Tíminn - 06.03.1983, Blaðsíða 26

Tíminn - 06.03.1983, Blaðsíða 26
SUNNUDAGUR 6. MARS1983 heimsókn óskar að ráða LOFTSKEYTAMANN/SÍMRITARA til starfa í' VESTMANNAEYJUM. Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmannadeild Reykjavík og stöðvarstjóra Vestmannaeyjum. Tilboð óskast Staögreiðslutilboö óskast í notað byggingarefni: Timbur, spónaplötur, bárujárn og einangrun er seljast skal í einu lagi. Vörur þessar veröa til sýnis mánudaginn 7. mars kl. 13-16 aö Korpúlfsstöðum viö Vesturlandsveg. Tilboöum skal skilaö inn til söludeildar Reykjavíkurborgar Borgartúni 1, fyrir kl. 15. þriðjudaginn 8. mars þar sem þau verða opnuð. Söludeild Reykjavíkurborgar. „Tillitssemi er kvenleg dyggð“ - Hvenær stofnaöiröu Tískuskóla Andreu? „Pað var árið 1962 og ég rak hann í ellefu ár. Hætti þegar Gnúpur sonur okkar var fjögurra ára, þá tímdi ég ekki lengur að vinna úti. Mig langaði til þess að njóta barnsins enda er Gnúpur eina barnið okkar. Mér finnst það mikil forrétttindi að geta verið heima og hugsað um heimilið og barnið og ég vorkenni konum sem eiga kannski mörg börn og þurfa líka að vinna utan heimilis- ins. Annars leiddist mér þetta orð Tísku- skóli og breytti því nafninu í Skóla Andreu því það sem ég kenndi hefur ekkert með tísku að gera. Ég kenndi almenna framkomu, háttvísi, þrifnað, hvernig á að taka á móti fólki og annað slíkt." - Hvar lærðiröu þetta? ',,Ég lærði í París hjá einni frægustu sýningarstúlku sem uppi hefur verið. Hún byrjaði hjá Dior og var eftirlæti hans. Hún var tákn kvenleikans en það var móðir mín reyndar líka, þó á nokkuð annan hátt. - Hvað er að vera kvenleg? „Tillitssemi er fyrst og fremst kvenleg dyggð. Að taka tillit til fólks og breyta við það eins og maður vill að aðrir breyti við sig.“ - En eiga karlmcnn ekki líka að sýna slíka tilllitssemi? „Jú að sjálfsögðu, en ég fór aldrei út í það að kenna karlmönnum. Mér hefur oft fundist að karlmenn komi fram við okkur eins og við komum fram við þá, það er að minnsta kosti mín reynsla. Ég flutti líka inn snyrtivörur frá Lancome og kynnti þær á íslandi en hætti sem sagt þegar Gnúpur var fjög- urra ára, til þess að geta annast hann, auk þess sem ég hef líka nóg að gera í málaskólanum. Ég er nefnilega innritun- arstjóri skólans, gjaldkeri og ræstingar- fræðingur," segir Andrea hlæjandi. „Ég annaðist bréfaskriftir fyrir Skóla Andreu," segir Halldór, „og mér fannst það dálítið einkennilegt að þegar okkur var boðið að skoða Lancome-verksmiðj- urnar í París, þá var ég alltaf ávarpaður sem Monsieur Andrea Oddsteinsdóttir." - Þú skrifaðir líka eitthvað ■ blöð Andrea? „Já, ég skrifaði lítils háttar í Tímann ■ „Ég lærði í París hjá einni frægustu jsýningarstúlku sem uppi hefur verið.“ ■ „Ég held að með nokkrum sanni megi segja að við séum fagurkerar og njótum þess að hafa fallegt í kringum okkur.“ og Æskuna um háttvísi og klæðnað unglinga o.fl. á þeim árum þegar bítlaæð- ið var í algleymingi. Þetta var svona nokkurs konar föstudagsrabb, ég man nú ekki hvað ég hélt þetta lengi út. En ttminn sem ég var með minn skóla var -mjög skemmtilegur." - Síðan lékstu í síðustu kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, hvernig kom það til? „Þegar Hrafn hafði samband við mig hélt ég að hann ætlaði að fá að mynda hérna inni, en hann var þá að leita að konu sem -hann lýsti af fjálgleik. Ég sagði honum að það væri svo langt um liðið síðan ég var með skólann að ég myndi bara ekki eftir neinni slíkri konu. En hann sagðist þá hafa mig í huga. Fyrst fannst mér alveg fráleitt að ég færi að leika í kvikmynd og sagði að það kæmi alls ekki til greina. En Halldóri fannst alveg