Tíminn - 09.01.1983, Qupperneq 13
SUNNUDAGUR 9. JANUAR 1983
13
UM
GILDI
SIÐFRÆÐINNAR
eftir dr. Pál S. Árdal prófessor
■ í framhaldi af viðlali Hclgar-Tímans
við dr. Pál S. Árdal þótti við hæfi að
birta kafla úr hinni nýju bók hans
„Siðferði og mannlegt eðli“ sem Hið
íslenska bókmenntafélag sendi frá sér
skömmu fyrir jól. Við birtum lokakafla
bókarinnar „Gildi siðfræðinnar" þar
sem höfundurinn dregur saman mikil-
væg sjónarmið sín í heimspekilegri
siðfræði. Kaflinn er birtur með góðfús-
legu leyfi útgefanda .
Menn hafa ekkert gagn af lestri
heimspekirits nema þeir gerist heim-
spekingar með höfundinum. Hann setur
fram rök sem lesandinn verður að vega
og meta. Hann flytur málið, lesandinn
er dómarinn. Og starf dómarans er
auðveldara ef málfærslan hefur verið
skipuleg, og ekki hefur verið dregin
fjöður yfir neinar þær stáðreyndir sem
máli skipta. En dómari í rétti dæmir
sakborninginn að jafnaði annaðhvort
sýknan eða sekan. Hins vegar er ekki
ólíklegt að siðfræðingur sé talinn hafa
að einhverju leyti rétt fyrir sér þótt ekki
sé hægt að gleypa allar skoðanir hans.
Þannig getur siðfræðingur breytt lífsvið-
horfum manna með því að vekja þá til
umhugsunar um hvort lífsviðhorf þeirra
eru réttlætanleg. Hann er þó ólíkur
áróðursmanni að því leyti að rök eru
eina vopnið sem hann hefur til umráða.
Hann er eins og laxveiðimaður sem
veiðir ekki í net þótt hann geti með því
móti banað fleiri löxum. Allt er þetta
mjög í anda Davids Hume. Mælikvarði
góðs og ills býr í tilfinningum hvers og
eins okkar er við höfum lært að líta á
eiginleika annarra frá hlutlausu sjónar-
miði. Óvinirnir sem vinna verður bug á
eru þekkingarskortur og hlutdrægni.
Þeir siðfræðingar sem taka sér fyrir
hendur að sýna fram á hvernig matsorð
hafa merkingu og hvert sé röksamband
gildishugtaka, gætu vel viðurkennt að
þetta sé ekki eina viðfangsefnið sem
siðfræðingar geta fengizt við. Þeim er
enn frjálst að reyna að grafast fyrir um
það hvað endanlega gefi mannlífinu
gildi, og hverjar réttlætingar gerða
okkar séu gildar. Hitt er svo annað mál
að málgreinendur geta gert tilkall til að
hafa leitt í ljós hvað í því felst að takast
slíkt á hendur. Menn sjá nú að þeir sem
gera tilkall til að lýsa „hinu góða“, eins
og G.E. Moore nefndi það, eru hvorki
að gefa lýsingu á yfirnáttúrlegum
veruleika eins og frummyndum Platons,
né heldur er nauðsynlegt að telja að
yfirnáttúrlegur ciginleiki hljóti að vera,
sameiginlegur öllum þeim hlutum sem
gildi hafa í sjálfum sér. Þegar fylgjandi
nytjastefnunnar segir okkur að ánægju-
tilfinningin sé ein góð í sjálfri sér, þá er
hann að gefa okkur forskrift: „Ef þú vilt
vera góður maður skaltu stefna að því
að auka ánægjuna í heiminum sem
mest.“
Þegar menn meta sannleiksgildi þessa
■spyrja þeir sjálfa sig hvort þeir geti
viljað, að þeir sjálfir og allir aðrir miði
líf sitt við þetta takmark. Sumum gæti
þá dottið í hug að þeim sé ómögulegt
að viðurkenna að okkur beri ekki að
halda loforð okkar, ef augljósl virðist að
meiri ánægja mundi hljótast af því að
svíkja þau. Segjum að ég lofi manni á
banasænginni að færa syni hans álitlega
fjárfúlgu, en ég komist síðar að því að
sonurinn er vellríkur iðjuleysingi sem
gerði bæði sjálfum sér og öðrum lífið
leitt með óhóflegu líferni sínu. Þá gæti
ég hugsað sem svo að fénu væri betur
varið til þess að bæta menntun efnilegra
barna minna. Ég veit einn um loforð
mitt, og breytni mín er því ekki líkleg
til að rýra traust manna á loforðum. En
þrátt fyrir þetta mundu margir segja að
mér beri að standa við orð mín. Þeir
geta ekki aðhyllzt skoðanir nytjastefnu-
manna vegna þess að nytjastefnuviðhorf
mundi hér leiða til breytni sem þeir telja
ranga. Þeir hafa þá skilið kenningu
nytjastefnusiðfræðings sem forskrift.
