Tíminn - 09.01.1983, Side 18
18
SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983
99Rauðu herdeild-
íniar” hafa ruuuið
skeið sitl á enda
en „Byltingar-sellurnar” starfa áfram og teljast stórum hættulegri
■ Fyrir utan stúlhliðið við dómsalinn
standa lögrcglumenn mcð vclbyssur. A
ganginum fyrir innan scm liggur að
biðherbcrgjum í kjallaranum, standa
einnig lögrcglumenn með alvæpni. I
einu þcssara nær galtómu hcrbcrgja sat
víðfrægasti hryðjuverkamaður i l’ýska-
landi á öðrum tvcggja trcstóla þar inni.
Þegar móðir hans birtist skyndilcga í
heimsókn stóð Christian Klar á fætur og
breiddi við henni faðminn: „Hvernig
líður pabha?" spurði hann.
Þessi þrítugi maður, sem hér hitti
móður sína í fyrsta sinn í þau sex ár sem
hann hafði verið í felum, - fölur,
úttaugaður og klæddur bláum fanga-
klæðnaði, - hafði augljóslega gefið upp
alla mótspyrnu. Það hafði þó ekki gcrst
þennan umrædda miðvikudag, 24 stund-
um eftir að hann var handtekinn í
Sachsenwald við Hamborg. Það gerðist
ekki heldur þegar honum var lcsið fyrir
ákæruskjalið, sem handtaka hans var
byggð á. Lestur þess tók 45 mínútur:
Hann var sterklega grunaður um að hafa
verið viðriðinn morðið á bankastjóran-
um Júrgen Ponto, morðið á Hans Martin
Schleyer og eldflaugaárás á stöðvar
saksóknara ríkisins. Enn fremur var
hann grunaður um að hafa átt hlut að
sprengjuárás á aðalstöðvar bandaríska
hersins í Ramstein, árásina á Kroesen
hershöfðingja, morðið á svissneskum
landamæralögreglumanni og bankarán í
Darmstadt.
Þessi maður, sem í sex ár hafði verið
nefndur á undan öllum öðrum, þegar
rætt var um „Rauðu herdeildirnar"
(RAF), var þcgar búinn að vera. Þegar
hann gekk í greipar lögregludeildum
þeim sem handtóku hann, þá féll hann
inn í gildruna sem þeir höfðu búið
honum á svo auöveldan hátt að þrátt
fyrir ánægjuna yfir að hafa náð honum,
þótti lögrcglumönunum að sem fag-
mönnum, hefði þeim hvergi veist tæki-
færi til að sýna getu sína. Ríkissaksókn-
arinn Kurt Rebmann segir:
„Christian Klar hefur framið alveg
ótrúleg glappaskot, þegar þess er gætt
að eitt sinn var þetta útsmoginn
hryðjuverkamaður. Eftir að lögreglunni
hafði tekist að ráða dulmál RAF, þar
sem merktir voru þeir staðir þar sem
flokkurinn geymdi vopn sín, hefði hann
aldrei átt að voga sér nærri felustaðnum
við Hamborg.“
En þangað hélt Christian Klar. Hann
var klæddur bláum íþróttagalla og undir
honum bar hann sjálfvirka colt 45
skammbyssu, kíki og litla skóflu. En
áður en hann gat byrjað að grafa höfðu
lögreglumenn, sem biðu átekta í
jarðbyrgjum, umkringt hann. Klar
reyndi ekki að grípa til byssunnar,
heldur varpaði hann sér mótspyrnulaust
til jarðar og gafst upp átakalaust. Á
lögreglustöðinni og á meðan verið var
að flytja hann í þyrlu til Karlsruhe, sýndi
hann heldur ekki neina mótspyrnu.
Hann ruddi ekki úr sér neinum
skömmum við lögregluþjónana, hafði
ekki yfir nein slagorða RAF og steytti
ekki hnefann. Hann var aðeins uppgef-
inn og heillum horfinn.
