Tíminn - 28.12.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 28.12.1982, Blaðsíða 18
ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1982 18 eftir helgina flokksstarf F ridarjól ■ Þá eru jólin liðin, en þau voru að þessu sinni sérstök friðarjól. Margir settu kertaljós í glugga, og ég held að það hafi sett sinn svip á aðfangadags- kvöldið, sem á vorum dögum líður víðast hvar í ökklasnjó af metsölubókum og öðrum leik- föngum. Og dýriegt var út að líta á jóladagsmorgun, þótt persónulega sé mér nú farið að þykja nóg um jólaskreytingar veðurguðanna. Allt er nefni- lega best í hófi. Virðast samskipti veður- stofunnar og gufuhvolfsins fyrir löngu vera farin að minna á sambúð hagfræðinnar og verð- bólgunnar. Eftir því sem allar teikningar og útskýringar verða háfleygari og lærðari, þeim mun minna mark er á jiessu takandi. Við viljum aðejns fá að vita um það hvernig veðrið verður á morgun. Fá traustar gamaldags spár, sem byrja á því að bankað er í loftvogina og síðan er gáð til veðurs. Mála- lengingar um það, hvers vegna sjónvarpsveðrið varð eins og það var, eru til lítils gagns, og hitt er verra, að ég held að veðrið hafi nú bara versnað, eftir að það fékk vinnu hjá sjónvarpinu. Ég hygg að beiðni kirkjunnar um friðarjól og ljós í glugga hafi haft góð áhrif á alla menn, er eftir tóku. Bæði er vígbúnaðar- kapphlaupið á nýju stigi núna, og svo komast Rússar ekki frá Afganistan með her sinn vegna þess að erlend íhlutun er svo mikil í landinu, eftir því sem ríkisútvarpið og útvarið í Kabúl greindu frá, nokkru áður en menn báru friðarljós sín í gluggana. Lítið blaktandi kerti þykir ef til vill ekki sterkt vopn í kemískri baráttu um land, en ljós sem er tendrað í samstöðu er á hinn bóginn heimspeki, sem ein útaf fyrir sig getur verið ósigrandi. Hugsun verður fyrst til alls hér á jörð. Á annan dag jóla var enn hæglætisveður, þótt síðdegis snjóaði nokkuð upp í æru teikninga í veðurfræði. Um hádegið var búið að moka helstu fjallvegi sunnanlands og Keflavíkurveginn. Aðrar skreytingar skaparans fengu að halda sér að mestu, meðal annars í Vesturbænum. Og drifhvít jörðin lagðist til svefns. Ég hygg að jólahald hafi annars verið með hefðbundnum hætti. Hið þjóðlega og íslenska nær alltaf á seinustu stundu sérstöku taki á vorri syndugu sál. Og jólin, þegar þau koma með sjö sortum, laufabrauði, hangikjöti og óskilgreindri hamingju, þá breyta þau okkur í íslendinga aftur, þrátt fyrir annars ágæta heimsmenningu. Það kraumar í eldavélinni og þegar byrjað er að lesa jóla- kveðjurnar í útvarpinu, þá hefst ný aðventa og skemmri í hjarta okkar og húsi. Ég veit ekki hversu lengi svona jólakveðjum hefur verið útvarpað hér. En ég man jólin ekki öðruvísi og man einnig þá daga, er danskar jólakveðjur til Grænlands, millilentu á Vatnsenda á leið sinni vestur yfir ógnandi hafið. Þó kemst maður ekki hjá því að taka eftir því að ýms firmu virðast vera farin að kasta