Tíminn - 10.04.1983, Síða 6
6
mmm
SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1983
0St. Jósefsspítali
Landakoti
Lausar stöður
Stöður hjúkrunardeildarstjóra við barnadeild og
lyflækningadeild ll-A. Umsóknir sendist fyrir 1.
maí n.k.
Stöður hjúkrunarfræðinga til eftirtalinnastarfa:
Skurðstofa - staða hjúkrunarfræðings með
sérnám.
staða hjúkrunarfræðings, námsstaða.
Lyflækningadeild ll-A - stöður hjúkrunarfræð-
inga í fullt starf eða hlutastarf, fastar kvöldvaktir
og næturvaktir.
Barnadeild - staða hjúkrunarfræðings við mót-
töku og skyndivakt, dagvinna.
stöður hjúkrunarfræðinga í fullt starf
eða hlutastarf.
Deildir spítalans - stöður hjúkrunarfræðinga til
sumarafleysinga.
Stöður fóstra til eftirtalinna starfa:
Barnadeild spítalans.
Dagheimilið Litlakot, aldur barna 1-1 Vi árs.
Dag- og skóladagheimilið Brekkukot, aldur
barna 2 1/2-9 ára.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf
sendist hjúkrunarforstjóra, sem veitir nánari upplýs-
ingar í síma 19600, kl. 11-12 og 13-15 alla virka
daga.
6. apríl '83
Skrifstofa hjúkrunarforstjóra.
Aðalfundur
Verkakvennafélagsins Framsóknar verður hald-
inn sunnudaginn 17. apríl kl. 14 í Iðnó
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál
Félagskonur vinsamlegast sýnið skírteini við inn-
ganginn
Stjórnin.
Utboð
Hafnarstjórn Hafnarfjarðar óskar eftir tilboðum í smíði 80 m
stálþilsbakka við Suðurhafnargarðinn í Hafnarfirði, II. áfanga. Verkið
felur í sér að fjarlægja klöpp í þilstæði, reka og binda stálþil og steypa
kantbita. Útboðsgögn verða afhent gegn 1.000 kr. skilatryggingu á
Hafnamálastofnun ríkisins að Seljavegi 32, Reykjavík frá og með
mánudeginum 11. apríl. Verktími er áætlaður 22 vikur.
Tilboðum skal skila á skrifstofu bæjarstjórans í Hafnarfirði fyrir kl.
10.00 þann 25. apríl n.k. en þá verða þau opnuð þar að viöstöddum
þeim bjóðendum, er þess óska.
Hafnarstjórn Hafnarfjarðar
Hafnamálastofnun ríkisins.
Húsg ögn og
innréttingar
Suðurlandsbraut 18
Sími 86-900
Kærkomin
fermingar-
gjöf
NORSK SAUMASKRÍN
Verð kr. 1.280.-
■ Á sunnudaginn, 10. apríl kl. 15,
gcngst Félagáhugamanna um heimspeki
fyrir málþingi um stjórnskipun og stjórn-
arskrá í stofu 101 í Lögbcrgi, húsi
lagadeildar Háskólans. Þar verða flutt
þrjú erindi: Amór Hannibalsson talar
um sögulegan bakgrunn íslensku stjórn-
arskrárinnar; Halldór Guðjónsson flytur
erindi sem hann kallar „Hula fáfræðinn-
ar: Hvernig ræða mætti um stjórnar-
skrána" og lestur Garðars Gíslasonar
nefnist „Hugmyndin um réttarríkið og
gagnsemi hennar í umræðum um stjórn-
arskrá." Að loknum erindunum verða
almennar umræður.
Helgar-Tíminn hitti dr. Pál Skúlason
prófessor í heimspeki, sem er formaður
félagsins, að máli og spurði hann um
ástæður þessa málþings.
