Tíminn - 23.01.1983, Blaðsíða 19

Tíminn - 23.01.1983, Blaðsíða 19
SUNNUDAGUR 23. JANUAR 1983 ■ Julie Christie: Ekki bara sæt. Julie Christie vill bara tala um friðar- hreyfinguna ■ Julie Christie veit vel að þessa dagana þegar sýningar á nýjustu kvikmynd hennar The Return of the Soldier eru hafnar er til þess ætlast að hún spjalli við fjölmiðla um kornflögurnar sem hún borðar á morgnana, segi gamansögur, lýsi því hvernig kvikmyndastjama eyðir frístundum sínum o.s.frv. Samt lætur hún það eiga sig. „Mér þykir það leitt“, segir hún, „en ég hef ekki áhuga á viðtölum af þessu tagi og skil ekki hvernig þau geta orðið til þess að fólk fýsi að sjá kvikmyndina sem ég leik í. Auk þess koma slik viðtöl ekki inn á efni sem ég hef áhuga á að ræða um.“ Það sem Christie hefur áhuga á og tekur allan frítíma hennar um þessar mundir er friðarhreyfingin. Og kikmyndin sem hún vill gjarnan spjalla um er hálftímalöng heimildarmynd Taking on the Bomb sem nýverið var sýnd í breska sjónvarpinu Channel Four: í stað þess að fara strax um^ jólaleytið á heimili sitt og hvíldarstað í Wales dvaldi hún í London lengur en hún ætlaði til að lesa texta inn á þessa mynd. v,Mér finnst þessi mynd sýna á áhrifamikinn hátt þær stórkostlegu aðgerðir sem konur hafa skipulagt til að berjast fyrir friði og ég vildi leggja mitt af mörkum til þeirrar baráttu, sagði Christie í viðtali við The Sunday Times á dögunum. „Innan friðarhreyfingarinnar er ég venjulegur baráttumaður, ein af hópnum, og ég á í stríði við sjálfa mig þegar ég er beðin að tala opinberlega fyrir hreyfinguna. Ég hef unnið þar minna starf en margir aðrir sem frekar ætti að heyrast í. Það að ég er leikkonan Julie Christie finnst mér ekki skipta miklu máli í þessu sambandi.“ Julie Christie hefur breyst mikið frá því hún vakti fyrst á sér verulega athygli á sjötta áratugnum og var eftirsótt glæsipía vestur í Bandaríkjunum. Hún á litla íbúð í Lundúnum og heimili í Wales. Hún eyðir tímum sínum að miklu leyti í kyrrð og ró, spjallar við fólk sem hún kann að meta og les sér til um efni sem henni finnst skipta máli. Málstaður friðarhreyfingarinnar hefur tekið huga hennar allt frá þvf hún áttaði sig á að úrgangsefni frá kjarnorkuverum er notað til að framleiða kjarnorkusprengjur. „Mér fannst ég hafa verið blekkt, ég hafa verið höfð að fífli“, segir hún. Upp frá því hefur hún fylgst með og rannsakað sjálf kjarnorkumál, og geymir sjálf í fórum sínum ýmsar áhrifamiklar upplýsingar. Hún lætur ekkert frá sér fara um málið, fyrren hún hefur gengið úr skugga um heimildir sínar. Af því að hún er kunn leikkona yrðu mistök af hennar hálfu vopn andstæðinganna og notuð gegn friðarhreyfingunni. Christie var ein af þeim þúsundum kvenna sem tóku þátt í hinum sögufrægu mótmælaaðgerðum við Greenham Common á Englandi seint á síðasta ári. „Sú samstaða sem ég finn með konunum sem tóku þátt í aðgerðunum við Greenham er af allt öðru tagi en sú samkennd sem ég finn með konum sem vinna með mér að kvikmyndagerð. Konurnar í friðarhreyfingunni eru að fást við raunveruleikann, við hluti sem skipta máli. Engin er að látast eða reyna að vekja athygli á sjálfri sér.“ Christie kveðst hafa kynnst í friðarhreyfingunni fólki sem hún dáist að og styðji og það sé henni mikilsvert. „Við kvikmyndagerð er mér sagt fyrir verkum allan tímann. Ég tek engar ákvarðanir sjálf, svo ég get ekki borið það saman við t.d. aðgerðirnar sem ég tók þátt í ineð konunum í Greenham eða friðargöngunni til Rússlands." Kona með svo staðfastar skoðanir hlýtur að hafa áhyggjur af því að vera boðið hlutverk í kvikmynd þar sem efniviðurinn yrði henni ekki að skapi í hugmyndalcgu tilliti. „Til allrar hamingju hef ég ekki verið beðin að gera neitt slíkt“, segir hún. „Og sannarlega hef ég ekki áhuga á því að taka þáft í því að gera kvikmynd um dásemdir hermennsku og styrjalda". Ópera óvænt ■ í