Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982 „Sýnist þetta sami grauturinn úr sömu skálinni” — segir Ragnar Halldórsson, forstjóri ÍSAL, um samkomulagsgrundvöll iðnadarráðherra ■ „Mér sýnist þetta nú vera sami grautur úr sömu skál,“ sagöi Ragnar Halldórsson, forstjóri ÍSAL, þegar blaðamaöur Tímans spurði hann álits á tillögum iðnaðarráðherra á viðræðu- grundvelli við Alusuisse. „Það er ekki þar með sagt að Alusuisse muni neita að ræða þetta á þessum grundvelli,“ sagði Ragnar, „en það er náttúrlega Ijóst mál að ekki getur orðið af fundi á milli aðila á milli jóla og nýárs, eins og ráðherra gerir ráð fyrir í tillögum sínum, því Alusuisse er lokað frá 24.12. til 3. jan. næstkomandi. Ragnar var að því spurður hvort hann teldi að Alusuisse myndi sætta sig við það að gerðardómurinn til þess að útkljá gömul ágreiningsefni yrði skipað- ur þremur íslendingum, en Hjörleifur gerir ráð fyrir því í sínum tillögum: „Mér finnst það frekar ólíklegt. Mér finnst slíkt ekki bera vott um að aðilar séu réttháir. Þetta er nú einu sinni svo, að þetta er samningur á milli tveggja aðila, sem eiga að vera jafnréttháir, en ráðherrann hefur ekki viljað fallast á það, heldur talað mikið um sjálfstæð ríki, sem hafa miklu meiri rétt en aðrir. Það má kannski orða þetta þannig að allir eiga að vera jafnir, „en sumir eiga að vera jafnari en aðrir.““ Ragnar var spurður hvort hann teldi líklegt að Alusuisse myndi fallast á tillögur iðnaðarráðherra varðandi breyt- ingar á orkuverði, þar til samningar hafa tekist: „í vestrænum heimi er hægt að framleiða 14 milljónir tonna á ári, af áli í núverandi verksmiðjum. Það er búið að loka sem svarar 4 milljónum tonna, fyrst og fremst þar sem orkuverðið er hæst. í meðaltali því sem ráðherra er að taia um, er ekki tekið tillit til þess. í öðru lagi þá eru 4 milljónir af þessum 10 sem eftir eru, framleiddar í 32 verk- smiðjum sem fyrst og fremst framleiða til útflutnings, eins og við, og þar er meðalorkuverð 7.2 mills. en ef við lítum á 24 af þessum verksmiðjum, sem fá vatnsorku, þá fer meðaltalið niður í 6.4 mills, sem er nánast það sama og hjá okkur. Þetta er sú samkeppnisstaða sem okkur ber að líta á.“ -AB Idnaðarráðherra leggur fram „samkomulagsgrundvöll” í álmálinu: RAFORKUVERÐ HÆKKI í 10 MILLS UM ARAMÖTIN ■ Iðnaðarráðherra hefur sent Alus- uisse tillögu að samningsgrundvelli í deilu fyrirtækisins og iðnaðarráðuneytis- ins um álverið í Straumsvík. Tillagan var send forráðamönnum Alusuisse eftir að hún var kynnt í ríkisstjórninni í fyrradag. Á blaðamannafundi sem Hjörleifur Guttormsson efndi til í - iðnaðarráðu- neytinu í gær kom fram, að í tillögunni er gert ráð fyrir því að ísland fallist í meginatriðum á óskir Alusuisse um að ágreiningsefni um skattamál liðinna ára verði sett í úrskurð þriggja ntanna gerðardóms og verði niðurstöður bind- andi fyrir báða aðila og í samræmi við það verði Coopers og Lybrand falið að endurákveða skattgreiðslur ísal. Jafnhliða slíkri meðferð skattamál- anna samþykki Alusuisse byrjunar- hækkun á raforkuverði úr 6,45 mills í 10 mills á kílóvattstund frá og með 1. janúar 1983. Ennfremur er lagt til að rasforku- verðið hækki í 12,5 mills þann 1. apríl 1983, nema um annað hafi verið samið áður. Þegar í stað verði teknir upp samning- ar um endurskoðun og leiðréttingu á rafmagnsreikningi aðila með það að markmiði að ákvarða raforkuverðið með hliðsjón af: 1. Raforkuverði til áliðnaðar í viðskiptum óháðra aðila í Vestur-Evrópu og Norður Ameríku. 2. Framleiðslukostnaði raforku hérlendis. 3. Raforkuverði sem Alusuisse greiðir í álbræðslum sínum utan íslands. 