Tíminn - 24.12.1982, Side 5

Tíminn - 24.12.1982, Side 5
FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1982 5 fréttir erlent yfirlit ■ Magnúsarnir Þórarinsson og Þorláksson sóttu fótanuddtækin í Radiobóóina í gær. Báðir hafa þeir verið áskrifendur TTmans í yfir 30 ár. Tímamynd Ella Dregið í jólagetraun ■ Dregið var um tólf Clairol nuddtæki í jólagetrun Tímans og Radíóbúðarinnar í fyrradag. Tækin voru send vinnings- höfum í bögglapósti síðdegis í gær. Þeir heppnu reyndust vera: Grímur Grímsson, Miðdalsgröf í Strandasýslu, Páll H. Jonsson. Áshlíð 3 á Akureyri. Ása Jóhannsdóttir, Sunnuvcgi 8 á Skagaströnd, Ævar Þorsteinsson, Enni Engihlíðarhreppi Aust-Hún., Sigurgeir Hólmgeirsson, Völlum Reykjadal Suður Þing., Helgi Bergþórsson, Eystra Súlu- nesi Melasveit. Guðmundur Bjarnason. Brennistöðum í Borgarhreppi Mýrar- sýslu, Örn Þórarinsson, Ökrum Fljótum Skagafjarðarsýslu, Kristjána Jakobs- dóttir, Smáratúni 5 í Keflavík, Björn Mikaelsson, Furulundi 5c Akureyri. Magnús Þórarinsson, Lcifsgötu 25 í Reykjavík, og Magnús Þorláksson, Flókagötu 62 í Reykjavík, hafa þcgar sótt vinninga sína í Radiobúðina. Studmenn og Æskulýdsrád með Jólaknall í Höllinni ■ Æskulýðsráð Reykjavíkur og hljóm- sveitin Stuðmenn hafa tekið höndum saman og hafa ákveðið að blása til mikils jóiaknalls í Laugardalshöll á annan í jólum. Gífurleg vinna hefur farið í undirbúning fyrir þessa hátíð og m.a. hafa u.þ.b. 250 unglingar úr félagsmið- stöðvunum fimm unnið að ýmiss konar undirbúningsvinnu. Þessir unglingar hafa haft unisjón með skreytingum, en auk þess munu þau koma fram með ýmisskonar skemmtiat- riði. Hópar úr tveimur félagsmíðstöðv- urn, Þróttheimum og Tónabæ eru til að mynda að vinna að risavöxnum jóla- sveini sem á að gnæfa yfir hausamótum gestanna. Hann verður engin smásmíði; áætlað er að hapn verð um tuttugu metrar á hæð. Fjölskylduhátíð U nglingaskemmtun Dagskráin verður tvískipt: annars vegar fjölskylduhátíð um daginn og hins vegar ungligaskemmtun um kvöldið. Á fjölskylduhátíðinni munu Stuðmenn koma fram þrisvar sinnum: kl. 14.30-15; 15.45-16.30; og 17.15.-18.00. í hléunum milli þess sem Stuðmcnn troða upp - nánar tiltekið milli 15.15. og 15.45 og milli 16.30 og 17.15 - verða skemmtiat- riði af ýmsu tagi og er þessi háttur hafður á til þess að enginn þurfi að neita góðri ömniu eða frænku um þátttöku í fjölskyldujólaboðunum. Klúbbar félagsmiðstöðvanna hafa tek- ið að sér allan undirbúning fyrir jóla- knallið; unglingarnir nrunu annast miða- söíu, gæslu og veitingasölu og aukinhcld- ur verða þeir með sitthvað á sínum snærum, svo scm skemmtiatriði og sölu á eigin hlutum: höttum. kakói, pipar- kökum og fleiru. Af skemmtiatriðum má nefna að ókennilegur gaur. Lcppalúðinn, mun svífa um Höllina loftleiðis og dreifa sælgæti, söngkonurnar Ragnhildur Gísladóttir og Katla María koma fram, drengjakór úr Keflavík lætur í sér heyra, dýrin í T yról sýna sig svo og