Tíminn - 28.12.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 28.12.1982, Blaðsíða 12
12 MUÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1982 Haukur ostameistari og Sólberg samiags- stjóri á Sauðárkróki fengu verðlaun fyrir MARiBOostana sína í Danmörku. Á þessu ári voru íslenskir ostar sendir í fyrsta skipti til gæðamats í Danmörku. Par voru einnig samankomnir allir dönsku ostarnir frá hinum ýmsu ostabúum þarlendis. íslenski kúmen-MARiBOosturinn fékk gUlleinkunn við gæðamat hjá Dönum nú í haust. Fáðu þér MARIBO ef þú vilt vita hvers vegna. MARlBO-verðlaunaostur. Styrkir til sérfræðiþjálfunar í Bretlandi Samtök breskra iðnrekenda, Confederation of British Industry, mun gefa íslenskum verkfræðingi eða tæknifræðingi kost á styrk til þjálfunar á vegum iðnfyrirtækja í Bretlandi á tímabilinu 1983-84. Umsækjendur skulu hafa lokið fullnaðarprófi í verkfræði eða tæknifræði og hafa næga kunnáttu í enskri tungu. Þeir skulu að jafnaði ekki vera eldri en 35 ára. Um er að ræöa tvenns konar styrki: Annars vegar fyrir menn sem hafa starfað 1-4 ár að loknu prófi en hafa hug á að afla sér hagnýtrar starfsreynslu í Bretlandi. Eru þeir styrkir veittir til 1-1 Vz árs og nema 280 sterlingspundum á mánuði, auk þess sem að öðru jöfnu er greiddur ferðakostnaður til og frá Bretlandi. Hins vegar eru styrkir ætlaðir mönnum, sem ekki hafa minna en 5 ára starfsreynslu að loknu prófi og hafa hug á að afla sér þjálfunar á sérgreindu tæknisviði. Þeir styrkir eru veittir til 4-12 mánaða og nema 350 sterlingspundum á mánuði, en ferðakostnaður er ekki greiddur. - Umsóknir á tilskildum eyðublöðum skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 15. febrúar n.k. Umsóknareyðublöð, ásamt nánari upplýsingum um styrkina, fást í ráöuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 22. desember 1982. ■ í húsakynnum Norrænu Afríkustofnunarinnar eru myndir frá Afríku sem stofnuninni hafa verið gefnar. Á myndinni er Karl Eric Ericson, skrifstofustjóri stofnunarinnar að virða fyrir sér afrQskt handbragð. Mynd Gylfi Kristinsson. Þrír íslendingar hljóta styrk til Afríkufarar — frá Norrænu Af ríkustofnuninni ■ Það eru sennilega ekki marg- ir íslendingar sem hafa heyrt getið um Norrænu Afríkustofn- unina (Nordiska Afrikainstitut- et) í Uppsölum í Svíþjóð. Þessi stofnun veitti nýlega þremur Islendingum, mannfræðingun- um Gísla Pálssyni, Halldóri Stef- ánssyni og Sigríði Dúnu Krist- mannsdóttur, styrki til Græn- höfðaeyjafarar í því skyni að kynna sér m.a. framkvæmd ís- lenska þróunarverkefnisins. Að þessu tilefni hitti Tíminn að máli skrifstofustjóra stofnunarinnar Karl Eric Ericson og bað hann að kynna Norrænu Afríkustofn- unina fyrir lesendum blaðsins. „Það er best að byrja á upphafinu“, sagði Karl Eric. „Norræna Afríkustofn- unin var stofnuð árið 1961 með lögum frá sænska þinginu. Aðdragandann að lagasetningunni má rekja til fimmta áratugarins. Þannig var að þá urðu háskólabókasöfnin í Danmörku, Finn- landi, Noregi og Svíþjóð sammála um ákveðna verkaskiptingu varðandi söfnun bóka frá og um heimsálfurnar sjö. I hlut háskólabókasafnsins í Uppsölum Carol- ína rediviva kom Afríka. Suður-Ame- ríka í hlut