Tíminn - 27.03.1983, Qupperneq 9
Tekjuskatturinn er aðallega
greiddur af launastéttunum
■ Halldór E. Sigurðsson.
■ Hjálmar Vilhjálmsson.
Orð og efndir
■ Það mun enn einu sinni eiga að
verða helzta kosningamál Alþýðu-
flokksins og Sjálfstæðisflokksins og
afnema tekjuskattinn. Af reynslunni
geta menn svo dæmt, hvort taka beri
þetta loforð alvarlega. Þetta loforð er
nefnilega ekki nýtt af nálinni.
Fyrir vorkosningarnar og haustkosn-
ingamar 1959 var það eitt af helztu
loforðum þessara flokka að afnema
tekjuskattinn að mestu eða öllu. Þetta
var ekki betur efnt en svo, að tekju-
skatturinn fór síhækkandi síðustu
stjórnarár viðreisnarstjórnarinnar,
sem var samstjórn tveggja áðurnefndra
flokka á árunum 1959-1971.
Þetta var einkum gert með fölsun
skattvísitölunnar, þar sem hún var
látin hækka miklu minna en fram-
færsluvísitalan.
Mér er þetta minnisstætt, því að það
varð hlutskipti mitt sem fulltrúa Fram-
sóknarflokksins í fjárhagsnefnd neðri
deildar að halda uppi baráttu gegn
hinum háu beinu sköttum í valdatíð
viðreisnarstjórnarinnar.
Einkum beitti ég mér gegn föisun
skattvísitölunnar. Viðreisnarstjórnin
greip hvað eftir annað til þess ráðs, að
slíta hana úr sambandi við framfærslu-
vísitöluna. Þannig var tekjuskatturinn
stórhækkaður í reynd.
Þing eftir þing flutti ég tillögu um að
skattvísitalan væri látin fylgja fram-
færsluvísitölunni og þannig komið í
veg fyrir sjálfkrafa tekjuskattshækkun.
Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og
Alþýðuflokksins með tölu greiddu at-
kvæði gegn þessari tillögu. Þannig var
tekjuskatturinn látinn hækka sjálf-
krafa.
Svo langt var gengið í tekjuskattaá-
lögum í tíð viðreisnarstjórnarinnar,
að eitt árið lögðu sérfræðingar ríkis-
stjórnarinnar til, að skattgreiðendum
yrðu veitt hagstæð lán til þess að þeir
gætu greitt skattana!
Þá voru þessir háu skattar varðir og
réttlættir bæði í Morgunblaðinu og
Alþýðublaðinu, þótt tónninn sé annar
meðan fylgismenn þeirra blaða eru í
stjórnarandstöðu.
Rétt skattvísitala
Ég var, áður en ég tók sæti í
fjárhagsnefnd, mikill fylgjandi beinna
skatta. Mér varð hins vegar fljótt Ijóst
eftir að ég fór að starfa í nefndinni, að
tekjuskatturinn leggst fyrst og fremst
á launafólk, en aðrir sleppa meira og
minna, bæði vegna skattsvika og
undanþáguákvæða tekjuskattslag-
anna, sem erfitt eða útilokað hefur
reynzt að breyta vegna öflugra þrýsti-
hópa.
Þetta breytta viðhorf mitt leiddi til
þess, að ég hóf í tíð viðreisnarstjórnar-
innar baráttu fyrir lækkun tekjuskatts-
ins, og þó einkum baráttu gegn fölsun
skattvísitölunnar.
Mér snerist ekki neitt hugur við að
komast í stjórnaraðstöðu, þegarvinstri
stjórnin var mynduð sumarið 1971.
Ég átti líka góðan samherja, þar
sem var fjármálaráðherra vinstri
stjórnarinnar. Halldór E. Sigurðsson.
Strax við gerð fjárlaganna fyrir 1972
tók hann upp þanri sið’að láta skattvísi-
töluna fylgja framfærsluvísitölunni og
hélt honum síðan meðan hann var
fjármálaráðherra. Þannig var hætt
þeirri ljótu venju frá tíð viðreisnar-
stjórnarinnar að falsa skattvísitöluna
til að hækka tekjuskattinn.
