Tíminn - 23.01.1983, Síða 26

Tíminn - 23.01.1983, Síða 26
26 heimsókn SUNNUDAGUR 23. JANUAR 1983 laginu í hug að taka minnsta mark á því sem ég var að segja. Þar er nú sjálfsþóttinn, maður Guðs og lifandi! í stað þess gekk maður undir manns hðnd að sussa á mig, þagga og ávíta, og þegar ég enn gat ekki fellt mig við undanláts- semina í flokkseigendum þá var farið að snúa út úr því sem ég sagði og loks var ekki birt eftir mig í Þjóðviljanum lengur. En Alþýðubandalagið er verkalýðs- flokkur á sama hátt og Alþýðuflokkur- inn - og þeir eru báðir nauðsynlegir og gagnlegir sem slíkir. Mér finnst bara synd aö þeir skuli þá ekki sameinast á því sviði. En það eru ckki mínir flokkar og það er enginn stjórnmálaflokkur í landinu í dag sem þorireða vill beita sér af alhug fyrir því að Island verði herlaust og beita sér fyrir eflingu og rækt íslenskrar menningar, þetta eru menn- ingarsnauðar stofnanir." - En Helga, nú ert |>ú ein af frumkvuðlum kvennaframboðsins í Keykjavik, hvernig stóð á því að þú hættir þar? „Ég var með í upphafi og vann að hugmyndafræðilegum grundvelli þess. Hugmyndafræðileg umræða var alltaf erfið og lítill áhugi á henni. Þegar fram í sótti var allt kapp lagt á að fá sem flestar með og fá fylgi, sem varð til þess að farið var að tala um einstaka málaflokka á kostnað heilsteyptrar stefnu. Það sem varð endanlega til þess að ég hætti var að ég stóð ein uppi með þá skoðun að kvcnnamcnning hlyti að vera andstæð hcrstöðvum, og þcss vegna hlytum við að benda á það í stefnu- skránni, þar sem rætt var um almanna- varnir, að höfuðborginni stafaði hætta af herstöðinni í næsta nágrenni. Það var nú ekki meira sem fram á var farið, en það studdi mig enginn. Á þcssum tíma voru róttækar konur þegar farnar að tínast burt. Þetta er miðjuframboð sem er sameinað um einstök mál og er það allra góðra gjalda vert, en það á ekki að þykjast vera neitt annað. Mig langar, að taka það fram að mér finnst þær kvennaframboðskonur sem komust að í borgarstjórn hafa staðið sig mjög vel, eins og aðrar konur í borgarstjórn. Það olli mér miklum vonbrigðum hvcrnig þetta þynntist allt saman út. Ég held ég skipti mcr aldrei framar af ■ „Ég dreif mig sem sendikennari til Noregs, ein með tvö börn...“ eftir íslenskar konur frá upphafi, en ég veit ekki ennþá hvað ég fer nálægt samtímanum." - Hvernig gengur þér að sameina vinnu og heimili? „Mér gengur það oft mjög illa, aðallega hugarfarslega. Það vill oft skapast mikil togstreita milli heimilisins og vinnunnar utan þess. Þetta á senni- lega við um alla sem taka ábyrgð á heimili og börnum.“ „Nei,“ segir Böðvar, „ég held að það sé miklu erfiðara fyrir konur, þær virðast eiga miklu erfiðara með að losa sig við sektarkennd en karlar." „Ég er alltaf með sektar- kennd“ „Ég er alltaf með sektarkennd," segir Helga, „þegar ég er að vinna í háskólan- um fer égósjálfráttað hugsa um hvort búið sé að kaupa inn og hvort það sé nú allt í lagi heima, og ef ég heyri í sjúkrabíl fer í huganum yfir það hvar mamma sé, dóttir mín, hvar allir séu. Þegar ég er að sinna hugðarefnum mínum og rannsóknum finnst mér alltaf sem ég sé að svíkja mína nánustu, líka vinkonur mínar. Ég fæ hins vegar ekki sektarkennd gagnvart rannsóknunum heldur finnst mér, ef ég er ekki að sinna þeim, að ég sé að láta lífið líða framhjá mér án þess að ég geri neitt. Ég held að þetta eigi sérstaklega við urn konur sem vinna að sköpun því í hana fer svo mikil hugarorka. Ég hef oft mjög mikla þörf fyrir að vera ein. Börn þola miklu betur að maður sé að vinna verklcg störf nálægt þeim, enda getur maður líka sinnt þeim á meðan, t.d. er hægt að tala við þau á meðan maður þvær upp. Þau finna það hins vegar mjög vel ef athyglin fer alveg af þeim og þola því alls ekki að maður sé að lesa, skrifa, hugsa eða leggja sig. Líklega hefði ég átt að verða nunna eins og Guðrún Osvíf- ursdóttir. En það verður þá að bíða um sinn fyrst ég dreif ekki í því áður en ég átti börnin. - En hefur uppeldið ekki gengið tágætlega? „Jú, það er mesta furða, en annars held ég að uppeldi sé alltaf hálf misheppnað. Maður getur ekki gert mikið meira en að gefa börnunum fæði, klæði og húsaskjól og passað að.