■ Eftir að Klar fór i felur hefur móðir
hans aldrci getað sofið án svcnlyfja. Hún
kom í hcimsókn til hans í fangelsið
klukkustund eftir að hann var kominn
þangað.
SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983
19
■ Christian Klar á ýmsum aldursskeið-
um. Efst má líta hann á unglingsárum,
þá sem róttækan stúdent í Heidelberg,
næst sem eftirlýstan hryðjuverkamann
og loks eftir handtökuna í nóvember sl.
í jarðholu í Sachsenwald fann lögregl-
an vélbyssu, riffil, tvær skammbyssur og
skotvopn, auk 90 falsaðra og stolinna
skilríkja. Þarna voru líka ellefu þúsund
mörk í peningum. Þarna fannst og seðill
þar sem skráð var dagsetning síðasta
bankaráns RAF í Bochum. Sjálfur bar
Klar danskan passa með nafninu Martin
Barbarossa Wymand. Honum hafði
verið stolið frá fóstrunni Karin Barbara
Nymand á Spáni og kvennafninu breytt
í karlmannsnafn.
Á lögreglustöðinni í Reinbeker, sem
Klar var fyrst fluttur til, gátu menn nú
þetta kvöld strikað með rauðum blýanti
yfir myndina af honum á auglýsingunni
sem hengd var upp um allt land vegna
leitar að hryðjuverkamönnunum. Fimm
dögum áður höfðu þeir getað strikað út
tvær aðrar myndir, - myndir þeirra
Adelheid Schulz og Birgitte Monhaupt.
Þær voru teknar fastar í skógi nærri
Offenbach og gerðist það einmitt er þær
voru á leiðinni að birgja sig upp af
útbúnaði úr öðru neðanjarðarbyrgi
RAF:
Líkt og Christian Klar voru þær báðar
í innsta hring stjórnenda RAF.
Birgitte Monhaupt var talin „hug-
myndafræðingur" hreyfingarinnar, en
Adelheid Schulz var einskonar „stöðvar-
stjóri“. Auk þess var hún lífsförunautur
Christian Klar, en þau þekktust frá
skólaárum í Karlsruhe. Varðhún honum
samferða í felur árið 1977.
„Það var ákaflega kært með þeim,“
segja þeir sem stjórnað hafa leitinni.
„Undir vanalegum kringumstæðum
hefðu þau tvímælalaust orðiðhjónfyrir
löngu.“ Þetta hefut orðið til þess að
menn leiða getum að því að þegar
unnustan hafði verið handtekin, hafi
Klar misst löngunina til þess að halda
baráttunni áfram og kært sig kollóttan,
þótt hann yrði einnig handtekinn.
En einnig er uppi skýring, sem ekki
er jafn rómantísk: Klar varð að fara til
Hamborgar, því hann þurfti á nýjum
skilríkjum og meiri peningum að halda,
en án þessa hefði hann hvort eð var brátt
verið handtekinn.
Það var tekið að hitna f kringum
RAF-hópinn. Eftir að innanríkisráð-
herrann Baum hafði hækkað verðlaunin
fyrir upplýsingar sem leiddu til handtöku
fjögurra æðstu manna RAF í 100 þúsund
mörk og lét í veðri vaka að samstarfs-
menn þeirra gætu einnig hreppt þetta fé,
sleit forystan sambandi við flesta hjálp-
arkokka sína. Urðu fjórmenningarnir
nú sjálfir að annast allar sendiferðir,
útvega sér íbúðir og bíla og þó einkum
peninga.
Eftir að lögregla hafði fundið megin-
birgðastöð RAF í skógi við Frankfurt,
var nú tekið að grafa upp fleiri felustaði
samtakanna. „Þar með var allt birgðaút-
vegunarkerfi RAF gengið úr skorðum,"
segir einn leitarmanna. „Þá var ekki
lengur neinnar hvíldar að vænta fyrir
hópinn."