jólasveinn, púkar og álfar; ennfremur vcrðurTívolí á staðnum, cftirhermur úr Árscli koma fram og unglingar úr Fcllahclli sýna dans. Verð aðgöngumiða: 75 krónur á fjölskylduhátíðina og 100 krónur á unglingaskemmtunina. ■ Gnglingar úr félagsmiðstöðvunum fimm hafa lagt mikla vinnu í undirbúning Jólaknalisins, en hér á þessari mynd sést hvar verið er að vinna að gerð risajóla- sveinsins seni rísa niun í Ilollínm. ■ Helmut Schmidt og Klaus von Dohnanyi borgarstjori i Hamborg fagna kosningasigrinum. Úrslitin í Hamborg eru áfall fyrir Kohl Staða stjórnarflokkanna hefur versnað ÚRSLIT borgarstjórnarkosninganna í Hamborg á sunnudaginn var komu talsvert á óvart. Sigur sósíaldemókrata varð meiri en búizt var við. Þessi niðurstaða er talin alvarleg áminning til nýju ríkisstjórnarinnar í Bonn. Það cr engan veginn tryggt lengur, að hún haldi velli í þingkosningunum, scnt eiga að fara fram 6. marz næstkomandi. Kosningarnar í Hamborg fóru fram vegna þess, að ekki hafði tekizt að mynda starfhæfan meirihluta eftir borg- arstjórnarkosningarnar á síðastliðnu vori, þá urðu úrslitin þau, að Græni flokkurinn fékk oddastöðu í borgar- stjórninni og Kristilegi flokkurinn varð stærri en flokkur sósíaldemókrata í fyrsta sinn. Sösíaldemókratar reyndu cftir kosningarnar að mynda stjórn með græningjum, en það mistókst. Þess vegna var efnt til kosninga að nýju. Kristilegi flokkurinn reyndi að nota sér þetta ósamkonmulag með því að halda því fram. að eina leiðin til að tryggja starfhæfa stjörn væri að efla hann. Með sigri Itans yrði tryggð ný og betri stjórn borgarinnar. Svar kjósenda varð á aðra leið, Sósíaldemókratar fengu hreinan meiri- hluta í borgarstjórninni eða 51.3% greiddra atkvæða. Þeir stóðu sig því svipað og í borgarstjórnarkosningunum 1978. þegar þeir fengu 51.5%. Síðastlið- ið vor fcngu þcir ckki nema 42.7% greiddra atkvæða. Kristilegi llokkurinn fékk nú 38.6% greiddra atkvæða, en fékk 43.2% á síðastliðnu voru. Hann fékk 37.6% grciddra atkvæða í kosningunum 1978 og stóð sig því aðeins bctur nú en þá. Frjálslyndi flokkurinn varð fyrir nýju áfalli. Hann fékk nú ekki nema 2.6% greiddra atkvæða. en fékk 4.8% á síðastliðnu vori. í kosningunum 1978 fékk hann 4.9%. Græni flokkurinn stóð sig betur en spáð hafði vcrið. Hann fékk 6.8%, en fékk á síðastliðnu vori 7.7%. í kosning- unum 1978 fékk hann 3.5%. Kosningaþátttakan var mun meiri nú en í vor, eða 84%. í vor var hún 77.6%. ÞAÐ þykir efalítið, að óánægja mcð nýju ríkisstjórnina í Bonn hafi átt verulcgan þátt í úrslitunum nú. Ýmsar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa valdið óánægju, eins og t.d. þær, að leyfa hækkun á húsaleigu og að brcyta námsstyrkjum í námslán. Þá getur það haft sitt að segja, að einmitt um það leyti. sem kosið var í Hamborg, var Kohl kanslari að fara í kringum stjórnarskrána með því að reyna að efna til þingrofs í fullu ósamræmi við orðalag hennar og tilgang. Þingroi