Tíminn - 27.03.1983, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.03.1983, Blaðsíða 16
16 Mimvm SUNNUDAGUR 27. MARS 1983 ÞJÓÐAR UPPREISNIN í UNG- VERJALANDI lausn allra vandamála væri í Moskvu, höfuðvígi byltingarinnar. Strax eftir Moskvudvöl sína hélt Gerö til Belgrad til fundar við Tító forseta. Mun hann hafa ætlað að leita þar pólitísks stuðnings gegn um- bótaöflum heima fyrir, svo og leggja drög að viðskiptum þjóðanna. Hannsneri afturúrferðinni 23. október og hafði ekkert haft upp úr krafsinu. Um þetta leyti beindust augu manna að Pól- landi, en þar hafði sívaxandi andúð almennings á stjórnarstefnunni brotist út í uppreisn í borginni Poznan. Árangur hcnnar var sá að þjóðernissinn- inn Gómúlka, sem setið hafði í fangelsi, varð aðalritari kommúnistaflokksins og lofaði auknu frjálsræði í landinu. Margir Ungverjar litu á atburðina í Póllandi sem eins konar fyrirmynd. Þar hafði sýnt sig að uppreisn gegn kommúnista- stjórn gat heppnast. Þeir aðilar í Ungverjalandi sem helst hugsuðu sér til hreyfings voru engan veginn ein samstæð heild eða einhuga samtök. Þeir skiptust í flokka og fylkingar, en stærsti hópurinn var hinn óskipu- lagði almenni borgari. Áhrifamestu umbótaöflin voru þó tvímælalaust samtök stúdenta í háskólum Búdapest, Petöfi-hópurinn og Nagysinnar í kom- múnistaflokknum. Hinn 22. október birti Petöfi-hópurinn stefnu- skrá sína í tíu liðum. Af henni verður ekki dregin önnur ályktun en sú að markmið hópsins hafi verið umbætur á ungversku samfélagi en ekki kollsteypa. Petöfi-hópurinn fór fram á að mið- stjórn kommúnistaflokksins kæmi þegar saman til fundar og Imre Nagy tæki á ný við forystu. Krafist var endurskipulagningar efnahagsmála, tekin yrði upp sjálfstjórn verksmiðja að hætti Júgóslava, Rakosi og Farkas yrði vikið úr flokknum og opinber rannsókn fær fram á starfsemi leyniþjón- ustunnar. Eins að samskiptin við Sovétríkin yrðu framvegis á jafnréttisgrundvelli. Stúdentar settu fram róttækari kröfur. Þeir heimtuðu að allt sovéskt herlið sem enn væri í Ungverjalandi hyrfi tafarlaust úr landi, boðað yrði til almennra og lýðræðislegra kosninga þar sem allir flokkar fengju að bjóða fram. Gervallt efnahagslífið yrði tekið til róttæks endurmats. Jafnframt hvöttu stúdcntar til samstöðu með Pólverjum og boðuðu útifund til stuðnings pólskri alþýðu. Uppreisn í Ungverjalandi Þetta var upphafið að þeirri atburðarás er fáum dögum síðar leiddi til uppreisnar í Ung- verjalandi gegn harðstjórn kommúnista. Hinn 23. okt. boðuðu stúdentar, Petöfi-hópur- inn og Nagysinnar í komúnistaflokknum til úti- fundar í Búdapest til stuðnings uppreisninni í Póllandi. Gerö, aðalritari flokksins, var þá á leið frá Júgóslavíu og er fregnirnar bárust honum ákvað hann að taka óvægilega á málum og bæla óróann niður í skyndi. Samstarfsmenn hans hvöttu hann til að fara hægt í sakirnar, þeir höfðu séð hvernig andófið hafði magnast undanfarna daga, meðan Gerö var erlendis, og vissu að óskynsamleg ákvörðun gæti hleypt öllu í bál og brand. Útifundur stjórnarandstæðinga í