Tíminn - 27.03.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.03.1983, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 27. MARS 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. , Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Olafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrímsson og Atli Magnusson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjansson, Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 15.00, en 18.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 180.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. í feni „þröngsýni” og „harkalegs flokksræðis” ■ Þaö þótti vel til fundiö þegar forsætisráðherraefni Sjálfstæðisflokksins boðaði það á síðasta degi þingsins nú fyrir skömmu, að hann ætlaði að leiða flokkinn upp úr feninu. Að vísu voru ekki allir með það á hreinu, hvaða fen hann var að tala um en það hefur skýrst mjög síðustu dagana. Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, gaf nokkra útlistun á því feni, sem Sjálfstæðisflokkurinn er sokkinn í, í kveðjuræðu sinni á þingi þetta sama kvöld. Þar lýsti hann Sjálfstæðisflokknum m.a. með svofelldum orðum: „Á unga aldri vann ég að því ásamt félögum mínum að flokkurinn yrði víðsýnn frjálslyndur flokkur með hags- muni allra stétta fyrir augum og með fullum skilningi á félagslegum þörfum fólksins. En ekki síður var okkur það hugleikið, að flokkurinn yrði umburðarlyndur flokkur í samræmi við þann kjarna sjálfstæðisstefnunnar, að sérhver maður ætti rétt að vera sjálfstæður í hugsun, orði og verki, og hefði rétt til að fylgja samvisku sinni og sannfæringu eins og stjórnarskráin býður þingmönnum að gera. Nú í seinni tíð hefur syrt í álinn og blikur dregið á loft. Pví er ekki að neita, að nokkurt fráhvarf hefur orðið frá þeim hugmyndum og grundvallarhugsjónum, sem við á sínum tíma gerðum okkur og sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af starfað eftir. Þar má tilnefna þröngsýni í' stefnumótun og hugmyndir um harkalegt flokksræöi“. Forsætisráðherra gagnrýndi einnig þá forystumenn í Sjálfstæðisflokknum sem töluðu af kæruleysi um það geigvænlega böl, sem atvinnuleysið væri. Suðningsmenn forsætisráðherra innan Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík bættu enn við þessa lýsingu í sérstakri yfirlýsingu, sem þeir gáfu út eftir að forsætisráð- herra hafði áítveðið að verða ekki við áskorunum þeirra um sérframboð í Reykjavík. Þar sagði m.a. um Sjálfstæðis flokkinn: „Á undanförnum árum hefur flokksræði og óbilgirni færst í vöxt innan Sjálfstæðisflokksins. Um leið og þessi þróun hefur gengið gegn helstu markmiðum flokksins um lýðræði og einstaklingsfrelsi, hefur hún valdið vaxandi óánægju og kvíða hjá fjölmörgum sjálfstæðismönnum. Þrátt fyrir málefnalegt andóf gegn þessari þróun hefur það komið æ betur í Ijós, að í stað umburðarlyndis stefnir nú í átt til aukins flokksræðis, sem mun þrengja flokkinn utan um harðan kjarna fárra gegn fjöldanum“. Hér er Sjálfstæðisflokknum lýst af þeim mönnum, sem gerst þekkja til, mönnum, sem hafa starfað þar um áratuga skeið. Þetta er hið eiginlega fen, sem Sjálfstæðistlokkurinn hefur lent í; fen „þröngsýni í stefnumótun“ og „harkalegs