Tíminn - 23.01.1983, Blaðsíða 22

Tíminn - 23.01.1983, Blaðsíða 22
SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1983 nútíminn SERA ■ Er gengið er inn á Hótel Borg, þá er það ekki venjan að maður kippist við og taki bakföll af undrun yfir því sem þar ber fyrir augun. Það er frekar að maður hallist fram á við er einhver kunningi ber á bak manns og spyr með fs í glasi hvað maður segi gott. Eftir að hafa sagt honum eitthvað gott, vottað honum samúð yfir tóma glasinu og útlistað blankheit, kíkir maður á mublur staðarins og hvað þær hafa keypt af fötum síðan síðast, þangað til næsti kunningi heggur í bakið. Það er ekki fyrr en að hópur jafnaldra sem maður hafði aldrei búist við hér á þessum stað, ber fyrir augun, að smá vonarglæta kviknar um að Hótel Borg verði ekki einungis fjöldagröf þeirra sem ekki hafa viljað bendla nafn sitt við Hollywood eða ámóta staði. En þá er bara hrópað: „Ég hata kommúnista" og öll óvissa er úti. Þegar undirritaður kom inn þetta fimmtudagskvöld voru allmargir komnir á það og þar á meðal ungur maður, klæddur upp á ’70 móðinn, sem árang- urslaust hafði ætlað að þröngva mér upp í dans síðasta fimmtudagskvöld. Það sama kvöld, undir trommuheilatakti Box, hafði þctta sléttgreidda snyrti- menni fengið það framan í sig frá ungri stclpu að hann væri „á vitlausum tíma á vitlausum stað". Á Borginni er hentugra að hafahárið út í loftið til þess að fá fyrirgreiðslu. Upp á sviði voru fjórar ungar stúlkur, vopnaðar trommum, harmonikku, míkr- ófón og svipu. Notkun þessara hluta var lík því sem íslenskir bændur fengju í hendur rússneska skriðdreka án leiðar- vísa til þess að vcrjast minkum. Ef ég skildi þær rétt, þá var þetta einhvers konar sex og violence og ef ég skildi nafnið rétt var það Spottarnir. Til allrar óhamingju missti ég af Ijóðalestri sem hafði verið upphaf dag- skrárinnar. Að verki þar voru víst Anton Helgi, Hallvarður umboðsmaður og Melarokkstæknir og fleiri scm ég kann ekki að ncfna. En Egó má eiga hrós fyrir að láta skáld hita upp fyrir sig þar sem þau ná tæpast að safna hundruðum manna undir sama þak af sjálfsdáðum. Rétt tæplega tólf hoppuðu Egó upp á ■ Verðlaunaafhending fyrir Músíktilraunir SATT var haldin með pomp og prakt í Tónabæ á fimmtudagskvöldið en það var hljómsveitin DRON sem varð efst í þessum „tilraunum". Nánar verður sagt frá þessu kvöldi í næsta Nútíma. Nú-Tímamynd FRI ASBJÖRN þeirra sem upphaflega spiluðu reggae og sköpuðu menningu þess. Síðasta hluta tónleikanna var Tómas ekki með. Prógrammið tók að þróast út í gamla prógrammið hjá Utangarðs- mönnum og lög líkt og Sigurður var sjómaður voru kyrjuð af krafti. Bubbi var kominn úr að ofan, gerði ítrekaðar tilraunir til þess að fá fólk með sér í „je je jejeje“ og náði upp heljarstuði. Sjálfur hefði ég gjarnan viljað heyra lög eins og Manilla og Sætir strákar, en á Borginni eru ströng tímamörk og eflaust hefur Egó stílað prógrammið upp á stuð í endinn. Enda ætlaði allt vitlaust að verða þegar þeir hættu, nokkrar mínútur yfir eitt, og Bubbi baðst afsökunar á ósveigjanleika yfirmanna staðarins og þakkaði fyrir sig með þessum orðum: „Þið hafið verið yndislegir áhorfendur.“ í heildina voru þetta góðir tónleikar. Egó er svakalega sterk hljómsveit, bæði varðandi hljóðfæri, söng og tónsmíðar. Ég ætla mér ekki að dæma um innihaid texta Bubba, en fyrir mér missa þeir margir marks vegna klunnalegs orðalags og oft á tíðum ansi óljósra líkinga. En ég get þó ekki stillt mig um að minnast á hve samspil texta og lags í Stórir strákar er gott, að mínu mati er það eitt besta popplag sem samið hefur verið hér á landi. Margar melódíur Egó (Bubba?) eru virkilega frumlegar og sjálfur hef ég stundum staðið mig að því að blóta því: Hvernig í andsk... getur hann þetta? Jafnvel lagið Manilla væri gjaldgengt í kristilegar sönglagabækur KFUM í Vatnaskógi þótt séra Friðrik hefði ekki verið hrifinn af því að heilbrigða æskan hans syngi um klúr fljót. Bra sviðið. Þeir voru snöggir að koma sér fyrir og án kynningar spiluðu þeir tvö kraftmikil og stutt lög. Fyrir minn smekk var sándið mjög gott og hljóðblöndunin nálgaðist það að vera fullkomin því textar Bubba voru næstum að fullu greinanlegir þrátt fyrir mikinn hávaða. Eftir þessi tvö lög kynnti Bubbi aðstoð- armann þeirra, Tómas Tómasson, og eftir ummælum Bubba um hann er hann í augum Egó langt frá því að vera einhver barbari. Að þeim tíma liðnum sem það tók Tómas að fixa synthezier- inn, beindi Bubbi, sem klæddur var svörtu úniformi, höndum upp í loft og kynnti lagið Mescalín. Það var engu líkara en svört messa væri að hefjast; ljósin voru í sátt og er þetta seiðandi lag var komið á ferð brosti séra Bubbi svo illkvitnisiega en þó sætt að ég hélt um stund að hann ætlaði að leiða bölvun yfir okkur öll. Þrátt fyrir „djöfullegt" yfirbragð og stórgóða byrjun prógramsins, héldu áhorfendur því viti sem vínið hafði ekki þegar svipt þá og hrifningin náði hámarki með Segulstöðvarblús sem hljómsveitin lék ótrúlega þétt og með takti sem ekki hefði látið hrcyfitaugar fíls í friði. En eftir það fataðist þeim flugið með því að leika annað lag af Plágunni, Bólivar, sem betur hefði hæft í diskótekinu þegar fólkið var að streyma inn í upphafi skemmtunarinnar. í framhaldi af því kom eitthvað furðulegt lag og síðan reggae, en það er nokkuð sem Egó ætti að láta kyrrt liggja. Yfirleitt hljómar það í höndum Bubba klunnalegt og vantar alla mýkt og sveigjanleika sem aftur á móti samræm- ist svo vcl mýkt beina og göngulagi ■ Séra Ásbjörn... HATIÐ FYRIR BELGI OG AÐRA FRAKKA OG EGO ■ „í ráði er að halda rokkhátíð í norður-kjallara Menntaskólans við Hamrahlíð laugardaginn 5. febrúar. Stefnt er að því að sem flcstar rokksveitir láti þar til sín heyra og er lysthafendum vinsamlegast bent á að skrá sig til þátttöku í GRAMMINU Hverfisgötu 50“. Svona hljóðaði fréttatilkynning frá skipuleggjendum þessarar hátíðar, þeim Þórólfi Eiríkssyni og Ragnari Ómarssyni Ragnarssonar. Nútíminn vill eindregið hvetja alla sem eitthvað hafa í fórum sínum, hvort sem það er örvað af rafmagni eður ei og hversu fáránlegt sem það er, að nota þetta tækifæri, því tækifærin eru fá til móts við þann fjölda sem á þeim þarf að halda. Aldrað fólk man eflaust eftir hippa/ pönk hátíðinni Raw Power sem haldin var í N-kjallara einhvern tíma í mars eða apríl 1981. Þar komu fram margar óreyndar hljómsveitir sem urðu seinna að stórstjörnum, t.d. Q4U (í ansi frumstæðri mynd, að vísu). Einnig létu nokkur lopasokkaljóðskáld drjúpa úr nösum og áhorfendur voru í góðu sambandi. Þegar hefur verið haft samband við nokkrar þekktar hljómsveitir sem gefið hafa samþykki sitt. Tunglmessa í Félagsstofnun ■ Tónleikar tileinkaðir nýju tungli munu verða haldnir í Félagsstofnun stúdcnta næstkomandi föstudag. Það eru þrjár hljómsveitir sem þjóna munu fyrir altari á þessari messu, Haugar, Tik Tak og Vonbrigði. Haugar eru Jonee Jonee sveitin mínus Þorvar en plús tvcir nýir meðlimir. annar þeirra er Einar nokkur Pálsson sem var í Jonee er hún sleit barnsskónum. Ekki kunn- um við deili á fjórða meðlimnum. Tik Tak kemur frá Akranesi en þar fyrir utan hefur Nútíminn engar upp- lýsingar um þá sveit og Vonbrigði ætti að vera óþarfi að kynna. Fyrir utan tónlistina verður væntan- lega boðið upp á kvikmyndasýningu og ýmislegt fleira. Einar Örn með FIux of pink indians? ■ Einar Örn Benediktsson fyrrum Purrkur og núverandi driffjöður í hljómsveitinni Jisz mun vera staddur í London þessa dagana. Nútíminn heyrði óstaðfestar fréttir af því að hann hefði troðið upp í klúbb einum þar um slóðir á fimmtudagskvöldið á tónleikum hljómsveitarinnar Flux Of Pink Indians. Samkvæmt því sem Nútíminn heyrði tróð hann upp sóló en hvað þar var um að ræða vitum við ekki. Fyrir þá sem kannast ekki við FOPI þá var sú sveit fyrst á CRASS merkinu enda um svipaða tónlist að ræða. eða nýbylgju/pönk, og þar gáfu þeir út eina albestu litlu plötu sem komið hefur frá því merki. Síðan stofnuðu þeir eigið útgáfufyrirtæki Spiderleg og hafa ný- lega gefið út stóra plötu á því merki. Auk þessa hafa þeir gefið út plötu með hljómsveitinni Subhuman. ÞEYR, Vonbrigði og Q4U Ijúka upptökum ■ Þrjár hljómsveitir hafa nú lokið upptökum á efni á nýjar plötur en það eru sveitirnar ÞEYR, Vonbrigði og Q4U. ÞEYR hafa þrjú lög í pokahorn- inu. Vonbrigði fimm lög og Q4U sex lög en væntanlega munu þessar plötur líta dagsins ljós fyrri part ársins og mun Gramm dreifa þeim. Jóhann og Grýlur út hjá Steinari ■ Hljómplötuútgáfan Steinar mun á næstunni gefa út nýja plötu með Grýlunum og er það verk nú á lokastigi. Auk þessa hefur annar hluti dúettsins Þú og Ég þ.e. Jóhann dvalið að undanförnu við upptökur í London. Þeim mun vera lokið núna en eftir því sem við höfum heyrt mun efnið vera nokkuð ólíkt því sem hann hefur gert áður. Orghestar með plötu ■ ÚtgáfanOrghefurgefiðútfyrstu plötu hijómsveitarinnar Orghesta. Platan er fjögurra laga 45 sn. og ber nafnið „Konungar spaghettifrum- skógarins". Þrjú laganna „flogið í fjórvídd", „lafir það litla" og „kannski" eru eftir Benóný Ægisson cn hið fjórða "Þémaþsem" er eftir Gest Guðjónsson. Allir textar eru eftir Bcnóný. Aðrir meðlimir sveitarinnar eru Brynjólfur Stefánsson, og Sigurður Hannesson. Upptökur fóru fram í stúdíó Stemmu og var Tony Cook upptökumaður. Bakraddir önnuðust Gaui, And- rea, Bára, Löddi og Megas. Benóný sagði í samtali við Nútím- ann að í bígcrð væri að gefa út meira efni en á næstunni er einnig ætlunin að halda tónleika og stefna þeir félagar á föstudaginn 28. jan. þar scm þá mun vera fullt tungl en ekkert er fullákveðið í þeim efnum. - FRI Blygðun- arlausir Bretar ■ Flestirvitaaðsjónvarpsþátturinn Löður vakti viðbjóð hjá hinum „Siðprúða mcirihluta" í Bandarfkj- unum, sem tókst víst að fá í gegn að punktur skyldi vera settur aftan við framleiðslu þáttanna. En það er fleira sem fer fyrir brjóstið á blygðunarsömum Könum. Lag Human Lcague. Don’t you want mc, gerði svo mikla lukku hjá amerískum unglingum að furðu sætti, því enskar hljómsveitir komast ekki oft ofarlcga á vinsældarlista í Ameríku. Þegar platan Dare kom út þar, áttu kaupendur erfitt með að greina hvort Phil Oakey væri karl- eða kvcnkyns. Hann hafði víst hálfvegis ætlast til þess. En um leið og kynferðið var kunnugt voru örlög Human League ráðin í Ameríku. Litlir Kanar veigruðu sér við frekari upplýsingum um þetta mál því í USA eru strákar cins og strákar og stúlkur eins og stúlkur. Jafnvel blöð cins og World Weekly News eru þegar farin íið vara ameríska t'orcldra við skít- ugum áhrifum á börn þeirra, með íyrirsögnum sem þessari: „Haldið börnunum ykkar heima áður en Boy George gerir þau öil að kynvill- ingum." Þess má geta að lag Hutnan League, Love Action, náði rétt aðeins í rassinn á vinsældarlista .Billboard timaritsins .þrátt fyrir að búist hefði verið við að það næöi álíka vinsældum og fyrrnefnt Iag. Don't you want me. Hér er smá- klausa úr viðtali við Phil Oakey. þar sem hanti er spurður uin Ameríku; „Hvcr er tilgangurinn með plötu sem nær fyrsta sæti. þegar næsta plata sem þú gefur út nær ekki einu sinni í Top 100." Honum hefði verið nær að láta eins og maður... (byggt á NME) Bra Bra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.