Kammermúsík-leikhúsinu í Moskvu var nýlega frumsýning á óperunni „Óvæntur fundur" eftir tónskáldið J. Haydn. Þetta var í fyrsta skipti, sem þessi ópera var flutt á leiksviði. Sagan hér á bak við er mjög áhugaverð. Á síðast liðnu ári frétti M. Dotlibov, leikstjóri við Stanislavski og Nemirovits-Dantsjenko-söngleikhúsið í Moskvu, af tilviljun, að á sjötta áratugnum hefði verið flutt brot úr óþekktri óperu eftir J. Haydn í útvarpið í Leníngrad. Þetta vakti athygli hans. Hann hóf leit að óperunni og það varð til þess að hann fór í nótnadeild Ríkisbókasafnsins í minningu Saltykov- eftir Haydn í leitirnar Shedrin. Það má nærri geta, hvort hann varð ekki undrandi, er hann frann frumritið að óperunni, ritað af meistaranum sjálfum. Hvernig stóð á því, að það var þarna? Það er vitað, að Haydn samdi þetta verk árið 1775, er hann starfaði hjá P. Esterchazi greifa. Óperan var flutt í fyrsta og eina skipti í bústað greifans við Neuzidler-vatn. Eftir lát tónskáldsins var einn af Esterchazi- ættinni gerður að sendiherra Austurríkis í Pétursborg. Hann gaf hinu keisaralega nótnasafni óperuna, en þaðan var hún flutt eftir byltinguna í Saltykov-Shedrin-bókasafnið, þar sem hún var í rúm sextíu ár. Nú hafa Moskvubúar hlustað á óperuna „Óvæntur fundur“ í fyrsta skipti. Það var B. Pokrovski, aðalleikstjóri Kammermúsíkleikhússins og þjóðlistamaður Sovétríkjanna, sem sá um uppsetninguna. „Þetta verk tónskáldsins er afar áhugavert", segir leikstjórinn. „Það hafa ekki margar óperur eftir Haydn verið settar á svið, en hann samdi yfir fjörutíu óperur. Það var þess heldur skemmtilegra að vinna að uppsetningunni, þar sem UNESCO hafði tilskipað, að þess skyldi minnst, að 250 ár eru liðin frá fæðingu tónskáldsins og þessi frumsýning var haldin af því tilefni." APN ■ Hu í baráttuhug Kínverska alþýðulýðveldið: Kommúnistaforingi varar lista- menn við áhrifum frá Vesturlöndum ■ Formaður kínverska kommúnistaflokksins, Hu Yaobang, hefur hvatt kínversk yfirvöld til að leggja til atlögu gegn þeim \ listamönnum, sem hafa orðið fyrir óæskilega miklum áhrifum af vestrænni menningu. Dagblað alþýðunnar í Kína birti nýlega stærðar grein eftir Hu, í hverri hann hvetur opinbera fjölmiðla til þess að mála ekki upp of bjarta mynd af Vestrinu. - í bókmenntum og listum, sérstaklega kvikmyndum, leikritum og fagurbókmenntum ber okkur nauðsyn til að verjast allri ógagnrýninni notkun á vestrænni tækni og aðferðum, skrifar Hu. - Við verðum að gæta þess sérstaklega að vestrænn hugsunarháttur hafi ekki áhrif á listina, heldur hann áfram. - Þá varaði hann þá listamenn sem ekki hyggðust taka viðvörun hans alvarlega við því að afleiðingar slíks skeytingarleysis yrði einangrun viðkomandi. - Fari listamenn ekki eftir þessu munu þeir verða dæmdir til refsingar, skrifar hann. Þessi grein Hus er nýjasta merki þess að kínversk yfirvöld ætli sér að ganga hart að listamönnum. Hin nýja stefna kínverskra ráðamanna var innleidd í apríl 1981. Fyrir einungis tveimur árum hneigðust kínverskir listamenn til ýmissa átta í listsköpun sinni og sérstaklega notaði hópur yngri rithöfunda vestræna tækni og aðferðir í bókum sínum og leikritagerð. Það frelsi sem þeir leyfðu sér mætti mikilli mótspyrnu meðal harðlínu manna innnan flokksins og sérstaklega hersins, en þeir álitu að aðferðir þeirra væru svik við hugsunarhátt Maós. Nýja stefnan sækir einnig stuðning til endurskoðunarsinna eins og Hu og Deng Xiaoping, en þeir hafa báðir miklar áhyggjur af vaxandi vestrænum áhrifum í kínversku samfélagi, eftir að Kína opnaðist umheiminum eftir lát Maós formanns árið 1976. Flestir hinna eldri hugmyndafræðinga kínverska kommúnistaflokksins álíta að Vestrið geti skaðað kommúnismann í landinu, sérstaklega á meðal yngri kynslóðarinnar sem vill ganga í gallabuxum og hlusta á vcstræna poppmúsík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.