Tíminn - 23.01.1983, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.01.1983, Blaðsíða 13
SUNNUDAGUR 23. JANUAR 1983 13 ■ í þessari þrettándu og síðustu grein okkar um lófalestur munum við minnast á fáein hagnýt atriði, sem hverjum lófalesara er gott að kunna og temja sér. Þegar við lesum í lófa á fólki er rétt að viðhafa hæfilegan undirbúning. Hann er einfaldur en mikilvægur þó. Fyrst ber að telja að við verðum að hafa góða birtu, því línurnar eru margar smáar og fíngerðar og það þarf að rýna vel í þær. Sumir segja að aðeins skyldi lesa í lófa við dagsbirtu og skyldi þá setið úti við glugga. En þessu verður ekki ætíð við komið, því flestir hafa ekki tóm til þessarar iðju fyrr en kvöldar. En hafið þá góðan leslampa hjá ykkur. Verði því við komið, þá hafið ekki aðra viðstadda en þann sem verið er að lesa í lófann á. Þá er andrúmsloftið ekki jafn spennt og enn er hægt að tala frjálslegar en ella væri. Séu fleiri viðstaddir, þá ætti lófalesarinn að tala gætilegar, - og það þótt um sé að ræða maka (unnusta-unnustu) þess sem við lesum í lófa á. Oft er það svo að það er einmitt hinn eða hin heittelskaða, sem við viljum síst að komist að ýmsum brestum okkar og veikum hliðum! Ekki er ráðlegt að lesa í lófa á fólki á skemmtistað eða annars staðar á al- mannafæri. Þótt engir aðrir eigi að heyra ■ Lófar ekkju og sonar hennar. Samband þeirra var mjög náið og glöggt má sjá sitthvað sem Iíkt er í báðum lófunum. Lítið á bilið milli þumalHngurs og vísifingur< breitt bil milli baugfíngurs og litla fingurs og klofnar höfuðlínur. Að síðustu: Þegar lesið er í lófa á börnum, þá munum að línur þeirra eru enn ekki mótaðar og því ber að nota meiri varfærni þegar lesið er í barnslóf- ann, en ef fullorðnir eiga í hlut. Um persónuleika í lófa barns notum við orðin, „gæti orðið“, en sagnorðið „er“, þegar um fullorðinn er að ræða. „Afrit“ lófans Viljum við líta í lófa einhvers sem ekki er nærstaddur, þá getum við látið hann senda okkur mynd af lófanum og hana búum við til á þann hátt að við tökum pappírsörk, bregðum henni hratt fram og aftur yfir loga á kerti, uns örkin er orðin sótsvört. (Þetta verður aðgerast með lagni, því annars kviknar í blaðinu!) Lófanum er nú þrýst á örkina og kemur þá fram mynd af honum, þar sem línurnar eru Ijósleitar. Þessi aðferð verður aldrei á við það ef við höfum viðkomandi hjá okkur og einkum er hætt við að þar sem lófinn er dýpstur, komi eyða í myndina. Vegna þess að sótið klessist auðveldlega, þá er ráðlegt að úða það með glæru lakki, gúmmíi cða öðru hindandi efni sem fá má á þrýstibrúsum. Úr slíkri „afsteypu" af lófanum má hafa all verulegarupplýsing- Sitthvað um lófalestur - Þrettánda grein Hvers vegna heUlaðist „hún" af „honum”? Ýmis hagnýt atriði og viðvaranir til, þá er það flestra reynsla að þetta dregur að sér talsverða athygli fyrr en varir, sem veldur truflun. En sé litið í lófa á fólki í samkvæmi eða glöðum hópi, þá er- rétt að miða lesturinn við það að um gaman sé að ræða og takmarka hann við mjög almenn atriði og allra stærstu drætti, þannig að ekki valdi sárindum, - ef til vill stutta persónuleikalýsingu, einn til tvo liðna atburði og einn eða tvo ókomna. Rétt er undir öðrum kringumstæðum að fara sér hægt við lófalestur og þegar sá sem við lesum í lófa á tekur að þreytast er gott að lána honum púða, til þess að hvíia höndina á. Gott er að hafa lágt borð á milli þín sem lest og eiganda lófans. Hafið stækkunargler við hönd- ina, þegar litið er á t.d. barnalínur og giftingarlínurnar. í byrjun... Byrjið á því að taka höndina til skoðunar, án þess að fyrirskipa ein- hverja sérstaka stöðu, - rannsakið lögun og stærð og ákvarðið gerðina, þreifið eftir hörku handarinnar eða mýkt og lítið svo á neglurnar. Gerið þá lauslega athugun á aðallínunum ogskoðið þumal- inn og fingurtegundir. Þessi atriði rædd- um við um í þrem fyrstu greinum þessara kennslubréfa okkar. Segið ekkert meðan á þessari athugun stendur, en að henni lokinni má segja ýmislegt um persónu- gerðina. Þvi næst... Nú tökum við til að lesa hinar einstöku línur, skoðum þær í báðum höndum og gefum gaum að mun á þeim. Þegar við lesum úr einhverri einstakri línu, þá munum að gæta að hvernig spádómurinn stemmir við aðrar línur. Segjum svo, til dæmis, að örlagalínan sýni jákvæða breytingu á starfsferlinum, þá skoðum hvort það er vegna aukinnar og betri menntunar eða þjálfunar (Styrk- ari höfuðlína á sama tímabili) eða vegna flutnings í annað umhverfi (sjá líflínu), viðburða í ástamálum.