Búdapest hófst við styttu frelsishetjunnar Joseps Bems í miðborginni. Þaðan var farið í kröfugöngu um borgina. En andófsmpnn dreifðu sér einnig víðar um Búdapest, ýmist í smáhópa sem rökræddu eða aðra hópa sem höfðu uppi hávaða og óspektir. Ráðist var á risastyttu í borginni af Stalín og hún brotin mélinu smærra. Seint um kvöldið heyrðust skothvellir í grennd við útvarpshúsið í Búdapest, en ekki er vitað hverjir þar voru að verki; umbótamenn, fasistar eða jafnvel leynilögreglan sjálf. En spennan í Ungverjalandi var orðin svo mikil og hiti slfkur í mönnum að strax og Gerö kom til borgarinnar var boðað til skyndifundar í miðstjórn kommúnistaflokksins. Þar var samþykkt að endurreisa æru Nagys og útnefna hann forsætis- ráðherra. Gerö yrði áfram aðalritari flokksins. Miðstjórnin tók ennfremur þá ákvörðun að biðja sovéska herinn sem staddur var utan Búdapest að skakka leikinn og brjóta athafnasömustu óspekta- menn á bak aftur. Ekki liggur fyrir hvort Nagy hafi sjálfur samþykkt þessi tilmæli, en hallast er að því að Gerö hafi átt mestan þátt í málinu. Imre Nagy kom því til valda á ný við sérkenni- legar aðstæður. Harðlínumenn í flokknum voru raunverulega enn við völd, en hann og stuðnings- menn hans voru teknir í valdafélagið til þess eins og friða andófsmenn. Hann var því milli steins og sleggju í hinu nýja hlutverki: Annarsvegar voru stuðningsmenn hans á götum úti og í flokknum ■ Leiðtogar Ungverjalands 1956. F.v. Matyas Rakosi, Stalínistinn sem lét af völdum sumarið 1956; Erno Geró, náinn samstarfsmaður Rakosi, sem tók við af honum; og Imre Nagy, sem varð tákn uppreisnarinnar. Hann var myrtur eftir að sovéski herinn hafði bxlt niður þjóðaruppreisnina. ráða, og þessir aðilar væntu forystu og leiðsagnar Nagys. Sumpart tortryggðu þeir þó stjórnina og kannski ekki af ástæðulausu því margir stalfnistar voru innan hennar. Lögregla og Sovéther höfðust lítt að meðan þessu fór fram. Þessa dagana sveiflaðist Nagy til og frá, milli sáttastefnu og uppreisnarstefnu, allt eftir því hvernig vindar blésu í Búdapest og víðar um landið. En eftir því sem á leið gekk hann meir til móts við sjónarmið andstöðunnar og tók m.a. fulltrúa uppreisnarmanna í stjórn sína. Nagy gerði sér grein fyrir að hugmyndin um einsflokkskerfi kommúnistaflokks naut ekki stuðnings þjóðarinnar. Gervallt stjórnkerfið hvíldi á fallvöltum stoðum og erlendum stuðningi. Hann leitaði eftir samstarfi við foringja gamla Smábændaflokksins og jafnaðarmanna, sem höfðu talsverða reynslu af stjórnmálastarfi frá fyrri tíð. Frá þeim vænti hann aðstoðar gegn öfgaöflum til hægri og vinstri. Endurreisn lýðræðis og hrun Hinn 30. október 1956 lýsti Nagy yfir að snúið yrði a; ný til stjórnarhátta er byggðu a. lýðræðis- legri samvinnu stjórnmálaflokka. Hann taldi fjöl- flokkakerfið fyllilega samrýmanlegt sósíalísku hagkerfi. Hann féllst jafnframt á að kröfur um úrsögn úr Varsjárbandalaginu og hlutleysi Ung- verjalands í alþjóðamálum væru réttmætar. Fulltrúar Moskvuvaldsins, Mikoyan og Suslov, höfðu aftur snúið til