Tíminn - 23.01.1983, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1983
3
fyrir hóteliðnaðinn í Bandaríkjunum og
víðar, og í þessum samtökum eru yfir 90
lönd með um 7000 meðlimi. Ég starfa
mestmegnis sem fyrirlesari á vegum
samtakanna og vegna þess ferðast ég um
200 þúsund mílur á ári. Það eru reyndar
öll svið ferðaiðnaðarins sem við
kennum, svo sem markaðssvið, sölusvið,
ferðasvið, þjónustusvið, matreiðslusvið
og ótal margt annað. Innan samtaka
okkar eru meðlimir sem ekki eru enn
orðnir fullgildir meðlimir, heldur eru
þeir enn nemar. Það eru m.a. þessir
nemar sem eru hingað komnir til þess
að læra af ykkur. Sumir þessara nema
vilja sérhæfa sig í ferðamálum, aðrir í
hótelrekstri og hótelstjórn, enn aðrir á
framreiðslusviðinu o.s.frv.
Tvær stúlknanna frá Kanada voru til
að mynda tvær vikur á Jamaica, áður en
þær komu hingað, en þær eru að reyna
að afla sér sem víðtækastrar yfirsýnar á
þessu sviði. Þær eru báðar að læra
ferðafræði heima hjá sér, og völdu
ísland sem einskonar sérsvið, þannig að'
það liggur í augum uppi, hvers vegna
þær eru hingað komnar.
Nú eldra fólkið sem þú sérð í hópnum
er hingað komið af nokkuð öðrum
ástæðum en nemarnir, því þetta er ef til
vill fólk sem á sitt eigið hótel eða
ferðaþjónustu, en veit lítið um rekstur-
inn eða hvaða nýjungar eru á boðstólun-
um. Það hefur því rifið sig upp og skellt
sér í nám, að vísu aðeins hlutanám, en
er að þessu til þess að bæta eigin rekstur
og afla sér hugmynda."
„Okkarfólk semannaðer
forvitið að eðlisfari“
- Hefði það ekki verið möguleiki
fyrir ykkur, að hafa. þennan hluta
námsins í Bandaríkjunum einnig? „Jú,
að vísu hefði það verið hægt, en okkar
fólk sem annað er forvitið aðeðlisfari
og vill kynnast hlutunum af eigin raun
auk þess sem fólk sem ætlar að skella
sér út í hótel- og ferðabransann, verður
að fá einhverja reynslu frá fyrstu hendi
af því hvernig er að ferðast. Þar að auki
er fróðlegt að sjá hvernig til að mynda
Islendingar hrinda ákveðnum hlutum í
framkvæmd, sem við Bandaríkjamenn
myndum ef til vill gera á allt annan hátt.
Það skemmtilega við þetta starf er að
sama hvar í heiminum þú ert, og ræðir
við fólk í hótel- og ferðabransanum, þá
kemstu ávallt að þeirri niðurstöðu, að
það skiptir ekki máli hvar þú ert staddur,
vandamálin sem fyrir hendi eru, eru
ávallt þau sömu. Sem dæmi, þá get ég
nefnt þér að þú getur rætt við hótelfólk
á Nýja Sjálandi um það hvernig það geti
laðað að fcrðamenn þegar háannatíminn
er búinn, alveg eins og þið hér, eruð
stöðugt að velta því fyrir ykkur hvernig
þið getið laðað ferðamenn til landsins
að vetrinum."
„Getum margt
af ykkur lært“
- Hefur ferðin hingað þá verið ykkur
gagnleg? „Já, hún hefur bæði verið
gagnleg og skemmtileg. Nemarnir hafa
fengið nýjar og ferskar hugmyndir,
nasaþef af íslandi og það sem er afar
þýðingarmikið fyrir þau þeirra sem ætla
sér að fara í matreiðsluna og
framreiðslustörfin er að þau hafa fengið
hugmyndir að nýjungum, svo sem hvern-
ig bera skal fram,hvernig uppskrift skal
notuð, jafnvel hvernig uppskriftin á að
vera. Þetta kom mjög vel í Ijós þegar
Hilmar B. Jónsson útgefandi Gestgjaf-
ans kom og talaði við okkur. Hann sýndi
okkur blaðið og við það að sjá blaðið
með fögrum myndunum fengu krakk-
arnir ótal hugmyndir og helltu spurning-
unum yfir Hilmar, bæði um uppskriftir
og útbúnað. Þetta getur komið krökkun-
um í góðar þarfir, því flest þeirra verða
að vera við því búin, þegar þau taka við
hótelrekstri eða ráðast til starfa, að þau
þurfi að halda einhverskonar Skandina-
víuhátíð, því það er mikið um slíkt í
Bandaríkjunum. Þar að auki fengu þau
hugmyndir að fallegum skreytingum og
borðbúnaði, sem þau geta jú alltaf
notað, burtséð frá því hvort slíkt á að
nota fyrir Skandinava eða aðra.“
Um leið og David kveður okkur, segir
hann okkur að fyrir 25 árum eða svo,
hafði hann aldrei nokkurn tíma leitt
hugann að íslandi, en nú hefur hann
komið hingað oftar en 60 sinnum.
Auglýsing
varðandi gin- og
klaufaveiki
Þar sem gin- og klaufaveiki hefur komið upp í
Danmörku er bannað, samkvæmt heimild í lögum
nr. 11/1928 um varnir gegn gin- og klaufaveiki,
að flytja til landsins frá Danmörku hverskonar
fóðurvörur, lifandi dýr og afurðir.dýrum, þar til
annað verður ákveðið. Jafnframt er bannað að
nota til skepnufóðurs matarleifar sem aflað er
utan heimilis.
Brot gegn banni þessu varða sektum.
Landbúnðarráðuneytið,
17. jan. 1983.
Verslunarstjóri -
Byggingarvörur
Kaupfélag í nágrenni Reykjavíkur óskar eftir að
ráða forstöðumann fyrir byggingarvöruverslun.
Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu á þessu
sviði og eða þekkingu á byggingarvörum.
Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf
sendist starfsmannastjóra fyrir 30. þ.m. er veitir
nánari upplýsingar.
SAMBAN0 ÍSL. SAIVINNUFÉUGA
STARFSMANNAHALD