Tíminn - 06.03.1983, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 6. MARS 1983
9
menn og málefni
Vísitölukerfið og bar-
áttan við verðbólguna
■ Verðbólgan er ógnvænlega mikil
hér á landi. Tilraunir stjórnvalda til að
hafa hemil á henni hafa ekki tekist sem
skyldi. Ástæðurnar eru vafalaust jafn
margar og hinar raunverulegu orsakir
verðbólgu, en um það efni eru fræði-
menn mjög ósammála. Sumt af verð-
bólgunni er innflutt, annað er heimatil-
búið með ýmsum hætti. Og við íslend-
ingar höfum komið okkur upp ein-
stöku kerfi til þess að viðhalda þessari
verðbólgu, sem er vítahringur sjálf-
virkninnar - vísitölukerfið, sem nú
tengir saman laun allra launþega í
landinu, landbúnaðarvöruverð,
fiskverð, vaxtakjör og margt fleira í
eina allsherjarhringsrás.
Taka má undir það með Ólafi Davís-
syni, þáverandi forstjóra Tjóðhags-
stofnunar, er hann sagði í erindi sem
flutt var á fundi í Verslunarmannafé-
lagi Reykjavíkur fyrir um ári síðan,
að „formleg vísitölubinding launa get-
ur haft í för með sér verulega hættu á
varanlegri og vaxandi verðbólgu. Jafn-
vel þótt vísitölubinding sé ekki frumor-
sök verðbólgu,þá viðheldur hún verð-
bólgu, hver sem frumorsökin er“.
Það er ekkert nýtt að verðbólgan sé
meiri á Islandi en í nágrannalöndun-
um. í ítarlegri skýrslu, sem svonefnd
Verðbólgunefnd tók saman og birt var
1978, kemur fram, að hraði verðbólg-
unhar virðist um tvöfalt meiri á íslandi
en í OECD-löndunum á árabilinu frá
1950 til 1962, og nær þrefalt meiri á
árunum 1963 til 1972. Sum síðustu árin
áratuginn eða svo:
í áðurnefndu erindi gerði Ólafur
Davíðsson í stuttu máli grcin fyrir
helstu orsökum verðbólgunnar síðasta
áratuginn eða svo:
„fslensk -verðbólga á ótvírætt rætur
að rekja til margra orsaka, og það er
auðvitað nauðsynlegt að reyna að átta
sig sem best á þeim. Ef litið er til
áranna 1972 til 1974, þegarverðbólgan
hér á landi - og reyndar víðar - komst
á mun hærra stig en undangengna
áratugi, er ekki vafi á því, að mikill
viðskiptakjarabati árið 1973 með'auk-
inni eftirspurn og mikilli uppsprettu
peninga átti hér hlut að máli. Sama
gegnir einnig um viðskiptakjararýrn-
unina í kjölfar olíuverðshækkunarinn-
ar um áramótin 1973/1974 á sama tíma
og miklar kauphækkanir urðu í kjara-
samningum. Þarna fóru þá saman
utanaðkomandi áhrif viðskiptakjara
og viðbrögð við þeim. Frá þessum
tíma hefur verðbólgan verið nálægt
50%, hjaðnað nokkuð sum árin en
síðan tekið spretti. Á þessum árum
hefur verðbólgan grafið sér farveg,
sem erfitt getur reynst að veita henni
úr. Verðbólgan nú er fyrst og fremst
víxlgangur launa, verðlags og gengis -
eða gengis, verðlags og launa - hún er
eins konar víxlgangsverðbólga.Helsta
orsök verðbólgunnar í ár er verðbólgan
ffyrra og hitteðfyrra,og hún er líka
meginorsök verðbólgunnar á næsta
ári“.
Þetta er sú úlfakreppa, sem nauð-
synlegt er fyrir íslendinga að komast út
úr. Til þess þarf víðtækar, samræmdar
aðgerðir. Liður í þeim aðgerðum, en
aðeins einn liður, eru breytingar á
vísitölukerfinu.