Ef heimspekileg forvitni manna hefur
nú vaknað við þessar þenkingar, munu
þeir nú spyrja sjálfa sig: „Hvers vegna
ber okkur þá að halda loforð okkar?“
Við höfum séð hér að framan að Hume
taldi einungis réttlætanlegt að rjúfa
loforð við mjög sérstakar aðstæður,
vegna þess að gervidyggðin orðheldni sé
höfuðdyggð í hverju þjóðfélagi. En
jafnvel þótt menn komist að sömu
niðurstöðu og brezki heimspekingurinn
H.A. Prichard að eina svarið við
spurningunni um réttlætingu orðheldni
sé að okkur beri að standa við orð okkar
af því að okkur beri að standa við þau,
þá hefur þó nokkuð á unnizt. Þeir hafa
nú myndað sér rökstudda skoðun.
Heimspekingur telur að rökstudd
skoðun sé ætíð æskilegri en blind trú, að
meginmáli skipti hvers vegna við trúum
því sem við trúum. Ef sálfræðingur
grefst fyrir um þetta leitar hann orsaka,
en heimspekingur leitar raka og vill vita
hvers vegna rétt er að trúa því sem við
trúum, ef rétt er að trúa því. Oft geta
vísindin svarað spurningum okkar. En
ekki alltaf, því að heimspekingurinn vill
líka vita hvers vegna rétt er að treysta
vísindunttm. Og vísindin geta ekki heldur
leyst úr því hvað endanlega geft mannh'f-
inu giidi, og ef til vill er þess vegna
réttlætanlegt að telja þetta vandamál
heimspekilegt.
Að lokum er ekki úr vegi að geta þess
að á síðustu tveimur áratugum hafa æ
fleiri siðfræðingar snúið sér frá einbern
málgreiningu að athugun á raunveru-
legum siðferðilegum vandamálum í leit
að rökstuddum forskriftum. Sem dæmi
um slík vandamál má nefna líknardráp,
fóstureyðingar og þá skyldu manna að
spilla ekki umhverfi manna og dýra.
Hume mundi líta með velþóknum á
þessi viðfangsefni, einkum þar sem allt
hjal um yfirnáttúrleg öfl og eiginleika er
nú að mestu úr sögunni. Sjálfur ritaði
hann um réttlætingu sjáfsntorða . skírlífi
og meinlæti. Og hann taldi miklu minni
mun á mönnunt og dýrum en almennt
var að telja á hans dögum. Hugmvnd
hans um gervidyggðir hefur einnig gert
sitt til að vekja athygli nútímasiðfræð-
inga á þeim flóknu venjum og hefðum
sem liggja til grundvallar einstökum
dyggðum og löstunt. Allt mat er fólgið
í náttúrlegum viðbrögðum manna, og
manneðlið breytist lítt frá einni öld til
annarrar. En þar sem mannleg náttúra
einkennist mjög af sveigjanleika og
ímyndunarafli, þarf enginn að undrast
fjölbreytnina sem sjá má í menningu,
siðum og venjum frá einu þjóðfélagi til
annars og einni öld til annarrar.
O
nokkun
•••
í aö vera aö troðast
inn á vini og
kunningja þegar
skroppið er
í bæinn?
Er ekki nær aö láta
dekra viö sig á
þægilegu hóteli,
á besta staö
í bænum?
Vöruhússtjóri —
innkaupafulltrúi
Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki, óskar að
ráða vöruhússtjóra og innkaupafulltrúa sem fyrst.
Starfið er meðal annars fólgið í yfirstjórn á nýju
vöruhúsi félagsins og erlendum og innlendum
vörukaupum.
Umsóknarfrestur er til 20. jan. n.k.
Umsóknir, sem greini aldur, menntun og fyrri
störf, sendist Ólafi Friðrikssyni, kaupfélagsstjóra,
sem veitir nánari upplýsingar.
SAUÐÁRKRÓKI - HOFSÓSI - VARMAHLÍÐ - FLJÓTUM
Skrifstofu-
húsgögn
Allar gerðir
Sendum um allt land.
Leitið eftir verði og greiðslukjörum
íslensk húsgögn
inn á íslensk fyrirtæki
HUSGOGN
Skemmuvegi 4,
Kópavogi,
Sími73100