Tíminn - 06.03.1983, Blaðsíða 23

Tíminn - 06.03.1983, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 6. MARS 1983 Echo & the Bunnymen med tvenna tónleika ■ Echo & the Bunnymen við Gullfoss. ■ Breska hljómsveitin Echo & the Bunnymen heldur að öllum líkindum tvenna tónleika hérlendis þann 2. júlí n.k., í Austurbæjarbíói sama daginn. Þeir félagar í hljómsveitinni munu hafa mikinn áhuga á að koma hingað og eftir því sem Nútíminn kemst næst á aðeins eftir að ganga frá einhverjum smáatriðum til að af tónleikunum geti orðið. Hljómsveitin var stödd hérlendis í fyrra og var þá tekin mynd af þeim við Gullfoss og prýðir sú mynd nú nýjasta albúm þeirra „Porcupine". Raunar munu þeir félagar upphaflega hafa ætlað að leika hér fyrir einum 2 árum, og þá með hljómsveitinni Tear- drop Explodes og var ætlunin m.a. að halda þá tónleika í Lystigarðinum á Akureyri en ekkert varð úr þessum tón- leikum. Þeir sem standa fyrir komu Echo eru með fleiri hljómsveitir í sigtinu, þeirra á meðal Iron Maiden sem tekið hafa vel í tónleikahald hér og þar að auki nýjasta spútnikinn á Bretlandseyjum Boy Ge- orge en Nútíminn mun fylgjast grannt með þróun mála á þessum vettvangi á næstunni. -FRI Lesendabréf á bleiku línunni ■ Þetta virðist ætlað að verða ár lesendabréfanna hjá Nútímanum, alla- vega höfum við fengið fleiri bréf þessa fyrstu tvo mánuði ársins en við fengum allt árið í fyrra og erum að sjálfsögðu hæstánægðir með það, vonum að fram- hald verði á. Hér er eitt sem skrifað er vegna lesendabréfsins „á þungu lín- unni“ sem birt var um daginn en fyrir- sögnin á þessu höfðar til litarins á umslaginu. „Heill og sæll Nútími góður. Mig langar að mótmæla því sem Lolla (Lovís Sigurjónsdóttir) sagði, eða réttara sagt skrifaði, að Egó yrði valin lélegasta hljómsveitin ef út í það væri farið. Er það nú rugl. Getur hún þá sagt mér af hverju Egó er langvinsælasta íslenska hljómsveitin? Ég er viss um að hún yrði í neðsta sæti í keppninni um lélegustu hljómsveit- irnar en ætli Centaur yrði þar ekki í efsta sæti. Lovísa dræpi mig ef hún fattaði að hún veit alveg hver ég er en eitt skal ég segja henni; Egó fer batnandi með hverjum deginum og er nú með hundr- að sinnum betri bassaleikara.cn áður. Annað er að bróðir minn er pönkari, á að vísu ekki heima hér, en þegar ég er heima hjá honum hef ég ekki orðið var við að hann sæti á klósettinu allan tímann. Virðingarfyllst Billa“ Fáir njóta Bónin færri vita Hinu megin við hólinn Haldið huldu er sólin. » hræsnara brauð. Og þangað ætla ég, Nýliðum nauðgað með bón, um eitthvað betra. (Heimir) njálginum sleppt Sjaldan svíður Tóm samviskuleysi Autt blað Versa vaktað Ekki neitt Hvergi neitt sérstakt vanvitanna Skeindir skaufar Aldrei aftur skattgreiðenda. Og aldrei áður (Bergsteinn) Hvorki fyrr né síðar. (Helgi) SKEMMTILEG SUMARHÚS Eltl mun örugglega henta yður Nú bjóðum við landsmönnum öllum glæsileg sumarhús á ótrúlegu verði sem allir ráða við, á ýmsum byggingarstigum. Komið og kynnið ykkur gæði húsanna og hagstæð kjör. B.H. SUMARHÚS Auöbrekku 44—46 Kópavogi (Dalbrekkumegin) Upplýsingar í síma 46994. Útboð Tilboð óskast í gólfefni á sal (27x44) ganga og áhaldageymslur fyrir íþróttahús Digranesskóla við Skálaheiði í Kópavogi. Verkið skal unnið í ágúst 1983. Tilboðsskrá verður afhent á tæknideild Kópavogs Fannborg 2. Tilboðum skal skila á sama stað mánudaginn 28. mars 1983 kl. 11 og verða þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. Bæjarverkfræðingur Kópavogs. BÆNDUR, l aörir eigendur Land-Rover l Range-Rover bifreiöa athugið! HÖFUM ÚRVAL VARAHLUTA OG BODDÝHLUTA í LAND-ROVER OG RANGE-ROVER, EINNIG VARAHLUTI í MITSUBISHI Þekking og reynsla tryggir þjónustuna. smi sf. Varahlutaverslun Fjölnisgötu 18, Akureyri Simi 96-21366 VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR - HEILDSALA - SMÁSALA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.