Tekjuskatturinn
og launafólkið
Eg hygg, að ég hafi gert einna
gleggsta grein fyrir breyttu viðhorfi
mínu til tekjuskattsins í grein, sem
birtist í Tímanum 22. janúar 1972, en
þar sagði á þessa leið:
„Stighækkandi tekjuskattar voru
réttlátt og sjálfsagt tekjuöflunarform
á þeim tíma, þegar tekjuskipting var
mjög misjöfn. Nú hefur tekjuskipting
jafnazt verulega og launamunur orðinn
minni en áður. Því verður að gæta
þess, að stighækkandi tekjuskattur
jafni ekki út eðlilegan launamun,
þannig t.d. að rauntekjur ófaglærðs
manns og faglærðs verði hinar sömu.
Þess verður líka að gæta, að tekju-
skattur leggst tiltölulega þyngst á
launastéttirnar, því að framleiðendur
og milliliðir, sem sjálfir geta reiknað
sér laun, sleppa alltaf betur, hversu
ágætt sem skattaeftirlitið er. Þess
vegna eiga launastéttir að telja sér það
ekki minna áhugamál, að tekjuskattar
séu hæfilegir, en að hækka sjálft kaup-
ið. Kauphækkanir koma að takmörk-
uðu gagni, ef um helmingur þeirra fer
í skatta.
Þetta er eitt af þeim höfuðatriðum,
sem hljóta að setja mikinn svip á þá
framhaldsathugun skattamálanna, sem
fyrir höndum er.“
Mesta
tekjuskattslækkunin
Sú framhaldsathugun skattamál-
anna, sem getið er um hér á undan,
hafði verið undirbúin að frumkvæði
Halldórs E. Sigurðssonarfjármálaráð-
herra. Hún leiddi til stærstu lækkunar
á tekjuskatti, sem hefur verið gerð hér
á landi.
Launastéttirnar höfðu þá skilið, að
tekjuskatturinn lendir mest á þeim.
Halldór E. Sigurðsson náði því sam-
komulagi um það við launþegasamtök-
in í ársbyrjun 1974, að tekjuskatturinn
skyldi lækkaður sem svaraði þremur
milljörðum króna, sem var mikil upp-
hæð þá, en í staðinn féllust þau á að
lagður yrði á 5% söluskattur, sem ekki
kæmi inn í framfærsluvísitöluna. í
meðferð þingsins var þessi söluskatts-
hækkun færð niður í 4%.
Þetta er, eins og áður segir, mesta
tekjuskattslækkun, sem hér hefur ver-
ið gerð.
Enginn íslenzkur fjármálaráðherra
hefur unnið meira að því en Halldór
E. Sigurðsson að koma tekjuskattinum
í það horf, að hann bitnaði ekki
óhæfilega á launastéttunum og leiddi
til Glistrupisma, eins og í Danmörku.
Þetta gerði hann með framan-
greindri tekjuskattslækkun og með
því að tengja saman skattvísitöluna og
framfærsluvísitöluna og hindra hækk-
un tekjuskattsins á þann hátt.
Útsvarsbreytingin
Halldór E. Sigurðsson átti, ásamt
Hannibal Valdimarssyni, sem var fé-
lagsmálaráðherra í vinstri stjórninni,
mestan þátt í sögulegri breytingu á
útsvörum.
Eitt fyrsta verk Hannibals Valdi-
marssonar sem félagsmálaráðherra var
að skipa nefnd til að endurskoða
löggjöfina um tekjustofna sveitarfé-
laga. Hjálmar Vilhjálmsson ráðuneytis-
stjóri var formaður þeirrar nefndar, en
einn nefndarmanna var Alexander
Stefánsson í Ólafsvík.
Nefnd þessi samdi frumvarp til nýrra
tekjuöflunarlaga, sem fól í sér þá
róttæku breytingu, að útsvarið yrði
ákveðinn hundraðshluti af tekjum í
stað þess að það var áður stighækk-
andi, líkt og tekjuskatturinn nú. Al-
þingi féllst á þessa breytingu veturinn
1972 og hefur hún gilt síðan.
