Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 11
10___________ fréttaskýring FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982 11 fréttaskýring Láglaunabæturnar: Hjón með 230 þús. krónur fá hærri bætur en einstakl ingur með 30 þús. krónur — þriðjungi hærri laun gefa helmingi hærri bætur ■ „Vont er þeirra ranglæti en verra þeirra réttlæti.“ Þessa fleygu tilvitnun úr Islandsklukkunni völdu tveir af forystumönnum verka- lýðshreyfingarinnar aö eink- unnaroröum fyrir „reglu- gerð um láglaunabætur“, sem menn eru að fá ávísanir út á þessa dagana. Bæði voru þau í hópi þeirra fjöl- mörgu aðila, sem Tíminn hefur átt tal við um þessar bætur, sem héldu að hæstar láglaunabætur ættu að renna til þeirra sem vinna fullan vinnudag fyrir lægstu laun- unum (52.000 til 55.000 kr. í fyrra) og hafa ekki getu til eða færi á að drýgja þau með aukavinnu, yfirborgunum eða bónus. Þetta fólk hefur síðan rekið sig á dæmi um það að t.d. einstxð móðir með tvö börn og 50 þús. kr. laun fær sendar um 900 kr. bxtur nú lyrir jólin mcðan hjón með tvö börn og samtals 170 þús. krónu laun fá nxr fimm sinnum hærri bxtur, eða um 4.400 krónur nú í desember. Hefðu tekjur þessara hjóna verið helmingi lægri væru bæturnar aðeins 1.300 kr. nú í desember. Einnig finnst ýmsum viðmælendum Tímans það furðulegt réttlæti við útreikning lág- launabóta að fólk með laun yfir 75.000 kr. geti fengið allt að 1.200 kr bætur vegna hvers barns, en þeir engar sem lægri laun hafa, hversu mörg sem börnin eru. Sýnist þar sumum að réttlætinu sé þar algerlega snúið við, m.a. með tilliti til þess að vísitöluskerðingin 1. des. bitnaði eins á meðlagi og mæðralaunum til einstæðra forcldra, eins og launatöxtum. Trygginga- bætur með 2 börnum eru því 260-270 kr. lægri á mánuði en ella væri. Þá eiga margir erfitt með að skilja að fólk geti haft of lág laun til að njóta bótanna. „Getur það verið að sonur minn sem var veikur nokkurn hluta ársins í fyrra fái nú ekki bætur vegna þess að launin hans voru of lág“? spurði t.d. móðir sem hringdi í Tímann. Þriðjungi hærri laun gefa helmingi hærri bætur Hér skulu nú rakin nokkur dæmi um útrcikning láglaunabóta miðað við mis- munandi tekjur einstaklinga og hjóna. En segja má að meginreglan sé sú, að bætur allra sem höfðu laun undir 75.000 kr. séu þær söniu hvort sem um einstaklinga, einstæða foreldra eða hjón er að ræða. Bætur annars hjóna geta hins vegar lækkað eða fallið niður ef tekjur hins fara langt yfir 100 þús. krónur. Einnig geta eignir yfir skattleysismörk skert bætur eða fellt þær niður, en það verður nánar skýrt síðar: Hámarksbætur í þessum hópi eru við 75.000 kr. markið. Ekki eru sendar út ávísanir á lægri upphæð en 500 kr. og verða bæturnar til þeirra sem minnst fá því sendar út í einu lagi með síðustu greiðslu á næsta vori. (Sjá föflu 1) Einstæðir foreldrar fá tckið tillit til barnafjölda, þ.e. svo frcnii að þeir hafi laun yfir 75.000 kr. annars fá þeir sömu bætur og barnlausir einstaklingar. Hjá hjónum gildir sama regla hafi þau bæði tekjur undir 75.000 krónum, þá fá bæði reiknaðar bætur eins og tveir barnlausir einstaklingar (Sjá töflu II) TAFLA I Einstaklingar - bamlausir: Laun 1981: Láglaunabæturalls: Bæturídes: 30.000 600 0 35.000 1.200 600 40.000 1.800 550 50.000 3.000 900 60.000 4.200 1.300 70.000 5.400 1.650 75.000 6.000 1.850 80.000 4.600 1.400 90.000 1.800 550 TAFLA II Einstæð foreldri m. 2 börn: Laun 1981: Bæturalls: Bæturídes.: 50.000 3.000 900 60.000 4.200 1.300 70.000 5.400 1.650 80.000 6.600 2.000 90.000 7.800 2.400 95.000 8.400 2.550 100.000 7.600 2.300 110.000 4.200 1.300 120.000 1.400 700 TAFLA III Hjón með tvö börn: Laun 1981: Láglaunabætur: Bæturídes.: 1. Karl 60.000 4.200 í 1.300 Kona 30.000 600 0 =1.300 2. Karl 80.000 6.600 2.000 Kona 50.000 3.000 900 = 2.900 3. Karl 105.000 9.600 2.950 Kona 65.000 4.800 1.450 =4.400 4. Karl 110.000 6.200 1.900 Kona 80.000 2.600 800 = 2.750 5. Karl 130.000 4.600 1.400 Kona 80.000 0 0 =1.400 6. Karl 140.000 1.800 550 Kona 