Tíminn - 10.04.1983, Síða 4

Tíminn - 10.04.1983, Síða 4
SUNNUDAGUR 10. APRIL 1983 - Við eigum aö leggja höfuð- aherslu á að koma frain eins og við erum kheddir, skýra greini- lega frá því sem við teljum að gera þurfi og biðja þjóðina um stuðning til þess að fá stefnu- miðum okkar framgengt. ■ Haraldur Ólafsson, dósent í mannfræði við Háskóla Islands, skipar annað sætið á framboðslista Framsóknar- flokksins í Reykjavík í alþingiskosningunum 23. apríl n.k. Helgar-Tíminn sótti hann heim í vikunni og spjallaði við hann um menntun hans og fjölbreytileg störf, sjónarmið í stjórnmálum og þau stefnuatriði sem hann setur á oddinn í kosningabaráttunni. Kynnti sér menningu Eskimóa „Lokaritgerð mín fjallaði um menn- ingu Eskimóa og ég dvaldist í Kaup- mannahöfn um hríð til viðræðna við sérfræðinga þar, meðan ég vann að smíði hennar", segir Haraldur. - Hvað vakti áhuga þinn á þessu efni? „Ég hafði lítil kynni haft af Eskimóum' áður en ég hóf að skrifa ritgerðina. Þegar ég var að velja mér efni til að skrifa fil.kand.-ritgerð , áttaði ég mig á því hve lítið ég þekkti til menningar Eskimóa og ákvað að verja nokkrum tíma í að kynna mér nokkra þætti hennar og viökynnin juku svo áhuga minn á þessari sérstæðu menningu, að ég ákvað að fjalla einnig um hana í fil.lic,- ritgerðinni. Ég eyddi gríðarlega miklum tíma í að kynna mér þessi efni og dvaldist m.a. á Grænlandi um hríð. Þegar ég skilaði ritgerðinni, sem skrifuð Haraldur er fæddur í Stykkishólmi 14. júlí 1930. Föðurætt hans er austfirsk en móðurættin breiðfirsk. Fimm ára að aldri fluttist hann til fósturforeldra sinna að Staðarhrauni í Hraunhreppi í Mýra- sýslu og ólst upp þar í sveitinni. Eins og títt var í strjálbýli á þessum árum gekk hann í farskóla, en 16 ára að aldri fór hann í Héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði og síðan lá leiðin til Akureyr- ar og loks í Menntaskólann í Reykjavík þar sem hann lauk stúdentsprófi. Eftir það stundaði hann um skeið nám í guðfræði við Háskóla íslands, en hvarf síðan til náms í heimspcki og tungumál- um í Frakklandi haustið 1953. Þar var hann um veturinn og aftur veturinn 1956-57. Til þessara ára rekur hann mikinn áhuga sinn á franskri tungu og bókmenntum og segist fylgjast að stað- aldri með frönskum blöðum. Haraldur var blaðamaður við Alþýðublaðið um tveggja ára skeið, en fór árið 1961 til Svíþjóðar og stundaði þar nám í félags- fræði, mannfræði og þjóðfræði. Hann lauk fil.kand.-prófi 1964 og fil.lic.-prófi 1966. ákaflega skemmtilegur tími og miklar breytingar í gangi um þetta leyti. Sjón- varpið var að taka til starfa og í framhaldi af því sköpuðust ný viðhorf í rekstri útvarpsins. Ég átti frumkvæði að því að láta gera fyrstu hlustendakannanir sem hér voru gerðar. Fyrst ásamt Eggert Jónssyni borgarhagfræðingi; Við athuguðum hlustun bæði á sjónvarpssvæðum og sjónvarpslausum svæðum.' Sömulciðis stóð ég fyrir könnun þar sem við fengum Ég kenni ýmislegt fleira, t.d. félagsleg- ar kenningar. Ég hef haldið námskeið um íslenska þjóðveldið, um mannvist á Norðurslóðum, og um menningu Sama og Eskimóa. Einnig hef ég kennt fjöl- skyldufélagsfræði og fleira. Sigurganga Inúks - Hvemig kom það til að þú hafðir afskipti af ieikrítinu Inúk hér um árið? „Inúk varð þannig til að við hittumst á götu við Sveinn Einarsson leikhús- stjóri, sem er kunningi minn frá Stokk- hólmsárunum, og hann bað mig að semja verk um Afríku. Ég hafði þá verið í Afríku um hríð og flutt erindi um álfuna í