(hjartalína) eða hvort heilsulínan spáir heilsufarsbreyt- ingum. Sé breytingin neikvæð, þá gætum að öðrum teiknum. Hér þarf til nokkra þjálfun og alúð ef góður árangur á að nást, en þetta ætti þó flestum að vera fært. Sé vandlega lesið verður lesturinn fullkomnari og þú getur sagt orðna sem óorðna hluti með furðulegri nákvæmni, svo bæði þig og aðra mun furða á. Sé vandlega lesið munt þú líka smám saman gera afar fá mistök. í lófalestri er heldur ekki treyst á neina „púka“ eða yfirnáttúrleg öfl, eins og í spilaspám, svo dæmi séu nefnd. Hver lófi hefur ótal margt um eiganda sinn að segja sem hverjum þeim er opið sem í hann kann að lesa. Þegar við spáum um framtíðina er rétt að hafa í huga persónugerðina. Sjáum við til dæmis merki um athafnir sem kunna að krefjast viljastyrks en vilji virðist llnur hjá viðkomandi (þumalfing- ur og höfuðlína) er trúlegt að um sé að ræða fögur áform, sem ekki er víst hvað úr verður, - t.d. hjá drykkfelldum manni, sem ætlar sér að vinna bug á ástríðu sinni í framtíðinni. Minni línur og smærri tákn munu gera okkur kleift að spá með aukinni nákvæmni hér sem oftar. Hafi lengi verið setið og lesið í lófa er hætt við að sá sem við spáum fyrir sé farinn að gleyma ýmsu sem við sögðum og góður siður er að taka saman stutta skýrslu í lokin um hin helstu atriði. Leyfið honum eða henni að bera fram spurningar, því oft verður lófalesarinn að ráðgjafa í aðra röndina og trúnaðar- vini, því margir vilja nota tækifærið og létta á hjarta sínu. Munum ætíð að spá aldrei dauða, geðveiki eða öðrum hörðum örlögum. Gefum aðeins aðvörun um að gæta skyldi að taugakerfinu eða heilsunni. Fjölyrðið aldrei um galla fólks. Vanalega veit það fullvel af þeim sjálft! Gerið meira úr því sem gott er í fari fólks, en drepið aðeins á hitt. Sem nærri má geta á þetta sérstaklega við, séu aðrir viðstaddir. Lesið í lófa skyldra Fróðlegt er oft að lesa í lófa náskyldra, svo sem móður og sonar og föður og dóttur, en börn hafa oft all svipaðar línur og foreldri þeirra af gagnstæðu kyni. Þá er gjarna skemmtilegt að líta í lófa gifts fólks eða mjög náinna vina og sjá þar hvaða pers'ónuþættir hafa valdið því að unnustan laðaðist að unnustanum og gagnkvæmt. Parið mun hafa mestu skemmtun af þessu og sjálf getum við lært margt um leið um mannlegt eðli. En gáum líka að ýmsu ósamræmi og aðvörðum fólk, ef svo ber undir: Til dæmis ef við sjáum merki um of tnikið ráðríki og eigingirni foreldra gagnvart barni þeirra eða teikn um afbrýðisemi giftrar persónu, sem kynni að reynast afdrifarík fyrir ef til vill gott samband, þegar frá líður. Slík atriði geta orðið til hins mesta gagns fyrir viðkomandi. ar, - en auðvitað skortir þá ýmislegt um handargerðina aö öðru leyti. Lokaorð Þetta er síðasta greinin um lófalestur, sem fyrr segir. Greinarnar höfum við þýtt úr bók eftir enska konu, Agnes M. Miall, þekktan lófalesara og dulfræðing. Hér á Helgar-Tímanum höfunt við orðið varir við afar mikinn áhuga á þssum greinum, margir hafa lagt sig eftir að safna þeim saman og hringingar eru orðnar ótölulegar. Stöku lesandi hefur þó fyllst nokkrum kvíða við lesturinn og þóst sjá í lófa sínum uggvænlcg teikn, en þá cr því til að svara að þær hendur eru ekki margar, þar sem allt er á þann veg sem við helst vildum sjá. Fleiri hafa haft af þessu gleði og dægradvöl, eins og von okkar stóð til. Hafiö þökk fyrir samfylgdina á nám- skeiðinu! - AM ■_ LANDSVIRKJUN Útboð Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í hönnun, efni, smíði og uppsetningu á húseiningum fyrir starfsmannabúðir vegna framkvæmda við Blönduvirkjun. Verkþættir eru: Liður: A 18 einingar, til afhendingar 30. ágúst, 1983 B 26 einingar, til afhendingar 30. ágúst, 1983 C 34 einingar, til afhendingar 15. júní 1983. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkj- unar að Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 27. jan. 1983 gegn 1000 króna skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar fyrir klukkan 14:00, mánudaginn 21. feb. 1983, en þá verða þau opnuð í viðurvist bjóðenda. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALI SJÚKRALIÐAR óskast viö handlækningadeildir. Upp- lýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 29000. KLEPPSSPITALI HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast strax eöa eftir samkomulagi viö deild VIII Víöihlíð. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Kleppsspítalans í síma 38160. KÓPAVOGSHÆLI DEILDARÞROSKAÞJÁLFI og ÞROSKAÞJÁLFI ósk- ast viö Kópavogshæli. Upplýsingar veitir forstöðumaður Kópavogshælis í síma 41500. RÍKISSPITALAR Reykjavík, 16. janúar 1983.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.