flokksræðis“, sem hefur þrengt flokkinn utan um „harðan kjarna fárra gegn fjöldanum“. Almenningur þarf ekki að vera í nokkrum vafa um að þessar lýsingar sjálfstæðismanna á eigin flokki eru réttar, og vafalaust mildilega orðaðar. Þær gefa raunverulega innsýn inn í hvernig málum er þar háttað innan veggja. Þær eru sú umsögn um Sjálfstæðisflokkinn, sem kjósendur ættu að hugleiða vel á kjördag. Forsætisráðherraefni Sjálfstæðisflokksins lofaði því að lyfta flokknum sínum upp úr feninu með því að fá hreinan meirihluta. Almenningur í landinu er auðvitað of skyn- samur til þess að slík ósköp muni gerast. Rétt er hins vegar að benda á, að það breytir engu um innviði Sjálfstæðis- flokksins þótt hann komi sem stjórnarandstöðuflokkur sæmilega út úr næstu kosningum, því það fen, sem forsætisráðherra og stuðningsmenn hans hafa verið að lýsa, er innanmein flokksins. Það læknast ekki nema með því að breyta um forystu og vinnubrögð. En það hefur Gunnar Thoroddsen og stuðningsmenn hans reynt árum saman án árangurs, og nú dregur hann sig í hlé. Það er því ljóst að þeir, sem að mati forsætisráðherra hafa að undanförnu leitt flokkinn inn á brautir þröngsýni og harkalegs flokksræðis, hafa valdataumana í flokknum enn frekar en áður í sínum höndum. Svo tala menn um að rísa upp úr feninu! -ESJ. skuggsjá | Bandarískir ævisöguritarar eru um MARGT ÓLÍKIR I'EIM ÍSLENSKU. Hér á landi eru ævisögur yfirleitt skrifaðar viðfangsefninu til dýrðar; lögð er áhersla á það, sem til upphefðar og fyrirmyndar má teljast, en hitt, sem miður kann að hafa farið, fær gjarnan litla ef nokkra umfjöllun. Þannig er þessu ekki farið vestra; þar eru ævisöguritarar miskunnarlausir í að fletta ofan af þeim, sem þeir eru að skrifa um, ef þeir telja efnisleg rök fyrir því. Nýjasta dæmið um slíka ævisögu er löng og ítarleg bók Robert A.Caro um Lyndon Johnson. Þetta er fyrsta bók af fleirum um þennan fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og fjallar um leið hans til valda: „The Path to Power“. Caro segist hafa byrjað á þessu ritverki sínu með aðdáun á Johnson, en hafi við athugun á ferli hans fyllst viðbjóði. Hver man annars ekki eftir Johnson, stjómmálamanninum frá Texas, sem var varaforseti Bandaríkjanna þegar John F. Johnson settnr á „stall vansæmdar” í nýrri ævisögu, sem komin er út í Bandaríkjunum Kennedy var skotinn til bana í Dallas? Að loknu því kjörtímabili hlaut Johnson yfirburðakosningu í forsetakjörinu á móti Barry Goldwater. Hann kom mörgum merkum þjóðþrifamálum í gegnum bandaríska þingið að því er varðaði félagsmálalöggjöf, en hans er hins vegar einkum minnst af öðru og miður gleðilegu tilefni; hann var forsetinn sem magnaði þátttöku Bandaríkjamanna í Víetnamstríðinu og varð að lokum sjálfur eitt af fómarlömbum þess stríðs er hann neyddist til að hætta við að gefa kost á sér við forsetakjörið 1968 vegna hrikalegrar útkomu í prófkjörinu í New Hamps- hire. Johnson og Víetnamstríðið eru því tengd órjúfanlegum böndum f hugum fólks. £ N CARO ER EKKI AÐ FJALLA UM FORSETATÍÐ JOHNSONS EÐA VÍETNAMSTRÍÐIÐ. Síður en svo. Hann kannar hvernig Lyndon Johnson, fátækur Texasbúi, komst til valda; fyrst inná þing í heimaríki sínu og síðar á Bandaríkjaþing, og