Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982 13 fþróttir Umsjón: Samúel Örn Erlingsson Teitur í jólafrf — er á batavegi eftir uppskurð ■ „Það eru nú þrjár vikur liðnar frá uppskurðinum, og ég er á góðum batavegi, farinn að hlaupa svolítið", sagði Teitur Þórðarson í gær. Teitur kom frá Frakklandi í gær, og ók sem leið liggur upp á Skaga þar sem hans nánustu búa, en þar mun hann dveljast yfir jólin. Heldur heilsaði gamla ísland honum illa, hvað veður snerti. Hann var þrjá tíma að komast fyrir Hvalfjörð og heim frá Reykjavík. „Eg fór að finna til í leikjum í vor, kom þá hingað heim í tvo landsleiki, en var alls ekki nógu góður. Ég fékk sprautur áður en ég kom heim, og fannst að ég væri nógu góður til að taka þátt í landsleikjunum. Það gekk vel á móti Englandi, en í leiknum á móti Möltu kom þetta aftur. Eftir það kom sumarfrí, og læknarnir sögðu mér að það eina sem gæti læknað þetta væri algjör hvíld. En þetta tók sig upp aftur í haust, þrátt fyrir hvíld í allt sumar. Að vísu var ég sæmilegur á þriggja vikna tímabili, lék þá tvo leiki og skoraði tvö mörk, en það fór allt í sama farið. Þá var ekki um neitt að ræða lengur en að skera mig upp. Það eru nú liðnar þrjár vikur, og ég má aðeins fara að hreyfa mig og hlaupa, en ég verð að hlífa mér eins og ég get. Það er ómögulegt að segja hvenær ég verð kominn á fulla ferð, það fer allt eftir því hve fljótur ég verð að jafna mig, það verður að fara varlega. Svo er eftir að komast í fulla æfingu og komast í liðið. ” Lið Teits Lens fer strax eftir áramót í æfingabúðir í Norður Frakk- landi, en Teitur fer út til æfinga hinn þriðja janúar. ■ Teitur Þórðarson er allur að hressast. Mair sigraði ■ Michael Mair frá Ítalíu var fyrstur Ualskra karla til að vinna keppni í heimsbikarkeppninni á skíðum á þessu keppnistímabili. Það gerði hann í Madonna di Campiglio í gærkvöld, þegar hann vann síðustu keppni ársins, Risasvigið. En frammistaða hins unga Svisslendings, Pirmi Zurbriggen, sem náði þriðja sætinu, og þar með 40 stigum í heimsbikarkeppninni, sem færðu hann upp um sjö sæti í röðinni í keppninni, sem færðu hann upp um heimsbikarinn. Hann er nú í öðru sæti, aðeins tveimur stigum á eftir aðalkeppinautnum Pete Mueller landa sínum. Hans Enn frá Austur- ríki varð aðeins 0,15 stigum á eftir Mair, Franz Heinzer frá Sviss varð fjórði og Austurríkismaðurinn Hu- bert Strolz varð fimmti. Navratilova best ■ Martina Navratilova, tenniskonan sterka frá Bandaríkjunum er í efsta sæti í styrkleikaröðun Tennis World Maga- zine, sem er eins konar alheimstímarit tennisfólks.Navratilova tryggði sér titil- inn endanlega þegar hún sigraði löndu sína Chris Evert Lloyd á Ciquit tennis- mótinu í New York hinn 19. desember. Navratilova sem er 26 ára sigraði Lloyd sl. sunnudag í þriðja sinn á árinu, af fjórum leikjum sem þær hafa leikið sín á milli. Hún hefur sigrað í 90 af 93 leikjum sem hún hefur spilað á árinu. Hún varð í fyrsta sæti hjá tímaritinu síðast árið 1979, en varð þriðja árið eftir og í fyrra á eftir Lloyd og Tracy Austin- Efstu tíu konur World Tennis Maga- zine' eru: 1. Martina Navratilova, Bandaríkj. 2. Chris Evert Lloyd, Bandaríkj- 3. Andrea Jaeger, Bandaríkjunum 4. Hana Mandlikova, Tékkóslóvakíu. 5. Pam Shriver, Bandaríkjunum. 6. Wendy Turnbull, Ástralíu. 7. Barbara Potter, Bandaríkjunum. 8. Bettina Bunge V-Þýskalandi. 9. Tracy Austin, Bandaríkjunum. 10. Sylvia Hanika V-Þýskalandi. A-Þjóðverjar unnu ■ Austur Þjóðverjar sigruðu Grikki í æfingaleik í Aþenu í gær með þremur mörkum gegn engu. Kuhn skoraði tvö mörk fyrir Austur Þjóðverja en Schultz skoraöi eitt. ■ Þorgils Óttar Mathiesen er hér hreinlega, jarðaöur" af frönskum landsliðsmanni. Verður sama uppi á teningnum hjá íslendingum á móti Dönum, sigur, eða verðum við jarðaðir? LEIKIÐ VIÐ DANI 28. 