Lengi reynt að sníða
agnúa af vísitölukerfinu
„Það kemur greinilega fram í greinar-
gerð með frumvarpi dr. Gunnars Thor-
oddsens, forsætisráðnerra, um nýtt við-
miðunarkerfi, sem nú liggur fyrir Al-
þingi, að sjaldan hefur liðið langur tími
án þess að stjórnvöld hafi reynt með
einhverjum hætti að lagfæra gildandi
vísitölukerfi:
Þegar horft er til baka yfir þau
rösklega 43 ár, sem liðin eru frá því
vísitölukerfið komst formlega á lagg-
irnar, kemur í Ijós, að sitthvað hefur
verið við kerfið fengist. Raunar má
segja, að rauði þráðurinn í sögu vísi-
tölukerfisins sé fólginn í aðgerðum,
sem miða að því að draga með einum
eða öðrum hætti úr þeim sjálfvirka
víxlgangi verðlags og launa, sem vísi-
tölukerfið stuðlar að. Vísitöluafskipt-
unum má til einföldunar skipa í tvo
flokka. í fyrri flokknum eru frádráttar-
liðir, sem kalla má hefðbundna. Þessir
liðir eru búvörufrádráttur, sem tekinn
var upp með lögum árið 1950, og
áfengis- og tóbaksfrádráttur, sem tek-
inn var upp í samningum 1974. Þessir
tveir frádráttarliðir hafa verið nær
óslitið í gildi frá því þeir voru fyrst
Vísitölukerfi
nágrannalandanna
Hvernig er þessum málurn háttað
hjá nágrannaþjóðum okkar?
Tenging iauna við verðlagsvísitölu
er líklega hvergi eins víðtæk og sjálf-
virk og hérá landi. Yfirleitt ersjaidnast
um beina reglubundna tengingu að
ræða, en þar sem slíkt tíðkast
(Danmörk, Belgía, Holland) er ten-
ingin yfirleitt talsverðum takmörkutt-
um háð.
Þetta sést greinilega á meðfylgjandi
töflu, þar sem líka kemur skýrt fram, að
hversu frábrugðið okkar kerfi er því sem
annars staðar tíðkast - mælir meira og
örar.
að vísitalan verði afnumin í tvö ár til
reynslu, en jafnframt verði gerðar
ýmsar ráðstafanir“.
Aðrir forystumenn innan verkalýðs-
hreyfingarinnar hafa lagt á það áherslu
að launþegasamtökin verði að taka
á ábyrgan hátt þátt í breytingum á
vísitölukerfinu ef hún á ekki að dæma
síg úr lcik. Þetta kom m.a. fram í
íorystugrein í Félagstíðindum Starfs-
; mannaféiagsríkisstofnana, sem er fjöl-
mennasta félágið innan BSRB. Þar
sagði m.a.:
„Hitt er svo annað mál, hvort sú
'umræða um vísitöluna og forsendur
hennar sé byggð á því raunsæi og
ábyrgð, sem hún ætti að gera, miðað
við þær upplýsingar um afkomu og
Yfirlit um vísitölu og verðtryggingu launa
Byggt á upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun frá árinu 1982
Visitölu
Reiknit.b.
á ári
2 3 4
Framf.
visit.
Kaupgj.
visit.
óbeinir sk.
■*- + Niöurgr.
Viósk. Orka - heilb.
3.3.83 G.G.
Island Já X x. X X x)
Finnland Já X X Bætur frestast um tvo mánuói til vióbótar Otb. i febr. Visitalan veróur þó aó hækka umfram tiltekin mörk svo laun hækki.
Noregur Nei Akvæöi er i samningum um endurskoðun launalióa ef framfarsluvisitala hækkar umfram ákveóin mörk. Breyting er tekin meó tilliti til efnahags landsins.
Daumörk Já X X x XX) Fastar umsandar uppbætur mióaó við verð- bólgustig. (Dýrtióarbætur krónutala).
Sviþjóó Já X X 1 sióustu samningun var gert ráó fyrir vióbótargreiöslu er hækki framfaarslu- visitölu umfram ákv. itörk.
Belgia Já Veróbætur eru greiddar ef hækkanir eru umfram 2% á sl. 3 mánuðum.
Holland Já X X XXX) Greitt eftir 3ja mánaóa töf i krónutölu miöaó við lægstu laun.
Frakkland Já X X lægstu laun hadcka ef verölag hækkar umfram 2% á 3 mánuðum. Bannað er meó lögum að verðtryggja önnur laun.
V-Þýskaland Nei Banna ó m eó lögum aó v erótryggja laun. Samningar eru yfirleitt til 12 mánaöa.
Bretland Nei
Austurriki Nei 1 Akvaeöi eru i samningum um endurskoöun á timabilum til aó tryggja lægstu launin.
