Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982 19 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús íGNBOGIt O 1« 000 Dauðinn á skerminum (Death Watch) Afar spennandi og mjög sérstæö ný Panavision litmynd, um furðu- lega lífsreynslu ungrar konu, með Romy Schneider, Harvey Keitel, Max Von Sydow. Leikstjóri: Bertrand Tavenier Islenskur texti Sýnd kl. 3, 5.30, 9 og 11.15 Heimsfrumsýning: Grasekkjumennirnir Sprenghlægileg og fjörug ný gam- anmynd f litum um tvo ólika grasekkjumenn sem lenda i furðu- legustu ævintýrum, með Gusta Ekman og Janne Carlsson Leikstjóri: Hans Iveberg. Sýndkl. 3,5, 7, 9 og 11. Papillon Hin afar spennandi Panavision- litmynd, byggð á samnefndri sögu | sem komið hefur út á íslensku, með Steve McQueen - Dustin I Hoffman. íslenskur texti - Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 9.10 ' Ef ég væri ríkur _ i Hörkuspennandi og fjörug grín- og slagsmálamynd i litum og Pana- vision. íslenskur texti Endursýnd kl. 3.10,5.10og 7.10 Kvennabærinn Blaðaummæli: „Loksins er hún komin, kvennamyndin hans Fellini, og svíkur engan". - Fyrst og fremst er myndin skemmtileg, það eru nánast engin takmörk fyrir þvi sem Fellini gamla dettur i hug" - „Myndin er veisla fyrir augað" - „Sérhver ný mynd frá Fellini er viðburður" - „Ég vona að sem allra flestir taki sér fri frá jólastúss- inu, og skjótist til að sjá „Kvenn- abæinn““ - Leikstjóri: Federico Fellini íslenskur texti Sýnd kl. 9.15. Feiti Finnur Sprenghlægileg og fjörug litmynd, um röska stráka og uppátæki þeirra, með BenOxenbould - Bert Newton og Gerard Kennedy. islenskur texti. Sýnd kl. 3.05, 5.05 og 7.05. Tonabíc) ■5»* 3-11-82 Tónabíó frumsýnir jólamyndina 1982 Geimskutian (Moonraker) !Co» i55ltne>- liOlmnl/incnesl Bond 007, færasti njósnari bresku leyniþjónustunnar! Bond, í Rio de Janeiro! Bond i Feneyjum! Bond, í heimi framtíðarinnar! Bond í „Moonraker", trygging fyrir góðri skemmtun! Leikstjóri: Lewis Gilberg. Aðalhlutverk: Roger Mo- ore, Lois Chiles, Rlchard Klel (Stálkjafturinn) Michael Long- dale. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 Myndin er tekin upp í Dolby. Sýnd f 4ra rása Starscope Stereo. Ath. hækkað verð. ÍS*T 13-84 Engin sýning í dag Þorláks- messu ÍS* 1-15-44 Engin sýning í dag Þorláks- messu .28*1-89-36 A-salur Jólamyndin 1982 Snargeggjað IkefunntesttoŒedyteamoflUtesíreín... ! Heimsfræg ný amerisk gaman- | mynd í litum. Gene Wilder og Richard Pryor fara svo sannarlega | á kostum í þessari stórkostlegu ; gamanmynd - jólamynd Stjörnu- | bíós i ár. Hafirðu hlegið að [ 1 „Blazing Saddies", Smokey and the Bandit", og The Odd Couple", hlærðu enn meira nú. Myndin er hreint frábær. Leikstjóri: Sindney | Poitier. Sýnd kl. 5,7.05, 9.10 Hækkað verð Islenskur texti B-salur Jólamyndin 1982 Frumsýning Nú er komið að mér (lt‘s my Turn) Islenskur texti Bráðskemmtileg ný bandarisk | gamanmynd um nútima konu ( flókin ástarmál hennar. Mynd þessi I hefur alls staðar fengið mjög góða [ dóma. Leikstjóri. Claudia Weill. Aðalhlutverk. Jill Clayburgh, Michael Douglas, Charles Grodin. Sýnd kl. 5,7 og 9 28* 3-20-7 5 E. T. Jólamynd 1982 Frumsýning í Evrópu Ex Ný bandarísk mynd gerð af snill- ingnum Steven Spielberg. Myndin segir frá litilli geimveru sem kemur ’ til jarðar og er tekin i umsjá unglinga og bama. Með þessari vent og börnunum skapast „Ein- lægt Traust" E. T. Mynd þessi hefur slegið öll aðsóknarmet i Bndarikjunum fyrr og siðar. Mynd fyrir alla fjölskylduna. Aðalhlutverk: Henry Thomas sem Elliott. Leik- stjóri: Steven Spielberg. Hljómlist: John Williams. Myndin er tekin upp og sýnd i Dolby Stereo. Sýnd kl. 5 og 7.30 | Hækkað verð Vinsamlega athugið að bíla- stæði Laugarásbíós er við Kleppsveg. „ræj. WÓDLKIKHÚSID Jómfrú Ragnheiður Frumsýning á annan í jólum kl. 20 2. sýning þriðjudag kl. 20 3. sýning miðvikudag kl. 20 4. sýning fimmtudag kl. 20 Litla sviðið: Súkkulaði handa Silju Fmmsýning fimmtudag kl. 20.30 2. sýning sunnudag 2. janúar kl. 20.30 Miðasala 13.15-16. Sími 1-1200 ISLENSKA||«j]| ÓPERANf Töfraflautan Næstu sýningar fimmtudag 30. des. sunnudag 2. janúar. Minnum á gjafakort isl. óperunnar i jólapakkann. Miðasalan er opin virka daga milli kl. 15 og 18 fram til jóla. Sími 11475. 