0G 29. DES. — Leggjum við þá eða skella þeir okkur? ■ Danir munu keppa við Islendinga í handknattleik 28. og 29. desember. Þetta verða 35. og 36. leikur þjóðanna, en fyrst léku þær árið 1950. Danir sigruðu í fyrsta leiknum með 20 mörkum gegn 6. Alls hafa Danir sigrað 25 sinnum, jafntefli hefur orðið 2 sinnum, og íslendingar hafa sigrað 7 sinnum. íslendingar sigruðu Dani fyrst árið 1968 í Laugardalshöll, með 15 mörkum gegn 10. Fyrsti sigur íslendinga á útivelli varð síðan ekki fyrr en árið 1979 á Jótlandi. Leikir þjóðanna sérstaklega hin síðari ár hafa alltaf verið spennandi, og úrslitin oft ráðist á síðustu sekúndunum. Það hefur ætíð verið viss spenningur hjá íslendingum að keppa við Dani og sigra þá, hvort sem það er gömul nýlendu- minnimáttarkennd eða eitthvað annað. Þá er nokkuð sama í hvaða keppnisgrein er Állir muna 14-2 tapið í knattspyrn- unni um árið, og þeir hinir sömu m una líklega úrslit síðasta landsleiks okkar við Dani sem var í fyrra á Akranesi, en hann fór 32-21 íslandi í hag. Samband íslenskra samvinnufélaga er helsta hjálparhella Handknattleiks- sambands íslands varðandi leikina við Dani. „Samböndin" tvö munu hjálpast að við að gefa út leiksskrá, auglýsa í dagblöðum og í Höllinni. Happdrætti verður við innganginn, og munu áhorf- endur fá sérstakan happdrættismiða af- hentan við innganginn, og vinningur verður mokkakápa, að sjálfsögðu frá SÍS að verðmæti krónur 6600. Heiðurs- gestur á leiknum verður Erlendur Ein- arsson forstjóri SÍS. Það sem er þó eftirtektarverðast við landsleikina við Dani er það virðingar- verða framtak HSÍ og SÍS að bjóða 30 félögunt íþróttafélags fatlaðra á leikinn, og verða þeir aðstoðaðir af ungum handknattleiksmönnum við að komast inn og útog á sinn stað í Höllinni. Lidin ■ Lið Dana í leikjununt gegn íslandi verður skipað þessum leikmönnum: MARKVERÐIR: landsleikir Poul Sörensen, Röðövre HK 33 Karsten Holm NNFH 9 AÐRIR LEIKMENN: Jens Erik Röepsdorff, Helsingör 35 Erik Veje Rasmussen, Helsingör 46 Keld Nielsen, Saga 16 Niels Möller, Helsingör 35 Morten Stig Christensen, Gladsax 99 Carsten Haurum, Dankersen 99 Hans Henrik Hattesen, Virunt Sorgenfri 64 Jörgen Cluver Rödovre 17 Nils Erik Winther, Gladsaxe 15 MichaelKisbyeStröm,TesdeMayo 23 Palle Juul Jensen, Helsingör 11 Per Skaarup Gladsaxe, 78 íslenska liðið verður valið úr þessum hópi; markverðir Kristján Sigmundsson, Einar Þorvarðarson, Brynjar Kvaran. Aðrir leikmenn: Bjarni Guðmundsson, Steindór Gunnarsson, Ólafur Jónsson (Víkingi), Sigurður Sveinsson, Alfreð Gíslason, Páll Ólafsson, Kristján Ara- son, Guðmundur Guðmundsson, Sig- urður Gunnarsson, Þorgils Óttar Mathiesen, Jóhannes Stefánsson, Gunn- ar Gíslason, Haukur Geirmundsson, Hans Guðmundsson, Andrés Kristjáns- son. Dómarar frá V.-Þýskalandi Dómarar í leik íslands og Danmerkur 28. og 29. desember næstkomandi verða frá Vestur Þýskalandi, þeir heita Ernst Dieter Haeger og Harald Buhrmeister. „MIKKELSEN MED HÖTANIR — segir Hilmar Björnsson ■ „Leif Mikkelsen landsliðsþjálfari var með hótanir í dönskum blöðum í gær“, sagði Hilmar Bjömsson, er hann ilaug frá Danmörku í gær tU íslands ásamt íslensku landsliðsmönnunum á leið þeirra frá Austur Þýskalandi. „Hann sagði að þeir leikmenn sem ekki stæðu sig í Islandsferðinni yrðu umsvifalaust settir út úr liðnu. Hann hefur valið ákveðinn hóp manna tU að leika við Islendinga og síðan Pólverja eftir ára- mót, og þeir sem ekki standa sig hér fá ekki að leika gegn Póllandi. Vegna þessa held ég að Danirnir komi alveg „brjálaðir“ tU leiks“. Vörnin og markvarslan brugðust í Austur Þýskalandi, en það kom þó í ljós að þessi atriði geta verið í lagi þegar vel tekst til. Við vinnum markvisst að því að bæta þessi atriði, en það er ekki til nein skyndilausn á þessum vanda“, sagði Hilmar. Hilmar sagði að það hefði komið í ljós í Austur Þýskalandi að það væri ekki bara það að margir léku ekki vörnina rétt sem fór úrskeiðis fyrir austan tjald. „Þessir austur þýsku jaxlar eru hreint og beint svo sterkir að þeir komast í gegn þess vegna, þegar þeir leika einn gegn einum. Okkar strákar eru flestir ungir og margir þeirra hafa ekkert í svona tröll að gera“, sagði Hilmar. „En það verður margt að bæta í varnarleiknum engu að síður, og eins verða menn að vera óhræddir við andstæðingana og láta vaða.“ Andrés með? Hilmar Björnsson var spurður hvort Andrés Kristjánsson línumaðurinn sterki sem leikur með GUIF í Svíþjóð fengi tækifæri til að vera með gegn Dönum. „Ég hef ekki haft samband við hann ennþá en hann er inni í myndinni“, sagði Hilmar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.