Tíminn - 28.12.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.12.1982, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1982 erlent yfirlit NÝ ríkisstjórn kom til valda í írlandi 14. þ.m. eftir að þingið hafði kosið Garret FitzGerald forsætisráðherra með 85 atkvæðum gegn 79. Þessi kosning fór fram eftir að írskir kjósendur höfðu gengið þrisvar að kjörborðinu í þing- kosningum á tæplega einu og hálfu ári. í júnímánuði 1981 fóru fram þing- kosningar vegna þess, að þáverandi forsætisráðherra, Charles Haughey, leiðtogi Fianna Fail, rauf þing í þeirri von, að hann gæti treyst stöðu sína. 'Honum varð ekki að ósk sinni. Fianna Fail missti meirihlutann og sambræðslustjórn Fine Gael og Verka- mannaflokksins kom til sögunnar með stuðningi nokkurra óháðra þingmanna. Forsætisráðherra hennar var FitzGerald. Þessi stjóm hélt ekki velli nema í 10 mánuði. Þá brugðust óháðu þing- mennimir henni og hún varð að efna til nýrra kosninga. Úrslit þeirra urðu ósigur fyrir stjórnarflokkana, einkum þó Verkamannaflokkinn, Fianna Fail vann aftur á, en fékk þó ekki meirihluta. Haughey myndaði stjórn að nýju með stuðningi óháðra þingmanna. Hún hélt ekki velli nema til haustsins. Hinn 24. nóvember fóru fram þriðju þingkosn- ingarnar á írlandi á 17 mánuðum. Úrslit þeirra urðu verulegur sigur fyrir Fine Gael og Verkamannaflokkinn, einkum þann síðamefnda. Þessirflokkar fengu samanlagt meirihluta þingsæta eða 86 þingsæti af 166 alls. Fianna Fail iSíSsSiWSSS iill ■ Garret FitzGerald FitzGerald og Spring fá erfitt hlutverk Atvinnuleysid er mesta vandamálid er áfram stærsti flokkurinn, hefur 75 þingsæti. Óháðir eru fimm þingmenn. ÞAÐ þótti ekki alveg öruggt, að hinir tveir fyrrverandi stjómarflokkar mynd- uðu stjórn að nýju, þótt þeir fengju meirihluta. í Verkamannaflokknum voru skoðanir verulega skiptar um þátttöku í nýrri stjórn. Verkamannaflokkurinn hélt flokksþing fyrir kosningarnar. Þar urðu mikil átök við formannskjör. Formaður flokksins, Michael O’Leary, náði ekki endurkosn- ingu, og brást illa við. Hann sagði sig úr flokknum og gekk í Fine Gael. í stað hans var Richard Spring kosinn formaður. Hann fékk aðeins þrjár vikur til að kynna sig sem flokksformaður fyrir þingkosningarnar. Sú kynning virðist hafa gefið góða raun. Dick Spring, eins og hann er venjulega kallaður, er ekki nema 32 ára. Faðir hans hefur verið þingmaður fyrir Verka- mannaflokkinn í 38 ár. Hann hætti þingmennsku, þegar kosið var í júní 1981 og hlaut sonurinn sæti hans. Hann varð aðstoðarráðherra dómsmálaráð- herrans í stjórninni, sem FitzGerald myndaði þá. Upphefð sína á Dick Spring íþróttum ekki sízt að þakka. Hann hefur um talsvert skeið verið einn bezti mgbymað- ur íra og hefur hvað eftir annað keppt í landsleikjum, síðast við Breta 1981. íþróttirnar einar hefðu þó ekki nægt honum til pólitísks frama. Hann reyndist góður námsmaður, en vann fyrir sér, jafnframt náminu. Meðal annars var hann barþjónn í New York í næstum tvö ár. Að loknu laganámi hóf hann lög- fræðistarf í Dublin. Meðan hann dvaldist í New York giftist hann bandarískri flugfreyju, sem er mótmælandi, en sjálfur er hann katólskur. Áður en Verkamannaflokkurinn