2F 2-21-40 Engin sýning í dag Þorláks- messu kvikmyndahornid ■ Snaporaz í netinu á ferð sinni um kvennabæ Feliinis. Fellini og kvenfólkid KVENNABÆRINN (La Citte delle donne). Leikstjóri: Federico Fellini, sem jafnframt samdi handrit ásamt Bernardino Zapponi í samvinnu við Brunello Rondi. Myndataka: Giuseppe Totunno. Tónlist: Luis Bacalov. Aðalhlutverk: Marcello Mastroianni (Snaporaz), Anna Prucnal (Elena, eiginkona Snaporaz), Donatella Damiani (Donatella), Ettore Manni (Dr. Katzone). Framleidd á vegum Opera Film Produzione í Róm og Gaumont ■ París í samvinnu við Franco Rosselini, árið 1980. Sýnd í Regnboganum. ■ Fellini er einn þeirra leik- stjóra, sem vekja athygli og umræður með hverri nýrri kvikmynd, sem frá þeim kemur - þótt skoðanir séu svo að vísu mjög skiptar um árangurinn. Margir eru þeirrar skoðunar, að Fellini hafi aldrei náð jafn langt í list sinni og með „81/2“, og má færa fyrir því gild rök, enda hlýtur sú mynd að teljast til þeirra tiltölulegu fáu mynda, þar sem kvikmyndagerðin rís hæst sem listgrein. Það er svo með þessa nýju kvik- mynd Fellinis, að þótt þar sé margt bráðskemmtilegt og sýni margbreyti- lega mannlífsins með þeim hætti, sem Fellini er lagið, þá veldur hún nokkrum vonbrigðum. Sennilega vantar öðrum fremur fastmótaðri og mikilsverðari söguþráð sem gæti bundið , saman og gert markvissari þær oft litríku og hugmyndaauðugu svipmyndir, sem Fellini bregður upp af baráttu og samlífi kynjanna. Vegna skorts á slíku frásagnarlegu bindiefni verður „Kvennabærinn“ fyrst og fremst safn atriða, sem sum eru mjög vel heppnuð en önnur miður, og óhorfandinn rís því að lokum úr sæti sínu hálf vonsvikinn vegna þess, að við trúum því að Fellini hefði getað gert svo miklu betur. Kvikmyndin fjallar um konur, afstöðu karla til kvenna og kvenfrels- isbaráttu síðustu ára. Fellini sendir höfuðpersónuna, Snaporaz, sem leikinn er af gamalkunnum leikara í Fellinimyndum, Mastroianni, í draumareisu um veröld kvenna, og sýnir þar djúpar andstæður; annars vegar afstöðu róttækra og oft öfga- fullra fulltrúa kvenfrelsisbaráttunn- ar, og hins vegar þær konur, sem telja það hlutverk sitt í þessum heimi að þjóna herra sínum og vera honum til gleði og ánægju. Jafnframt lætur hann Snaporaz rifja upp í draumi sínum persónulega reynslu sína af konum allt frá því hann var barn að aldri fram til fullorðinsáranna í sérkennilegum, súrrealistískum at- riðum, sem vafalaust munu koma Felliniaðdáendum kunnuglega fyrir sjónir. Fellini leiðir Snaporaz sinn inn á all ofsafengið kvennamót til þess að lýsa því, hvernig kvenfrelsisbaráttan kemur honum fyrir sjónir, og þar leggur hann mikla áherslu á það öfgakennda, svo sem karlmannahat- ur, baráttu gegn hjónabandinu sem kúgunartæki og fleira í þeim dúr. Sú spurning hlýtur að vakna, þegar hver uppákoman rekur aðra á kvennamót- inu, hvort Fellini sé að sýna veruleik- ann, nánast eins og blaðamaður (eins og hann hefur haldið fram), eða hvort hann er að sýna þá ímynd, sem ýmsir karlmenn kunna að hafa af kvennabaráttunni. Hvað er veruleiki og hvað er ímyndun? En þessi hluti myndarinnar er, hvað sem líður, mjög vel á svið settur, myndaður og klipptur - og er, ásamt endurminn- ingarþættinum sem áður er nefndur, langbesti kafli myndarinnar, sem dettur svo niður á milli og virkar því óþarflega langdregin. En þótt kröfuharðir áhorfendur séu kannski frekar vonsviknir þá er það auðvitað af því að þeir vænta meira af Fellini vegna ýmissa fyrri mynda hans. Engu að síður en Kvennabærin forvitnileg og oft skemmtileg og því með góðri sam- visku hægt að hvetja fólk til að sjá hana. - ESJ ★★ ★★ ★★★ ★★★★ ★★ ★★★ Kvennabærinn Með allt á hreinu Snargeggjað E.T. Snákurinn Being There Stjörnugjöf Tfmans * * * * frábær • ★ ★ ★ mjög göð • ★ * göð • ★ sæmlleg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.