag geta þeir vitjað þeirra á lögreglustöðinni við Hlemm.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.