þeim líði ckki mjög illa. Síðan verður bara að vona það besta. Sonur minn, Már, er nú orðinn 24 ára og er við nám í sagnfræði ■ „Hversdagslega skiptum við frekar með okkur verkum eftir eðli þeirra en því að hvort um sig fylli einhvern útrciknaðan uppmælingarkvóta.“ ■ Helga og Böðvar útskrifuðust saman úr háskólanum árið 1969, ásamt Heimi Pálssyni. Voru þau ekkert orðin skotin hvort í öðru þá? Böðvar: „Ja, já, nei: maður hugsar ekkert svoleiðis þcgar maður er að taka próf.“! „Böðvar hefur óvanalega mikla kvenvitund...” húsið hins vpgar mjög oft aðalvettvangur atburða. Þær lýsa þá einhverju sem gerist inni, persónur eru inni og horfa út um gluggann og út á götuna á meðan persónur í bókum karla eru úti. Bókmenntarannsóknir snúast um rannsóknir á formi og þeirri vitund sem birtist í forminu. Það er sem sagt formið sem gerir bókmenntir að bókmenntum, eða eins og Guðrún frá Lundi sagði um muninn á innihaldi og formi: „Njála er Ijót bók, en mikið er hún góð.“ - Hvað gerir þá bók að góðri bók? „Það eru fyrst og fremst efnistökin sem gera vcrkið gott, ekki bara hvað höfundurinn skrifar, heldur hvernig hann skrifar. Það er mjög gott hjá mörgum konum sem eru að skrifa í dag hvernig þeim tckst að gera hvcrsdagslega hluti sem tilhcyra heimi kvenna að algildu tákni fyrir mannlífið. Sem dæmi má nefna hvernig Svava Jakobsdóttir notar föt, cldhússkápa eða venjulega handtösku. I íslensku bókmenntastofnuninni - þá á ég við fræðimcnn og kennara í háskólan- um, rithöfunda og gagnrýnendur - eru hins vegar ntargir karlar sem virðast líta svo á að bókmenntir eftir konur hafi ekkert form, heldur einungis efni. Þeir telja sem sagt að kvennabókmenntir séu ekki list.“ - Hvað finnst þér um viðhorf til kvenna í verkum Böðvars? „Mér finnst að hann hafi haft gott af samvistunum við mig. Ef við tökum Bcssí í Heimilisdraugum, sem Alþýðu- leikhúsið sýndi, sem dæmi, þá er hún algjör stercótýpa úr hcimi karlmanna, hún er þcssi hcimska, glysgjarna kona scm kemur meö spillinguna á hælunum. Ég vona að þetta sé að hverfa hjá honum. Böðvar hefur nefnilega óvana- lega mikla kvenvitund, annars hefði ég heldur aldrei tekið saman við hann." „Það er varla hlutverk karlrithöfunda að skrifa analýtísk vcrk um konur", segir Böðvar. „Það hafa þó ýmsir gert", segir Helga, „eins og t.d. Ibsen og Halldór Laxness, en karlar koma mjög oft upp um sig í kvenlýsingum, þótt þeir haldi að þeirséu að lýsa veruleikanum. - En hvað finnst þér, Böðvar, uni bókmcnntarannsóknir Helgu? „Þegar fyrstu greinarnar eftir liana um kvenmynd karlrithöfunda birtust, þá varð ég mjög hrifinn, sérstaklega af formálanum að Draumi um verulcika. En þegar Helga fór svo að bcnda mér á hvernig ég notaði hugsunarlaust sömu klisjur og aðrir varð ég auðvitað alveg snarvitlaus. Ég hafði nefnilcga alið með mér mjög háskalegan sjálfsþótta, sem sé þann að allir þeir vondu dómar scm ég hef fengið um ævina væru vegna þess að ritdómararnir væru pólitískir drullu- sokkar og því ekkert mark á þeim takandi þegar þeir ritdæmdu mig, sem auðvitað var öðrum róttækari og réttsýnni. Ég hafði einnig fengið þá mynd af sjálfum mér að ég væri mikill frömuður í jafnréttismálum. Þetta allt varð ég iú að endurmeta og það var ekki alveg laust við æðisköst og hamfarir. Já, mér finnst Helgaveraframúrskar- andi bókmenntafræðingur - nema þá þegar hún er að sýna mér hvað miður fer í minni syrpu." Synd að Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur skuli ekki sameinast -Hvar crt þú í pólitík Böövar? „Ég var flokksbundinn