Tíminn - 27.03.1983, Qupperneq 18

Tíminn - 27.03.1983, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 27. MARS 1983 ■ Árið 1920 kom út í Reykjavík lílið kver MANNASIÐIR sem Jón Jakobs- son hafði tekið saman eftir fyrirmynd þýsks lærdómsrits um kurteisi og hæversku. Þar er fjallað almennt um mannasiði, nauðsyn kurteisi, hvernig háttvísin lærist, hvort hún sé ásköpuð eða aðfengin, og kaflar eru um fram- komu, mál og viðræður, heimsóknir og heimboð, miðdegisverði, kvöldboð og dansleiki, hirðsiði og titlatog. Umgengni við menn í ýmsum stéttum, um bréfavið- skipti og þannig mætti áfram telja. Kver Jóns er i senn forvitnilegt og skemmtilegt aflestrar, og við tökum okkur það bessaleysi að birta nokkrar glefsur úr því lesendum til unhugsunar og/eða eftirdæmis. í þriðja kafla er fjallað um mál og viðræður, og við grípum fyrst niður þar sem svarað er spurningunum: „Hvað skal varast til að vera ekki ósiðaður talinn?" og „Hverjir kækir eru mönnum hvimleiðir?" Svarið við fyrri spumingunni er svo- hljóðandi: „í þessu efni mun athygli og eftirtekt verða notdjúgust, og því nauðsynlegt að kynna sér sem bezt siðu háttprúðra manna. Hér skal einungis talið fátt eitt, sem öllum ber að varast: Leggið ekki handleggina upp á borðin. Nuddið ekki höndum um hné. Róið ekki í sessi. Varist skellihlátur; kastið yður ekki aftur á bak meö galopinni hlæjandi munninn og sláið ckki á lærin eða hnén. Forðist að hnerra hátt, ef unt er, því að þá afskræmist andlitið. Hafið munninn lokaðan, þegar þér cruð ekki að nota hann. Notið vasaklútinn gætilega, og snýtið yður ekki svo hrottalega, að við kveði sem Þórdunur. Talið aldrei við nokkurn mann með vindilinn eða vindl- inginn í munninum, né heldur undir borðum með munninn fullan. Berið aldrei hnífinn upp í munninn og skerið ■ „Blístrið hvorki né raulið á götum úti, og étið ekki heldur ávexti, sælgæti o.s.frv. á götunum" segir um strætaboðorð kurteisinnar í mannasiðakveri Jóns Jakobssonar. Þessir glæsilegu ensku herramenn koma varla af fjöllum þegar slíkar predikanir heyrast. halda hrókaræður í fordyrinu, áður en þær hengslast af stað. 12. Menn skulu ekki vera of þaulsætn- ir. Það raskar félagsskapnum að leggja of snemma af stað úr boðum, en of mikil þaulsætni reynir á þolrif allra húsráð- enda, hve gestrisnir sem þeir kunna að vera.“ Strætaboðorð kurteisinnar Sjöundi kafli Mannasiða fjallar um opinbera framkomu á götu, á ferðalagi, í veitingahúsum o.s.frv. Við birtum hér að endingu svör kversins við spurning- unni: „Hver eru í stuttu máli hin helstu strætaboðorð kurteisinnar?" 1. Menn séu athuglir um kveðjur á götu. Að fyrra bragði skaltu því að eins konu heilsa, þótt þið þekkist, að hún gangi með þér ókunnum manni. Annars eru götusiðir með ýmsum hætti hjá þjóðunum. I Þýzkalandi, Danmörku og hér á lslandi hefur það verið tízka, að karlar heilsuðu konum að fyrra bragði á götu, en í Englandi eru það konurnar, sem jafnan heilsa fyr. Þann sið ættum vér íslendingar upp að taka, því að með þeim hætti er konum í sjálfsvald sett, við hverja þær skifta kveðjum á strætum úti, en karlar losast hins vegar við þann vanda að ráða í, hvort kveðja þeirra muni velkomin eða ekki. Auk þess kynni sú breyting að verða til að mýkja hálsinn á sumum konum, sem svo eru hálsstirðar, að ekki verður stundum séð hvort þær taka kveðju manns eða ekki. 2. Víða er siður að víkja til hægri handar, er menn mætast á götu, en með því vegalög vor skipa svo fyrir, að jafnan skuli vikið til