Tíminn - 06.03.1983, Blaðsíða 22

Tíminn - 06.03.1983, Blaðsíða 22
Fyrsta plata Q4U Um miðja næstu viku kemur út hjá Gramm fyrsta plata hljómsveitar- innar Q4U og hefur hún hlotið nafnið Q1. Þetta er 6 laga 12 tommu plata cn á henni cr blanda af gömlum þekktum lögum sveitarinnar eins og t.d. Böring auk nýrra laga eins og t.d. Tíksufrik. Það cr óhætt að segja að aðdáend- ur þessarar svcitar séu orðnir nokkuð langeygir eftir þessari skífu en tónlist Q4U hcfur þróast á undanförnum árum úr því að vera pönkaðasta pönk og í tölvupopp á diabolísku línunni. ítarlegt viðtal við Q4U mun birtast hér í Nútímanum um næstu helgi. MEZZO í 61. sæti Hljómsveitin Mezzoforte heldur áfram að gera það gott í Bretlandi og er plata þeirra Garden Party nú komin í 61. sæti National-listans breska. Lp plata þeirra Surprise stökk upp um rúm 70 sæti í síðustu viku og er nú komin í 78. sæti breiðskífulistans og ekki er útlit fyrir að dragi úr hraða þeirra upp þessa lista í bráðina. Garden Party var valin hljómplata vikunnar hjá einurn 5 útvarpsstöðv- um í Brctlandi og sala á plötum þeirra þar samanlagt er nú komin yfir 30 þús. eintaka markið. Um miðjan maf fara meðlimir MEZZOFORTE til Bretlands til að hljóðrita nýja tveggja laga plötu, en síðan halda þeir í hljómleikaferð um Bretland og Evrópu.Áætlað er að hljómsveitin dvelji erlendis allt næsta sumar og endi hljómleikareisu sína á því að fara í hljóðrásver í London til að hljóðrita næstu breiðskífu í sumarlok. Nú eru samningar ýmist frágengnir eða á lokastigi um útgáfu í eftirtöldum löndum: Hollandi, Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Sviss, Austurríki, Ítalíu, Portúgal, Skandinavíu og Suður-Afríku. ÞAÐ ER SAMSPILIÐ SEM SKIPTIR MÁU — Haugur í kaffisamsæti ■ Haugur er sérkennileg hljómsveit. Þess vegna gaf ég þeim, eins og siður er í viðtölum, fullt af kaffi sem þeir ýmist drukku, helltu niður, átu og skiluðu aftur í klósettskálina. Þeir sem mér tókst að safna saman af þessu fyrirbæri voru Heimir bassaleikari, Bergsteinn trommuleikari (áður meðlimir Jonee Jonee) og Helgi sem leikur á hljómborð. Hans fortíð er talsvert ólík hinna þar sem hann hefur lært sleitulaust á hljóð- færi í níu ár og býr þar að auki á Húsavík. Gítarleikari og aðalsöngvari Haugsins, Einar, vildi ekki koma í þetta viðtal né bendla sig við það. Eins og áður hefur verið auglýst spilar Haugur á Borginni næsta fimmtudag ásamt iss! og Hazk, og verður þar, að sögn Haugsins, mikið um nýjungar, t.d. verða nokkrir video-skermar hér og þar um staðinn þannig að hægt verður að fylgjast með á fleiri stöðum en fyrir framan sviðið. Þar sem hljómsveitin virkar mjög sterklega sem ein heild og meðlimir hennar samrýmdir, ætla ég ekki að taka fram í viðtalinu hver sagði hvað og hver þagði þegar hann átti að segja eitthvað gáfulegt. Það er bara Haugur sem svarar. Tónlistarþörf Einhver ástæða? Bara þörfin að spila, tónlistarþörf. Það er það eina sem við eigum sameiginlegt. Mér finnst ég ekki vera að segja neitt með þessari hljóm- sveit annað en það að ég vil bara spila. Það eru ennþá hræringar í hljómsveit- inni, músíklegar, og það bendir til þess að tónlistin túlkar meira en textarnir. Ég er t.d. miklu hrifnari af því að hafa bara mjög stutta texta, jafnvel bara eina setningu sem er nóg, sem segir allt sem langur texti segir. Við vorum einmitt að hugsa um að nota myndvarpa á tón- leikum og varpa textanum á hvítt tjald meðan við spilum. Þannig kemst hann líka betur til skila. Einhver tengsl við Jonee Jonee? Neee... það var svona.. hvað á ég að segja.. miklu meiri leikaraskapur, hroð- virknislegra. Annars er það tvennt sem tengir þessar hljómsveitir saman, við undirstrikum tónlistina ennþá með sviðs- framkomu og búningum. Við vorum cinmitt að tala um það áðan að fyrst við værum þarna á sviðinu á annað borð að við notuðum okkur veruna á sviðinu og áhorfendur fengju eitthvað meira. Annars gæti þess vegna bara verið teip á sviðinu og við setið á stólúm og horft á. Samspil tónanna Samspil tónanna skiptir mestu máli, lokasamspilið, ekki hvað þú gerir mikið á hljóðfærið. Það er samspilið sem skiptir máli. Enda hef ég verið að hugsa um það að einföldustu frasar hjá ... kannski einhverri „flókinni" hljóm- sveit... finnst mér oftast langflottastir. Einfaldleiki í tónlist er oft afskaplega sjarmerandi. í þau skipti sem ég hef séð ykkur spila hefur tónlistin virkað mjög einbeitt og ákveðin. Já, hluti af því er hvernig við notum sviðið og búningana. En ennþá höfum við ekki