háskólabókasafnsins í Kaup- mannahöfn og Austur-Evrópa varð verkefni bókasafnsins í Helsingfors svo að dæmi séu nefnd. Smá saman safnaðist mikið af bókum og bæklingum um Afríku til Uppsala. Á árunum þegar Kongóstríðið geisaði má segja að áhugi Svía fyrir Afríku hafi fyrst vaknað. Það sem ef til vill stuðlaði mest að þessum áhuga var að sænskt herlið tók þátt í gæslustörfum herdeilda undir stjórn Sameinuðu þjóðanna í Kongó. Þegar starfsmenn fjölmiðla og fræði- menn hugðust fullnægja þessum skyndi- lega áhuga og notfæra sér Afríkubóka- safnið kom í Ijós að það var á ýmsan hátt mjög óaðgengilegt. Til að ráða bót á því lögðu nokkrir prófessorar við Uppsalaháskóla til að stofnuð yrði sérstök stofnun sem safnaði bókum og bæklingum um Afríku og varðveitti og sæi um upplýsingamiðlun um álfuna. Eins og áður sagði varð tillagan að veruleika árið 1961 þegar þingið sam- þykkti lögin um stofnunina. Með tilliti til samkomulagsins á milli háskólabóka- safnanna þótti eðlilegt að Afríkustofn- unin væri staðsett í Uppsölum og starfaði í tengslum við háskólabókasafn- ið hér.“ - Nú heitir stofnunin Norræna Afríku- stofnunin. Heyrir hún undir Norður- landaráð eða einhverjar sérstofnun ráðsins? „Nei, stofnunin heyrir að öllu leyti undir sænska ríkið, þ.e. utanríkisráðu- neytið. Hins vegar er kveðið á um það í lögum og reglugerð að hún skuli starfa í náinni samvinnu við hin Norðurlöndin. Þetta er t.d. undirstrikað í ákvæðinu um samsetningu stjórnar stofnunarinnar. í henni eiga sæti 14 stjórnarmenn. Af þessum 14 eru 10 Svíar, þar á meðal er rektor háskólans í Uppsölum, en hann er sjálfkjörinn í stjórnina. Fjórir stjórn- armenn koma frá hinum Norðurlöndun- um. Ég vil geta þess að landi þinn Benedikt Gröndal sendiherra á sæti í stjórninni fyrir hönd íslands. Varamaður hans er Hjálmar Hannesson sendiráðu- nautur." - Hver eru verkefni stofnunarinnar? „Umfangsmesta verkefni Norrænu Afríkukstofnunarinnar er rekstur bóka- safnsins. í því felst söfnun hvers kyns bóka, bæklinga, tímarita og annarra rita sem fjalla um stjómmálafræði, félags- fræði, lögfræði og mannfræði í Afríku. Bókasafnið er í tengslum við opinberar stofnanir í öllum löndum Afríku og reynir að fá send opinber gögn, t.d. hagtölur lög og reglugerðir frá þessum aðilum. En því miður er á því misbrestur að það takist í öllum tilfellum. Öll rit sem bókasafninu berast eru skrásett bæði eftir efni og höfundum. Auk þess höfum við á skrá hjá okkur fáanlegar bækur um afrísk málefni í öðrum norrænum bókasöfnum að íslenskum bókasöfnum undanskildum. Um þessar mundir eru 26.000 bókatitlar í safninu." Umfangsmikil bókaútgáfa „Næst umfangsmesta starfsemi stofn- unarinnar er útgáfa bóka og smárita um málefni Afríku. Flest handrit sem við tökum til útgáfu eru annaðhvort á sænsku eða ensku. Það hefur þó komið fyrir að við höfum gefið út bækur á finnsku eða frönsku. Frá stofnun höfum við gefið út 200 bókatitla. Stærsti hlutinn hefur komið út s.l. 10 ár. Af athyglis- verðum bókum sem hafa komið út á vegum stofnunarinnar á þessu ári má nefnd í Sómalíu eftir Bo Belfvenstam (er á sænsku). Bók eftir Tore Linné Eriksen sem heitir Namibia-Nýlendu- stefna, kynþáttamisrétti og frelsisbarátta í suðlægari hluta Afríku (er á sænsku). Þá má nefna bók eftir Karin Ruuth- Bácker um bókmenntir í Svörtu-Afríku (er á sænsku). Um það bil 300 stofnanir víðsvegar um heiminn eru fastir áskrif- endur að þeim bókum sem við gefum út. Enn sem komið er hefur stofnunin ekki gefið neitt út eftir íslending, en við væntum þess að innan tíðar gæti það orðið.