Tíminn - 27.03.1983, Qupperneq 26

Tíminn - 27.03.1983, Qupperneq 26
SUNNUDAGUR 27. MARS 1983 Aríkisspítalarnir lausar stöður LANDSPÍTALINN DEILDARSJÚKRAÞJÁLFARI óskast viö endurhæf- ingadeild. Æskilegt er aö umsækjandi hafi áhuga á að vinna viö endurhæfingu gigtarsjúklinga SJÚKRAÞJÁLFARAR óskast viö endurhæfingadeild t í fast starf og til afleysinga. Upplýsingar um ofangreind störf veitir yfirsjúkraþjálfari endurhæfingadeildar í síma 29000. HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast frá 1. júní n.k. á kvenlækningadeild 21A. Umsóknir sendist fyrir 10. apríl til hjúkrunarforstjóra Landspítalans sem jafnframt veitir frekari upplýSingar í síma 29000. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast á Kvennadeild nú þegar eöa eftir samkomulagi bæöi í fastar stööur og til afleysinga. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 29000. GEÐDEILDIR RÍKISSPÍTALA HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast á dagdeild Geðdeildar Barnaspítala Hringsins viö Dalbraut. Upp- lýsingar veitir hjúkrunarstjóri í síma 84611 eða hjúkrunarforstjóri í síma 38160. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast til sumarafleys- inga. SJÚKRALIÐI óskast nú þegar í fullt starf á deild IV Kleppsspítala. SJÚKRALIÐAR óskast til sumarafleysinga við geö- deildir ríkisspítalanna. Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkrunarfor- stjóri í síma 38160. RANNSÓKNASTOFA HÁSKÓLANS AÐSTOÐARLÆKNAR óskast til eins árs frá 1. júní 1983 á Rannsóknastofu Háskólans v/Barónsstíg. Mögulegt er aö framlengja ráöningu um eitt ár skv. umsókn og nánara samkomulagi. Um er aö ræöa námsstööur í almennri líffærameinafræði. Jafnframt gefst kostur á aö leggja sérstaka áherslu á eitt eöa fleiri sérsvið, svo sem barnameinafræði, réttarlæknis- fræði, frumumeinafræöi, rafeindasmásjárrannsóknir og fleira. Gert er ráö fyrir, aö viðkomandi aöstoöar- læknar taki þátt í rannsóknarverkefnum samhliða öörum störfum. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 9. maí n.k. Upplýsingar veitir forstööumaöur Rannsóknastofu Háskólans í síma 29000. RÍKISSPÍTALAR Reykjavík, 27. mars 1983. Jörð til sölu Tilboð óskast í jörðina Eystri-Hól, V-Landeyjum. Eignaskifti koma til greina. Jörðinni fylgir veiðirétt- ur. Upplýsingar í síma 74972 og hjá ábúanda. Réttur áskilinn að taka hvaða tilboði sem er eða hafna Öllum. 0 WflPua Útboð Tilboö óskast í gröft og fyllingar á verslunarlóð Kron við Tungugrund í Kópavogi. Útboðsgögn verða afhent á verkfræöistofu Guðmundar Magnússoanr Hamraborg 7, Kópavogi gegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 7. apríl 1983 kl. 11 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboð Tilboð óskast í lögn Grafarvogsræsis fyrsta áfanga fyrir Gatnamála- stjórann í Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn 1.500 kr. skilatryggingu Tilboðin verða opnuð á sama staö þriðjudaginn 12. apríl 1983 kl. 14.00 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkírkjuvegi 3 — Sími 2S800 ■ Sviðsett mynd úr tímarítinu Sáence Digest sem sýnir sjúlding yfirgefa líkama sinn. ATHUGASEMD VIÐ GAGNRÝNI eftir dr. Erlend Haraldsson ■ Vegna greinar GM (Guðmundar Magnússonar) „Sáiin og ódauðleikinn: Er líf að loknu þessu?