Tíminn - 28.12.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.12.1982, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1982 13 heimilistíminn ■ Það er hægt að stofna heila hljóm- sveit án þess að kosta miklu fé til hljóðfærakaupa. Efniviðurinn í þessi hljóðfæri er nefnilega til á flestum heimilum og aðeins þarf lipra fingur og smáþolinmæði til að fullgera hljóðfærin. Um hljómgæðin segjum við fátt, enda hljóta þau að einhverju leyti að fara eftir færni hljóðfæraleikaranna. Slagverkið Þetta virðulega slagverk er búið til úr vírherðatré. Á slána eru hengdir mis- munandi langir og stórir naglar, skrúfur, boltar og rær, því stærri sem hlutirnir eru, því betra. Veljið sterkan þráð, en hafið spottana ekki það langa, að allt fari í flækju, þegar þið hefjið hljóðfæra- ■ Slagverkið ■ Sítarinn Trompetinn Trommumar Heimagerd hljómsveit leikinn. Með því að prófa sig áfram með stærðina á upphengjunum, er hægt að koma sér upp réttum tónstiga. Síðan leikið þið á hljóðfærið með því að slá í hin mismunandi upphengi með t.d. einum stórum nagla í viðbót. Sítarinn Efnið í sítarinn er pappakassi. Fyllið hann með kryppluðum dagblöðum, það styrkir hann, og límið hann síðan saman með límpappír. Setjið nú teygjubönd utan um kassann langsum. Fjöldi teygju- bandanna fer eftir stærð kassans, en á milli þeirra þurfa að vera 1,5-2 cm. Brjótið stífan pappa í þríhyrnt rör, hver hlið á að vera u.þ.b. 3.5 cm. Rörið þarf að vera lítið eitt lengra en breidd kassans. Stingið nú rörinu undir teygj- urnar og rispið með nöglinni lítið „stýringarhak" á hverja teygju. Þegar rörið er stillt skáhallt, fá strengirnir misjafna lengd og þar með meiri fjölbreytni í tónavali. Því styttri og strekktari sem strengurinn er, því hærri verður tónninn. Nú getið þið hafið hljóðfæraleikinn. Spilið á strengina ým- ist fyrir ofan eða neðan papparörið, annað hvort með fingrunum, eða smá plastflögu, t.d. úr gamalli reglustiku. Trompetinn ■ Þetta frumstæða blásturshljóðfæri er gert úr 30-40 cm löngum pappahólk. Bestir eru þeir, sem notaðir eru til að pakka plakötum inn í. Gerið nú nokkur göt á hlið hólksins með jöfnu millibili, en ekki er hægt að byrgja fleiri en átta göt í einu með fingrunum. Þetta er einfaldast að gera með því að stinga sívalri spítu inn í hólkinn og höggva síöan götin með beittum, holum hníf, en það má líka notast við beittan hníf. Munið að gæta fyllstu varkárni. Skreytið nú hljóðfærið með mislitum límpappír og litum. Á hljóðfærið leikið þið svo ■ Hljómsveitin á æfingu með því að blása kröftuglega í annan enda þess og byrgið götin með fingur- gómunum jafnframt, eftir því sem við á. Tónarnir breytast eftir því, hversu mörg af götunum eru byrgð. Einnig breytist hljóðið ef haldið er fyrir opna endann. Trommurnar ■ Litlar trommur má búa til úr tómum niðursuðudósum (gætið þess vel, að ekki. séu á þeim beittar brúnir) eða úr plastfötum, skyrdollum o.s.frv. Þenjið riú sterkan plastdúk yfir opið og festið fast með stífri teygju eða límbandi. Plastið getið þið t.d. klippt út úrsterkum innkaupapoka. Einnig má notast við þunnan en sterkan pappír. Þar sem þarf að strekkja vel á „húðinni", er best að tveir vinni verkið santan. Hafi verið notaður pappír, er spilað á hann með fingrunum, en ef „húðin“ er úr plasti, er óhætt að notast við eilítið öflugri ásláttartæki, svo sem t.d. bandprjóna, en munið þá að beita þeim endanum, sem hnúðurinn er á! „Frostrósir” á rúdunni ■ Það er gaman að sjá lifandi kertaljós- in spegla sig í nýpússuðum rúðunum. En sumum finnst glugginn enn fallcgri, ef einhver skreyting er á rúðunum sjálfum, enda eru gluggar í nútíma húsum hér á landi oftast nær stórir og óskiptir, og verka stundum hálfeyðilegir. „Frost- rósirnar“hér á myndinni er einfalt að gera, en þær lífga óneitanlega upp í skammdeginu. Takið pappírsörk og teiknið á hana hringi, t.d. eftir glasabrún. Klippið þá út og brjótið síðan saman þrisvar sinnum. Nú getið þið klippt munstur eftir hjartans lyst. Árangurinn kemur svo í ljós, þegar þið flettið munstrinu sundur. Síðan getið þið límt „frostrósirn- ar" á rúðuna. Veislukringlur Blandið saman öllu efni í deig I og látið það svo á kaldan stað, þar sem það bíður um stund. I deig II er smjörið og hveitið saxað sama'n með hníf, út í er svo settur rjóminn og vatnið og blandað fljótt saman. Deigic er fiatt út og skipt í þrjá hluta. Flatt út og hnoðað alls þrisvar, og deigið látið bíða á köldum stað á milli. Nú er deigið (sitt í hvoru lagijenn flatt út í langa köku, 18-20sm breiða og 2-3 mm þykka. Leggið svo deigkökurnar saman og þrýstið þeim saman með kökukefli. Skerið nú deigið í ca 1 sm breiða ræmur (þvert yfir] snúið ræmurnar upp í kringlur og penslið með eggi, og dýfið þeim í möndlu og perlusyk- ursblöndu. Bakið í 225 g C heitum bakarofni. Kringlurnar verða um það bil 35 úr þessum skammti. ■ Þessar veislukringlur eru gerðar úr 2 tegundum af deigi. Þær eru ekki sætar kökur, heldur stökkar og bragðgóðar. Deig I. 100 g smjör eða smjörlíki, 150 g. hveiti, 1/2 dl sykur, 1/2 egg, hjartasalt á hnífsoddi. Deig II. 150 g. smjög eða smjörlíki, 150 g hveiti, 1 1/2 matsk. rjómi, 1 l/2matsk. vatn. Penslað og skreytt með:eggi, hökkuðum möndlum og perlu- sykri. ■ Ljúffengar veisiukringlur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.