Tíminn - 06.03.1983, Blaðsíða 19

Tíminn - 06.03.1983, Blaðsíða 19
Wímitm 19 líktu kvæðura hans við málverk Bretans Hogarth. Þeim hefur einnig verið líkt við myndir Briighels yngra, sem fleiri kannast ef til vill við. Bellman lýsir lífi alþýðu, lífsgleði, fátækt. f drykkjuvísum hans er bölvun áfengisnautnarinnar iðu- lega skýr undirtónn. Þannig er oft stutt frá drykkjugleðinni yfir í kirkjugarðinn og þunglyndið hjá Bellman, enda er það partur af hinu alþýðlega skopskyni hans að snúa hlutunum á hvolf (en slíkt kenn- ir bókmenntafræðingurinn Bachtin við karnevalsanda). Bellman er einnig mikill unnandi náttúrunnar og Stokkhólms, en þar eru útgangspunktarnir kannski líka á sína vísu alþýðlegir. Vissulega gerir skáldið grín að hinum föllnu söguhetj- um sínum, en þar gætir hvergi illgirni; enda er haft fyrir satt að ekki hafi getið góðgjarnari mann en Bellman. Mottó hans í mótgangi og erfiðleikum var: Tröllum meðan við tórum!, - „Bara vállust finnes hár; / Glöm alt lifs besvár!“ Sýni Postulabréf Fredmans hefjast á þess- ari postullegu kveðju: „Rétt er það, það drekkur enginn; drekkið kæru bræður!" Síðar í bréfinu koma tvær vísur og má snara þeim svona: Skál vinir skálið þið! Skál, gerum glasaklið! Brennivín soldið bleyti nú holdið; játum Bakkí sið; já skálið vinir skálið þið! Sjá; vor systir Kajsa Stína. Hvelfdar hennar flöskur skína. Góða færðu kollu ://: mína mér og súptu eins og við. Skál, hér er vinaþröng! Vor sorgarganga er löng rétt eins og sukkið; rammt skal nú drukkið vín- ei vantar -föng! Kajsa Stína staupum raðar streymir í mér blóðið hraðar. Ef að einhver staup mitt;//: skaðar skræki ég minn svanasöng. Postulabréf Fredmans eru ekki bein- línis kvæði heldur frekar söngvar. Þetta segi ég af því að þau tengja lag og ljóð saman á svo snilldarlegan hátt að heyri maður annað, finnst manni hitt alltaf vanta. Fáir lesa Bellman en margir syngja hann. Lögin tók skáldið yfirleitt úr óperum og slögurum samtímans, en breytti þeim oft, stundum kannski bara einni nótu á þýðingarmiklum stað; en í nokkrum tilfellum samdi hann einnig lagið sjálfur (t.d. Ulla min Ulla, að talið er). Vísnahefðin var rík í Evrópu á þessum tíma (t.d. vaudevillelögin í Frakklandi) og byggði Bellman á henni auk óperunnar. Bellman var ekki mikill nótnaskrifari og fékk aðstoð við að festa lög sín á blað. En hann var mikill spunamaður (impróvisator). Samtíma- lýsingar segja okkur reyndar að hann hvorku las ljóð sín né kvað þau, heldur hélt hann heilar leiksýningar með þeim: Hann hermdi eftir rödd þess sem talaði í ljóðinu hverju sinni, hann lék skarkala og veislur, hann hermdi snilldarvel eftir ótal hljóðfærum, og látbragð hans setti smiðshöggið á flutninginn. Heilagur Fredman er raunverulega líkastur út- varpskynni eða stjórnanda skemmtiþátt- ar í sumum kvæðunum. Þau bestu eru oft eins konar leikrit eða samtöl. Ágætt dæmi um hvernig samtölum er tvinnað saman við postullegar kveður hins ró- lynda úrmakara er í lokavísu níunda Postulabréfs, sem fylgir hér að lokum í þýðingu minni: Hæ! kjólum lyfta dömunar margar dansa og hlæja, heyr: bassinn sargar; fiðlarans myrru passið og fyllið hans glas að brún. Skál, faðir Berg, hvað skyldi hún heita Skjálgeyga konan, já, þessi feita? Permópólíumskassið, já skrattinn! Það er víst hún. (selló)----Reiðigjörn þjórar (selló)----rasskinnar stórar (selló)---------- ræsktu þig kellíng; blástu básún. Bræður við göngum gyðjunnar veg glymur nú tónlist ánægjuleg, hér er Bakkus boðinn hér er ástargoðinn hér er allt og hér er eg. HLJOMBÆR HLJOM-HEIMIUS-SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGOTU 103 SIMI 25999 ÚTSÖLUSTAÐIR: Portið, Akranesi — KF Borgf. Borgarnesi — Verls. Inga, Hellissandi — Patróna, Patreksfirði — Sería, Isafirði — Sig. Pálmason, Hvammstanga — Álfhóll. Siglufirði — Cesar, Akureyri - Radíóver, Húsavik — Paloma, Vopnafirði — Ennco, Neskaupsstað — Stálbúðin, Seyðisfirði — Skógar, Egilsstöðum — Djúpið. Djúpavogi — Hornbær, Hornafirði — KF. Rang. Hvolsvelli — MM, Selfossi — Eyjabær, Vestmannaeyjum — Rafeindavirkinn, Grindavík — Fataval, Keflavík. Aðeins og eftirstöðvar á 9-12 mán. 0 Þú eignast SHARP VHS VIDEOTÆKI • Þú verður þinn eigin myndastjóri 0 Velur hvaða mynd þú horfir á — og hvenær 0 Þarft ekki að láta þér leiðast einhæft sjónvarpsefni 0 Hoppaðu á þetta tilboð — það gefst ekki betra. SHARRVHS VIDEOTÆKI Verð fra kr. 31.160.- STÆRSTA BIFREIÐASTÖÐ BORGA*V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.