Tíminn - 10.04.1983, Side 10

Tíminn - 10.04.1983, Side 10
Sæmundur fróði, sem nam einhvcr mér alls ókunn fræði í París um eða fyrir 1100, var slíkum langdvölum fjarri fóst- urjörðinni að hann mundi ekki lengur nafn sitt, segir þjóðsagan. Frankar nefndu hann Búft. Það nafn minnir ískyggilega á ítalska orðið buffo, sem merkir filægilegur, og önnur skyld orð. París varð snemma mikið fræðasetur, en reyndar hefur Sæmundur ekki verið þarna í eiginlegum háskóla, því Parísar- háskóli er sagður stofnaður um miðja 12. öld eins og háskólinn í Bologna. Þessir tveir elstu háskólar byggðust á félagi eða einingu (universitas) manna í sömu grein. í Bologna slógu nemendur sér saman og réðu kennarana, en í París var það öfugt, þ.e.a.s. kennararnir byrj- uðu á því að mynda með sér gildi. í París voru fjögur nemendafélög eftir svæðum sem menn komu frá („nasasjónir") og féllu norrænir námsmenn í anglikanska félag- ið. Nokkru eftir 1300 er talið að 50 Svíar hafi verið við nám í Svartaskóla, og fleiri íslendingar héldu eflaust brátt í fótspor Sæmundar í langskólanám á erlendri grund. Saga slíkra fei^a er því orðin löng. Annað mál og skylt er útflutningur fslendinga, sem eiga önnuf erindi en að menntast, og fjalla ég lítillega um þetta efni frá sjónarhóli Stokkhólmsíslend- ings. Gerðir útivistar. Hagstofan áætlar að íslendingar, sem búa erlendis, muni vera á bilinu 14-16 þúsund og er röskur tíundi hluti þeirra við nám. Reyndar er erfitt að gera sér grein fyrir tölum í þessu sambandi. lslenskir námsmenn erlendis eru sam- kvæmt tölum frá Lánasjóði íslenskra námsmanna 1754 talsins, en þar við bætast þeir, sem ekki sækja um aðstoð sjóðsins, og má þá giska á að heildar- fjöldi námsmanna erlcndis sé svo sem 1900 manns. Ekki þarf að fjölyrða um, hvílíka fjármuni íslenska ríkið sparar með því að fá þannig inni fyrir sína menn við erlcndar menntastofnanir, en það eru verulegar fjárhæðir jafnvel þótt tekið sé tillit til styrks fyrir einum flugmiða fram og til baka, sem íslenskir námsmenn njóta árlega frá ríkinu (auk verðtryggðra lána). utan íslands erum við samt flest í Bandaríkjum N.-Ameríku þar sem eru um 4000 manns.. íslendinganýlendurnar eru mismun- andi eðlis. Kemur þar til að þær eru misfjölmennar og að samsetningin er breytileg. Nokkur fjöldi íslendinga í Bandaríkjunum hefur komið þangað vegna fjölskyldutengsla (500 konur hafa gifst þangað), námsmenn eru fjölmennir á Norðurlöndum, en t.d. í Lúxembúrg vinna að kalla má allir í tengslum við flugmál, enda veit ég ekki til að Lúxem- búrgarmenn hafi háskóla og ekki hafa þeir heldur séð ástæðu til að herncma ísland vegna hættunnar af Ráðstjórnar- ríkjunum. í Suðurevrópulöndum safnast menn saman í vissar borgir (t.d. Aix-en- P., Grenoble, Perugia) til að læra ein- ge<tgu mál innfæddra áður en lengra sé' haldið í námi. í sumum námsborgum.eru sérskólar, t.d. dýralæknaháskólar, land- búnaðarháskólar, tækniskólar o.s.frv. eina menntastofnunin á háskólastigi, og .verður þá Islendinganýlendan eins leit eftir því. Nýlendufélagsfræði. Islendinganýlendan er sérstakt íélags- legt fyrirbæri, sem gæti verið skemmti- legt að rannsaka. Sumir rithöfundar hafa fjallað um fslendingaerlendis (t.d. Þorvarður Helgason og Magnea Matt- íasdóttir), en reyndar hafa þjóðabrota- nýlendur orðið mörgum erlendum rit- höfundum yrkisefni. í því sambandi man ég að nefna söguna The Ambass- adors eftir Henry James, sem fjallar um Ameríkana í París nálægt síðustu alda- mótum. Margt hefur verið skrifað um íslendinga í Kaupmannahöfn og má t.d. nefna bækur eftir Halldór Laxness (æskuminningafjórbókin) og Björn Th. Björnsson. Ekki síður gæti verið fróðlegt að kanna allt það, sem skrifað hefur verið um hina þjóðræknu landa ókkar í Vesturheimi. Einn meginþðattur í félagskerfi íslend- inganýlendunnar eins og hún er nú, er sú staðreynd að flestir nýlendumeðlimir hyggjast ekki setjast að í gistilandinu, heldur reikna með að hverfa heim aftur fyrr eða síðar. Sá sem sest að fullu að í landinu hefur meiri þörf fyrir lifandi samskifti við innfædda en við landa sína. ■ Þorbergur að skrifa „íslandsvinafélagiö. Einn uppskakandi sorgarleikur í tíu þáttum.