“, í hclgarblaði Tímans 27. febrúar sl. langar mig að koma á framfæri eftirfarandi athuga- semd þar sem mín er þar sérstaklega getið. Grein GM er að hluta þýðing á grein eftir James nokkurn Alcock er nefnist „Psychology and near-death exper- iences", og fjallar aðallcga um rann- sóknir Raymonds Moody á reynslu manna í skammvinnu dauðadái og um rannsóknir okkar Karlis Osis á sýnum eða ofskynjunum rctt fyrir andlátið. Gagna öfluðum við Karlis mcð ýtar- legum viðtölum við um þúsund iækna og hjúkrunarkonur í Bandaríkjunum og á Indlandi (Sýnir á dánarbeði Skuggsjá 1979). í grein GM eru þeir sem sinntu ofangreindum rannsóknum gagnrýndir fyrir aðferðafræðiieg mistök og rang- túlkanir niðurstaðna. M.a. er þess réttilega getið að aðeins fimmtungur lækna og kvenna svaraði fyrsta spurn- ingalista okkar í Bandaríkjunum. Peir minnast hins vegar ekki á það að indvcrska úrtakið var nær heilt, eða nálægt 100%. Ekki heldur að í Banda- ríkjunum áttum við símaviðtöl við nokkurn hóp þeirra sem ekki höfðu svarað okkur og bentu þau viðtöl ekki til þess að heildarniðurstöður okkar þar í landi stöfuðu af úrtaksskekkju. Pá geröum við sérstaka athugun á hugsanlegum áhrifum viðhorfa lækna og hjúkrunarfólks á þær upplýsingar scm það veitti okkur, t.d. hvaða áhrif trúhncigð, trú á framhaldslff o.s.frv. kynnu að hafa á gögnin. Ekkert benti til þess að slík áhrif væru marktækur skekkjuvaldur. Ekki minnast GM og Alcock á þessi atriði, enda er nokkur ástæða til að efast um að þeir hafi lesið meginmál þeirra ritverka sem þeir gagnrýna svo frjálslega. Til dæmis má ráða af greininni að ,við höfum aðeins notað einn spurning- arlista og í honum sé „öll dauðareynsla manna sett undir sama hatt svo óger- legt er að greina á milli venjulegra misskynjana og þess sem hugsanlcga væri reynsla af handanheimi eða utan líkama". Það hefur farið fyrir ofan garð og neðan hjá GM og Alcock að ofanneftldur listi var aðeins notaður til að finna það hjúkrunarfólk og lækna sem hafði veitt einhverju slíku eftirtekt hjá sjúklingum. Síðar fóru fram viðtöl við þetta fólk og þá notaðir langir og ýtarlegir spurningalistar og réð eðli hvers tilfellis hver þriggja lista var notaður hverju sinni. Á þessujn við- tölum byggðust niðurstöður okkar, ekki á þeim stutta almenna spuminga- lista sem GM og Alcock höggva að með nokkrum hvin. Fleira mætti tína til sem sýnir flaust- urslegan iestur eða lestrarleysi GM og Alcocks. T.d. erum við gagnrýndir fyrir að við „yfirheyrðum ekki einu sinni sjúklingana heidur sendum iang- an spurningalista til lækna og hjúkrun- arkvenna". Þá má spyrja hvort það gæti hafa farið fram hjá þessum gagnrýn- endum aoviðvorum fyrstogfrcmst að leita eftir upplýsingum sem gætu varp- að ljósi á orsakir þessara sýna, þ.e. upplýsinga um lyfjagjöf, sjúkdóms- greiningu, sótthita o.s.frv. sem víst þótti að hjúkrunarfólkið gæti best veitt. í öðru lagi dóu sjúklingarnir yfirleitt stutta stund eftir reynslu sína og var þar með orðið ógerlegt að yfirheyra þá. Ámóta yfirborðsleg vinnubrögð má rekja er lýst er skoðunum ýmissa rannsóknarmanna. T.d. er sagt um Raymond Moody að hann telji