Kanada Nei Samfara lengri samingstimabilum hafa kanió inn ákvæöi un reglui undnar grunn- kaupshækkanir tengdár verólagi. Aóeins litill hluti vinnuaflsins nýtur slikra ákvæóa.
x) Kaupgjaldsvistala á Islandi er framfærsluvisitala aó frádregnun héddcunum á búvöruverói vegna hækkunar á launum. Hadckun á verói tóbaks og áfergis. Breytingar á sköttum og gjöLdum eóa álagning
XX) Saupgjaldsvisitalan 1 Danrörku er framfærsluvlsitala að frádrœinuin óbeinnn sköttum og að viðbættun niðurgreiðslum.
Frá 1. jan. 1979 hefur allt sat varðar orku verið tekið út úr vidmiðuniuni.
xxx) Kaupgjaidsvisitalan i Hollaidi er framfiorsluvisitala að frádregnum óbeinum sköttim og útgjöldum vegna heilbrigðianála.
■ Á þessu yfírliti má sjá hvar í nágrannalöndum okkar vísutölukerfi er við lýði, hversu oft á ári verðbætur eru reiknaðar
út, við hvers konar vísitölu er miðað, hvort tekið er tillit til viðskiptakjara og nánari útlistun á meðferð mikilvægra þátta í
vísitölunni. Eins og sjá má er vísitölukerfið lang viðamest hér á landi. Víða er engin vísitölutrygging, en annars staðar mun
takmarkaðri en hér á landi.
teknir upp og teljast því varla til.
sérstakra skerðingarþátta. í seinni
flokknum eru allir aðrir frádráttarliðir.
Dæmi um þessa liði eru ákvæði í
nýgerðum samhingum ASÍ og VSÍ um
2.9% frádrátt frá verðbótavísitölu 1.
september síðastliðinn og ákvæði
bráðabirgðalaga frá 21. ágúst síðast-
liðnum um helmingun verðbóta 1.
desember síðastliðinn. Þessu til við-
bótar má svo nefna viðskiptakjara-
viðmiðunina, sem tekin var upp 1979,
en hún getur raunar bæði orkað til
hækkunar og lækkunar á verðbótum.
Athyglisvert er, að á árunum 1930-
1982 eru aðeins þrjú tímabil, sem ná
yfír lengri tíma en eitt ár, þar sem ekki
hefur verið um að ræða sérstök afskipti
af vísitölukerfinu, nefnilega 1945-
1947, 1964-1967 og september 1981-
ágúst 1982. Við lauslega skoðun kemur
ennfremur í Ijós, að taiið í mánuðum á
öllu þessu tímabili hefur vísitölukerfið
einungis verið afskiptalaust í tæplega 3
ár, á árunum 1945-1947, en þá voru
verðbætur óskertar með öllu. Saman-
lagður tími hefðbundinnar skerðingar
eingöngu telst tæplega 8 ár. En viðbót-
arskerðingar hafa hins vegar verið við
lýði í samtals 32 ár“.
Ábyrg afstaða
í frumvarpi forsætisráðherra, sem
Framsóknarflokkurinn hefur barist
mikið fyrir að næði fram að ganga, er
aðeins dregið úr hraðanum með því að
fækka útreikningstímabilum niður í
þrjú. Gegn þessu hafa ýmsir verkalýðs-
foringjar snúist öndverðir, og virðast
reyndar telja vísitölukerfið heilaga kú
þegar á reynir. Sú afstaða - að vilja
ekki taka þátt í breytingu á kerfinu -
getur aðeins orðið vatn á myllu þeirra
sem vilja afnema kerfið algjörlega.
Þær raddir eru reyndar þegar farnar að
heyrast innan verkalýðshreyfingarinn-
ar sjálfrar, eins og til dæmis í grein,
sem Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir,
formaður Sóknar, ritaði á dögunum í
DV, en þar sagði hún m.a.:
„Að öilu þessu athuguðu legg ég til
geta kynnt sér. Er launþegahreyfing-
unni það samboðið að setja sig í
heilagleikastellingar og ræða aldrei
málið öðru vísi en af trúarlegri forherð-
ingu gegn betri vitund? Leiðir slík
afstaða ekki einfaldlega til þess, að
launþegahreyfingin dæmist úr leik þeg-
ar taka á ákvarðanir?
Sú staðreynd ætti að vera öllum ljós
í nútímaþjóðfélagi, að þjóðin getur
ekki eytt meiru en hún aflar — nema þá
með því að safna skuldum innanlands
eða utan sem komandi kynslóðirverða
að greiða. Kjarabaráttan í landinu, ef
hún á að vera ábyrg, hlýtur því að
snúast um það, með hvaða hætti eigi
að skipta þjóðartekjunum hverju
sinni, en ekki að taka eigi til skiptanna
mcira heldur en þjóðin aflar hverju
sinni. Sé það sjónarmið ekki haft í
— Elías Snadand Jónsson Q
ritstjóri skrifar
stöðu þjóðarbúsins, sem allir er viljy
huga kemur fyrr en síðar að skulda-
dögunum.
