Tíminn - 27.03.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.03.1983, Blaðsíða 7
IH-'I r»M»’ T' 1 niYAWli SUNNUDAGUR 27. MARS 1983 7 VOLVO BM ámokstursvélar gröfur oglyftarar INGVAR HELGASON Simi 33560 SÝNINGARSALURINN/RAUÐAGERÐI ÍM VELTIR HF £ Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 Miöaö er viö gengi 14/2 '83. þangað til ríkisútvarp gæti hafist. Félagið hélst uppi þar til Ríkisútvarprð tók til starfa í desember 1930, en breytti þá nafni sínu í Félag útvarpsnotenda. Lokun víðvarpsins Útvarpsfélagið hætti útsendingum 10. apríl 1928. Fjárhagsörðugleikar urðu banamein þess. I upphafi hafði verið gert ráð fyrir allt að eitt þúsund notend- um, og hefði útvarpið þá staðið undir sér. Þegar Félag víðvarpsnotenda var stofnað í desember 1925 voru um fjöru- tíu viðtæki í landinu, notuð til að hlusta á enskar og aðrar erlendar stöðvar. í febrúarbyrjun 1926 voru tækin um tvö hundruð, og þar af helmingur í höfuð- borginni. Tækjum fjölgaði smám saman, og í desember 1927 höfðu fimm hundruð manns fengið leyfi landssímastjóra til að nota útvarpstæki. Áætlað var að þá væru um átta hundruð tæki í landinu. Af þessu má vera ljóst að það er fjarri því að notendafjöldinn hafi nokkurn tíma verið nægilegur til að tryggja afkomu Útvarpsfélagsins, hann hefur tæpast dugað til að halda stöðinni í gangi. Það sem hefur valdið þessari notendafæð er aðallega styrkur stöðvarinnar, 0.5 kw. Mergurinn málsins var að stöðin dró alls ekki um nærri allt landið. Meðan á tilraunasendingum stóð og þegar stöðin hafði nýverið opnað, var nokkur óvissa um það hversú vel heyrðist og hvar. í blöðum voru þá fregnir frá ýmsum stöðum í landinu um hversu heyrðist eða heyrðist ekki. í maí 1926 kvartaði Tíminn undan því að stöðin næðist aðeins „á litlum kafla hér sunnan og vestanlands". Þingmenn tóku í sama streng 1927 og 1928 þegar þeir ræddu um hugsanlegan ríkisrekstur á þessu fyrir- bæri. Annað var,að notendum þóttu gjöldin of há, svo innheimtan hefur ef til vill gengið illa. Einnig hefur mörgum ein- faldlega verið um megn að eignast og eiga viðtæki, þó þau byggju á „varp- svæði" stöðvarinnar. Strax vorið 1927 virtist sem Útvarps- félagið yrði „að gefast upp vegna fjár- hagsörðugleika" ef marka má orð Jakobs Möller í Alþingi. Ári síðar var félagið „að þrotum komið“, og tímaspursmál hvenær það færi á hausinn. Síðustu mánuði „víðvarpsins" gerði Útvarpsfélagið ítrekaðar tilraunir til að fá ríkisstiórnina til viðræðna eða samn- inga, en var í engu svarað. Um miðjan mars 1928 var orðið ljóst að frumvarp um ríkisrekstur yrði samþykkt á Alþingi, og gerði Útvarpsfélagið þá forsætisráð- herra tilboð um að útvarpsmenn héldu áfram rekstri eða að ríkið tæki við. Lögin um ríkisrekstur voru samþykkt 19. mars en ekki þóttist ríkisstjórnin geta svarað félaginu neinu enn; hefur greinilega viljað að það lognaðist útaf, enda framsóknarmenn komnir í stjórn en höfðu verið íhaldsmenn þegar sérleyf- ið var veitt og reglugerðin sett. Síðasta útsending á vegum Útvarps- félagsins var morguninn 10. apríl 1928. Stöðinni var þar með lokað og útsend- ingum hætt. Þó var ekki öll nótt úti enn. Þann 8. maí var stofnað Félag útvarpsnotenda á íslandi, hugsanlega til höfuðs Félagi víðvarpsnotenda, og með það markmið að hefja útvarpssendingar að nýju. Þrjú hundruð manns gengu í félagið, og í stjórn voru meðal annarra Ottó B. Arnar og Jakob Möller. Því tókst að semja við Útvarpsfélagið, enda margt sömu manna í forsvari beggja, þannig að laugardaginn 12. maíbyrjuðusendingar. Stöðin og vinna við hana fengust endur- gjaldslaust, og éngin gjöld voru heimt af hlustendum. Útvarpsstöðin yrði starf- rækt á meðan óráðið var hvað ríkis- stjórnin hyggðist fyrir. Virka daga átti aðeins að útvarpa veðurskeytum og fréttum tvisvar á dag, en messum, söng, upplestri og þvílíku um helgar. Síðasta dagskrárauglýsing þessa út- varps í dagblöðum var 10. júní, og ég geri ráð fyrir því að það hafi hætt sendingum átakalaust, og félagið um það sofnað. Landssímastjóri auglýsti í blöðum 29. júní, að ný þráðlaus talstöð tæki til starfa við Loftskeytastöðina tveim dögum síðar, og myndi útvarpa veðurskeytum fjórum sinnum ogfréttum einu sinni á virkum dögum, og veðri tvisvar og fréttum einu sinni á helgum dögum. Þannig var útsendingum svo háttað þar til Ríkisútvarpið tók til starfa, og hefur það starfað allar götur síðan. Hafið samband við sölumanninn Sigurstein Jósefsson, sem veitir allar upplýsingar. LAUGARDAG og SUNNUDAG KL. 2-5 Sýndir verða: DATSTJN CHERRY — sá ódýrasti miðað við útlit og gæði. DATSUN CABSTAR — vörubifreið — TRABANT. SUBARU 1800 station Komið og skoðið okkar fjölbreytta bílaúrval — og auðvitað verður heitt á könnunni. Veiið velkomin BM 622 Loader án skóflu BM 642 Loader án skóflu BM 4200 Loader án skóflu BM 4300 Loader án skóflu BM 4400 Loader án skóflu BM 4500 Loader án skóflu BM 4600 Loader án skóflu BM grafa 616 B BM grafa 646 kr. 1.300.000,- kr. 1.400.000,- kr. 1.500.000,- kr. 1.900.000,- kr. 2.000.000,- kr. 2.400.000,- kr. 3.600.000,- kr. 1.850.000,- kr. 2.000.000,-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.