90.000 0 0= 550 Þess má geta að dæmi 5 á sér fyrirmynd hérna á Tímanum. í þrem síðast töldu dæmunum skerða eða eyða háar tekjur eiginmannsins bótarétti konunnar. Tekið skal fram að í þessum dæmum gildir einu hvort hjónanna hafði hærri tekjurnar, en algengara mun vera að það sé maðurinn. (Sjá töflu III) 1.200 kr. bætur vegna barns ef tekjur eru nógu háar Grunnreglan við útreikning láglauna- bóta er: Laun 1981 að frádregnum 25.000 krónum og bæturnar reiknast síðan 12% af því sem eftir stendur. Sá sem hafði t.d. 52.000 kr. laun í fyrra (full dagvinna á lægstu töxtum) fær því 12% af 27.000 kr. eða samtals 3.250 kr. Sá sem hafði þriðjungi hærri tekjur 75.000 kr. fær 12% af 50.000 kr. eða alls -6.000 kr. Greiðslan í desember er 55/180 af heildarupphæðinni. Hjá þeim sem hafa tekjur yfir 75.000 kr. reiknast svonefndur „skerðingarstofn" til frádráttar bótum. Skerðingarstofn ein- staklings miðast við útsvarsskyldar tekjur en hjá hjónum við 80% af útsvarsskyldum tekjum hvors þeirra eða helming af samanlögðum tekjum beggja hvor upphæð- in sem hærri er: (Dæmi: M með 100.000 kr. tekjur og K með 40.000 kr. = 140.000 kr. hans skerðingarstofn væri því 80.000 kr. en hennar 70.000 kr.) Frá skerðingarstofni dragast síðan 75.000 kr. ef um barnlaust fólk er að ræða en auk þess 10.000 kr. hjá einstæðum foreldrum og 5.000 kr. hjá hvoru hjóna vegna hvers barns á framfæri. Verði frádrátturinn hærri en skerðingar- stofninn, skerðast bætur ekki, ella dragast 40% af því sem eftir stendur frá áður reiknuðum bótum. Skýrum þetta betur með dæmi um giftan mann með tvö börn og 110 þús. kr. tekjur (konan undir 65.000 kr.). Brúttóbætur þessa manns (85.000 x 12%) eru 10.200 kr. Skerðingarstofn hans er 88.000 kr., en til frádráttar koma 75.000 vegna hans sjálfs og 10.000 krónur vegna barnanna. Af þeim 3.000 kr. semeftirerureiknast 40% = 1.200 kr. sem þá mundu dragast frá brúttóbótun- um. Eftir stæðu þá 9.000 krónu heildarbæt- ur til þessa manns. Væri frádrátturinn hins vegar hærri en „skerðingarstofninn" (ef þessi maður hefði t.d. átt 3 börn) hefði maðurinn fengið sínar 10.200 kr. óskertar. Miklar eignir eða námsfrádráttur skerða bæturnar 1 öllum fyrrgreindum dæmum hefur til einföldunar verið reiknað með að nettó eignir hafi verið undir skattleysismörkum, þ.e. 326.250 kr. hjá einstaklingi og helm- ingi hærri upphæð hjá hjónum. Sem dæmi um eignir segir í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að meðal 4ra her- bergja blokkaríbúðir í Reykjavík hafi verið metnar á 430 til 470 þús. kr. Séu eignir umfram fyrrgreind mörk leggst helmingur þess sem umfram er við fyrrgreindan skerðingarstofn hvers og eins, og reiknast þá eins og um tekjur væri að ræða. Eignir geta því einnig myndað skerðingarstofn hjá fólki, þó það hafi haft tekjur undir 75.000 kr. markinu sem áður er um getið. Námsfrádráttur (í reit 51 á skattframtali) getur einnig skert láglaunabætur, í hlutfalli við upphæð námsfrádráttarins, þannig að bætur falla niður hafi námsfrádráttur verið 10.875 kr. eða hærri. Á fundi hjá Lánasjóði ísl. námsmanna kom fram að forsvars- mönnum LÍN þótti þarna ómaklega vegið að launalágum námsmönnum. Hjá þeim námsmönnum sem hafa svo lágar tekjur að þeir eiga rétt á námslánum kemur þetta atriði auk þess til að hækka lánarétt þeirra hjá LÍN á næsta ári. -HEI FJOLBREYTTASTA ÚRVAL ÁLEGGSTEGUNDA Á LANDINU KJOTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS „Ekki spurningin hvað er réttlátt” — segir Guðmundur J. Gudmundsson, formadur Dagsbrúnar, um láglaunabæturnar ■ „Það er ekki spurningin hvað er réttlátt. Spurningin var um það, að fínna aðferð sem tryggði að hxgt vxri að borga láglaunabxturnar út fyrir jól eða ekki og allir voru sammála um að ekki xtti að draga það. Síðan voru þeir teknir út sem höfðu rekstur og verða að sxkja um sérstaklega eftir áramór*, sagði Guðmundur J. Guðmundsson, form. Verkamannasambandsins er Tíminn spurði hvað honum fyndist um skiptingu láglaunabótanna, m.a. hvort réttlátt sé að þeir sem