vinstri á þjóðvegum og öðrum vegum upp í sveit, þá virðist rétt að sama regla gildi á bæjargötum, því að hitt getur valdið ruglingi að hafa aðra reglu um þetta á götum í bæjum en á vegum úti. Þetta atriði sýnist í fljótu bragði mjög einfalt og óbrotið, en getur stundum í þröng, er menn ganga með Gluggað í kver Jóns Jakobssonar Mannasiðir frá 1920: „Ömurlegt að heyra konur halda hrókaræður í fordyrinu” ekki alt í bita, sem á diskinum er, áður en þér farið að snæða. Snertið aldrei fiskinn með stálhnífsegginni. Séu ekki fiskhnífar úr silfri á borðum skal einnig nota matforkinn og brauðstykki við fiskinn. Sleikið ekki af matforki né hníf að loknum málsverði. Ogsvoaðsíðustu: Takið eftir, hvernig aðrir, sem betur kunna, haga sér. Það er bezti skólinn." Ósiður skeggjaðra manna að vera einlægt að strjúka á sér skeggið Svarið við seinni spurningunni er svo- hljóðandi: „Til dæmis sá, að rífa í þann, sem talað er við, að slá á herðar honum eða handlegg, eða lær, eða taka í hnappana á fötum hans. Þá eru geispar og hikstar einnig óhæfir, og er betra að yfirgefa samkvæmi, ef mikil brögð verða að. Oft hverfur samt hiksti, ef bergt er nokkur- um sinnum á köldu vatni eða lengi haldið niðri í sér anda. Þeir, sem eiga vanda fyrir hiksta, ættu jafnan að bera á sér lítið hylki með tvíkolsúru natróni og taka örlítið inn af því á hnífsoddi, þegar þörf gerist, þannig að lítið beri á. - Hræðilegt er að sjá menn fara að stanga úr tönnum sér eftir máltíð. - Þá er einn ósiður skeggjaðra manna sá, að vera einlægt að strjúka skeggið eða rífa í það, og stara svo á hárin, sem losna, eins og tröll á heiðríkju, eða snúa þeim milli fingranna. Að blístra eða syngja í hálfum hljóðum, meðan verið er að tala við mann, er ósiður og ókurteisi við þann, sem menn eiga orðastað við. - Þá er og leiður vani að láta lengi vera að dekra sig til að syngja eða spila, áður en menn loks fást til þess. Og þó er enn verra að geta svo aldrei hætt, þegar loksins hefur tekizt að fá þá að hljóðfær- inu, og hið sama er að segja um hverja aðra frammistöðu í félagslegum hóp. Ýmsir eru fleiri kækir og ávani, og sumir þeirra mjög ógeðslegir, svo sem að tyggja matinn „smjattandi," í stað þess að tyggja með lokuðum munni. Þá er einnig leitt að sjá menn spýta ávaxtakj- örnum, smábeinum o.fl. út úr sér niður á diskinn, í staðinn fyrir að nota matfork- inn sér til hjálpar, enda eðlilegt, að hann sé notaður til að losa munninn við það sem oftast er látið á forkinum inn í munninn". Ruddalegt að hreinsa neglur í samkvæmum „Menn skulu einnig ganga hreinlega frá mat sínum, og ekki káma allt út umhverfis sig, hvorki sig sjálfa, föt sín eða borðdúkinn. Matþerruna (serviettu) skal einungis nota til að þurka sér um munninn, aldrei til að þurka af sér svita eða til annara nota, sem vasaklútnum er ætluð. - Tölum aldrei um, að vér séum í kófi, löðri, svitabaði eða því um líkt, því að slíkt vekur óþægindi hjá öðrum. - Ropar eru viðbjóðslegir, og engin vörn í máli, að ekki sé hægt „að gera við þeim.“ Það er ógeðsiegur ávani, sem hægt er að venja sig af, og aldrei þarf að verða nokkurum tamur. - Ljótur ávani er einnig, að naga neglur og kemur hann fram á útliti naglanna, sem oft eru nagaðar upp í kviku. - Ruddalegt er að hreinsa neglur í viðurvist annara, ekki sízt í samkvæmum, en víst er það nauðsynlegt og skal gerast, sem svo margt annað þarflegt, í einrúmi. Um óhreinar neglur, eða svo nefndar sorgar- neglur, er áður talað. Auðvitað mætti margt fleira hér til nefna en rúmið leyfir ekki lengra mál um þetta atriði." „Varaslu að sporðreisa stólinn...