eign sinni á jólakveðjurnar og nota í auglýsingu. Því verður að linna. Ekkert er á móti því að fyrirtæki sendi landsmönnum öllum jólaóskir í útvarpstíma, en þegar svo að segja er byrjað að senda öllum sem prentaðir eru í þjóðskránni sérkveðju á jólum, verður þetta of mikið. Ennfremur hitta jólakveðjur frá kindasláturhúsum mig alltaf illa, og einkum þegar menn þakka indælt og náið samstarf á liðnu hausti. Hápunkturinn eru svo jólakveðjur til sjómanna á hafi úti. Yfir þeim er ávallt viss söknuður, hátíð og áminning. Og hugur okkar er allt í einu þar, sem togvindunnar tanna- hjól, tuldra heims um ból, eins og hann Blásteinn orðaði það, í sínu járnhnoðaða togarajóla- kvæði. - En fyrst og síðast, eru jólin þó hátíð barnanna. Það var því fagnaðarefni, að breskir stjarnfræðingar telja sig nú með nýjum stjörnukíki geta fundið upphaf heimsins. Það er vel til fundið, svona undir lokin, finnst kannski mörgum. Því þrátt fyrir allt, eru það nú börnin sem eiga að erfa erlendu lánin, eldflaugarnar, verðbólg- una, loðnuna, atómsprengjuna og kertin. Gleðilega rest, sögðu menn hér áður. Jónas Guðmundsson Jónas Guðmundsson, rithöfundur skrifar Félag ungra framsóknarmanna heldur bingó sunnudaginn 2. jan. n.k. kl. 14.30. að Hótel Heklu Rauðarárstíg 18. Húsið opnað kl. 13.00. Kaffiveitingar. FUF Reykjavík Jólaalmanök SUF Dregið hefur verið í jólaalmanökum SUF 1. des. nr. 9731 7. des. nr. 4717 2. des. nr. 7795 8. des. nr. 1229 3-des. nr. 7585 9. des. nr. 3004 4. des. nr. 8446 10. des. nr. 2278. 5. des. nr. 299 j 11. des. nr. 1459 6. des. nr. 5013 12. des. nr. 2206 13. des. nr. 7624 14. des. 15. des 16. des. 17. des. 18. des. 19. des. 20. des. 21. des. 22. des. 23. des. 24. des. nr. 8850 nr. 6834 nr. 7224 nr. 9777 nr. 790 nr. 1572 nr. 7061 nr. 4053 nr. 7291 nr. 5611 nr. 5680 Frá Happdrætti Framsóknarflokks- ins Óðum líður að næstu alþingiskosningum, sem óhjákvæmilega munu kosta mikil fjárútlát, umfram annan reksturskostnað flokksins og kjördæmissambandanna. Verður því að leggja mikla áherslu á þýðingu happdrættisins. Dregið verður 23. desember n.k. og drætti ekki frestað. Eru þeir, sem fengið hafa heimsenda miða vinsamlega beðnir að gera skil sem fyrst. Greiða má samkvæmt meðfylgjandi gíróseðli í næstu peningastofnun eða á pósthúsi. Einnig á Skrifstofu Framsóknarflokks- ins, Rauðarárstig 18, Reykjavík. Vegna skoðanakönnunar í Norðurlandskjördæmi vestra Stjórn kjördæmissambands framsóknarmanna Norðurlandskjör- dæmis vestra ákvað áfundi sínum á Blönduósi 12. des. að fram fari skoðanakönnun um 5 efstu sæti framboðslistans í kjördæminu við næstu alþingiskosningar og verður kosningin bindandi fyrir 3 efstu. sætin. Skoðanakönnunin fer fram á auka kjördæmisþingi með tvöfaldan fjölda fulltrúa (aðal og varafulltrúar) sem haldið verður í Miðgarði 15. jan. 1983 og hefst kl. 10 f.h. öllum framsóknarmönnum er heimilt að bjóða sig fram við skoðanakönnunina og skal fylgja hverju