„Skjótt frá því að segja þá ef þetta efni
háheimspekilegt. Frá fyrstu tíð hafa
heimspekingar velt því fyrir sér hvaða
stjórnskipulag komi sér best fyrir menn-
ina og hvernig þeir fái hagað sameigin-
legum málum sínum á sem skynsamleg-
astan hátt. Eitt merkasta rit Platóns,
Ríkið, snérist einmitt um þetta, og upp
frá því hefur þetta verið eitt af helstu
viðfangsefnum heimspekinnar. Þá er
þess að geta að á síðari öldum, þegar
menn tóku að semja stjórnarskrár í því
skyni að skýra og festa í sessi helstu
atriði stjórnskipunar sinnar, hafa þeir
sótt meginhugmyndir sínar í heimspeki-
leg fræði. Sem dæmi um nokkur mikil-
væg atriði í íslensku stjórnarskránni,
sem rekja má til heimspekikenninga,
má nefna þrískiptingu ríkisvaldsins í
löggjafarvald, dómsvald og fram-
kvæmdavald; hugmyndina um náttúru-
leg réttindi manna og hugmyndina um
sjálfsákvörðunarrétt þjóðar eða þjóðar-
viljann. Stjórnarskrá er því í eðli sínu
heimspekilegt plagg sem kallar á heim-
spekilega umræðu."
En er ekki stjórnarskrá fyrst og fremst
stjórnmálalegt plagg og því viðfangsefni
stjórnmálamanna?
„ Vissulega er stjórnarskrá stjórnmála-
legt plagg - en hún á ekki að vera og má
ekki vera bitbein pólitískra deilna með
sama hætti og önnur viðfangsefni stjórn-
mála. Ástæðan er sú að stjórnarskrá á að
lýsa þeim grundvallarreglum sem stjórn-
málastarfsemi á að fara eftir í tilteknu
samfélagi, þ.e.a.s. leiðunum sem menn
fara í viðkomandi samfélagi til þess að g Páll Skúlason prófessor í heimspeki.
Málþing um stjórnskipun og stjórnarskrá í
Lögbergi á sunnudaginn:
„STJORNARSKRA
HEIMSPEKI-
LEGT PLAGG”
segir Páll Skúlason, prófessor
taka ákvarðanir í sameiginlegum málum
sínum og til þess að móta stefnu í slíkum
málum. Af þessum sökum er ákaflega
varhugavert að ætla þeim einum sem
hafa stjórnmál að atvinnu að annast
endurskoðun eða samningu stjórnar-
skrár. Það er svipað og ætla atvinnubíl-
stjórum að setja allar meginumferðar-
reglur í landinu, og jafnvel að ákvarða
hvar leggja skuli vegi.“
Hljóta ekki allar umræður um stjórn-
skipun og stjórnarskrá að mótast af
stjórnmálaskoðunum manna?
„Það er eitt að reyna að skilja eðli
stjórnmála og móta sér skoðanir á því
hvernig þau verða best stunduð og
annað að taka afstöðu til tiltekinna
málefna eða viðfangsefna á sviði stjórn-
mála. Menn sem hafa geróltkar stjórn-
málaskoðanir, t.a.m. á því hvernig best
sé að taka á ríkjandi efnahagsvanda,
geta mæta vel verið sammála um þær
reglur sem gilda skulu um stefnumótun
ogákvarðanir á sviði stjórnmála. Raunar
er ein meginforsenda þess að stjórnmál
séu stunduð að menn séu á einu máli um
slíkar meginreglur. Ef deilur rísa um
slíkar reglur, þá lúta þær að undirstöðu-
atriðum stjórnskipunarinnar, en ekki að
ólíkum stjórnmálastefnum eða skoðun-
um. Sem dæmi um slíka deilu mætti
nefna setningu bráðabirgðalaga. Ef
þingræði á að vera grundvallarregla
stjórnskipunar, þá er augljóst að setning
bráðabirgðalaga hlýtur að orka tvímælis,
hvað sem líður hugsanlegum lagaheim-
ildum til að víkja frá þingræðisreglunni,
og hvað sem líður ólíkum stjómmála-
skoðunum manna. Málið snýst um það
hvaða leiðir okkur ber að fara til að taka
ákvarðanir í sameiginlegum málum
okkar. Ef samfélag okkar á að standa
sem sjálfstæð stjórnmálaleg heild, þá
þurfum við að vera sammála um þessar
leiðir. Um þetta snýst umræðan um
stjórnskipun og stjórnarskrá."
Þess má geta að lokum að málþingið í
Lögbergi á sunnudaginn er öllum opið.