“ í kafla um heimsóknir og heimboð er fjallað um framkomu fólks í fínum boðum. Eftir að rætt hefur verið almennt um fyrstu framkomu í heimsóknum, um nafnseðla, um réttan heimsóknartíma, hverjum hönd megi rétta, um skoðun húsgagna í gestastofum, um framkomu við þá sem mönnum eru ógeðfelldir o.fl. eru gefnar nokkrar almennar bendingar um framkomu í boðum. Þar segir: „Að fara nákvæmlega út í það mál er óvinnandi, eða myndi að minnsta kosti lengja þetta kver um skör fram. Hér skulu því aðeins gefnar nokkrar bend- ingar, þær nauðsynlegustu. 1. Vertu ekki kaldur eða fálátur. Þeir gestir eru leiðir, sem svo eru. Ekki heldur of skrafdrjúgur, allra síst um þína eigin hagi, sem flestir munu telja sig litlu varða. Vertu léttur í máli við alla, en ekki kumpánlegur um of; sértu eðlilegur og blátt áfram í tali, þá mun þér lánast að finna meðalveginn milli of og van. 2. Gleym ekki að standa upp úr sæti, þegar konur koma inn í herbergið. 3. Varastu að sporðreisa stólinn, sem þú situr á. 4. Talaðu ekki yfir eða fram hjá öðrum manni, sem nær þér situr eða stendur. 5. Leyf öðrum að tala og vertu ekki hámæltur. Sítalandi menn eru vanalega leiðinlegir, en hyggnir menn bíða tæki- færis. 6. Legg ekki í vana þinn að segja bæjarnýjungar eða endurtaka og út- breiða þær. 7. Tak aldrei fram í fyrir öðrum. Komi það óvart fyrir, þá skal þegar þagna og beiðast afsökunar. 8. Vertu ekki hörundsár og ímyndaðu þér ekki, að þú sért sífellt hafður út undan. 9. Gakk aldrei á undan konum, heldur lát þær ganga á undan þér, þegar gengið er út úr herbergjum eða inn í þau. 10. Vertu ekki sífellt að líta á úrið, og geispa ekki af þreytu eða leiðindum, því að þá gerir þú þig bæði hvimleiðan húsráðendum og spillir gleði samgesta þinna. 11. Vertu stuttorður, þegar þú kveður, og bíð ekki lengi við dyrnar - allra síst í þeim - áður en þú kemst af stað. Það er þreytandi að heyra menn fara að skrafa og skeggræða, þegar þeir eru t.d. að fara á hestbak, eða jafnvel komnir á bak og sömuleiðis ömurlegt að heyra konur konu við hlið sér, orðið örðugt og flókið, því að það er skylda karla að vera jafnan götumegin, en tryggja konum gangstétt- ina, og séu þær fleiri en ein, sem manni fylgja eða mæta, skal hann víkja út á götuna og láta konunum eftir gangstétt- ina. 3. Konur og karlar mega því að eins yrða hvort á annað á götu, að kunnug séu. Ekki skulu þau staldra, meðan á viðtali stendur, til að hefta ekki umferð- ina. Að loknu viðtali tekur karl ofan fyrir konu að skilnaði. 4. Varist árekstur á götum, en komi hann fyrir, skal sá, er veldur, þegar í stað afsaka. 5. En kunnugir menn mætast, er höfuðhneiging nægileg, nema mikill munur sé aldurs og stöðu, því að þá skal ofan taka. En sé kona með kunningja þínum, skaltu ofan taka og gerir þá sömu skil sá, sem með henni gengur. 6. Forréttur konu er að sýna að hún sé manni kunnug, svo og þeirra, sem hærra eru settir eða eldri eru. 7. Missi kona, eða gömul lasburða manneskja, vasaklút, regnhlíf, göngu- staf eða böggul til jarðar, þá skal upp taka og rétta henni það með virðulegri kveðju. 8. Blístrið hvorki né raulið á götum úti, og étið ekki heldur ávexti, sælgæti o.s.frv. á götunum. 9. Varist að hrækja á götunum eða öðrum opinberum stöðum, svo sem í járnbrautarklefum, vögnum o.s.frv.” Og lýkur hér frá mannasiðakveri Jóns Jakobssonar að segja.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.