Tíminn - 27.03.1983, Síða 6

Tíminn - 27.03.1983, Síða 6
6___________________ innlendir leigupennar SUNNUDAGUR 27. MARS 1983 Það er um svo margt í fortíð allra þjóða, að óvíst er að nokkur hagur sé að geymist og hvort ekki fari best á að gleymist. Um það má og deiia hvað skylt sé að varðveita, hver fortíðin eigi að vera hverju sinni. A ég þar við þá fortíð sem veit að al- menningi, en síður þá fortíð sem falin er inni á til þess gerðum stofnun- um og sem sjaldan. sér dagsins Ijós. ■ Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því fyrstu tilraunir i Myndin er tekin í einni af hljóðstofum Kikisútvarpsins að voru gerðar til reksturs útvarps hér á landi á árunum Skúlagötu 4. 1926-1928. Tæknibúnaður hefur t.a.m. gerbreyst til batnaðar. | Víðvarpið 1926-1928 ■ Hvað eru fimmtíu og sjö ár?Óratími unglingum, andartak öldungum. En fyrst og fremst tiltckinn tími, sem margt gerist á, og með því að ég hef hér hugann við síðustu fimmtíu og sjö árin, talið frá því í gær eða fyrradag, þá er óhætt að bæta því við, að aldrei mun jafn margt hafa gerst frá sköpun heimsins á jafn fáum árum. Er það þó einungis átt við fyrirburði mannlífsins. Og getum við gert okkur í hugarlund þöngina áður en farið var að senda hljóð í gegnum loftið og um snúrur? Þú styður á takka eða snýrð agnar ögn: Útvarp Reykjavík, góðan dag“. Sjálfsagður hlutur, ekkert mál, en hefur ekki verið svo neitt sérlega lengi. Ríkis- útvarpið tók til starfa í desember 1930 og samkvæmt lögum frá 1928, að um áratugur var liðinn frá því að tilrauna- sendingar hófust úti í heimi. Góð sendi- tæki voru keypt, með tíð og tíma sem fyrst skyldi vera hægt að heyra í því um land allt. Fjárhagur þess var traustur og tekjur tryggar. En slík fyrirhyggja og sú vandvirkni voru byggðar á reynslu sem þá þegar var í landinu, á mistökum og vandamálum í útvarpsrekstri einstaklinga, sem stóð í rétt rúm tvö ár á árunum 1926 - 28, og kallaðist „víðvarpið“. Síðustu ár hafa verið gerðar kröfur,á hendur ríkinu að það sleppi einokun sinni á útvarpsrekstri og leyfi einkaaðil- um að senda út. Ekki er að vísu hægt að halda því fram, að „víðvarpið" geti verið lærdómsríkt í þeirri umræðu, til þess eru öll skilyrði svo allt önnur, en fróðlegt er og forvitnilegt að þekkja til og vita af þessum fyrstu skrefum. Þaraðauki er þetta bráðskemmtileg saga. Upphaf víðvarpsins Útvarp er bandarísk hugmynd frá árinu 1915. Tilraunasendingar hófust í Bandaríkjunum árið 1920 og í Evrópu skömmu síðar. Á Norðurlöndum var fyrst útvarpað í einhverri mynd um 1923. Hugmyndin og framkvæmd henn- ar voru því ekki gömul þegar íslendingar hugsuðu sér til hreyfings árið 1924 að frumkvæði Ottós B. Arnar símaverk- fræðings, sem síðar varð útvarpsstjóri í tvö ár. Á Alþingi ársins 1924 lagði Jakob Möller þingmaður Reykvíkinga fram frumvarp til laga um sérleyfi til handa Ottó B. Arnar „til þess að reka víðboð á íslandi“. Málið þótti illa undirbúið og var frumvarpinu vísað til ríkisstjórnar- innar sem lét landssímastjóra athuga það. Ári síðar lagði Jakob fram frum- varp um sérleyfi til útvarpsreksturs handa hlutafélagi Ottós og fjögurra annara málsmetandi manna. Hafði þar verið farið að tillögum landssímastjóra. í þinginu var gerður góður rómur að frumvarpinu og það samþykkt með nokkrum breytingum, og afgreitt sem lög þann 12. maí 1925. Ríkisstjórninni veittist heimild „til að veita sérleyfi til þess að reka útvarp á íslandi um næsta 5-7 ára skeið frá því útvarpsstöð tekur til starfa.