“ Rannsóknir - Fyrir nokkru veitti Norræna Afríku- stofnunin þremur islenskum mannfræð- ingum ferðastyrki til farar til Græn- höfðaeyja. Hvernig fellur það undir starfsemi stofnunarinnar? „Jú, samkvæmt reglugerð er eitt af hlutverkum stofnunarinnar að annast og stuðla að rannsóknum á málefnum landa Afríku. Þetta gerum við á þrennan hátt. í fyrsta lagi veitum við vísindamönnum aðstöðu í húsakynnum okkar til að vinna að rannsóknarverkefnum. Að jafnaði eru 5 vísindamenn starfandi hér. Einn frá Danmörku, Finnlandi og Noregi og tveir frá Svíþjóð. Yfirleitt eru þessir vísindamenn starfandi hér í 3-4 ár. í öðru lagi veitum við vísindamönnum styrki til að standa straum af ferðakostn- aði vegna farar til Afríku vegna rann- sóknarstarfa. Og það er hér sem íslend- ingar komu að þessu sinni í fyrsta skipti inn í myndina, Því miður höfum við ekki haft fjárráð til að kosta fæði eða húsnæði á rannsóknarstað. Aðrir aðilar til dæmis SIDA (sænska þróunaraðstoðin) veitir árlega styrki samtals að upphæð 5-6 milljónum sænskra króna til að aðstoða vísindamenn við að kljúfa þann kostnað. í þriðja lagi höfum við veitt svonefnda námsstyrki. Hlutverk þeirra er að taka þátt í ferðakostnaði til og frá Uppsölum. Þessir styrkir eru veittir 5 aðilum mánaðarlega. Þeir aðilar sem hljóta þessa styrki fá vinnuaðstöðu í húsakynn- um stofnunarinnar í einn mánuð. Enn- fremur útvegar stofnunin styrkþegunum húsnæði hér í Uppsölum.“ Fundir og ráðstefnur - Hvað um aðra starfsemi? „Á hverju ári gengst Norræna Afríku- stofnunin fyrir fjölda funda og fyrirlestra um málefni landanna í Afríku. Til dæmis má nefna að starfsárið 1981-1982 (1. júlí til 30. júní) héldu starfsmenn stofnunarinnar 67 fyrirlestra. Auk þess fengum við ýmsa utanaðkomandi gesti til að taka þátt í svonefndum miðviku- dagsnámsstefnum hér í Uppsölum. Þeirra á meðal var Robert Mugabe sem talaði um Zimbabwe og P.S. Nmusi fjármálaráðherra Botswana.“ - Hvað er margt starfsfólk sem annast starfsemina og hvernig er hún fjármögn- uð? „Um þessar mundir vinna hér 23 starfsmenn. Ýmsir aðilar greiða þeim laun. Til dæmis greiðir háskólabókasafn- ið hér í Uppsölum starfsmönnum bóka- safnsins laun. Erlendir vísindamenn sem eru starfandi við stofnunina þiggja laun frá heimalöndunum. Öðrum rekstrar- kostnaði er skipt á milli Norðurland- anna. Svíar greiða 81% og Danir, Norðmenn og Finnar greiða hver um sig 6% eða um 18% samtals.“ Um leið og ég kvaddi Karl Eric Ericson og þakkaði honum fyrir spjallið bað hann mig að koma því áleiðis að íslendingum væri velkomið að notfæra sér þjónustu stofnunarinnar. Því er hér með komið á framfæri. Heimilisfangið er: Nordiska Afrikainstitutet, Sysslom- ansgatan 7, Box 2126, 750 02 Uppsala, Sverige. Uppsala, 15. nóvember 1982 Gylfi Kristinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.