á- kvað að taka þátt í stjórnini, hélt hann flokksþing. Það var haldið 12. þ.m. Spring gat þar skýrt frá því hverju hann hefði fengið ágengt í viðræðum sínum við FitzGerald. Niðurstaðan varð sú, að stjórnarþátttakan var samþykkt með 846 atkvæðum gegn 522. Meðal þeirra mála, sem Spring fékk framgengt í viðræðunum við FitzGerald var nýr stóríbúðaskattur, sem efnalítið fólk er þó undanþegið. Þá verður stefnt að því að losna við halla á fjárlögunum á sex árum í stað fjögurra ára, eins og Fine Gael hafði lofað fyrir kosningamar. Þá fékk hann fyrirheit um að aðalmál ríkisstjórnarinnar yrði baráttan gegn atvinnuleysinu. HIN nýja stjórn FitzGeralds er fyrsta írska stjórnin um talsvert skeið, sem styðst við alltraustan meirihluta og er óháð stuðningi smáflokka og utanflokkamanna. Hlutverk hennar verður nógu erfitt samt. Verðbólga er mikil eða um 20%, sem er að vísu ekki mikið á íslenskan mælikvarða. Annað vandamál er hins vegar meira þar en hér. Á írlandi er atvinnuleysi um 14%. Það er enn meira vandamál en verðbólgan hér. Garret FitzGerald er 57 ára að aldri. Hann hefur unnið sér gott álit sem stjórnmálamaður. í fyrstu ætlaði hann þó ekki að gerast stjórnmálamaður, en taldi sig við nánari íhugun ekki geta komið áhugamálum sínum fram eftir öðrum leiðum. FitzGerald var fyrst kosinn á þing 1969 og hefur átt þar sæti síðan. Hann var utanríkisráðherra í stjórn Fine Gael og Verkamannaflokksins 1973 - 1977. Árið 1977 var hann kosinn formaður Fine Gael. Vegna áhrifa hans bæði fyrir og eftir að hann tók við flokksfor- mennskunni hefur flokkurinn breytzt verulega á síðari árum. Hann var áður mun íhaldssamari og átti aðalfylgi sitt hjá efnaðri borgurum og bændum. Undir forustu FitzGeralds hefur hann færzt meira í félagshyggjuátt og jafn- framt orðið frjálslyndari á ýmsum sviðum. Þannig er það eitt af baráttumálum FitzGeralds að fóstureyðingar verði lögleiddar, en katólska kirkjan, sem er sterk á írlandi, beitir sér hart gegn því. Þá vill FitzGerald breyta stjórnarskránni þannig, að auðveldara verði fyrir mótmælendur í Ulster að sætta sig við hana, ef til sameiningar írlands kæmi. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar 7 f^i ff*1 rry tr? Píanó- og orgelbekkir Áklæði: Leður og pluss Ljós fyrir píanó-orgel-flygla Taktmælar Kertastjakar á píanó Sendum í póstkröfu Verslun Leifur H. Magnússon hljóðfærasmiður Vogaseli 5. Sími 91-77585 Kvöldsamkoma í tilefni 67 ára afmælis Sovétríkjanna efnir MÍR til kvöldsamkomu í veitingahúsinu Snorrabæ þriöjudaginn 28. des. kl. 20.30. Ávörp flytja Mikhail N. Streltsov sendiherra og Margrét Guðnadóttir prófessor. Óperusöngvar- arnir Siglinde Kahman og Sigurður Björnsson syngja við undirleik Agnesar Löve píanóleikara. Baldvin Halldórsson leikari les upp. Skyndihapp- drætti, veitingar. Aðgangur öllum heimill meðan húsrúm leyfir. MÍR. Náttúrulækningafé- lag Reykjavíkur Þeir sem enn eiga eftir að greiða félagsgjöld sín og vilja halda félagsréttindum sínum þurfa að ' hafa greitt þau fyrir áramót. Tekið verður á móti greiðslum á skrifstofu félagsins Laugavegi 20 B virka daga frá kl. 2-5. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.