“ Sendingar skyldu hefjast innan sextán mánaða og útvarpsstöðin vera t Reykjavík. Afl hennar átti að vera allt að 1.5 kw. í loftnetið „ enda dragi stöðin um land allt“. Síðari hluta árs 1925 var h/f Útvarp stofnað, eða útvarpsfélagið eins og það einnig var kallað. Forkólfar þess voru Lárus Jóhannesson hæstaréttarlögmað- ur og Ottó B. Arnar. Félagið fékk einkaleyfi til sjö ára og útvegaði 0.5 kw. stöð sem sett var upp í húsi loftskeyta- stöðvarinnar á Melunum í janúar 1926. Um miðjan janúar hófust tilraunasend- ingar og sunnudaginn 31. janúar var útvarpað messu og þótti takast vel. Opnun stöðvarinnar dróst, en sent var út við og v ið þangað til föstudaginn 18. mars, að útvarp hófst aðfullu. Dagskráin birtist í Dagbók Morgunblaðsins: „Víðavarpsstöðin. Hún verður opnuð í kvöld kl. 9 Talar þar fyrstur Magnús Guðmundsson atvinnumálaráðherra. Þá syngur Guðrún Ágústsdóttir eitt eða tvö lög, sjera Friðrik Hallgrímsson flytur stutta ræðu um þýðingu víðvarpsins fyrir boðun fagnaðarerindisins, frú Guðrún syngur aftur, og loks leikur þriggja manna flokkurinn á Café Rosenberg nokkur lög. Ræðurnar birtust í Morgun- blaðinu og vikublaði þess ísafold. Þar segir einnig að opnunin hafi farið fram í fundarstofu Búnaðarfélagsins, sem hafi verið fóðruð með klæði til að kom í veg fyrir bergmál. í húsi Búnaðarfélagsins á horni Vonarstrætis og Lækjargðtu við Tjörnina hafði útvarpið aðsetur sitt þar til er yfir lauk. Upp frá þessum degi var útvarpað daglega í rúm tvö ár. Almannarómur og dagskráin Enginn sem tjáði sig opinberlega á þessum árum um útvarpið, blöðum eða á Alþingi, var andvígur því. Talað var um að nú væri „loks að því komið að íslendingar sem aðrar þjóðir taki þátt í hinni mestu framför 20. aldarinnar". Útvarpið taldist vera merkilegt framtíð- armál, ekki hvað síst fyrir menningu íslendinga, sakir strjállar byggðar og samgönguleysis. Byggðin myndi færast saman og út kjálkar komast í snertingu við umheiminn og strauma þjóðlífsins. Daglegur fréttaflutningur yrði geysileg viðbrigði og verðurfregnir kæmu sér vel fyrir bændur og sjómenn. Fræðsla og menning, með fyrirlestrum, upplestri, hljóðfæraleik og söng væri bæði til gagns og skemmtunar, og guðsþjónust- ur kæmu í stað húslestra sem þá fór hnignandi. Vikublaðið ísafold tók einna dýpst í árinni og taldi að útvarp myndi stuðla að þjóðlegri viðreisn gegn erlendri sníkjumenningu (silkisokkum og fleiru). Ásgeir Ásgeirsson síðar forseti lagði margt til málanna, og athyglisverð er hugmynd hans frá 1925 um að íslenska stöðin skyldi endurvarpa enskum stöðv- um „sem útbreiða mundi enskt mál svo að eftir einn áratug yrði líklega enska aðalmálið sem setti okkur í samband við umheiminn“. Þá var og almennt álitið að útvarp væri menningartæki sem ekki mætti græða nema hóflega á. Frekar ætti ríkið að létta undir, sem og varð í því að Útvarpsfélagið var undanþegið sköttum. Hlutleysis í stjórnmálum var krafist, bæði hvað varðaði aðgang flokka að úsendingum og í fréttaflutningi. Þess bæri einnig að gæta, að smekkur þjóðar- innar í tónlist og öðru spilltist ekki. Lítið var um skrif eftirá um einstaka dagskrárliði eða um dagskrána í heild, líkt og nú má lesa daglega í flestum dagblaðanna. Dagskráin hefur ef til vill verið nógu góð, eða nýjabrumið og merkileiki þess verið ofar í huga en umkvartanir og þras. Víst er að nýjungin var vinsæl og þótti spennandi, fyrstu kvöldin að minnsta kosti safnaðist fólk saman svo hundruðum skipti við glugga Hljóðfærahússins í Reykjavík að hlýða á. Samkvæmt einni grein reglugerðar vfðvarpsins frá í mars 1926 skyldi út- varpa í það minnsta hálfa aðra klukku- stund dag hvern: hálftíma á morgnana og klukkutíma síðdegis. Útvarpsfélagið gerði betur. Virka daga hófst dagskráin klukkan tíu að morgni með veðurskeyti, gengistilkynningu og fréttum. Kvölddag- skráin nófst hálfátta til átta, og stóð í tvo eða tvo og hálfan tíma. Veðurskeyti voru fastur liður, annars skiptist kvöldið um það bil til helminga í tónlist og talað mál. Tónlistin fór annarsvegar fram í útvarpssal, píanó,- orgel, fiðla, samspil og söngur; hinsvegar var útvarpað frá Hótel íslandi og kaffihúsi Rosenberg. Sjaldan var leikið á grammofón. Mælta málið var margþættara. Skáld lásu úr verkum sínum, fræðimenn og aðrir lásu fyrir um landbúnað, trúmál, tónlist og fleira. Stöku sinnum var útvarpað ræðum af fundum úti í bæ. Börn og húsmæður höfðu sín-sérstöku þætti og kenndar voru enska og esperanto. Við og við voru sagðar erlendar fréttir sér- staklega, og einstöku sinnum var endur- varp frá erlendum stöðvum. f upphafi var boðað að þingræðum yrði útvarpað, en lítið mun hafa orðið úr því. Fyrir kosningarnar í júlí 1927 var útvarpað ræðum frambjóðenda og annarra úr porti Miðbæjarskólans. Á sunnudögum var dagskráin lengri. Klukkan ellefu að morgni var messa og önnur klukkan tvö eða fimm, jafnvel þrjár. Ekki var samfelld dagskrá á milli, korter yfir tólf voru veðurskeyti og fréttir, síðan tónlist og ef til vill barna- tími. Kvölddagskráin var svipuð og aðra daga. Hvergi verður þess vart að auglýsingar verslana og fyrirtækja hafi tíðkast, rekst- urinn var fjármagnaður af öðru; með afnotagjaldi og gjaldi sem lagt var á móttökutæki og varahluti. Fjárhagur Útvarpsfélagsins valt því ekki á öðru en fjölda notenda, og þar er komin rótin að vandkvæðum þess og síðan lokun stöðv- arinnar. Félag víðvarpsnotenda Félag víðvarpsnotenda var stofnað í desember 1925, er sýnt þótti að útvarps- sendingar hefðust innan skamms. Til- gangur þess var að „auka þekkinga manna á radíótækjum og meðferð þeirra. Auk þess ætlar félagið að vera á verði gegn því að löggjöfin gangi á rjett manna með því að leggja hömlur eða óhæfileg gjöld á notendur móttökutækja.“ Júlíus Björnsson rafvirki og raftækjasali var kjörinn formaður. Umsvifalaust tókust deilur með félag- inu og Útvarpsfélaginu. Félags víðavarps- notenda var óánægt með væntanlegar álögur á notendur, Utvarpsfélagið svar- aði því til að gjöldin væru vissulega há, en það væri óhjákvæmilegt, félagið væri hvorki gróðafélag né líknarfélag. Reglugerð um útvarpsreksturinn var birt í Lögbirtingablaðinu 30. mars 1926, og þar kveðið á um 50 króna árlegt afnotagjald og 85 króna gjald við kaup á viðtæki - svonefnt stofngjald. Hvor- tveggja gjöldin færu í rekstur stöðvarinn- ar. Um þær mundir mátti fá viðtæki fyrir um 50-100 krónur. Þá um kvöldið var haldinn fundur í Félagi víðvarpsnotenda að ræða málið. Mjög bar þar á óánægju, gjöldin væru of mikil og of há, en kosin var nefnd til að ræða og semja við Útvarpsfélagið. Þær umræður fóru fljótlega útum þúfur og enduðu á „fullum friðslitum" einsog Tíminn orðaði það. Ekki bættu flokka- drættir í Félagi víðvarpsnotenda úr skák. Þar var hver höndin uppá móti annarri, og reyndin varð sú, að þegar Útvarpsfé- lagið hóf innheimtu stofngjaldsins í maí þá borguðu flestir ef ekki allir möglunar- laust, eða sömdu um afborganir. Engir samningar náðust nokkru sinni við Útvarpsfélagið, né var reglugerðin endurskoðuð. Fundi hélt félagið veturna 1926-27 og 1927-28, og gerði sitt besta til að útbreiða þekkingu á viðtækjum og skyldum efnum. Þann 10. maí 1928, mánuði eftir lokun útvarpsstöðvarinnar, hélt félagið fund sem samþykkti áskorun til ríkisstjórnarinnar um að hefja undir- búning að byggingu útvarpsstöðvar sem drægi um allt land, og að sendingum yrði haldið áfram með einhverjum ráðum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.