Búdapest og kröfðust þess að staðið yrði við samkomulagið frá 24. okt. Þeim stóð ógn af frelsiskröfum Ungverja, ekki síst var þeim yfirlýsingin um fjölflokkakerfi þyrnir í augum. Stjómarblöð kommúnistastjórnanna í Austur-Evrópu og Kína tóku undir og kváðu fjölflokkakerfi ekki samrýmast sósíalisma. En Imre Nagy vildi ekki fallast á að hlíta tilmælum erlendis frá. Hann hélt eindregið fram hinni róttæku umbótastefnu sinni. Að morgni 4. nóvember 1956 réðust sovéskir herir inn í Búdapest og víðar í landið og brutu á bak aftur uppreisn Nagys og fylgismanna hans. Til mikilla átaka kom milli Ungverja og hemámsliðs- ins. Ekki er vitað hve margir féllu en þeir skiptu mörgum hundruðum að því talið er. Andófsmenn voru illa vopnaðir en innrásarliðið búið fullkomn- um vígvélum. Leikslok þurftu því engum að koma á óvart. Að morgni 4. nóvember flutti Janos Kadar útvarpsávarp og lýstiþví yftr að stjórn Nagys væri farin frá og kvað byltingarstjórn verkamanna og bænda hafa verið myndaða undir sinni forystu. Tilraun til að samræma sósíalisma og lýðréttindi hafði beðið skipbrot. Sovéska stjómin gat ekki liðið slíkt skipulag því það ögraði gervöllu valda- kerfi hennar. Imre Nagy, foringi umbótastefnunn- ar í Ungverjalandi, var nokkru síðar dæmdur til dauða og tekinn af lífi. Það var áminning frá hinni nýju valdastétt til umbótamanna að fara sér hægt. GM (Heimildir: Isaac Deutscher: Russia, China and the West 1953-1966 (1970); Francois Fetjö: A History of the Peoples Democracies (1974); Miklos Molnar: Budapest 1956. A History of the Hungarian Revolution (1971); Erik Röstböll: Þjóðbyltingin í Ungverjalandi 1956 (1957), o.fl. rit). ■ Einræði kommúnista komið á að nýju. Grátið yfir hinum fóllnu í kirkjugarði í Búdapest. sem hvöttu hann óspart til stórræða og hinsvegar andstæðingar í stjórnarráði sem héldu aftur af honum og reyndu að bregða fyrir hann fæti. Nagy vildi umfram allt koma á röð og reglu og reyna smám saman að koma umbótastefnu sinni í framkvæmd. En til þess skorti hann vald og eins olli íhlutun sovéska hersins tortryggni í garð stjórnarinnar og möguleika hins lýðræðislega sósíalisma. Imre Nagy hafði ekki verið nema fáa daga við völd þegar honum varð Ijóst að hann stóð frammi fyrir þjóðaruppreisn, uppreisn gegn erlendri í- hlutun og harðstjórn og fyrir lýðræði og frelsi. Hinn 24. okt. komu sendimenn Sovétstjórnar- innar, Mikoyan og Suslov, til Búdapest og ræddu ástandið við Nagy. Þeir viðurkenndu að íhlutun sovéska hersins væri mistök og virtust reiðubúnir til málamiðlana. Fyrir áhrif þeirra var Gerö nú vikið úr starfi aðalritara flokksins og maður að nafni Janos Kadar tók við. Andstöðuöflin róuðust lítt við þessar- manna- breytingar, götubardagar héldu áfram í Búdapest og verkfall sem upphaflega hafði verið minnihátt- ar vinnustöðvun breiddist út og varð að allsherjar- verkfalli. Smám saman var stór hluti Búdapest komin í hendur byltingarnefnda og verkamanna- ■ Ungverskir frelsissinnar berjast við Rauða berinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.