Eftir sem áður lék Klar þó áfram sinn
gamla leik, - vogun vinnur og vogun
tapar. Eftir að hafa verið í felum í sex
ár var ferill hans sem hryðjuverkamanns
á enda.
Eitt sinn leit út fyrir að þessi embættis-
mannssonur frá Baden-Wúrtemberg
mundi eiga vel heima í góðri og gildri
borgarastétt, líkt og faðir hans sem er
varaformaður skólaráðsins í Karlsruhe
og móðir hans, sem kennir eðlisfræði og
stærðfræði. Systkini hans fjögur hafa
líka öll orðið nýtar manneskjur.
Christian Klar var næstelstur systkina
sinna og hann var góður nemandi og
talinn vel gefinn. Hann hafði áhuga á
líffræði og skrifaði góða stíla. í listasögu
fékk hann alltaf bestu einkunn og hann
málaði myndir í anda Salvador Dali.
Hann lék prýðilega á gítar og var mikill
dýravinur. „Hann var tilfinninganæm-
astur barna minna,“ segir faðir hans „og
hann var alltaf tilbúinn til hjálpar.“ En
faðir hans tók einnig brátt eftir enn einu
einkenni í eðli hans: Christian hafði
óvanalega sterka réttlætistilfinningu,
sem nálgaðist ofstæki.
Þegar hann var 17 ára gamall stakk
hann upp í sig sígarettu fyrir framan
augu kennara sinna, til þess að mótmæla
algjöru reykingabanni í menntaskólan-
um sem hann var í. Hann stóð og að
útgáfu skólablaðs, þar sem barist var
fyrir ýmsum heimsumbótahugmyndum
og var blaðið undirrót ýmissa árekstra
við kennarana. Klar uppgötvaði Che
Guevara og dáðist ákaflega að skæru-
liðahreyfingunni í S-Ameríku, sem
barðist gegn ranglátu stjórnvaldi. Þegar
hann var við nám í stjómmálafræðum í
Heidelberg braut hann einkum heilann
um „þær breytingar sem orðið höfðu á
auðvalds og heimsveldissinnaða iðn-
þjóðfélaginu.“ 1972 tók hann að sjá
mestu fyrirmyndir sínar í stofnendum
RAF, þeim Andreas Baader og Ulriku
Meinhof.“
Árið 1974 var hann í hópi þeirra sem
tóku stöðvar Amnesty International í
Hamborg herskildi. Þar kynntist hann
og kunningjar hans, þeir Knut Folkerts
og Gúnter Sonnenberg, lögfræðingnum
Siegfried Haag frá Heidelberg. Talið er
að Siegfried Haag hafi bent þeim á það
að verulegra breytinga á þjóðfélaginu
væri einkum að vænta með tilstyrk
nakins ofbeldis.
Stuttu eftir handtöku Haags í lok
nóvember 1976 fóru þeir Klar, Folkerts
og Sonnenberg í felur. Stuttu síðar skutu
tveir ungir menn svissneskan landa-
mæravörð við Lörrach. Lögreglan bar
kennsl á mennina sem Christian Klar og
Gúnter Sonnenberg. Hið blóðuga ár
1977 var ú upp runnið.
Móðir Klar skildi ekkert í þeirri
breytingu sem á syni hennar var orðin.
Hún hafði glaðst vegna sambands eftir-
, lætissonarins við Adelheid Schulz:
„Aðrir ungir menn skiptu um kvenfólk
eins og sokka, en Christian var ætíð
tryggur og trúr.“
Móðir hans hafði iðulega heimsótt
hann á stúdentaheimavistina í Heidel-
berg, til þess að þvo af honum og hygla
honum á annan hátt. Á skáphurðinni í
herberginu hans hékk ætíð seðill þar
sem skráð var áætlun þeirra lesta sem
hann gat farið með heim til sín, - til
móður sinnar í Ittersbach. Seðillinn bar
yfirskriftina: „Lestir heim til mömmu.“
Sumarið 1976, þegar hann fór í felur, lét
hann það boð út ganga í upphafi að hann
væri á leið heim til móður sinnar í frf.
