Tíminn - 06.03.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.03.1983, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 6. MARS 1983 É EinveldishyUingin , í Kópavogi árið 1662, þegar fulltrúar íslendinga féllust á að lögfesta einveldi Danakonungs hér á landi, hefur löngum verið talinn einn sögufrægasti atburður sem orðið hefur á íslandi. Sagan segir að Brynjólfur biskup Sveinsson hafi í fyrstu neitað að skrifa undir eiðskjalið en höfuðsmaður Dana þá ekki haft neinar sveiflur á, bent á hermennina sem stóðu umhverfis með brugðnum byssum og spurt hvort hann „sæi þessa“. Hafi biskup þá glúpnað og þingheimur, sömuleiðis Árni Oddssön lögmaður sem að lokum hafi skrifað undir grátandi og síðan aðrir þingmenn. Þessari sögu hefur verið mjög haldið á lofti síðustu áratugina, og hún talin til marks um svívirðilegt framferði Dana hér á landi fyrr á öldum, og jafnframt eymd og bjargarlcysi forfeðranna. ís- lendingar hafi fyrir ofbeldi og ógnanir verið kúgaðir til að afsala sér frelsi og fornum landsréttindum, og foringjar þeirra skrifað undir beygðir og grátandi. í þessu formi hefur sagan verið rakin í kennslubókum í sögu í skólum, og í virtum fræðiritum um fslandssögu s.s. Sögu íslendinga (V. bindi) eftir Pál Eggert Ólason er til hennar vitnað athugasemdalaust sem sögulegrar stað- reyndar. Sterkar líkur benda til þess að hin viðtekna frásögn um Kópavogsfundinn hafi ekki við rök að styðjast. Sigurður Ólason lögfræðingur, sem jafnframt er ágætur fræðimaður um sögu íslands, hefur farið í saumana á heimildum um einveldishyllinguna og heldur því fram í bók sinni Yfir alda haf að sagan sé síðari tíma tilbúningur. Atburðirnir, of- beldi og ógnanir höfuðsmanns Dana og niðurlæging íslensku fyrirmannanna hafi í raun og veru aldrei átt sér stað. f eftirfarandi samantekt er nákvæmlega stuðst við rannsókn og frásögn Sigurðar, en áður en vikið er að efasemdum hans skulum við rifja upp alþýðlega útgáfu sögunnar úr kennslubók Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu um sögu íslands. „Raunár í sögu Islendinga.“ „Árið 1662 varð raunaár í sögu íslend- inga. Þá var fjögurra alda afmæli Gamla sáttmála og þá neyddu Danir íslendinga til að gera liinn illræmda Kópavogssamn- ing. Snemma um vorið sendi höfuðsmað- urinn danski, Henrik Bjelke, Islending- um þau orð frá Kaupmannahöfn að þá um sumarið yrðu allir embættismenn og helstu bændur að koma til þings og sverja Friðriki konungi 3. nýja trúnaðar- eiða. Svo var þá háttað í Danmörku að Svíar höfðu vaðið yfir landið og gert þar hin mestu hervirki. Var þá stjórninni erfitt um fjárhaginn því að aðals- mennirnir, sem voru ríkasta stéttin í landinu, voru undanþegnir öllum sköttum. Kallaði konungur allt stór- menni í landinu á sinn fund í Kaup- mannahöfn og fór þess á leit að aðals- menn bæru skattana eins og aðrir þegnar hans en þeir tóku því þverlega. Þá lét konungur loka borgarhliðunum og ógn- aði fundarmönnum með hervaldi. Létu aðalsmenn þá undan síga og gerðist konungur einvaldur skömmu síðar. Gat hann þá lagt skatta á þegnana eftir vild sinni og þóttist ekki skyldur að standa reikningsskap ráðsmennsku sinnar nema guði einum. Nú var röðin komin að' fslendingum að leggja hin fornu landsréttindi í konun^s hönd og var geigur í öllum bestu Islendingum viðeiðtökuna. Brynj- ólfur biskup og Árni Oddsson lögmaður voru þá mestir atkvæðamenn í landinu. Árni var gamall orðinn og vildi leggja niður embætti sitt, „því að vandinn eykst og veröldin spillist ár eftir ár“, sagði hann í lausnarbeiðni sinni. En þingheim- ur allur bað Árna að halda embættinu því að „hjá þeim gömlu er vísdómurinn, hjá þeim gráhærðu skilningurinn". Lét lögmaður þá undan þrábeiðni manna. Höfuðsmaður náði ekki til landsins á tilteknum tíma og ekki fyrr en menn voru riðnir heim af þingi. En er Bjelke var landfastur orðinn lét hann boð út ganga í allar áttir að nú skyldu þeir, sem kvaddir voru til eiðtökunnar, koma á hans fund. Var sá fundur haldinn í Kópavogi, skammt frá Reykjavík. Árni Oddsson lögmaður setti þingið. Herskip danskt lá þar örskammt frá vognum, hjáBessastöðum. Höfuðsmað- ur lét allmikla sveit vopnaðra hermanna koma á fundinn í Kópavogi og skipaði þeim í hring utan um þingheim. Lét Bjelke fyrst vinna konungi hollustueið og gekk það greiðlega. Að því búnu dró hann upp einvaldsskuldbindinguna og þótti þá þingmönnum vandast málið. Tók þá Brynjólfur biskup til máls og kvað íslendinga ófúsa að varpa frá sér í