framboði stuðningsyfirlýsing 15 framsóknarmanna. Framboð þurfa að berast formanni kjördæmisstjórnar Guttormi Óskarssyni Skagfirðingabraut 25 Sauðárkróki fyrir 5. janúar n.k. Stjórn Kjördæmissambandsins Félag Ungra Framsóknarmanna í Reykjavík óskar landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Með þökk fyrir samstarfið á liðnu ári. Uppboð Hudson s Bay London, þann 14. desember 1982. Blárefur, frá „LONDON FUR GROUP“ Boðin upp 149.726. 35% innsendra skinna seld. Skýrsla H B L: Verð lækkaði um 12.5% frá því á uppboðinu þann 22. nóvember, skinnum haldið til baka aðallega úr stærri flokkunum. Aðal kaupendur: Austurlönd fjær, Ítalía, Norður Ameríka með stuðningi V.-Þjóðverja. Verð gefin upp í sterlingspundum. Gengi i dag um kr. 26.50. Gæðafl. Stærð ísm. Dökkt Miölungs Lágt- Hátt Lágt- Hátt Ijóst Lágt- Hátt Extra Lágt- Ijóst Hátt 1670 36.00 37.00 34.50 — Lon. L. 106 -upp 35,- 32.50 34.50 31.00 32.50 I. 106 26.00 30.00 31.50 — II. 106 - 21,- 28.50 19.00 28.00 20.00 24.00 1670 97- 106 30.50 32.00 32.00 — 32.00 32.00 34.50 LonL. 97- 106 32.00 — 27.00 28.50 27.00 30.50 29.00 31.50 I. 97- 106 23.50 29.0 29.00 29.50 — — II. 97- 106 16.50 17.00 16.00 17.50 — — 1670 88- 97 25.50 27.00 — — 24.00 27.00 26.00 27.00 Lon. L. 88- 97 24.50 23.00 26.50 23.50 26.50 23.00 26.50 I 88- 97 22.50 23.00 21.50 24.50 19.50 24.00 22.50 26.50 Kópavogi 27. des. 1982 Skúli Skúlason. Sími: 44450 Fyrir Hudson’s Bay London. Vörubíll til sölu Til sölu Man 16240 m/framdrifi og krana. Upplýsingar hjá Sæmundi Sigurbjörnssyni Syðstu-Grund sími um Sauðárkrók. Kvikmyndir Sími78900 Salur 1 Frumsýnir stórmyndina Sá sigrar sem þorir (Who Dares Wins) Þeir eru sérvaldir, allir sjálfboðalið- ar svílast einskis, og eru sérþjálf- aðir. Þetta er umsögn um hina frasgu SAS (Special Air Service) Þyrtu-björgunarsveit. Liðstyrkur þeirra var það ein a sem haegt var að treysta á. Aðalhlv: Lewis Coliins, Judy Davis, Rlchard Widmark, Robert Webber Sýnd kl. 5, 7.05, 9.10,11.15. Bönnuð börnum innan 14 ára. HÆKKAD VERÐ Salur 2 Jólamynd 1982 Heimsfrumsýning á islandi Konungur grinsins (King ot Comedy) rm/ClfJS^CoHnn Einir af mestu lista- mönnum kvikmynda í dag þeir Robert De Niro og Martin Scorsese standa á bak við þessa mynd. Aðalhlutverk: Robert De Niro, Jerry Lewis, Sandra Bernhard Leikstjóri: Martin Scorsese Sýnd kl. 5.05,7.05,9.10 og 11.15 Hækkað verð. Salur 3 Jolamynd 1982 Litli lávarðurinn (Little Lord Fauntleroy) Aðalhlutv: Alec Guinness, Ricky Schroder og Eric Porter. Leik- stjóri: Jack Cold. Sýnd kl. 5,7 og 9 Átthymingurinn Aöalhlutverk: Chuck Norris, Lee Van Cleef. Sýnd kl. 11 Salur 4 Jólamynd 1982 Bílaþjófurinn tctnomnitTXSiMSnu ^thp'sw Bráðskemmtileg og fjörug mynd með hinum vinsæla leikara úr American Graffiti Ron Howard ásamt Nancy Morgan Sýnd kl. 5,7, 9 og 11 _________Salur 5___________ Being There Sýnd kl. 9 10. sýningarmánuður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.