raunverulega vinna á Ixgstu töxtunum fái um helmingi Ixgri láglaunabxtur en þeir sem höfðu 40- 50% þar umfram. Ég hef ekki rekist á annað en að þetta hafi komið furðu vel út og er þessu í öllum meginatriðum sammála. Þessi 52.000 eru nú bara byrjunarlaun. En hver eru raunveruleg laun? Það sem verið er að hugsa um er, að þetta fólk sem haft hefur einn eða tvo yfirvinnu- tíma á þessum lágu töxtum - sem við teljum samt lág laun - verði ekki útundan. Hvar grensan átti nákvæmlega að vera voru skiptar skoðanir um. En það er ltka óánægja hjá fólki sem ekki fær láglaunabætur vegna þess að það hefur unnið í bónus, lagt á sig mikla vinnu, en er samt á mjög lágum töxtum. Ég tel því skrif Tímans um láglauna- bæturnar ákaflega óheppileg og villandi. Mér finnst að með þeim sé verið að „agitera“ upp meiri og minni óánægju út af þessu og meiri og minni rangfærsl- ur„, sagði Guðmundur. Beðinn að nefna dæmi um þær rangfærslur og boðið að koma á leiðréttingum við þeim Svaraði Guð- mundur: „Ég held að ég vilji engan orðastað eiga við Tímann um þetta frekar, því ég held að með þessum skrifum sé einungis verið að reyna að koma pólitísku höggi á ákveðna menn. Meðan ég er haldinn þeim grun vil ég ekki eiga frekari orðastað við Tímann. “ - HEI ' ■ Guðmundur J. Guðmundsson Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, um láglaunabæturnar: „Medalmaðurinn vinnur ekki á allra laegstu töxtunum” — og hefur einnig einhverjar aukagreiðslur, yfirvinnu, vaktaálag og siíkt ■ „Það sem mér fínnst vera stærsti gallinn á þessu kerfí er sá að ætlunin skuli vera að greiða út láglaunabætur til sjálfstæðra atvinnurckenda og með- höndla þá með hliðstæðum hætti og launafólk, þó að vísu sé gert ráð fyrir að þeir sæki um bæturnar sérstaklega“, sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASI er Tíminn spurði hvort hann væri sáttur við úthlutunarkerfí láglaunabótanna. Ásmundur taldi einnig að rökréttara hefði verið að deila bótunum út til þeirra sem eru tekjulágir um þessar mundir en það hafi verið óframkvæmanlegt vegna þess hve seint var farið af stað með málið. Því hafi ekki verið um margar aðrar leiðir að ræða en að miða við laun í fyrra. Það hafi aftur á móti þá, annmarka helsta, að ekki er miðað við tekjur eins og þær eru nú og að ekki er tekið tiilit til hvað á bak við tölurnar stendur, þ.e. vinnutími og hvernig að tekjuöfluninni hafi verið staðið. Að sjálfsögðu er augljóst að þessi útreikn- ingur - eins og allt sem á skattafram- tölum byggist - er háður sömu ann- mörkum og skattaframtölin sjálf, þ.e. að þeir sem ekki telja rétt fram til skatts geta notið láglaunabóta þrátt fyrir háar tekjur. Ásmundur var spurður hvort sann- gjarnt sé að þeir sem höfðu t.d. 75.000 kr. laun í fyrra fái um helmingi hærri bætur en þeir sem unnu fulla dagvinnu á lægstu töxtum, sem gaf um 52.000 kr. tekjur. „Þarna er um það að ræða að greiða hlutfallslegt álag með hliðstæðum hætti eins og um hlutfallslega skerðingu var að ræða hinn 1. desember s.l. Spurningin er hvort rangt sé að skerða ekki það hlutfallslega álag fyrr en við 75.000 kr. tekjur, þ.e. við 40-50% umfram allra lægstu taxta. Auðvitað eru rök bæði með því og móti. En meðalmaðurinn vinnur ekki á allra lægstu töxtum og meðalmað- urinn hefur einnig einhverjar aukagreiðslur þar fyrir utan, vaktaálög, yfirvinnu og slíkt. Við 75.000 kr. ert þú líka langt fyrir neðan meðaltekjur kvæntra verkamanna í fyrra, sem ég held að hafi verið rúmlega 100 þús. kr. á árinu 1981.“ Þar sem vísitöluskerðingin 1. des. skerti einnig meðlagsgreiðslur mæðra- laun til einstæðra forcldra (t.d. um 260-270 kr. á mánuði með tveim börnum) var Ásmundur spurður hvort eðlilegt sé að taka ekki tillit til barna á framfæri fólks nema að það hafi haft tekjur yfir 75.000 kr. í fyrra. „Að mínu mati hefði verið rökréttara að taka á því máli eftir almannatryggingaleiðinni, á sama hátt og með ellilífeyrisþega“, sagði Ásmundur. HEI ■ Ásmundur Stefánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.