sjálfsagt að ég skellti mér útí þetta svo ég sló til og sé ekki eftir því. Þetta var ævintýri útaf fyrir sig og elskulegt fólk að vinna með, þó ég væri kannski dálítið á annarri bylgjulengd. En Hrafn sýndi mér mikla tillitsemi og kurteisi og það var mjög gaman að kynnast því hvernig kvikmynd verður til. Ég var líka mjög ánægð með útkomu myndarinnar og séstaklega finnst mér Benedikt stórkostlegur leikari." - Hefurðu leikið einhvern tíma áður? „Nei,ekki nema Þyrnirós þegar ég var tíu ára og ég hef heldur ekkert hugsað útí hvort ég geri það aftur, en það er aldrei að vita.“ „Það er list að sauma fallegan kjól“ - Hvenær fluttuð þið hingað í þetta fallega hús? ■ Fjölskyldan hefur fundið marga góða gripi í fjöruferðum sínum og hér er Gnúpur hjá einum slíkum. „Við keyptum það árið 1967, þá hafði okkur verið sagt upp húsnæðinu á Skólavörðustígnum sem skólinn var í svo okkur vantaði húsnæði einhvers staðar í miðbænum. Við áttum fallega íbúð inná Brekkulæk en okkur langaði alltaf í gamalt hús, þau lágu bara ekki á . lausu. Við byrjuðum nefnilega strax og við giftum okkur að safna antik hús- gögnum svo okkur vantaði eiginlega hús undir húsgögnin. Við þóttumst því hafa himin höndum tekið þegar við náðum í þetta hús. Við vorum ein af þeim fyrstu hér í Reykjavík til að flytja inn í og gera upp gamalt hús. Það hafa margir hneykslast á því hversu stórt húsið er fyrir svo litla fjölskyldu, en það kæmi vafalaust verr út fyrir okkur að eiga minna hús eða íbúð og þurfa síðan að leigja hæð undir skólann einhvers staðar miðsvæðis. Það er mjög mikils virði fyrir Halldór að þurfa bara að fara niður til að kenna og geta komið upp í frímínútum og borðað. Mér finnst líka miklu skemmtilegra að búa í gömlu húsi sem hefur sál í stað einhvers steinkastala." - Heldurðu að húsinu fylgi góðir andar? „Já, örugglega því hér hefur ævinlega búið svo gott fólk, t.d. Sigurður Magnús- son og Dýrleif Ármann. Frú Dýrleif er listakona af guðs náð, og hefur saumað mikið á mig. Það er list að sauma fallegan kjól alveg eins og að búa til hver önnur listaverk. Á undan henni saumaði móðir mín alltaf á mig, en hún lést í fyrra. Hún bjó hérna hjá okkur og við vorum mjög samrýndar." - Þarftu ekki húshjálp til að halda svo stóru húsi hreinu? „Ég hef séð um það sjálf,“ segir Andrea, „þar til nú í vetur að ég hef fengið mér til aðstoðar yndislega ind- verska stúlku sem kemur einu sinni í viku og er í um það bil þrjá tíma. Það er enginn lúxus, heldur nauðsyn, því það er mikið verk að halda þessu í horfinu. - Á fjölskyldan einhver sameiginleg áhugamál? „Hér áður fyrr gerðum við mikið af því að fara á fjöru og finna rekavið, enda má finná marga góða gripi á heimili okkar, sem hafa rekið á okkar fjörur. En það er svo margt sem sameinar þessa litlu fjölskyldu. Við höfum t.d. ánægju af ferðalögum og fögrum listum. Ég held að með nokkrum sanni megi segja að við séum fagurkerar og njótum þess að hafa fallegt í kringum okkur. Halldór er líka mjög sérstakur með það hversu mikinn áhuga hann hefur á heimilinu og útliti þess. Hann tekur alltaf eftir því ef ég er eitthvað að brauka.“ -sbj. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN „Gaman að búa í húsi sem hefur sál” beinum við sjónum okkar að konu hans, Andreu, sem er Skaftfellingur í húð og hár, dóttir Þorgerðar Hallgrímsdóttur frá Felli í Miðdal og Oddsteins Friðriks- sonar frá Rauðhálsi í Mýrdal. Að loknu gagnfræðaprófi frá Ingimarsskólanum í Reykjavík stundaði hún almenn skrif- stofustörf, m.a. í Boston í Bandaríkjun- um um þriggja ára skeið og síðar í Útvegsbankanum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.