Alþýðubanda- lagsmaður og rcyndi að leggja flokknum lið með starfi og einnig með skrifum í Þjóðviljann af og til. Ástæðan fyrir því að ég gekk í Alþýðubandalagið var í fyrsta lagi sú að ég er af fátæku fólki kominn og fylkti mér því með þeim sem taka málstað verkalýðshreyfingar og vinna að launa- og lífskjarajafnrétti. í öðru lagi hafði ég þá trú að Alþýðu- bandalagið væri brjóstvörn þeirra afla í landinu sem vilja herlaust land. Framá- menn í flokknum tóku því síðan afskap- lega illa þegar ég gagnrýndi Alþýðu- bandalagið fyrir að vera bæði lint og loðið í afstöðu sinni til hersins, og það datt aldrei nokkrum í flokkseigendafé- félagsmálum eða pólitík. heldur stundi mína kvennapólitík í bókmenntarann- sóknum mínum. Ég geri einfaldlega of absólút kröfur til að geta verið með í félagsstörfum. Hörmulegt ef Kvenna- framboöiö býður fram til Alþingis „Mér finnst það alveg út í bláinn af Kvennaframboðskonum að ætla fram til Alþingis, það væri hörmulegt. Þær hafa ekki gert upp mikilvæg mál, eins og t.d. afstöðu til utanríkismála, erlends fjár- magns og stóriðju. Innan Kvennafram- boðsins er ágreiningur sem fær ekki að koma upp á yfirborð og aldrei er ræddur af ótta við sundrungu." - Hvaö hafiö þið svo fyrir stafni um þessar mundir? „Ég er með smá stundakennslu í leiklistarskólanum en í fyrra fékk ég níu mánaða starfslaun úr launasjóði rithöf- unda. Það er ekki ætlast til þess að þeir sem fá svo stór laun séu í annarri launaðri vinnu á meðan, sem eðlilegt er. Ég hef því skipt tíma mínum í skriftir og smíðar. í fyrra skrifaði ég tvö leikrit, Þórdísi þjófamóður, börn, tengdaböm og barnabörn fyrir Nemendaleikhúsið og úr aldaannál fyrir Litla leiklúbbinn á ísafirði. Ég skípti sem sagt tímanum í að skrifa og vinna sem smiður við húsið," segir Böðvar. „Við keyptum þetta hús fyrir þremur árurn," segir Helga, „slógum saman í púkk, Böðvar seldi húsið sitt á Akureyri og ég seldi íbúðina mína í Reykjavík. Svo keyptum við húsið sem var nokkuð illa farið og síðan hefur kaupið mitt og vinnan hans Böðvars farið í það. Böðvar gerir allt sjálfur, annars gætum við þetta ekki.“ En þú, Hclgu? „Eftir að ég kom heim árið 1979 var ég atvinnulaus t tvö ár, var bara með 'stundakennslu, en síðan fékk ég fasta stöðu í bókmenntafræði við háskólann, ég er búin að vera í þeirri stöðu í l !ó ár. Mestur tíminn fer í kennslu, að undirbúa hana. fara yfir verkefni og Ieiðbeina stúdentunum, en stöður við háskólann eru jafnframt hugsaðar sem rannsóknarstöður, sem er tómt mál að tala um meðan það eru svo margir stúdentar á hvern kennara. Það vill nú verða erfitt að sinna rannsóknunum, því kennsla og stjórnun tekur svo mikinn tíma. Ég er nógu tvístruð fyrir sem kona, á milli heimilis og vinnu. Vegna þessa fyrirkonulags verður oft minna úr rannsókn margra kennara en þeir gjarn- an vildu, því það gefst sjaldan heill dagur til rannsókna. Maður verður að nota sumarfríið og jólafríið. Rannsókn- arvérkefni mitt er íslensk kvennabók- menntasaga, ég er að athuga bókmenntir í París. Hann hefur verið að skrifa pistla frá París í Tímann og ég sá ekki betur en að hann tæki kvenfrelsismálin upp í þeim. Svo á ég 13 ára dóttur sem er í Hagaskólanum. Þau hafa bæði mjög heilbrigt sjónarmið í kvenfrelsismálum og pólitík. Ég er alveg hissa á þvt, ég hélt að börn væru alltaf í andstöðu við foreldrana!" - Hvernig gengur svo með jafnréttið á heimilinu? „Ég er mótfallin því jafnrétti," segir Helga, „sem gerir ráð fyrir því að allir geri nákvæmlega jafnmikið af öllu. Við vinnum ekki heimilisstörf eftir útreikn- uðu jafnvægislögmáli, kannski fyrst og fremst eftir því hvað hitt er upptekið í það og það skiptið. Hversdagslega skiptum við frekar með okkur verkum eftir eðli þeirra en því að hvort um sig fylli einhvern útreiknaðan uppmælingar- kvóta." sbj

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.