Ýmsir óttuðust, að þessi breyting
myndi mælast illa fyrir og því yrði
haldið áfram, að hún væri sérstaklega
gerð í þágu hátekjumanna. Raunin
hefur orðið önnur. Þessi breyting hefur
engum teljandi mótmælum sætt. Hún
hefur gefizt vel og þótt sanngjörn við
nánari athugun, enda greiðir hátekju-
maður mörgum sinnum meira en lág-
tekjumaðurinn, þótt hundraðshlutinn,
sem þeir greiða af tekjunum, sé hinn
sami.
Það fylgdi þessari breytingu að út-
svarið nálagðist það að leggjast á
brúttótekjur. Hins vegar var hundraðs-
hluti, sem leggst á tekjurnar, verulega
lækkaður miðað við stighækkunina,
sem gilti áður.
Breytt kerfi
Síðan Halldór E. Sigurðsson varð
fjármálaráðherra, hafa verið gerðar
nokkrar breytingar á tekjuskattslögun-
um, m.a að frumkvæði Matthíasar
Matthiesen, þegar hann var fjármála-
áðherra.
Sumar þessar breytingar eru til bóta,
en aðrar orka tvímælis svo að ekki sé
meira sagt.
Ég verð að játa, að ég hefi haft
takmarkaðan áhuga fyrir þessum
endurbótum. Ástæðan er sú, að mér
finnst gildandi tekjuskattskerfi óviðun-
andi, þótt það hafi verið sæmilegt fyrir
30-50 árum.
Það væri samt ekki tímabært, eins
og nú árar hjá þjóðinni og ríkinu að
fella tekjuskattinn niður með öllu og
gefa hátekjumönnum þannig lausan
tauminn.
Hitt er jafn sjálfsagt að lækka skatt-
inn verulega og þó einkum þannig, að
hann leggist ekki á meðaltekjur og
þaðan af lægri.
Jafnhliða væri nauðsynlegt að gera
kerfisbreytingu, sem vel kæmi til mála
að byggja að talsverðu leyti á svipuðum
grundvelli og útsvarslögin frá 1972.
Brúttótekjur yrðu þá lagðar til grund-
vallar og undanþágur felldar niður. Í
staðinn kæmi stóraukinn persónufrá-
dráttur og barnafrádráttur og lækkun
á skattinum sjálfum. í stað stighækk-
andi skatts kæmi ákveðinn hundraðs-
hluti af skattskyldum tekjum, líkt og
gert er varðandi útsvarið.
Auðveldara eftirlit
Mér þykir rétt að geta þess, að
skömmu áður en Halldór E. Sigurðs-
son lét af embætti fjármálaráðherra
hafði hann falið tveimur mönnum að
semja drög að nýju frumvarpi til
tekjuskattslaga. í þessu frumvarpi mun
hafa verið gert ráð fyrir kerfisbreyt-
ingu, sem gekk að verulegu leyti í
framangreindaátt.
Vafalaust má finna einhverja galla á
þessu kerfi, eins og öllum, en kostirnir
eru óumdeilanlegir miðað við það
kerfi, sem nú er búið við. Skattakerfið
yrði.miklu einfaldara og auðveldara í
vinnslu og skattayfirvöld gætu varið
miklu meiri tíma til að eltast við
meinta skattsvikara, ekki sízt í sam-
bandi við söluskattinn.
Skattakerfið myndi síður hvetja
menn til að reyna að koma tekjum
undan skatti. Mönnum yrði ekki refsað
fvrir menntun, framtak og dugnað eins
og nú er raunar gert, þegar skattstigar
verða óhæfilcga háir. Það á ekki að
vera tilgangur tekjuskattsins að þurrka
út allan umsaminn og eðlilegan
launamun.
Vel má vera að þetta nýja skattkerfi
gæfi ekki eins niiklar tekjur og núver-
andi kerfi, en þó efast ég um það. Ég
hygg að mejri tekjur kæmu til skatts,
þcgar hægt væri að bæta eftirlitið og
ekki yrði lengur hægt að misnota
undanþágurnar. En eins og nú er
komið á að leggja megináherzlu á að
skattleggja eyðsluna. Þar er enn að
finna ýmsa skattamöguleika, sem rétt
er að nota til þess að halda beinu
sköttunum í hófi.
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar