Tíminn - 23.01.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.01.1983, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1983 Hinfmii Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóftir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrimsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jonsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð i lausasölu 11.00, en 125.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 150.00. Setning: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Stefnulaus og sundraður Sjálfstæðisflokkur ■ Enn setur sundrung Sjálfstæðisflokksins öðru fremur mark sitt á stjórnmálaástandið í landinu, og innan þingsins eru það nú deilur sjálfstæðismanna sem öðru fremur tefja framgang mála, eins og utandagskrárumræðurnar um bráðabirgðalögin í neðri deild bera glöggt vitni um. Sjálfstæðisflokkurinn á nú í erfiðleikum með að koma saman framboðslistum án sprenginga. Þar sem prófkjör eru haldin vinna Gunnarsmenn oft áberandi sigra, sem aftur hefur hrætt svo Geirsarminn í sumum öðrum kjördæmum, að þeir þora ekki í prófkjör. Þetta umrót í Sjálfstæðisflokknum kemur síðan fram í störfum hans. Halldór Ásgrímsson, varaformaður Framsóknarflokksins, vék að þessu í athyglisverðri grein, sem hann ritaði í „Austra“ á dögunum. „Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn flokkur stefnuleysis“, skrifar Halldór Ásgrímsson. „Hann hefur það eina stefnumál að ríkisstjórnin fari frá og sjálfstæðismenn sem styðja stjórnina sameinist stjórnarandstöðudeild flokksins. Ekki til að koma fram ákveðnum stefnumálum, heldur til að haldast í hendur. Flokkur, sem gerir aldrei upp deilumál, telur allar skoðanir sameinast innan stefnuskrárinnar, verður aldrei annað en óskapnaður sundurleitra afla. Þeir, sem fylgjast með málflutningi sjálfstæðismanna, verða áþreifanlega varir við þessa þróun, og skulu nefnd nokkur dæmi. Sumir þeirra telja bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar nauðsyn- leg, aðrir telja lögin ófyrirleitna kjaraskerðingu og eru álíka orðljótir og kommúnistar 1978. Landbúnaðarstefnan er af helstu forystumönnum flokksins talin ein af meginorsökum efnahagsvandans, og því sé nauðsynlegt að draga framleiðsluna enn meira saman. Svokallaðir talsmenn flokksins í landbúnaðarmálum halda því hins vegar fram, að alrangt hafi verið að taka eins mikið tillit til aðstæðna og raun ber vitni. Minnir málflutningurinn óneitanlega á Lúðvískuna í landbúnaðarmálum 1978, sem byggðist á innantómum blekking- um um allar aðstæður. Leiftursóknardeildin telur mikilvægasta úrræði í efnahagsmál- um að skera ríkisútgjöld ótæpilega niður og stórlækka skatta. Við fjárlagaafgreiðslu ííutti þingiið Sjálfstæðisflokksins ekki eina einustu sparnaðartillögu en útgjaldahugmyndirnar voru miklar að vöxtum og skattalækkanir til uppfyllingar. Erlendar lántökur eru taldar stórhættulegar, en ef það þjónar áróðurshagsmunum Sjálfstæðisflokksins er ekki hikað við að leggja til auknar lántökur. Má í því sambandi nefna, að lítið er gert úr auknum framkvæmdum í vegamálum og feimnislaust lagt til að erlend lán til þeirra framkvæmda verði aukin. Þetta eru nokkur dæmi um stefnulausan málflutning. Flokkur, sem er reikandi í stefnumótun og talar í allar áttir, getur ekki vænst þess að vera tekinn alvarlega. Þeir sem standa að ríkisstjórn á hverjum tíma verða oft að sætta sig við málamiðlanir og koma ekki alltaf öllum stefnumiðum fram. En flokkur sem er í stjórnarandstöðu þarf ekkert tillit að taka til annarra flokka í málflutningi og því mætti ætla að stefnan væri skýr og afdráttarlaus. Ekkert hefur komið fram annað en venjulegt orðalag um athafnafrelsi einstaklingsins, sem flestir geta tekið undir aðrir en harðlínu-kommúnistar. Sjálfstæðisflokkurinn virðist því ætla að ganga til kosninga sundurleitur og ófær um að gefa út sameiginlega stefnu.“ Halldór Ásgrímsson vék svo að ástandi mála í efnahagsmálum og sagði þá m.a.: „Næsta ríkisstjórn þarf að vera kröftug stjórn. Válynd veður eru á lofti sem þarf að mæta af einurð og hreinskilni. Þegar kosningar eru yfirstaðnar verður sérhver flokkur að taka endanlegar ákvarðanir. Kjósendur verða að vita hug flokkanna til úrlausnar mála. Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð viðurkennt aðsteðjandi vandamál og ekki hikað við að viðurkenna nauðsyn óvinsælla ráðstafana. Hann hefur oft þurft að taka við fúkyrðum svo sem um kjaraskerðingu og kauprán, jafnt frá kommum og íhaldi. Eina leiðin til að ráða við erfið efnahagsmál er hins vegar að viðurkenna staðreyndir í stað þess að vera með upphrópanir gegn sérhverri viðleitni sem stjórnvöld sýna til aðhalds. Af Sjálfstæðisflokknum er einskis að vænta um úrlausn aðsteðjandi vandamála.“ - ESJ horft í straumirm £•■. Nú á þjóðin að fá stjórnarskrána og kjördæma- málið í hendur ■ Vafalítið er „skýrsla um endurskoðun stjórnarskrár" sem leit dagsins Ijós fyrir nokkrum dögum, merkilegasta og mikilvægasta álitsgerð, sem unnin hefur verið og lögð fram þjóðinni til skoðunar síðan lýðveldið var stofnað, en frá þeim degi eru hartnær fjörutíu ár, og endurskoðunin hefur staðið síðan mcð hvíldum. Sú pólitíska stjórnarskrárnefnd sem er höfundur þessarar skýrslu, hefur óneitanlega unnið mikið afrek, og má furðu gegna hve vel hefur tekist að hemja það miðflóttaafl, sem oftast ræður mestu á málþingi íslenskra stjórnmálaflokka. Sú samstaða, sem fram kemur í skýrslunni, er eins og vonarstjarna. Orðið íslendingar er þá samnefnari þrátt fyrir allt. Talsmenn nefndarinnar hafa látið svo um mælt, að breytingartillögur, sem þarna er hreyft, boði enga gerbyltingu, nánast sé um útfærslu hins aldargamla plaggs að ræða eða tilraun til þess að tengja það við tímann. En það hefur líka verið sagt með miklum heimildum, að síðasta öldin hafi haft í för með sér gerbyltingu í íslensku þjóðlífi, og því skyldi þá ekki hæfa að gera tillögur að byltingarstjórnarskrá. Það er líka mála sannast, að hér er um mörg nýmæli að ræða. Vantar ákvæði um sambýli þjóðar og lands. Tillögur þær sem nefndin gerir og hefur orðið samniála um eru margar hverjar hinar ágætustu og koma til móts við ný viðhorf og nýjar þarfir, og hér birtist svo heilleg mynd af lýðveldisstjórnarskrá að það vekur góðar vonir um að nú muni þetta takast - að setja nýja stjórnarskrá. Þessar tillögur fjalla svo sem einboðið er að meginefni um stjórnarkerfi og stjórnarstörf, svo sem kjör og verksvið forsetans, skipan og störf alþingis, dómgæslu og lýðréttindi. Þar er fyrir mörgu séð - og líklega flestu. Eigi að síður kemur leikmanni ýmislegt í hug, sem vel færi þar en vantar, og fengi þjóðin svo sem ár tii þess að hugsa og ræða þetta álit, yrðu vafalaust margar tillögur uppi á teningi. Þær yrðu líklega ekki allar tækar í stjórnarskrá, en skylt væri að skoða þær af gaumgæfni og nýta það sem hæfði. Að vísu verður ætíð mikið álitamál, hvort þetta eða hitt, sem eðlilegt er að kveða á um, eigi betur heima í almennum lögum en stjórnarlögum. Þegar ég hafði litið yfir skýrslu stjórnarskrárnefndar