útvarp. Hann vildí fá verk um Afríku til þess að sýna í skólum og að ég fengi Brynju Benediktsdóttur leikara til að vinna að þessu með mér. Ég sagðist vita lítið um Afríku en talsvert um Grænland og það varð úr að ég tók að mér að semja verk sem væri eins konar kynning á grænlenskri menningu. Til samstarfs komu auk Brynju þau Krist- börg Kjeld og Þórhallur Sigurðsson, Helga Jónsdóttir og Ketill Larsen. Ég samdi textann, þau færðu hann síðan í leikbúning og léku sjálf. Atli Heimir Sveinsson samdi tónlistina. Þetta verk var sýnt víða um land og einnig víða erlendis, bæði í Evrópu og í Ameríku." - Komu viðtökur þessa verks þér á óvart? „Já, mjög. Þetta var ætlað sem skóla- verk og því einfalt í sniðum með látræn- um lýsingum á ýmsum menningarþátt- um, en það virtist ná talsvert lengra út fyrir það, lengra en við ætluðum okkur í upphafi og boðskapur þess reyndist vera miklu heildstæðari; fólk í 20 þjóð- löndum sem sá það virtist alltaf geta séð sjálft sig í þessu, ekki síst ýmsar þjóðir Suður-Ameríku sem bókstaflega sögðu að hér væri verið að lýsa þeim. Við vorum að vonum ákaflega spennt að vita hvernig Grænlendingar tækju verkinu. Það var sýnt í hópi Grænlendinga í Kaupmannahöfn og daginn eftir kom einn úr hópnum til fundar við leikarana og sagði „Við viljum fá þetta verk til Grænlands svo allir Grænlendingar geti fengið að sjá það.“ Nokkrum mánuðum seinna kom hingað til lands hópur ungra Grænlendinga, forystufólk úr mennta- mannahópi þeirra í Kaupmannahöfn, margt af því mjög þjóðernissinnað, og leikritið virtist hafa mikil áhrif á þau, sumir grétu. Eftir sýninguna kom þessi hópur hingað heim til mín og við rædd- um fram eftir nóttu um verkið og málefni Grænlendinga. Þetta varð allt „MIKLU SKIPTIR AD URINN HALDI FRAM Helgar-Tíminn ræðir við Harald Ólafsson, dósent í mannfræði, sem var á ensku, kom í Ijós að í Stokkhólms- háskóla var enginn maður sem taldist hafa næga þekkingu á efninu til að lesa hana yfir og hún var því send til sérfræðinga í Kaupmannahöfn. í fram- | haldi af því stofnaði ég til kynna við ýmsa Grænlandsmálasérfræðinga þar, m.a. Robert Petersen sem er núna prófessor í grænlensku við Hafnarhá- skóla og Helge Larsen forleifafræðing." - Þú kemur svo heim 1966. „Já, en í millitíðinni hafði ég starfað í sumarleyfum á fréttastofu útvarpsins og á Tímanum, og við Hólmfríður Gunn- arsdóttir, sem ég giftist 1964, höfðum sent útvarpinu reglulega fréttapistla frá Stokkhólmi. Þegar ég kom heim fékk ég starf dagskrárstjóra útvarpsins, sem þá hafði losnað, og gcgndi því starfi í hálft sjötta ár.“ Dagskrárstjóri á umbrotaárum útvarps - V ar þetta ekki umsvifamikið staiT? „Jú, það var dálítið mikið, sem maður hafði að gera. Ég var að vísu vanur blaðamennsku af ýmsu tagi og þetta var skylt starf. Þetta var að mörgu leyti aðstoð frá sænska útvarpinu. Hún var allvíðtæk. Spurt var um hlustunarvenjur fólks.“ - Voruð þið uggandi um framtíð út- varps á þcssum fyrstu sjónvarpsárum? „Já, það var náttúrlega vitað mál, að þessi breyting mundi hafa gífurleg áhrif á hlustun á útvarp . Hinsvegar var okkur ljóst að útvarpið hefur mjög mikilvægu hlutverki að gegna sem fréttamiðill og upplýsingamiðill og það væri fjölmargt sem útvarpið gæti sem sjónvarpið réði ekki yfir, s.s. flutningur ýmis konar menningarlegs efnis. Við vissum að það yrði að breyta um stefnu á fjölmörgum sviðum, breyta útsendingartíma og færa dagskrárliði til. Ég held að margt af því sem verið hefur að gerast á útvarpinu undanfarin ár eigi rætur að rekja til þessara tíma.