Hún hitti hann þó í október og eldaði
þá mat handa þeim syni sínum og Knut
Folkerts og Gúnter Sonnenberg.
Upp frá því átti frú Klar fáar
áhyggjulausar stundir. Hún hefur ekki
getað sofnað án svefnlyfja upp frá því.
Ekki snýr hún þó baki við honum:
„Hann er mér allt. Þótt hann verði
dæmdur til lífstíðarfangavistar, þá mun
ég ætíð standa með honum.“
Christian Klar, - var hann mömmu-
drengur og ofstækismaður í senn, sem
þurfti að slíta sig undan áhrifavaldi
myndugleika föður síns? Þótt hann teldi
sig vera að umbylta þjóðfélaginu, var
hann þá ekki aðeins að leitast við að rífa
sig undan borgaralegum uppruna sínum
með afkáralegum aðferðum? Sál-
fræðingar, sem sérhæft hafa sig í
hugarheimi hryðjuverkamanna, halda
því fram. Þetta getur að hluta skýrt
þörfina fyrir að fremja ofbeldisverk að
hætti stjórnleysingja. En sá vegur er
félagar RAF völdu sér var einnig ruddur
af þjóðfélagslegum öflum.
Eftir 1970 gerðust Rauðu herdeildirn-
ar öflugar, þótt lengi vel væri meirihluti
stúdentahreyfingarinnar frá 1968 and-
vígur árásarhneigð og glæpaverkum
gömlu forystumannanna. Þau Ulrike
Meinhof, en einnig þau Andreas Baader
og Gudrun Ensslin, voru talin pólitískir
leiðtogar baráttumanna gegn
heimsvaldastefnunni. Þau gátu tekið inn
nýja félaga í samtökin og það enn á
meðan þau sátu í fangelsi. Margir álitu
mikinn boðskap upp kominn, þegar
RAF lét frá sér fara eftirfarandi rökfærsl-
ur: „12 þúsund manns fremja sjálfsmorð
á ári hverju, þar sem þau fá ekki afborið
kúgun kapitalismans." Ulrike Meinhof
sagði: „Auðvitað verður að skjóta.“
1975 var gerð blóðug árás á þýska
sendiráðið í Stokkhólmi. 1976 framdi
Ulrike Meinhof sjálfsmorð í fangaklefa
sínum í Stammheim. Mótmælafundir
voru haldnir í 23 þýskum borgum eftir
dauða hennar.
Nýir hryðjuverkamenn komu fram á
vegum RAF árið 1977. Þeir myrtu
ríkissaksóknarann Buback, Ponto
bankastjóra og vinnuveitandann
Schleyer. Ránið á Schleyer var upphafið
að endalokum RAF. Þar sem ríkisstjórn-
in var treg til að láta ellefu hryðjuverka-
menn lausa úr haldi í staðinn fyrir hann,
tók palestínskur skæruliðahópur upp á
því að ræna þotu, RAF til stuðnings, á
Mallorca með þýsku ferðafólki innan-
borðs.
í Mogadischu frelsaði sérþjálfuð her-
deild fangana og morguninn á eftir
fundust þau Baader, Raspe og Gudrun
Ensslin dauð' í fangaklefa sínum. Þar
með var stórárás RAF á samfélagið
hrundið.
Glæpadeild rannsóknarlögreglunnar
tók að miða æ betur áfram við eftir-
grennslanir sínar og leit að hryðju-
verkamönnunum og gat um síðir króað
Rauðu herdeildirnar af. Vinir Klar, þeir
Knut Folkers og Gúnter Sonnenberg,
voru þegar fangelsaðir. Willy Peter Stoll
var skotinn árið 1978. Peter Júrgen
Boock gekk úr samtökunum 1980 og lýsti
því yfir að hin vopnaða barátta væri
„röng og heimskuleg." Þá gekk Susanne
Albrecht, sem tekið hafði þátt í morðinu
á Ponto, úr samtökunum.