ákveðið neina stefnu, það þróast bara af sjálfu sér. Nafnið Haugur stendur t.d. ekki fyrir neitt sérstakt, þú getur bara lagt þinn skilning í hvað þessi Áhrif Auðvitað höfum við áhrifavalda. Allt sem þér þykir gott, hvaðan sem það kemur, geymirðu í hausnum og notar það ósjálfrátt. Það er bara staðreynd. En við vonumst til að geta kallað okkar músík íslenska þótt hún sé það ekki að fullu ennþá. Haldiði að þið hafið einhverja sér- stöðu í íslenska bransanum? til við teljum okkur vera reiðubúna. En þótt við teljum okkur kröfuharða þá má neistinn ekki hverfa, t.d. hljómar ný- samið lag alltaf best í upptöku, ferskt og fullt af krafti. Það var komið að mér að tappa af. Á meðan rúliaði kassettutækið og til að nota tímann töluðu Haugsmenn titrandi af kaffineyslu: Svo eru líka svo margir sem halda það að því flippaðri sem tónlistin er, brjá- haugur inniheldur, hvort sem það er gott eða vont. Það er eins og Haugur öskri á þig og segi þér að ákveða hvers lags músík þetta er. Alveg hlutlaust nafn... Yinnubrögð Við erum orðnir það kröfuharðir núna, að ná saman einu lagi er meirihátt- ar verk, t.d. frá því í Jonee Jonee þegar það var bara: ah, þetta er fallegur bassafrasi og trommurnar svona og lagið komið. Nú er þetta vinna. Músíkin þarf mjög gott sánd og við leggjum mikið upp úr heildarútkomunni. Takið þið ykkur mjög alvarlega? Já, tónlistina. Ekki okkur. Við leggj- um okkur alla fram á tónleikum og viijum gera eins vel og mögulegt er. Helst viljum við ekki fara upp á svið nema allt sé alveg pottþétt. Þetta er ekki hugarfarið sem var í Jonee þótt við séum ekki að halda því fram að við séum orðnir mjög alvarlegir spekúlantar. En Helgi, þar sem þú ert hálærður tónlistarmaður, finnst þér námið hafa skemmt fyrir eða heft þig í þessari tónlist? Nei. Þrátt fyrir að ég hafi haft vissa fordóma gagnvart einfaldleika og svo- leiðis, er það alveg horfið. Annars var það Joy Division sem kom mér á sporið þótt ég hlusti á allar tegundir tónlistar. Mér finnst svo vont að svara þessu því það gæti komið svo væmið út. Segðu þá bara þvert nei... Það er heldur ekki satt. Ég vona bara að einhvern daginn hættum við að verða fyrir áhrifum frá Englandi, sérstaklega, og getum skapað eitthvað sem kemur algjörlega frá okkur sjálfum. Og er hreinræktað íslenskt. Hafa áhorfendur einhver áhrif? Áhorfendur skipta auðvitað miklu máli. Það er alveg stórfurðulegt t.d. í NEFS (FS) að þeir skuli alltaf þurfa að ' troða stólum og borðum í salinn, það myndast ekki nokkur sterrmningþegar meiriparturinn af liðinu situr. Burtséð frá því erum við mjög ánægðir með áhorfendur yfirleitt og alveg hreint gátt- aðir á hvernig okkur hefur verið tekið.. Jafnvel áður en við höfum byrjað að spila hafa áhorfendur virkað hvetjandi, kannski fíla þeir bara svona vel sviðsupp- stillinguna eða búningana eða eitthvað. Plata? Það er ekkert farið að pæla í plötu, það er of hættulegt strax. Ef við hefðum áhuga á að gefa út plötu held ég að það yrði lítið mál, við jturfum bara að bíða ’ eftir góðum grundvelli fyrir það, þangað læðislegri, því meira fái tónlistar- mennirnir út úr því að spila hana. Ég skemmti mér oft mjög vel bara með því að spila eina nótu... Mér finnst mötunin vera orðin svo mikil í heiminum, auglýsingaflóðið og allt það, þess vegna vil ég hvetja fólk til þess að hlusta til þess að vera meira fært um að dæma sjálft, og til þess að alls konar karlar með eingöngu gróðasjónar- mið í huga geti ekki matað það á alls konar rusli bara með því að leggja það á borðið og telja því trú um að það hafi ekkert vit á tónlist og segja að eitthvað ákveðið sé gott. Ég held að grunnurinn að Haugnum sé bara tónlistin, ekki nein hugmynda- fræði. Hugmyndafræðin okkar er bara tónlistin. Þú getur þess vegna haft viðtal- ið: við erum tónlist. Það mundi segja allt... Áður en ég kastaði Haugnum út urðum við sammála um að þetta viðtal væri bara út í hött, eini tilgangurinn með því væri að auglýsa og hvetja fólk til að sjá þá áður en frekari breytingar eiga sér stað á tónlistinni. Enda sungu þeir hástöfum It’s now or never þegar ég skellti á þá hurðinni. Bra ER SETIB Á HUGARHÆGÐUM? ■ í tengslum við viðtalið við Hauginn birtum við hér þrjá texta. Oftast er það þannig í hljómsveitum að einn af með- limunum semji textana, en Haugurtelur fjóra textasmiði og hér er brot af af- rakstri þriggja þeirra. Dónasálir Lýsnar gera víðreist um iður krossfara skríðandi, skítugar skjallandi vanvita.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.