Tíminn - 16.02.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.02.1983, Blaðsíða 5
fréttir Úthlutunarnefnd lista- mannalauna mótmælir ónógri f járveitingu: FLYTUR ENGAN í EFRI FLOKK — segir brýna nauðsyn bera til ad endurskoða fjárveitingar til listamannalauna Uthlutunarnefnd listamannalauna á blaðamannafundi í gær. F.v. Halldór Blöndal, Gunnar Stcfánsson, Bessý Jóhannsdóttir, Magnús Þóröarson, Jón R. Hjálmarsson, sr. Bolli Gústafsson og Sverrir Hólmarsson. Tímamynd Árni. ■ „Deila má um réttmæti þess, hvort greiða skuli listamönnum laun af al- mannafé, en meðan Alþingi gerir ráð fyrir því, verður að ætlast til þess, að hægt sé að gera þaðfá sómasamlegan hátt og sambærilegan við aðrar úthlutan- ir. Vegna þess, hve hlutur listamanna- launa hefur rvrnað að tiltölu á undan- förnum árum, meðan listamönnum hef- ur stóriega fjölgað, virðist Ijóst, að löggjafarvaldið hefur lítinn áhuga á því, að launin komi listamönnum að umtal- sverðu gagni,“ segir m.a. í yfirlysingu, sem úthlutunarnefnd listamannalauna afhcnti blaðamönnum í gær, er tilkynnt var hverjir hefðu fcngið listamannalaun áriö 1983. Ennfremur segir í yfirlýsingunni að ýmiss konar greiðslur til listamanna hafi komið til sögunnar undanfarin ár og gildi listamannalaunanna minnkað að sama skapi. í fyrra hafi fé sem nefndin hafði til úthlutunar numið 1.500.000 krónum en í ár 1.700.000 krónur sem þýði raunverulega rýrnun. Nefndar- menn eru sammála um að starfsskilyrði nefndarinnar sé óviðundandi og telur nauðsynlegt að taka fjárveitingar og fyrirkomulag listamannalauna til gagn- gerðrar endurskoðunar. Með þetta í huga ákvað nefndin að mótmæla ónógri fjárveitingu með því að færa engan listamann upp í cfri flokk að þessu sinni eins og tíðkast hcfur á hverju ári, að undanförnu. Varðandi úthlutun í neðri flokki var fylgt sömu vinnureglu og í fyrra. þ.e. að þeir sem síðast voru í þeim flokki falla burt og nýir menn koma í staðinn sem ekki fengu úthlutað listamannalaunum í fyrra. í neðri flokki eru 43 menn og 23 hafa aldrei fengið listamannalaun áður. Úthlutunarnefnd listamannalauna skipa nú eftirtaldir menn: Magnús Þórðarson framkv.stj. formaður, Jón R. Hjálmarsson ritari. Bessý Jóhannsdóttir sr. Bolli Gústafsson, Gunnar Stcfáns- son. Halldór Blöndal og Sverrir Hólm- arsson. 135 listamenn hljóta listamannalaun að þessu sinni, 92 í efra flokki og 43 í neðra. Launin eru helmingi hærri í þeim efri. Alþingi veitir sjálft laun í heiðurs- launaflokki en þau hljóta 15 listamenn. JGK „Hönnum ekki fyrir meira öryggi en réttlætanlegt er” — segja verkfræðingar Vegagerðarinnar um bryrnar sem létu sig í flóðunum ■ „Við tökum ekki nærri okkur að vegurinn gaf sig við þessar brýr. Sé ekki um að ræða öryggi mannslífa, þá verðum við að líta á heildarhagkvæmn- ina, sem kemur þá - því miður - þannig út að í aftökum verða tjón. Og þannig viljum við hafa það“, sagði Guðmundur Arason, verkfræðingur í brúadeild Veg- agerðarinnar m.a. er Tíminn ræddi við hann vegna brúnna fjögurra sem gáfu sig í Strandaleið í flóðunum miklu, sem sagt var frá í Tímanum fyrir hclgina. - Það mætti frekar segja að ef hvergi hefðu orðið tjón á mannvirkjum í þessum flóðum - sem við á verkfræð- ingamáli köllum 50 til 100 ára atburð - þá hefði verið ástæða til að taka það nærri sér. Því það þýðir að við hefðum verið búnir að hanna þessi mannvirki fyrir miklu meira öryggi heldur en réttlætanlegt væri frá fjárhagslegu sjónar- miði. Þegar þú þessvegna heyrir um eitthvert mannvirki sem staðist hefur vel aftaka áraun, þá á kannski ekki endilega að þakka hönnuðinum eða byggingarað- ilanum fyrir það, því allt eins eru þá líkur á að hann hafi sóað þar almannafé, sagði Guðmundur. Hann kvaðst ekki geta svarað því hver viðgerðarkostnaðurinn væri við brýrnar fjórar á Ströndum, enda sé viðgerðum þar ekki endanlega lokið. „En hann er hins vegar ekki nema brot af verði einnar af þessunt brúm. Til að ná fullu öryggi værum við hins vegar væntanlega að tala um 50-100% hækkun á bygging- arkostnaði þessara brúa, þannig að við stöndum vel fjárhagslega í þessu dæmi ennþá miðað við að brýrnar hefðu verið byggðar með „afsalut" öryggi", sagði Guðmundur. Margar gömlu brýrnar sagði Guð- mundur byggðar af mikilli íhaldsemi, sérstaklega gagnvart flóðum. Oft liggi þær hins vegar niðri í gljúfrum og krappar beygjur að þeim, t.d. eins og við Selá í Hrútafirði (þar sem nýja brúin fór úr sambandi um daginn) og nánast enginn kostur að gera frambærilega veglínu að þeim. Því hafi verið leitað niður með ánum, á jafnara land, til að fá betri veg. En það þýðir að brýrnar þurfa að vera miklu lengri og þar af leiðandi dýrari eigi að halda sama öryggi. Yfirleitt sé því ekki stefnt að því að vcgirnir við brýrnar haldi hvað sem á dynur. -HEI 135 hlutu listamannalaun ■ Eftirtaldir listamenn hlutu lista- munnaiuun fyrir árið 1983. í neðri flokki eru þcir feitletraðir sent aldrci Itafu þegið listamunnalaun áður. 15.000 krónur hver (92 menn). Agnar Þóröarson, Alfreð Flóki, Atli Heimir Svcinssón, Ágúst Petersen, Ármann Kr. Einarsson. Árni Björnsson, Árni Kristjánsson. Bene- dikt Gunnarsson, Björn J. Blöndal. Björn Ólafsson, Bragi Ásgcirsson, Bragi Sigurjónsson. Einar Bragi, Einar Hákonarson, Eiríkur Smith, Eyþór Stelánsson. Gísli Halldórs- son, Gísli Magnússon, Gísli Sigurðs- son, Gréta Sigfúsdóttir, Guðbergur Bergsson, Guðmunda Andrésdóttir. Guðmundur L. Friðfinnsson. Guð- mundur Frímann, Guðmundur Jónsson, Guömundur lngi Kristjáns- son, Guðrún Á. Símonar, Gunnar Dal, Gunnar Eyjólfsson, Gunnar M. "Magnúss, Hallgrímur Helgason, Hannes Sigfússon, Heiðrekur Guömundsson, Hringur Jóhannes- son, Ingimar Erlendur Sigurðsson. Jakobína Sigurðardöttir, Jóhann Briem, Jóhann Hjálmarsson, Jó- hanncs Geir, Jóhannes Helgi, Jó- hannes Jóhannesson, Jón Ásgeirs- son, Jón Björnsson, Jón Dan, Jón Helgason, Jón Nordal, Jón Óskar, Jón Þórarinsson, Jón úr Vör, Jónas Árnason, Jónas Guðmundsson, Jór- unn Viðar. Karcn Agnete Þórarins- son, Karl Kvaran. Kjartan Guðjóns- son, Kristinn Rcyr, Kristján Alberts- son, Kristján Davíðsson, Kristján frá Djúpaiæk, Leifur Þórarinsson, Manucla VViesler, Matthías Jo- hannessen, Oddur Björnsson, Ólöf Pálsdóttir, -Óskar Aðalsteinn, Pétur Friörik, Ragnheiöur Jónsdóttir, Ró- bert Amfinnsson, Rúrik Haraldsson, Rögnvaldur Sigurjönsson, , Sigfús Daðason, Sigfús Halldórsson, Sig- urður A. Magnússon, Sigurður Sig- urðsson, Skúli Halldórsson, Stefán Hörður Grímsson. Stefán Júlfusson, Steinþór Sigurðsson, Sveinn Björnsson, Svcrrir Haraldsson, Thor Vilhjálmsson. Tryggvi Emilsson, Valtýr Pétursson. Veturliði Gunn- arsson, Vésteinn Lúðvíksson, Vil- borg Dagbjartsdóttir, Þorkell Sigur- björnsson, Þorsteinn frá Hamri, Þorsteinn Ö. Stephensen. Þóroddur Guðmundsson, Þuríður Pálsdóttir, Örlygur Sigurðsson. 7.500 krónur hver (43 menn) Andrés Imlriöason. Anton Helgi Jónsson, Áslaug Kagnars, Baltazar, Birgir Engilberts, Birgir Helgason, Eggert Guðmundsson, Einar Már Guöimmdsson, Einar Þorláksson, Filippía Kristjánsdótúr (Hugrún), Guöniundur Karl Áslijörnsson, Guömundur Emilsson, Guðmundur Steinsson, Guðný Guðmundsdóttir, Guðrún Svava Svavarsdóttir, Gunn- ar Örn Gunnarsson, Halldór Vil- helmsson, Helgi Sæmundsson, Hjálinar llelgi Ragnarsson, Hjörtur Pálsson, Hrafn Gunnlaugsson, Jón Kristinssun frá Lainbey, Jón Stefáns- son, Jónas Svafár, Jónina Guðna- dóttir, Karólína Eiríksdóttir, Karó- lína Lárusdóttir, Kristján Guð- ' mundsson. Kristján Jóhannsson, Lára Rafnsdóttir, Ragnar Páll Ein- arsson, Rtighar Þorsteinsson Ragn- hildur Gísladóttir, Rut Ingólfsdóttir,' Sigurður l’álsson, Steingerður Guð- mundsdóttir, Steinþór Marinú Gunnarsson, Svava Jakobsdóttir, Sveinbjörn Beintcinsson, Séra Sverr- ir Haraldsson, Þorsteinn Antonsson, Þörður Hall, Þórunn Elfa Magnús- dóttir. Ævintýraheimurinn Erum með: VHS - og 2000 með ogántexta VIDEO SPORT Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 S 33460. Opiðailadaga kl. 13.00-23.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.