Tíminn - 23.01.1983, Blaðsíða 20

Tíminn - 23.01.1983, Blaðsíða 20
20 fSmmm. SUNNL'DAGUR 23. JANUAR 1983 skák Erfið rann- sókn Aö spennandi skák lokinni fer fram í skákrannsóknarherberginu, nokkuð sem kallast margra fingra rannsókn. Ekki eru þetta nákvæm- ustu rannsóknir í heimi, en oft er fjör í tuskunum þegar ein hugmyndin eftir aðra birtist með leifturhraða á skákborðinu. Lakari skákmenn horfa á með aðdáun og trúa því staðfastlega að mcistararnir sjái allt á svipstundu. A millisvæðamótinu í Sousse 1967, fékk ungverski stórmeistarinn Barc- zay vinningsmöguleika gegn undra- barninu Mecking. Ekki tókst honum þó að vinna skákina, heldur varð hún jafntefli. Strax var talið að hér hefði hann klúðrað skáktækifæri lífs síns. Greinagóð rannsókn fór fram á stöðunni og tóku þátt í henni skákmeistarar, aðstoðarmenn og fleira gott fólk. En nokkrum dögum síðar leit Stein á stöðuna einn út af fyrir sig: Margföld skákblinda. BarczaytMecking 1. e4 - cS 2. Rf3 - e6 3. d4 - cxcd 4. Rxd4 - a6 5. Rc3 - Dc7 6. g3 - Rc6 7. Bg2 - Rxd4 8. Dxd4 - d6 9. 0-0 - Rg-e7 10. Ra4 - b5 11. Rb6 - Hb8 12. Rxc8 - Hxc8 13. c3 • Rc614. Ddl - Be7 15. a4 - 0-0 16. De2 - Hb8 17. Be3 - Ra5 18. axb5 - axb5 19. 14 - Dc4 20. Dg4 - Rb3 21. Ha7 - Bd8 22. Ddl - Bb6 23. Bxb6 - Hxb6 24. 15 - b4? 25. Íxe6 - Dxe6 26. e5! - bxc3 27. bxc3 - Hb5 28. Híxf7 (Ekki 28. exdó?? - De3t.) 28. ... - Hxf7 29. Ha8t - Hf8 30. Hxf8t - Kxf8 31. Dflt - DI7 32. Dxb5 - Da7t 33. Khl - dxe5 34. Dflt - Ke7 35. Bd5 - Kd6! 36. Be4 (Eða 36. Bxb3 - Db7t Hvítur hefur vinningsstöðu. Sá 15 ára hélt þó jafntefli eftir 68 leiki. Fingrapolk- inn fann þessa snjöllu leið: 27. Bd5 - c2 28. Df3 - Rd2 29. Dxf7t - Dxf7 (29. ... - Hxf7? 30. Ha8f) 30. Hfxf7 - clDt 31. Kg2!! Stórkostlegur leikur. Svartur verður mát. Svo fallegt er þetta, að hin gagnrýna undirmeðvitund lætur blekkjast. En nokkrum dögum seinna kom Leonid Stein og gerði grín að þessu öllu saman. Eftir 28. ... - Rd4 í staðinn fyrir Rd2, er svartur með yfirburða- stööu. T.d. 29. Dxf7t - Dxf7 30. Hfxf7 - clDt 31. Kg2 - Hb2t 32. Kh3 - Dh6t. Eða 29. De4 - Dc8. Fór hvítur þá bestu leiðina eftir allt? Ég efast um það. Bera verður saman cndataflið sem hann fékk, við 27. Bd5 - c2 28. Bxe6!! - cxd 1D 29. Bxf7t - Kh8 30. Hxdl - dxe5. Slíkt er erfiðara en reikna út afbrigðin. Tækni Eins og ég hef sagt oftar en cinu sinni, er júgóslavneski stórmeistar- inn Kovacevic, frábær sóknarskák- maöur. Þar að auki teflir hann vanmetnar byrjanir, og cr því c.t.v. hcilmikill sálfræðingur í þokkabót. En hann getur fleira. Urvinnsla, tækni og stöðubarátta, allt cr þetta leikur einn fyrir Júgóslavann. Ekki veit ég hvort einhverjum