Árangurslaust reyndu þeir Klar og
félagar hans að fylkja öðrum fjand-
mönnum þjóðfélagsins saman í órofa
fylkingu. „Skæruliðasamtök afa gamla,"
var það nafn sem andstæðingar kjarn-
orkuvopna og hópar sem settust að í
stjórnarbyggingum til mótmæla, völdu
RAF hernum. Þegar fyrir þann tíma er
þau Klar, Adelheid Schulz og Birgitte
Monhaupt voru handtekin, var leitar-
mönnum orðið Ijóst að ekki ríkti eining
innan RAF. Óeining var ríkjandi á milli
þeirra skæruliða sem í fangelsum sátu,
þeirra sem enn voru í felum og nokkurra
stuðningsmanna. „Þetta verður banabiti
RAF,“ sagði einn stjórnenda leitarinnar,
„því skipulagsmálin eru úr skorðum
gengin og þá tekur við innri sundrung.
Slíkt verður samtökunum skeinuhættara
en það þótt þrír meðlimanna séu
handteknir, jafnvel þótt þeir heiti Klar,
Monhaupt og Schulz.“ Þar með áttu
yfirvöld ekki von á fleiri skipulögðum
hermdarverkum í bráð, en þau óttuðust
að menn færu að hætta að óttast hópinn.
„Aldrei er að vita nema einhver
óhæfuverk verði framin af einstak-
lingum, sem tilbúnir eru til sjálfsmorðs."
En endalok RAF þýða þó ekki
endalok hryðjuverkastarfseminn-
ar.Glæpadeild rannsóknarlögreglunnar
og ríkissaksóknarinn hafa í átta ár orðið
að berjast gegn öðrum samtökum
hryðjuverkamanna, sem minna eru
þekkt. Þar eru meðlimirnir fleiri og
starfsamari og tiltæki þeirra hættulegri
en aðgerðir RAF. Um það bil 139
hryðjuverk er kunnugt um, sem þessi
samtök eru talin hafa framið. Ekkert
þeirra ódæða sem framin voru á árinu
1981 hafa verið upplýst. Þær skemmdir
sem orðið hafa á ýmsum eignum nema
minnst fjórum milljónum marka. Efna-
hagsmálaráðherrann í Hessen, Heinz
Herbert Karry, var myrtur og 19
Bandaríkjamenn stórslasaðir. Þegar
áður en nokkur árangur varð af eltingar-
leiknum við þá RAF menn sögðu
yfirmenn lögreglunnar: „Byltingar-sell-
urnar“ (Revolutionáren Zellen) eins og
samtökin nefna sig, eru hættulegustu
skæruliðasamtökin í Þýskalandi."
Hér er ekki um að ræða neina
sporgöngumenn RAF. Meðlimirnir eru
nær alls ókunnir. Þá er ekki að líta á
neinum myndum, þar sem lýst er eftir
glæpamönnum og að hverju óhæfuverki
loknu hverfa þeir út í buskann án þess
að skilja eftir sig nein ummerki. Meira
að segja sérfræðingar lögreglunnar í
öryggismálum trúðu því lengi vel ekki
að um skipulagða starfsemi væri að
ræða. Þeir töldu að þetta væru „frí-
stunda-hryðjuverkamenn.“
RAF undirbjó skipulega meiriháttar
aðgerðir, en „Byltingar-sellurnar" (hér
eftir nefndar BS) völdu sér minni
viðfangsefni. í blaði þeirra „Reiði bylt-
ingarinnar" segir að þeir einbeiti sér að
„smádjöflum alþýðunnar," persónulega,
svo sem verkstjórum, iðnverktökum,
læknum, byggingarverktökum, húsleigj-
endum og fleirum. Hver aðgerð verður
að njóta samúðar alþýðunnar að þeirra
sögn.
Þeir gera því árásir á atvinnufyrirtæki
og keppa að því að eyðileggja byggingar-
vélar, krana, skrifstofur byggingaverk-
taka og lagera, til þess að koma
rekstrinum í örðugleika.
Með öðrum athöfnum sínum hyggjast
hóparnir gæða almenning nýjum skiln-
ingi á réttu og röngu. Þeir dreifðu
fölsuðum farmiðum strætisvagnanna í
þúsundatali í Dortmund og hvöttu fólk
til að svindla, stela og koma sér hjá að
greiða fargjöld eða rafmagnsreikninga,
með því að tengja inn á leiðslur til
almannanota. Einnig lögðu þeir að
mönnum að nota veikindadaga eins vel
og helst væri hægt.
Tilþrifamesta aðgerð BS var morðið
á Heinz Herbert Karry þann 11. maí
1981. í opnu bréfi vegna þessa atburðar
gagnrýndu þeir sjálfa sig nokkuð:
„Dauði Karry var ekki markmið okkar,
heldur var hann slys. Áætlað var að
koma því til leiðar með því að hæfa
hann nokkrum skotum í fæturnar að
hann hreyfði sig ekki úr rúminu að sinni.
Þessi aðgerð fór úr böndunum, þar sem
Karry lést.“
Glæparannsóknadeildin segir að BS
sé sterkasta ofbeldishreyfingin sem um
er að ræða í V-Þýskalandi. Glæpaverk
þeirra eru að fjölda til miklu meiri en
RAF, eða „2. júní hreyfingarinnar". Þá
verður að viðurkennast að BS hefur
tekist að forðast nær fullkomlega allar
snörur lögreglunnar. Á átta árum hefur
lögreglunni tekist að handsama einn
kennara, einn sálfræðing og eina banda-
ríska konu sem sannast hefur að tengd
voru þessum samtökum. Glæparann-
sóknadeildin telur að um það bil 30
„sellur“ séu starfandi í landinu og að
meðlimir séu um 150.
BS félagar gegna vanalegum störfum
og haa ekki átt í útistöðum við lögregl-
una. Þeir hafa þvífastartekjurog byggja
ekki afkomuna á bankaránum, eins og
RAF og þeir hafa engar miðstöðvar í
einhverjum íbúðum hér og þar.
Á níunda áratugnum eru horfur á
„verulegum árangri" að sögn BS manna.
f leynilegu blaði þeirra, „Guerilla Diff-
usa“, því eintaki sem út kom í júlí 1981,
er starfsaðferðum lýst svo: „Upp rísa
litlir hópar sem starfa alveg einangraðir
og upp á eigin ábyrgð. Þeir vinna að
skipulagningu, og framkvæmd hverrar
atlögu. Þegar atlaga hefur verið gerð,
bíða þeir eftir bergmálinu af hvellinum.
Þeir hlusta eftir því hvort þeir hljóta lof
eða last fyrir framtakið. Hver „sella“ er
sjálfstæð og hefur ekki nafn, en hefur
lauslegt samband við aðra hópa um
reynslu þeirra. í „sellunum“ tíðkast
engin embættaskipting. Af þessum or-
sökum er svo erfitt fyrir lögregluna að
ná taki á þeim. í áróðursblaðinu „Reiði
byltingarinnar“ hælast BS félagar líka
um: „Takist okkur að starfa óskipulega
og haga aðgerðunum á óútreiknanlegan
hátt, mun hið nákvæma kerfi glæpadeild-
arinnar halda áfram að safna í kring um
sig stórum stöflum af „óupplýstum
málurn". í því verður öryggi okkar á
níunda áratugnum fólgið."
BS félagar gagnrýna RAF herinn
harðlega: „Þeir eru haldnir sjúklegri
löngun eftir að komast í sviðsljósið.
Baráttumarkmið þeirra eru byggð á
röngum forsendum." Því er ekki að
undra þótt BS neiti að líta á RAF sem
einhverja forystusveit. Markmið fyrstu
hópanna var það að styðja menn af
öðrum litarhætti en hvítum í liði Banda-
ríkjanna til þess að gerast liðhlaupar.
Hermenn þessir þökkuðu svo fyrir á
ýmsa vegu, - til dæmis með því að
útvega hjálparmönnum sínum vopn.
Byssan sem varð Karry að bana var til
dæmis fengin úr vopnabúri Ayers-her-
búðanna við Butzbach. Félagi úr „Black
Panthers" hafði stolið henni þar og
fengið hana vinum sínum í hendur.
Hinn frægasti allra hryðjuverka-
manna, Venesúelamaðurinn Iljitsch
Ramires-Saches, nefndur „Carlos'* er
í miklum metum hjá BS. Þegar leitað
var í íbúð Carlos í París, fundust þar
fleiri hundruð flugfarseðlar að verðmæti
6 milljónir ísl. króna og voru þeir frá
austurríska flugvélaginu AUA. Sér-
fræðingar lögreglunnar telja að BS
menn hafi útvegað Carlos miðana.
Þegar Carlos flúði úr íbúðinni við Rue
des Saussaies, skildi hann eftir sjö
rafeindatæki til þess ætluð að hleypa af
stað sprengingu. Voru þau í öllum
smáatriðum cins og þau tæki sem
lögreglan hafði áður fundið í íbúð í
Wiesbaden. Þar fundust líka 18 kassar
með handsprengjum, vélbyssum, skil-
ríki, sprengiefni og hárkollur. Þetta er
eina vopnabúr BS, sem fundist hefur.
í aðeins eitt einasta sinn hefur
glæpadeildinni tekist að fá eitthvað upp
frá fyrstu hendi um skipulag og meðlimi
BS. Það gerðist í júní árið 1978 að
stúdentinn Hermann Feiling í Heidel-
berg, kveikti af vangá í heimatilbúinni
sprengju. Hann hafði í hyggju að láta
sprengjuna springa í argentínska sendi-
ráðinu í Múnchen. Fehling slasaðist svo
voðalega að taka varð af honum báða
fætur við mjaðmarlið og auk þess missti
hann bæði augu. 24 stundum eftir
aðgerðina á sjúkrahúsinu var hann
yfirheyrður af tveimur mönnum frá
glæpadeildinni og frá ríkissaksóknara.
Ein tilraun lögreglunnar til þess að
smeygja sér inn í raðir BS mistókst
herfilega. Tveir lögreglumenn í Stuttgart
blönduðu sér í hóp áheyrenda sem árið
1980 voru að fylgjast með réttarhöldum
yfir hryðjuverkamönnum þar í borg.
Þeir komust í kynni við 21 árs gamlan
Kölnarbúa og ræddu við hann um
vopnaðar aðgerðir. Sögðust þeir vilja
stofna BS hóp ásamt honum. Höfðu þeir
samband við piltinn í hálft ár. Lögreglu-
mennirnir sem kölluðu sig „Hiller“ og
„Krauth“ ræddu um að rétt væri að gera
árás á skrifstofuna sem fer með höf-
undarréttarmál í Köln. En pilturinn
varð loks tortrygginn og sagði lögfræð-
ingi einum frá þessum róttæku vinum
sínum. Varð það til þess að báðir voru
lögreglumennirnir Ijósmyndaðir á laun.
í mars 1982 sagði Berlínarblaðið
„Tageszeitung" frá öllu saman og birti
myndir af „hryðjuverkamönnunum."
BS hóparnir gera óspart grín að
lögreglunni, sem ekki hefur orðið neitt
ágengt í leitinni að þeim. í einu blaði
þeirra segir: „Löggan hefur engin ráð til
þess að komast að því hvernig við
skipuleggjum starf okkar. Þeim þýðir
ekki að setja upp nein leitartæki. Það
eina sem gæti orðið okkur skeinuhætt
eru grófustu mistök eða þá eitthvert
bölvað óhapp.“