hverjir studdu hann. Og sú lýsing gefur ljóslifandi mynd af miklum tækifærissinna, sem skrfður upp að þeim sem geta komið honum að gagni á leiðinni upp valdastigann, en bætir sér það upp með þvf að meðhöndla nánustu fylgjendur sína og samstarfsmenn eins og skít. Mynd Caro af Johnson er því óskaplega ógeðfelld. Að sögn Caro voru það tveir menn öðrum fremur sem hjálpuðu Johnson upp valdastigann á kreppuárunum, að sjálfsögðu í eiginhagsmunaskyni; lögfræðingurinn Alvin Wirtz og byggingaverktakinn Herman Brown. Wirtz þessi hafði átt sæti á þingi Texas, en lét af þingmennskunni til þess að gerast talsmaður, eða lobbýisti, fyrir olíufélag í Texas, en hann hafði reyndar verið á launaskrá hjá þessum olíufurstum á meðan hann sat á þinginu! Hann starfaði síðar á vegum Samuel Insulls, fjármálamanns sem hugðist byggja geysimikið rafork- uver í Colorado-fljóti í Texas, og tókst Wirtz m.a. að plata landið, þar sem átti að byggja átti orkuverið, út úr fyrrverandi kjósendum sínum fyrir lítið. En svo fór Insull á hausinn, eins og fleiri á þessum tíma, þegar bygging raforkuversins var aðeins komin nokkuð á veg, þá sá Wirtz stóra tækifærið; hann sem hafði fram að þessu verið boðberi Insulls og einkaframtaks- ins í Texas, skipti nú um á einni nóttu og gerðist helsti stuðningsmaður Roosevelts forseta, sem var að reyna að reisa efnahag Bandríkjanna við m.a. með víðtækum opinberum framkvæmdum. Og hann hafði rétt sambönd; einkarafork- uverið varð því von bráðar að opinberri framkvæmd, sem fjármagnað var af Bandaríkjastjórn! Wirtz varð ríkur á þessu öllu saman; fékk 87 þúsund dali eingöngu í laun fyrir lögfræðilega aðstoð við verkið. Hann hafði lært að mjólka ríkið og hélt því áfram upp frá því. Sama mátti segja um Herman Brown, sem tók m.a. að sér að byggja Marshall Ford-stífluna, sem var hluti af þessum miklu Colorado-raforku- framkvæmdum. Tækifæri johnsons kom þegar wirtz og BROWN URÐU FYRIR ÁFALLI. Fulltrúi „þeirra,, í Washington, James Buchanan, sem hafði verið formaður fjárveitinganefndarinnar og haldið fjárveitingum til virkjunar- innar gangandi, hrökk uppaf. Nú voru góð ráð dýr; án nýs þingmanns, sem vissi til hvers væri ætlast af honum, voru frekari fjárveitingar til virkjunarinnar í hættu, og þar með auðlegð þeirra Brown og Wirtz. Þeir höfðu kynnst Johnson lítillega áður þegar hann hafði starfað sem ritari hjá ungum þingmanni, Richard Kleberg að nafni, og hafði þá sýnt nokkra hæfileika til að fá jákvæða afgreiðslu mála hjá opinberum stofnunum. Þeir ákváðu því að styðja Johnson. Hann átti að vísu við erfiða andstæðinga að etja, sem voru mun líklegri sigurvegarar að öllu óbreyttu. En Wirtz og félagar fundu baráttuleið að gera Johnson að harðasta stuðningsmanni Roosevelts, m.a. í hörðu deilumáli, sem þá var efst á baugi vegna fyrirhugaðrar breytingar Roosevelts á hæstarétti landsins. Wirtz og Brown voru lítt hrifnir af áætlun Roos- evelts, en þar sem allir mótframbjóðendur Johnsons voru á móti Roosevelt í þessu máli þá fannst þeim upplagt að Johnson yrði með! Á fundi þar sem kosningabarátta Johnsons var skipulögð kom fram, að sögn eins þeirra sem viðstaddur var, að rétt eða rangt í því máli skipti engu: Wirtz sagði: „Sjáðu, Lyndon, auðvitað er þetta tóm vitleysa, þessi áætlun, en ef þú tengir þig við hana þá munu vinir Roosevelts styðja þig“. Sú stefna var mörkuð að Johnson yrði að styðja forsetann hundrað prósent í öllu, sem hann hefði gert og myndi gera; hann yrði að gera sig að manni Roosevelts. Þetta gerði Johnson, og með miklum dugnaði, fjárstuðningi frá stórfyrirtækjum, svo sem byggingaverktökum og olíufyrir- tækjum, og með leiðsögn Wirtz tókst Johnson að sigra. Roosevelt varð auðvitað mjög ánægður með að frambjóðandi, sem hafði lýst slíkum stuðningi við sig, náði kjöri, og hitti nýja þingmanninn nokkrum dögum síðar; myndin af þeim fór víða og varð til að auka áhrif Johnsons í Washington langt umfram það sem venja er með nýgræðinga á þingi. Þegar á þingið kom sinnti Johnson lítt um stefnumái Roosevelts; hann lagði aila áherslu á að hjáipa vinum sínum og þá fyrst að halda virkjuninni í Colorado-fljóti gangandi, sem var alls ekki auðvelt. Honum tókst að vingast við ýmsa aðila, sem voru ekki sjálfir f valdamiklum stöðum en höfðu aðgang að ráðamönnum. Og þar á meðal aðgang að forsetanum, sem afgreiddi málið fyrir sitt leyti með orðunum: „Látið strákinn fá virkjunina;“ Eftir því sem Johnson varð meira ágengt í fyrirgreiðslumál- um í Washington þeim mun traustari stuðning ávann hann sér meðal fjármálaaflanna heima fyrir, og það varð aftur til þess að staða hans innan Demokrataflokksins styrktist verulega; með stuðningi vina sinna gat hann útvegað verulegt fjármagn í kosningasjóði flokksins, og peningum fylgir vald. Fyrirgreiðslupólitík fyrir vini sína í Texas var megininntakið í starfi Johnsons sem þingmanns. EnChro gagnrýndi hann ekki aðeins fyrir það, eða fyrir tækifærismennsku, heldur einnig fyrir valdagræðgi og grimmd. Hann segir t.d. að þegar í skóla hafi komið skýrt í ljós hjá Johnson „löngunin til að ráða yfir öðrum, þörfin til að kúga aðra, og beygja aðra undir vilja sinn... oflætið við undirmenn var jafn áberandi og undirlægjuhátturinn gagnvart þeim sem hærra voru settir... illmennskan og grimmdin, ánægjan sem fólst í því að brjóta aðra á bak aftur og halda þeim þannig, þörfm ekki aðeins fyrir að sigra aðra heldur eyðileggja þá... og ofar öllu öðru metnaðargirndin, yfirgengileg persónuleg metnaðargirnd, sem gerði málefni að hindrunum." Gagnrýnandi The New York Review of Books segir að með þessari heimildaríku ævisögu hafi Caro sett Johnson á vansæmdarstall, þaðan sem hann verði ekki tekinn í bráð. Hvað verður svo í þeim bindum ævisögunnar, sem síðar koma en fjalla um feril Johnsons í Hvíta húsinu? Frá því tímabili verðum við að láta okkur nægja endur- minningar blaðafulltrúa Johnsons í Hvíta húsinu, George Reedys, en þær eru nýkomnar út vestra. Þar segir Reedy um yfirmann sinn fyrrverandi: „Hann sýndi engum manni tryggð... og hann naut þess að pína þá sem höfðu gert honum best. Hann virtist njóta þess alveg sérstaklega að auðmýkja þá, sem höfðu bundist honum böndum. Kannski var þetta afleiðing eins konar sjálfsfyrirlitningar, þar sem honum hafði fundist að það hlyti eitthvað að vera að þeim, sem vildu þjóna honurn". -ESJ. Elías Snæland skrifar Jónsson,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.