lesanda muni þykja cftirfarandi skák lciðin- leg, en lærdómsrík er hún allaveg- ana. Skákin er frá Olympíuskákmótinu í Luzern. Júgóslavía: Búlgaría. Glig- oric og Hulak fá fljótlcga jafntefli með svörtu og það kemur í hlut Ljuboje- vic og Kovacevic að tefla til vinnings, og það tekst með nokkurri heppni að vísu. Kovacevic: V elikov Droltningarpeösbyrjun 1. d4 - d5 2. Rf3 - c6 3. Bf4 - Bf5 4. Rb-d2 - c6 5. c4 - Bd6 6. Bxd6 - Dxd6 7. Db3 - Dc7 8. Rh4 - Bg6 9. g3 - Rf6 10. Bg2 - Rb-d7 11. cxd5 - cxd5 12. Rxg6 - hxg6 (Er biskupinn sterkari en riddarinn. Er tvípeðið sterkt eða veikt? Um þetta skal teflt). 13. Da3 - Rb6 14. 0-0 - De7 15. Da5 - 0-016. b3 - Hf-c817. Ha-cl -Hxcl 18. Hxcl - Hc819. Hc5 - Rf-d7 20. Hxc8t - Rxc8 21. e4 - dxe4 22. Rxe4 - Rf6 23. Dc3 - Rb6 24. Dc5 - Dd7 25. Dd6 - Rxe4 26. Dxd7 - Rxd7 27. Bxe4 - b6 28. h4... (Nú er tvípeðið veikleiki, og biskupinn sterkari en riddarinn. Þetta byggist á því að tvípeðið er „kyrrsett", g6-g5 kemur ekki til greina. Því verður alltaf veikt peð á gó cða f7 scm biskupinn getur ráðist að. Þetta skerðir hreyfifrelsi svarts, og það getur hvíti kóngurinn notað sér til að þrjóast í gcgn.) 28. .. - Rf6 29. Bf3 - Kf8 30. Kfl - Ke7 31. Ke2 - Kd6 32. Kd3 - Re8 33. a4 - a5 34. Bb7 - Kc7 35. Ba6 - Rd6 36. Bc4 - Kd7 (Til vinnings fyrir hvítt leiðir 36 ... - Rxc43737. bxc4.Trúlegavar33. ..- a5afleikur.)37. g4-Kc638. Ke3-Kd7 39. Kf4 - Ke7 40. Bd3 - Kf6 41. g5t - Ke7 42. d5. (Skapar kóngnum rými.) 42. ... - Rb7 43. dxe6 - Rc5 44. Bc4 - f6 45. gxf6t - gxf6 46. Kg4 - Re4 47. f3 - Rd2 48. f4 - Re4 49. f5 - Gefið. Bent Larsen, stórmeistari skrifar um skák Frá Skákþingi Reykjavíkur: Fjórir efstir með fullt hús vinninga ■ Skákþing Reykjavíkur 1983 er háð af fullum krafti þessa dagana og eru keppendur 91 talsins. Þeir tefla allir í einum flokki, 11 umferðir eftir Monrad- kerfi. Að fjórum umferðum loknum er staða efstu manna þessi: 1.-4. Elvar Guðmundsson, Jón M. Guðmundsson, Haukur Angantýsson, Þröstur Einars- son 4 v. 5.-7. Haraldur Haraldsson, Lárus Jóhannesson, Halldór G. Einars- son 3 1/2 v. Helstu úrslit í 4. umferð urðu þau að Elvar vann Róbert Harðar- son, Jón M. vann Pál Þórhallsson, Haukur vann Svein Kristinsson og Þröstur vann Stefán G. Þórisson. Meðal annarra keppanda má nefna Guðmund Ágústsson, Þóri Ólafsson. Ágúst Karlsson, Guðlaugu Þorsteinsdóttur, Dan Hansson, Benoný Benediktsson, Björn Sigurjónsson, Óla Valdimarsson og Björgvin Jónsson. Teflt er á sunnu- dögum, miðvikudögum og föstu- dögum. Þátttaka alþjóðlega skákmeistarans Hauks Angantýssonar setur sinn svip á mótið, enda hefur meistarinn teflt af miklum krafti. Mót sem þetta gefa ungum skákmönnum ómetanlegt tæki- færi til að læra af sér eldri og reyndari mönnum, og hér fær einn hinna mörgu ungra og efnilegra skákmanna sem á mótinu tefla, kennslustund hjá Hauki. Hvítur: Óskar Bjarnason t Svartur: Haukur Angantýsson Sikileyjarvörn. 1. c4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Rd-b5 d6 7. Bf4 e5 8. Bg5 a6 9. Ra3 b5 10. Bxf6 gxf6 11. Rd5 f5 (Upp er komin staða óvenju rík af skörpum sóknarmöguleikum. Hvítum standa ýmsar leiðir til boða, svo sem 1) 12. Bxb5!? axb5 13. Rxb5 Ha4 14. Rb-c7+ Kd7 15. 0-0 með góðum sóknarfærum hvítum til handa. Örugg- ara er talið 13.. Ha7 14. Rxa7 Rxa7 15. exf5 Rc6 16. c3 Bxf5 17. Df3 Be6, ef hægt er að tala um öryggi í stöðum sem þessari. 2) Rxb5 axb5 14. Bxb5 Bd7 15. exf5 Bg7 16. a4 Rd4 17. Bxd7 Dxd7 18. 0-0 og hvítur er talinn hafa betra tafl. En í skák þeirra Óskars og Hauks velur hvítur rólegra framhald.) 12. Bd3 Be6 13. c3 (í skák þeirra Kuzmin:Svesnikov, Sovétríkjunum 1982, var leikið 13. 0-0 Bxd5 14. exd5 Re7 15. Dh5 e4 16. Be2 með færum á báða bóga.) 13. . Bg7 14. Rc2 f4 15. g3 Re7 16. Rxe7 Dxe7 (Fram til þessa hefur hvítur teflt vel og ekkert gefið alþjóðlega meistaranum eftir. En næsti leikur hvíts er vafasamur og svartur er fljótur að grípa tækifærið). 17. a4? (Betra var 17. 0-0.) 17. . 0-0! 18. axb5 axb5 19. Hxa8 Hxa8 (Nú er hvítur búinn að gefa eftir a-línuna og fá á sig veikingu niður á b3. Þetta hyggst hann réttlæta með peðsvinningi.) 20. Bxb5 Db7 21. Dd3 d5! 22. f3 (Ef 22. exd5 Bxd5 23. 0-0 e4 24. De2 f3 og biskupinn á b5 fellur.) 22. . dxe4 23. fxe4 m i mm i i J.1 Jt 1 Á t m # t t ® . g abcdefgh 23. . Bf5! og hvítur gafst upp. Mannstap blasir við eftir 24. 0-0 Bxe4 25. De2 Bxc2. Jóhann Öm Sigurjónsson Jóhann Örn Ö Sigurjónsson skrifar St k ■ Það er ekki auðvclt að ná tali af hcimsmeistaranum fyrrverandi Mikhail Tal. Mér tókst þó loks að ná fundi hans og biðja hann að svara nokkrum spurningum. - Hversvegna haldið þér að fólk tefli skák og sumum verður þessi leikur að sjálfu innihaldi lífsins? - Allt hefst mcð cinföldum hætti. Barnið rckst á manntaflið einhversstað- ar, heima hjá sér eða í skólanum. Það byrjar að tetla, tekur þetta fyrst sem hreinan leik og langar að rcyna að vinna. - bróður sinn, félaga eða granna. Andi keppninnar hrífur það. Skákin er kapp- leikur fyrst og frcmst. Enginn ætlar sér í upphafi að gera sér íþróttaframa úr henni. Kappið ýtir á eftir og fólk tekur taflsýkina. Sumt fólk fær væga sýkingu, skákin á í því ákveðin ítök en skiptir ekki höfuðmáli. Aðrirverða ólæknandi. Tal teflir fjöltefli Alltaf fyrir emhverju að berjast — segir fyrrverandi Þá verða hvörf. Það sem áður var ekki annað en leikur, skemmtileg tómstunda- iðja, verður að ástríðu - álgjöru nauð- synjamáli. Ég er þess viss að skákin getur orðið að máli málanna í lífi manns. Stórmeist- arar okkar tíma verða að taka við miklu flóði af fréttum og fróðleik. Og þótt þeir þurfi kannske ekki að gleypa við því öllu þá verða þeir þó að minnsta kosti að smakka á hvcrju smáatriði. Ef árangur á að nást verða menn að tefla mikið og vinna í skákum. Á hinu leikur enginn vafi að almenn menntun er skákmannin- um alger nauðsyn. Allir miklir skák- meistarar hafa mikla menntun og eru stórfróðir menn. - Þér voruð ekki nema 23 ára þegar þér komust á bekk með færustu skák- meisturum veraldar. Frægðin og viður- kenningin komu snemma. Hverniglíður manni sem þannig hefur náð tindinum? - Skákmaður getur aldrei sagt að hann hafi náð tindinum endanlega. Þá heimsmeistari í skák, væri hann búinn að vera. Reyndar kemur yfir mann nokkur tómieiki eftir að hafa sigrað í mikilli keppni og unnið heimsmeistaratitilinn, það sækir að manni dálítill leiði. En svo líður tíminn og baráttuviljinn vaknar á ný, skákþorst- inn kviknar aftur. Það koma ný mót og nýjar áætlanir. í sterkasta hópnum eru breytingar tíðar. Maður er heimsmeist- ari einn daginn og strax þann næsta - fyrrverandi. Það er alltaf fyrir einhverju að berjast. - Það verður ekki sagt að skákferill yðar hafi verið rósum stráður. Hefur aldrei komið fvrir að þér fenguð óbeit á skákinni? Hafið þér aldrei séð eftir því að hafa varið ævinni í hana? - Skákin er minn heimur. Þá cr ckki átt við hús eða virki sem ég fel mig í fyrir hættum lífsins hcldur veröld sem ég lifi öllu mínu lífi í og tjái sjálfan mig í. Ég kann vcl við mig í andrúmslofti skákmóta og málfunda um skáklistina. Mikhail Tal Ég gæti ekki hugsað mér dvöl á eyðiey án keppinautar, frjádagur yrði þá að tefla við migað minnsta kosti. Mér fellur ekki að tefla fyrir luktum dyrum. Ég vil hafa áhorfendur. Kliður í sal truflar mig ekki. Ef kliður fer um salinn eftir að ég hef leikið þá ör\'ar það mig, þá veit ég að ég hef leikið skemmtilegan leik. En skákheimurinn minn er ekki lokaður. Hann tcngist öðrum veruleika mörgum þráðum. Margir vina minna kunna ekki að tefla skák eða eru hreinir viðvaningar. Þeir tala þó mitt mál og ég þeirra. Hinsvegar hafa engin af öðrum áhugamálum mínum; leikhús, bækur. tónlist. - náð að keppa við skákina. Skákin hefur alltaf verið fyrst en annað þar á eftir. Ég sé því ekki eftir neinu. þrátt fvrir ósigra. óheppni og erfiðleika. Ég syrgi ekki ónotaða möguleika á öðrum sviðum. Mér þykir gaman að tefla skák, það er allt og sumt. Evgeni Gik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.