hendur annarra öllum réttindum sínum. Höfuðsmaðurinn gegndi því engu en spurði biskup hvort hann sæi hermenn- ina. Sáu menn þá að Bjelke ætlaði að hafa sitt mál fram með illu ef það ynnist eigi með góðu. íslendingar voru vopn- lausir og sáu að öll mótstaða var þýðing- arlaus. Skrifuðu þá allir fundarmenn undir nema Árni Oddsson. Hann var hinn tregasti og þæfðist fyrir allt til kvölds. En loks lét hann undan hótunum höfuðsmanns og skrifaði undir tárfell- andi. Lét Bjelke í veðri vaka að heitorð fslendinga skipti ekki sérlega miklu máli, konungur mundi ekki breyta land- stjórninni frá því sem var enda reyndist það svo meðan hann fór með höfuðs- mannsvaldið. En mjög efldist danska valdið á íslandi við þessa breytingu til mikils ógagns þjóðinni." Ofb eldissagan kemur fyrst fram 1907 Sagan um ofbeldi Bjelke höfuðsmanns á Kópavogsþingi 1662 varð ekki almenn- ingi kunn fyrr en eftir aldamót síðustu er Hannes Þorsteinsson birti hana í blaði sínu Þjóðólfi (13. tbl. 1907). Byggist hún á tveimur bréfsneplum úr handritasafni Jóns Sigurðssonar forseta sem taldir eru með rithönd Árna Magnússonar, og er einn af undirskrifendum í Kópavogi þar borinn fyrir sögunni, séra Björn Step- hansson á Snæúfsstöðum. Á sneplum þessum segir að Brynjólfur biskup hafi farið „nockud að tala við Bjelke um, að klensker viilde ei gjarnan so sleppa frá sier öllum priviliegiis etc“, „hvartil Bjelke ei ödru svaradi" en að benda á hermennina umhverfis, og spy- rja „hvert hann sæe þessa." „So stakk í stúf um tergiversationem (þ.c. undan- færslurnar) og gekk hann og adrir lidugir til þess sem vera átti.“ Ennfremur segir á hinum sneplinum að Árni lögmaður hafi ekki viljað skrifa undir, „og stóð það so einn dag eða þar um, að hann stóð streittur þar við“, og lét að lokum grátandi undan ógnunum, - „tandem minis cessit lacrymans" -og „sór so með öðrum." í frásögninni á sneplunum er tvennt rétt og kemur heim við aðrar heimildir um Kópavogsfund. Að eitthvað af her- mönnum frá skipi höfuðsmanns hafi verið í landi þennan dag, í námunda við þingstaðinn, og að þeir lögmaður hafi „streist við“ að skrifa undir „einn dag eða þar um bil; það má til sanns vegar færa, en frestuðust undirskriftirnar í 1-2 daga vegna þess að fyrirliðar íslend- inga vildu ekki skrifa undir fyrr en þeir hefðu náð samningum við Bjelke sem þeir töldu sig geta við unað eftir aðstæð- um. Og það virðist þeim einmitt hafa tekist, og staðfest með bréfum á þinginu, og að því búnu skrifað undir skuldbind- ingarskjalið, en fyrr ekki. Frásögn bréfsneplanna ýkjur og skrök Að öðru leyti virðist frásögn bréflapp- ■ „Bjelke höfuðsmaður spyr Brynjólf biskup hvort hann sjái hermennina.“ Teikning eftir Halldór Pétursson í íslandssögu Jónasar Jónssonar. Grél Amil •• LrÁLL adur Oddsson ekki við einveldishyllingu Fríðriks ffl.? Kópavogsfundur í nvlii llósi Eru sögur í íslenskum skólabókum og fræðirítum um ofbeldi og ógnanir Dana í Kópavogi 1662 íir lausu lofti grípnar? ■ - Annar bréfmiðanna úr safni Jóns Sigurðssonar forseta með rithönd Árna Magnússonar. Sneplarnir tveir eru einu heimildirnar fyrir hinni viðteknu sögu um ofbeldi og ógnanir á Kópavogsfundinum. » anna hljóta að vera ýkjur einar og skrök. Engin efni eru að ætla annað en að fulltrúar íslendinga hafi komið fram af fullum manndómi og virðuleik á þinginu og staðið fastir fyrir. Slíkir menn sem Árni Oddsson lögmaður, Brynjólfur biskup og aðrir fyrirmenn landsins, hefðu áreiðanlega ekki glúpnað þótt Bjelke hefði farið að benda þeim á nokkrar hermannaskjátur í nágrenninu, og jafnvel heldur ekki þótt einhverjar grófari hótanir hefðu verið hafðar í frammi. En auk þess mæla allar líkur gcgn því að um neitt slíkt hafi yfirleitt verið að ræða, svo sem nú verður nánar rakið. Tvennt er það einkum er gerir hina viðteknu frásögn tortryggilega. Annað er að hennar er ekki getið í samtíma- heimildum, og hitt er að sagan hefur ekki varðveist í munnmælum. Gefur þó auga leið að svo einstakt og óheyrilegt atferli sem hér um ræðir hefði varla legið í þagnargildi, með því og að annálar greina að öðru leyti allnákvæmlega frá því sem gerðist á þinginu, enda sumir annálahöfundar meðal þeirra sem þar voru viðstaddir og gátu því gerst um borið. Jafnvel þótt einhverjum annála- ritaranum hafi gleymst að geta um þetta, er það þá trúlegt að þeim hafi öllum orðið sú gleymska á! Várla þarf að gera að því skóna að höfundarnir hafi af

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.