í flýti, kom mér fyrst í hug að það væri heldur smálegt sem sagt væri um sambúð þjóðarinnar við landið og lítt örlaði á þeim nýju viðhorfum sem þar hafa komið fram staðfest gildi sitt. Að vísu er þar sagt í 78. gr. að „vernda skuli náttúru landsins og auðlindir þess, svo að ekki spillist líf eða land að nauðsynjalausu", ogergreinin nýmæli. Nú er þaðþjóðarróm- ur, enda dómur sjónar og sögu, að við höfum þcgar spillt landinu og miðum þess mjög á liðnum árum, kannski oftast af illri nauðsyn en einnig skammsýni. Þjóðin varð að ganga nærri landinu ef hún átti að lifa af í fátækt sinni, harðærum og óstjórn. Nú er öJdin önnur. Afsökun sem þjóðin hafði til þess að eyða land sitt að gróðri og nytjum er ekki lengur tákn tímans. Þjóðvilji Islendinga nú er því ekki aðeins að „vemda“ það sem aldirnar leifðu skörðu, heldur bæta um og auka gróðursæld landsins, auðgi miða og dýralíf. Það er við hæfi að þessi þjóðvilji fái staðfestingu í stjórnarskrá, þótt öll nánari ákvæði séu sett í almenn lög. Þar mættu og gjarnan vera ákvæði um varðveislu náttúruminja og sögugerscma. og ef til vill væri ekki heldur nein goðgá að hafa svo seni eina setningu um að leggja rækt við þjóðtunguna. Þetta eru aðeins dæmi um það sem til álita gæti komið, ef þjóðin fcngi eðlilegt ráðrúm til þcss að fjalla um stjórnarskrártillögur. Hvernig á umfjöllunin að vera? Þegar höfð er í huga sú meginskylda lýðræðis að gefa þjóðinni ráðrúm til jiess að fjalla um setningu nýrra stjórnlaga brennur sú spurning heitast um þessar rnundir, hvernig umfjöllun þessara tillagna eigi að vera til þess að ekki verði brigðir á þessum trúnaði við þjóðina. Það nær auðvitað engri átt að ætla að þessi þjóðarumfjöllun geti átt sér stað á nokkrum vikum, og alþingi gcti síðan hrist stjórnarskrána fram úr erminni á harðahlaupum inn í kosningar. Menri svara því kannski til, að þetta sé skylda og verkefni alþingisins, en það er líka verkcfni alþingis að sjá um að þjóðin fái að skoða mikilvæg mál áður en þau eru bundin. Þetta á við um stjórarnskrána fremur en öll önnur mál, og því verður vart trúað að þjóðþingið bregðist þessari skyldu sinni með því að hundsa þjóðina í málinu. í þessum nýju tillögum cr gert ráð fyrir því. að breytingar á stjórnarskrá veröi að hluta tcknar úr höndum alþingins og fengnar þjóðinni í framtíðinni. Þetta er góð og tímabær tillaga. sem sammælier vafalaust um. Því ekki að beina málinu nú í þann farveg eftir því sem gamla skráin leyfir? Með það í huga væri eftirfarandi atburðarás líklega heppilegust: 1. Stjórnarskrárnefnd skili fljótlega tillögum sínum í frumvarpsformi. 2. Þegar Alþingi hefði fjallað um það á næstu vikum. samþykkti það að leggja málið fyrir ráðgefandi stjórnlagaþing. sem sæti að störfum í haust eða fyrir næstu áramót. Alþingi setti hæfilegar reglur um þetta, og til stjórnlagaþingsins mætti kjósa sérstaklega en um leið og alþingiskosningar fara fram í vor eða sumar. Stjórnlagaþingið fjallaði um tillögur sem bærust frá þjóðinni og skilaði málinu síðan í hendur alþingis, sem réði því til lykta á næsta ári eða þegar fært þætti. Eins og nú horfir virðist þetta eina leiðin sem sæmilega má telja. Nú liggur ekki lífið á lengur fyrst málið er komið á góðan rekspöl. Á kjördæmamáliö aöeins að vera samningamál flokksforingja? Skipan þjóðþingsins, kosningar til þess og atkvæðisréttur þegnanna er að sjálfsögðu stjórnarskrármál, þótt nánar sé kveðið á um helstu atriði þess í almennum lögum. Að undanförnu hefur átt sér stað undarlegur skollaleikur