að „reynsla sjúklinga sem komist hafi til meðvitundar eftir skammvinnt dauða- dá, færi okkur nægilegar sannanir fyrir sjálfstæðu lífi sálarinnar eftir líkams- dauðann". Af pcrsónulegum kynnum mínum af Moody og lestri bóka hans er mér huiin ráðgáta, hvernig höfund- arnir áiykta þctta. Hið sama er að segja um þau orð að'við Karlis Osis (á grundvelli rannsókna okkar geri ég ráð fyrir að GM meini) höfum staðhæft að líf sé að loknu þessu. Hér einfalda höfundarnir ailmikið málið. Ekkert er hirt um ýmsar forsendur og fyrirvara þcirra niðurstaðna sem við komumst að, þótt þeim sé lýst í löngu máli, ekki heldur minnst á þá skoðun okkar að þétta séu frumrannsóknir og brýn þörf frekari athugana. Af tóni greinar GM og Alcock læðist að manni sá grunur að þeir teiji sig vita sannieikann í þessu máli (þ.e. hvort menn lifi í cinhverri mynd eftir líkams- dauðann) með slíkri vissu að ekki sé einu sinni þörf að lesa þokkalega þau ritverk sem þeir gagnrýna. Hvort ckki væri ástæða til að flokka slíka vissu undir trú skal látið ósvarað en ekki skyldum við gleyma því að trúmenn finnast undir ýmsum formerkjum. GM getur þess að nokkur undanfar- in ár hafi rannsóknir á framhaldslífi (hugsanlegu framhaldslífi, vildi ég bæta við) verið í tísku meðal dulsálar- fræðinga. Staðreyndin er sú að aðeins örfáir í hópi þeirra hafa sinnt slíkum rannsóknum. Hins vegar hafa nokkrir vísindamenn sem á . engan hátt hafa tengst þeirri grein, skilað frá sér nokkr- uin rannsóknum sem þeir eða aðrir hafa talið sig finna eitthvað í sem hugsanlega gæti bent tii framhaldslífs. 1 þeim hópi er Raymond Moody sem var áður heimspekingur og kcnndi heimspeki en sneri sér síðar að læknis- fræði og starfar nú við geðlækningar við Virginíuháskóla í Charlottesvilie. Þá má nefna Michaei Sabom, prófessor í hjartasjúkdómum við Emory háskói- ann í Georgíu, sem framkvæmt hefur mun veigameiri og aðferðafræðilega fullkomnari rannsókn á reynslu í dauðadái en Moody (sjá „Recollect- ions at death, a medical investigation“. Harper and Row, New York 1982). GM minnist ekki einu orði á hann. Þá má nefna Kenneth Ring prófess- or í sálfræði við Connecticut háskóla sem ritaði bók um rannsókn sína („Life at death, a scientific investiga- tion of the near-death experience", Coward, McMann & Gcorghegan, New York 1980). Bæði Sabom og Ring söfnuðu miklu af gögnum til að svara á raunhæfan hátt ýmsum spurningum og gagnrýni sem fram kom eftir rann- sókn Moodys. Sabom hóf t.d. rann- sókn sína vegna efasemda um niður- stöður Moodys. Niðurstaða beggja þessara vísindamanna varð þó sú að ofskynjunartilgátan virtist ekki nægja til að útskýra mörg þessara tilfella. Úr því að GM nefnir sér til trausjs og halds Wilder Penfield, sem frægur varð fyrir rannsóknir sínar á starfsemi hcilans, má geta þess til gamans að hann sá á grundveiii rannsókna sinna (sjá bls 8 í bók hans „ Mystery of the Mind" Princeton 1975) ekkert því til fyrirstöðu að velta fyrir sér spurning- unni um annað líf. Hann taldi meira að segja ekki óskynsamiegt að ætla að það gæti átt sér stað, ef fá mætti fulla sönnun fyrir tiiveru vissra dulrænna fyrirbæra.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.