Væri ekki skynsamlegra að taka á
málunum sameiginlega af raunsæi og
reyna í samráði og með samkomulagi
að komast að vitrænni niðurstöðu,
sem í reynd tryggði launþegum þann
kaupmátt, sem þjóðarbúið leyfir
hverju sinni, í stað þess að byggja
afkomuna á fölsun á fölsun ofan? Er
okkur samboðið að búa við öryggi
strútsins og stinga höfðinu í sandinn
þegar hætta steðjar að?“
Þetta er afstaða sem mætti verða
öðrum forystumönnum í verkalýðs-
hreyfingunni til umhugsunar.
Svipaða ábyrga afstöðu til veruleik-
ans mátti lesa í nýlegu viðtali við Rune
Molin hjá sænska Alþýðusambandinu.
Þar kemur skýrt fram að sænska verka-
lýðshrcyfingin leggur á það áherslu að
aðgerðir ríkisstjórnarinnar í Svíþjóð
til að efla atvinnulífið og auka fram-
leiðslu og þar með atvinnu, takist, og
er reiðubúin að þola kaupmáttarskerð-
ingu á meðan. Sænska ríkisstjórnin
felldi sem kunnugt er mjög verulega
gengi sænsku krónunnar og sú gengis-
felling kemur ekki fram í kauphækkun
hjá launafólki eins og hér gerist. Um
þctta segir Rune Molin:
„Ef markmiðið með gengisfelling-
unni á að nást, verðum við að gera ráð
fyrir að rauntekjur lækki á árinu 1983
um 3-5%. Við höfum sagt, að við
viljum að stefna ríkisstjórnarinnar
takist, af því að við viljum verja
atvinnuna. Og það cr mín skoðun, að
bæði innan LO (þ.e. sænska ASI) og
innan TCO (sænska BSRB) sé víð-
■ tækur stuðningur við að færa nauðsyn-
legar fórnir árið 1983. Það mun einnig
styrkja forsendur efnahagslífsins a
- komandi árum. Til skamms tíma litið
munu þessar fórnir þó koma mjög við
okkar félagsmenn, sem hafa þegar
orðið að sætta sig við að rauntekjurnar
hafi lækkað um 10-12%“.
í báðum þessum tilvitnunum kemur
fram ábyrg afstaða af hálfu forystu-
manna launþega. Vonandi væri að sú
afstaða næði eyrum fleiri, sem áhrifa-
miklir eru í íslenskum launþegasam-
tökum.
Eftir hverju
er beðið?
Eins og tekið var fram í upphafi
þessarar greinar er auðvitað ljóst, að
breytt vísitölukerfi er aðeins eitt af
mörgu, sem gera þarf til þess að efla
framleiðsluna í landinu og draga veru-
lega úr verðbólgunni. En það er citt af
þeim meginatriðum, sem yfirleitt hefur
strandað á. Allt bendir til þess, að ef
forystumenn launþegahreyfingarinnar
koma í veg fyrir lagfæringar á því kerfi
í samvinnu við hófsöm stjórnmálaöfl,
þá muni þess skammt að bíða að hér
komist til valda þeir aðilar, sem spyrja
launþegajrreyfinguna einfaldlega ekk-
ert um málið, heldur afnemi vísitölu-
kerfið einhliða. Mætti kannski vitna í
gömul orð sem gætu orðið gjaldgeng á
ný:
„Til þess að koma í veg fyrir, að aftur
hefjist það kapphlaup niilli verðlags og
kaupgjalds, sem tókst að stöðva á
síðastliðnu ári, leggur ríkisstjórnin til,
að óheimilt sé að iniða kaupgjald við
breytingu á vísitölu. Reynslan hefur
sýnt. að það vísitölukerfi, sem hér
hefur verið í gildi síðan í byrjun
heimsstyrjaldarinnar síðari, hefur ekki
‘ verið launþegum til neinna varanlegra
hagsbóta. Þess vegna leggur ríkis-i
stjórnin til að það verði afnumið".
Þetta stendur í bæklingi sem ber
heitið „Viðreisn" og sá dagsins ljós
árið 1960. Eru þeir, sem þráast við að
ieiðrétta vísitölukerfið, að bíða eftir
nýju slíku plaggi frá endurnýjaðri
viðreisnarstjórn? _gs|.
mmmm^m^^^^mmmmmmi