4. Samkeppnisaðstöðu álbræðslunnar í Straumsvík. í þessu samhegni vísar iðnaðarráð- herra í niðurstöður starfshóps ráðuneyt- isins um raforkuverð, dagsett 4. ágúst s.l., þess efnis að eðlilegt sé, að raforka til ísal hækki í 15-20 mills á kílóvattstund við verðlag á miðju ári 1982. Þá er lagt til að samtímis hefjist viðræður um endurskoðun á aðalsamn- ingi um álverið í Straumsvík með tilliti til atriða, sem fram hafa verið borin af aðilurn. Þar á meðal má nefna skatt- greiðslureglur, endurskoðunarákvæði, ákvæði um íslenska lögsögu og aðgang íslenskra stjórnvalda að bókum og gögnum er varða ísal. Ennfremur rétt íslands til að eignast meirihluta í ísal og byggingu rafskautaverksmiðju í Straumsvík. Einnig er gert ráð fyrir því að aðilar ræði óskir Alusuisse um stækkun álversins í framtíðinni og rétt þeirra til að selja 50% af hlutafé sínu í ísal. Gert er ráð fyrir að aðilar leggi sig fram um að ljúka samningnum fyrir 31. mars 1983 og taki nýr raforkuverðssamn- ingur gildi 1. apríl 1983. Með tilvísun til yfirlýsinga aðila við lok fundar 7. desember s.l. um að þeir séu báðir reiðubúnir að mæta til fundar með stuttum fyrirvara fyrir lok þessa ntánað- ar, leggur iðnaðarráðherra til, að hald- inn verði fundur fulltrúa hans og fulltrúa Alusuisse í Reykjavík 28. og 29. des. n.k. til aðgangaendanlegafrásamnings- grundveili. -Sjó. Blaðamannafundur Hjör- leifs kemur mér á óvart” — segir Steingrímur Hermannsson, en hann var Mhaldinn áður en Alusuisse og íslensk stjórnvöld hafa kynnt sér tillögurnar gaumgæfilega” ■ „Ég hélt nú satt að segja að við í ríkisstjórn fengjum að hafa þessar tiilögur Hjörleifs til næsta fundar ríkis- stjórnarinnar til skoðunar, og að gera athugasemdir á næsta fundi,“ sagði Steingrímur Hermannson, sjávarútvegs- ráðherra í samtali við Tímann í gær, þegar hann var inntur álits á tillögum iðnaðarráðhera um áframhaldandi álvið- ræður við Alusuisse, en Hjörleifur greindi frá því á fundi með frétta- mönnum í gær, að hann hefði kynnt tillögur sínar í ríkisstjórn og þar hefðu engin andmæli komið fram. „Ég greindi frá því að ég væri ekki reiðubúinn að gera athugasemdir við tillögurnar á þeim fundi þar sem til- lögurnar voru kynntar," sagði Stein- grímur, „en hinsvegar þá komu fram ákveðnar athugasemdir við þessar til- lögur iðnaðarráðherra." Steingrímur sagði jafnframt: „Málið er alveg í hendi iðnaðarráðherra, enda hefur hann kosið að hafa það þannig. Hjörleifur hefur alveg rétt til þess, því ríkisstjórnin er ekki fjölskipað stjórnvald, eins og Ólafur Jóhannesson hefur oft bent á, enda ber Hjörleifur þá alla ábyrgð á þessu máli. Að mínu mati á að leggja höfuðkapp á endurskoðun raforkuverðs, og leggja gömul ágreiningsefni í gerð, eins og ég hef oft sagt áður. Þá tel ég að vel geti komið til greina að stækka álverið ef það getur orðið til þess að fyrirtækið geti greitt okkur hærra raforkuverð. - En ég endurtek að iðnaðarráðherra er alfarið með þetta mál á sinni hendi og það kemur mér á óvart að það sé búið að halda blaðamannafund um málið áður en Alusuisse og íslensk stjórnvöld hafa kynnt sér tillögurnar gaumgæfi- lega.“ -AB ,Einkenni- lega að samning- umstaðið’ — segir Gud- mundur G. Þórarinsson, alþíngismaður, um tillögur iðnaðarráð- herra og blaða- mannafund B „Mér finnst nú einkennilega að samningum staðið, að gera Alusuisse tilboð og halda um það blaðamanna- fund, áður en rætt hefur verið við Alusuisse um þetta tilboð, eða Alu- suisse fengið tækifæri til þess að svara þessu tilboði," sagði Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður er hann var spurður álits á samningsgrundvelli' þcim sem iðnaðarráðherra lagði fyrir Alusuisse f gær, og kynnti jafnframt fréttamönnum, en Guðmundur sagði sig eins og kunnugt er úr álviðræðu- nefnd fyrir nokkru, og lýsti allri ábyrgð á hendur iðnaðarráðherra. „Hins vegar," sagði Guðntundur, „þá virðist iðnaðarráðherra hafa tekið talsvert við sér eftir að deilurnar vegna úrsagnar minnar komu upp, og hann virðist vera farinn að vinna f því að reyna að koma hreyfingu á málið, en á sinn hátt, rcyndar. Hvernig hann stendur að þessum tilraunum sínum, þ.e. að byrja á því að halda blaða- mannafund, finnst mér bera talsverðan vott um það hvernig ráðherrann hefur haldið á þessum máli - hann hefur rekið þctta mál miklum meira í fjölmiðlum heldur en við santninga- borðið, en á þessu stigi tel ég ekki rétt að tjá mig meira um málið.“ -AB Skeide fiskþvotftavélar SAMBAND ISLENZKRA SAMVINNUFELAGA @ Sjávarafurðadeild SAMBANDSHÚSINU RVÍK, SÍMI 28200

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.