er því -aðéins heimilt aó ■ Helmut Kohl samþykkt sé vantraust á stjórnina eöa traustyfirlýsing fclld og ekki sé hægt að mynda nýja stjórn. Kohl fór þá krókaleiö að láta fella trtiustsyfirlýsingu á stjórnina nteð hjásetu stjórnarþing- manna, enda þótt stjórnin hafi traustan meirihluta. Carstcn forseti hefur nú til athugunar, hvort hann metur þetta gilda ástæðu til þingrofs. Þá bætir það ekki stöðu stjórnarinnar að horfur í efnahagsmálum hafa frekar vcrsnað síðan hún kom til valda. Einkum hefur óttinn við vaxandi at- vinnuleysi aukizt. Margir óttast, að stjórn Kohls muni sporna síður gcgn atvinnuleysinu en stjórn Helmuts Schmidts. Hér gildir það, að cnginn vcit hvað átt heíur fyrr cn misst hefur. Þá getur staðan í utanríkismálum orðið stjórninni erfið. Kohl hefur tckiö enn afdráttarlausari afstöðu ntcð Banda- ríkjunum cn Schmidt gerði. í Vestur- Evrópu eykst sá uggur, að Reagan forseti muni' ekki gera sitt ýtrasta í viöræöum við Sovétríkin um takmörkun meðaldrægra eldflauga í Evrópu. Reag- an muni telja þaö ávinning fyrir Banda- ríkin að láta þessar viðræður stranda. svo aö Bandaríkin geti komiö lyrir eldflaugum í Evrópu í stað MX-eldflaug- anna, sent valasamt er að fáist staösettar í Bandaríkjunum. Sósíaldemókratar eru þegar farnir aö ala á þeim áróöri, aö Kolil hafi cngin áltrif á Reagan, Iteldur lylgi honum hlint í einu og öllu. Meöal annarra hefur Helmut Sehmidt tekiö undir þennan áróöur. örö Helmuts Sehmidts munu hafa mikil áhrif í þessu sambandi. Hann er enn virtasti stjórnmálaleiötoginn í Þýskalandi. Þaö sýndi sig í kosntngabar- áttunni í Hamborg, en hann haföi sig þar mjög í Irammi. ÞOTF útslitin í Hamborgværuóhagstæð fyrir stjórnarflokkana í Bonn, er ekki hægt að byggja á þeimd óm þess efnis, aö þeir muni tapa í þingkosningunum. Sé [ttið lagt til grundvallar, að svipuð úrslit yrðu í öörum fylkjum Vestur- Þýskalands og í Hamborg og miðaö við fyrri kosningatölur, ættu kristilegu flokkarnir að fá meira fylgi en sósíal- dcmókratar. Þeir ættu því aö hata möguieika á hreinum þingmeirihluta, cf Frjálslyndi flokkurinn og Græni flokkurinn týndu tolunni. Annars er líklegt, aö Græni flokkurinn fái oddastöðu á þinginu. Eltir kosningarnar í Hamborg á sunnudaginn þykja enn líkur á því, að Græni flokkurinn komist yfir 5% markið í þingkosningunum. Minni líkureru hins vegar taldar á þvf, að Frjálslynda flokknum takist það, jafnvcl þótt hann fái hjálp frá kristilegu flokkunum. Þeir mega hcldur ekki mikið ntissa, cf sósíaldemókratar eiga ekki að fara fram úr þeint. Franz Josef Strauss mun nú berjast enn harðara cn áður gegn því, að Frjálslynda flokknum verði veitt hjálp. Urslitin í Hantborg urðu viss signr fvrir Strauss Þau gefatilkynna.aðheppikgra hefði verið fyrir kristilegu flokkana að kjósa strax í haust, eins og hann vildi. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar i

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.