“ Mannfræði í Háskólanum - Hver voru svo tildrögin að því að þú hættir á útvarpinu og fórst til starfa í Háskólanum? „Árið 1969 var ég beðinn að taka sæti í nefnd sem var að undirbúa kennslu í þjóðfélagsfræðum við Háskóla íslands. Mér er nú enn ekki ljóst af hverju var kallað í mig. Það var ekki Háskólinn sjálfur eða ráðuneytið sem gerði það heldur Stúdentaráð. Um þetta leyti var háskólanefndarálitið svokallaða komið út þar sem fjallað var um fjölmargt í sambandi við framtíð skólans, m.a. upptöku nýrra kennslugreina, ogþarvar lagt til að hafin yrði kennsla í þjóðfé- lagsfræðum. Ég tók þátt íþessu starfi um hríð, en síðan voru fleiri nefndir skipað- ar og ég datt út úr þessu. Svo er það að efnt er til kennslu bæði í félagsfræði og stjórnmálafræði og önnuðust hana þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Þorbjörn Broddason. Ég þekkti Þorbjörn áður og hafði kynnst Ólafi lítillega þegar ég bað hann að annast þætti í útvarpi. Nú svo var það veturinn 1970 -71 að þeir báðu mig að sinna stundakennslu í mannfræði við þessa nýju námsbraut. Seint á árinu 1971 sótti ég um stöðu lektors í mann- fræði og ég hikaði ekki við að skipta um starf, þótt þar væri að ýmsu leyti á ótryggari mið að róa og lægri laun að fá. Ég varð síðan dósent við deildina fyrir nokkrum árum og hef nú starfað þarna í áratug og ekki séð eftir einu einasta augnabliki. Ég hef bæði fengið að sinna áhugamálum mínum og nýta menntun mína á þessu sviði. Það hefur verið ákaflega náið samstarf og kunnings- skapur milli okkar þessara fáu kennara sem þarna eru og við finnum til þess með nokkru stolti að við erum að vinna brautryðjendastarf." - Hvað er það nánar tiltekið sem þú kennir? „Ég kenndi fyrst og kenni að hluta enn það, sem kallað er „ínngangur að mann- fræði“ og fjallar almennt um mannfræð- ina og viðfangsefni hennar. Þar er annars vegar fjallað um manninn sem dýrateg- und og skyldleika hans við aðrar tegund- ir. Þróunarsaga mannsins er rakin og rætt um skiptingu manna í h ópa. í fáum orðum sagt: staða mannsins í dýraríkinu. Síðan er fjailað um félagslíf mannsins og menningu í víðum skilningi; um fjöl- skylduna, um uppliaf og eðli ríkja, gerð samfélags mannsins og þau tæki og aðferðir sem hann notar til þess að lifa lífinu. Samkennari minn nú á þessu nám- skeiði er Sigríður Dúna Kristmundsdótt- ir sem skipar fyrsta sæti Kvennalistans í Reykjavík, þannig að ekki skortir mann- fræðinga í framboði!" stórkostlegra en nokkurt okkar átti von á.“ „Alltaf verið jafnaðarmannslega sinnaður“ - Mig langar þá að víkja að afskiptum þínum af stjórnmálum. Þú sagðist hafa vcrið blaðamaður á Alþýðublaðinu, flokksblaði Alþýðuflokksins. Sinntirðu mikið stjórnmálastarfl á þessum árum? „Ég hef aldrei haft mikil afskipti af stjórnmálum, en ég hef verið mjög jafnaðarmannslega sinnaður. Strax í kringum 1974 var ég kominn á þá skoðun að Framsóknarflokkurinn væri einna næst því sem ég gæti fellt mig við í íslenskum stjórnmálum. Ég gekk þó ekki í flokkinn fyrr en 1978. Það má segja að ég sé kominn langan veg inn í flokkinn. Ég hafði ekki fundið í öðrum flokkum þann andblæ, eða þá stefnu, sem hæfir mér. Sósíalisminn sýndist mér ekki geta leyst úr ýmsum vandamálum efnahags- og félagslífs. Ég hef þá í huga sósíalisma sem kerfi en ekki lokatak- mark. Ég er ákaflega hlynntur því að jafnrétti ríki með öllum mönnum og er

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.