með þennan þétt stjórnarskrármálsins. Stjórnarskrárnefndin varp- aði þessum knetti á undan skýrslunni til Alþingis, og síðan hafa flokksforingjarnir þar kastað honum milli sín. Sagt er að þeir hafi nú nálgast mjög samkomulag um tvo þætti þessara mála, þ.e.a.s. nokkra jöfnun atkvæðisréttar í kjördæmum og jöfnun þingsæta milli þingflokka. Þetta eru auðvitað mikilvægir þættir en engan veginn allt málið. Flokksforingj arnir fjalla þar einkum um sín hagsmunamál og annarra þingmanna, og líta á þau frá því sjónarmiði. Hins vegar verður það að scgjast eins og það er, að manni finnst að aðrir ættu fremur að ráða þessu, eða kjósendurnir sjálfir. Það eru þeir sem eiga að kjósa þingmennina og eiga því að ráða mestu um það verk sitt, en þingmennirnir eða flokksforingjarnir ættu ekki að vera of ráðríkir um þetta. Hins vegar er svo að sjá, að þeim finnist kjósendum helst ekki koma þetta við. hér er um óviðurkvæmilega framhleypni að ræða og verður að taka af skarið og sjá um að þessu máli verði skotið til þjóðarinnar með hæfilegu ráðrúmi, áður en flokksforingjar ráða því til lykta. Og kjördæmamál og kosningareglur eru meira en þessir tveir þættir, þótt mikilvægir séu. Þeir snerta fyrst og fremst þingmenn og flokka. Hitt sem fremur snýr að kjósendunum, tryggir rétt þeirra og almennt lýðræði og valfrelsi, er látið óhreyft eins og það sé ekki til. Flokksforingjar virðast engan áhuga hafa á þeim þáttum og engar nýjar tillögur hafa heyrst um þá úr þeim herbúðum. Þar er einkum þrennt sem gefa þarf gaum: 1. Hvernig á að auka valfrelsi kjósenda til framboðs og draga úr valdi flokksstjóma við raunverulega ákvörðun manna í cfstu sæti lista? Hvernig á að sameina listakosningu og persónulegt val? Slíkt valfrelsi má nálgast með því að hafa óraðaða lista og kjósa nöfn á þeim. Tillögur í þá átt hafa engar heyrst nú. Væri ekki ráðlegt að hyggja að þessu og leyfa mönnum að ræða svolítið um það? 2. Prófkjör færast nú mjög í tísku, en þar ríkir mikill glundroði og ósamkvæmi í framkvæmd. Prófkjör geta þó aukið áhrifavald almennings um val manna til framboðs ef vel er að þcim staðið. Flokkar og aðrir framboðsaðilar geta auðvitað ráðið því sjálfir hverja þeir bjóða fram, en vilji þeir gera það með almennum prófkjörum, verða að gilda um þau lagareglur, t.a.m. á þann veg að opinber prófkjör fari öll fram í einu í sania kjördæmi og eftir sömu reglum. Með því væri hægt að firra almenning þeim skrípaleik sem niörg prófkjör eru nú og gera þau að raunverulegum valkosti kjósenda til áhrifa um tilnefningu frambjóðenda. Enginn virðist hreyfa tillögum í þessa veru í öllum hamagangi flokksforingjanna. 3. Eins og nú er þarf framboðs flokkur að fá þingmann kjörinn í kjördæmi til þess að verða þingflokkur og geta notið þess aðkvæðamagns sem framboð hans fær. Með þessum hætti getur svo farið, að 5-7% kjósenda séu alveg svipt atkvæðaréttinum. Það væri auðvitað stórt skref til jöfnunar atkvæðisréttar að kveða svo á. að flokkur eða önnur framboðsfylking fái þingmann ef hún nær meðalat- kvæðamagni þingmanns í heild, en það yrði líklega 2-3%. Slík tillaga hefur ekki heyrst núna í umfjöllun flokksfor ingja um kjördæmamálið svonefnda. Ýmislegt annað væri ástæða til að skoða í þessu samhengi i því skyni að auka kosningalýðræði og veita kjósendum aukið áhrifavald. En til þess að svo verði mega flokksforingjar ekki fá að einoka málið eins og nú horfir. Andrés Kristjánsson Andrés O Krisljánsson skrifar ; i [

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.