“ húsin í Stokkhólmi, en það er dagsett 14. janúar 1926 og hafði skáldið þá verið hér í einn mánuð. Síðsumars árið 1925 var stofnað ís- landsvinafélag hér í borg, og er það félag hið sama og íslendingafélagið, sem starf- ar hér nú, að mér skilst. Til er í fórum félagsins handrituð lýsing Þórbergs á tildrögum þess að félagið var stofnað og að Ásmundur sagði sig úr því áður en langt um ieið. Kaupmaður og lögfræði- doktor að nafni Ragnar Lundborg kom að máli við Asmund og sagðist nýlega hafa fengið bréf frá Jóni Magnússyni, forsætisráðherra á íslandi. „Hann sagði að Jón gæti þess í bréfinu, að hann hefði heyrt, að í ráði væri, að stúdentar í Uppsölum stofnuðu íslands- vinafélag, en hann óskaði heldur, að slíkur félagsskapur yrði stofnaður í Stokkhólmi og að dr. Lundborg yrði stofnandinn." Smátt og smátt kom á daginn hvers konar samkunda félag þetta átti að verða. Þarna var aðeins sóst eftir ein- hvers konar samkvæmisdýrum, dipló- mötum, bisnissmönnum og allskonar merkikertum. Félagið efndi til dans- skemmtunar í glæsilegu veitingahúsi á Wallingatan. Þórbergur skrifar: „Þar mun hafa verið saman komið nálægt 80 manns. Flest var það fólk, af sama tæi og vant er að hlaupa í hverskyns félagsskap hvert laugardags- kvöld, svo sem sænsk-ung- verska og sænsk-tyrkneska félagið og önnur þess háttar dansfélög. Sjö íslendingar voru á hátíðinni." Fínasta fólkið sat við háborð í salnum, m.a. Walther sendiherraritari Tékkó- slóvaka, sem var í stjórn félagsins, og „Scavenius sendiherra Dana og svo nefn- dur sendiherra fslendinga", skrifar Þór- bergur. Líkaði Ásmundi illa hvernig að öllu þessu var staðið, og slettist upp á vinskap hans og Lundborgs; fór svo að lokum að hann sagði sig úr félaginu þrátt fyrir hótun formannsins um styrk- sviftingu. Doktorinn taldi Ásmund vera kominn í vondan félagsskap og átti þar við þennan rauðbirkna náunga, sem var hjá honum og hafði bolsévíkaslifsi um hálsinn. Það var nú reyndar sindikalista- slifsi, skrifar Þórbergur neðanmáls. Og sá rauði var auðvitað hann sjálfur. FRA NYLENDUNUM Menntunarlögun og skortur á mennt- unaraðstöðu heimafyrir rekur semsé um 1900 rrrnns til annarra landa, og talsverður fjöldi í viðbót fylgir þessu fólki vegna fjölskyldutengsla. En Itinir þá? Hvaða ástæður aðrar hafa menn til að flytja utan? Ein ástæðan er hjúskapur og önnur fjölskyldutengsl, önnur ástæða er að menn vilja freista gæfunnar, njóta annars konar möguleika í atvinnu en bjóðast á íslandi og kannski leita æfin- týra. Þriðja ástæðan eru án efa ill lífskjör og kreppur á ísland-, og cr þar til dæmis útflutningurinn skömmu fyrir 1970 þegar atvinnuleysi var mikið heima. Fleiri ástæður geta auðvitað verið til, og allt blandast þetta saman hjá hverjum og einum: námsmann sem fer utan þyrstir kannski að nokkru í æfintýri eða hann fer til náms af því að honum býðst engin atvinna á íslandi, sumir koma utan vegna fjölskyldutengsla en hefja síðan sjálfir nám eða vinnu í útlöndum. íslendingar erlendis halda hópinn oft býsna vel. Ef einn landi býr í framandi borg, þá er venjulega auðveldara fyrir landa númer tvö að flytjast þangað. Tunga og menning gistilandsins getur verið framandleg, og þá er gott að hafa félagsskap af íslenskumælendum svo það fari ekki fyrir manni eins og Sæ- mundi. Ætla má að íslendinganýlenda hafi verið til í Kaupmannahöfn áður en Island féll undir danska konungsvaldið árið 1390, er Kalmarsambandið var stofnað. Að minnsta kosti er vitað að íslendingar stunduðu nám við Kaup- mannahöfn er ennþá ein helsta mennta- borg íslcndinga, og eru á 6. hundrað íslendingar við framhaldsnám í Dan- mörku. En alls munu vera um 3000 íslendingar búsettir í Danmörku, nokkru færri eða um 2500 í Noregi, en í árslok 1981 bjuggu hér uin bil 3700 landar okkar í Svíþjóð. I einstöku landi Hugur nýlendumanna er oft bundinn málefnum á íslandi, og þeir hyggjast nýta menntun sína og reynslu þar. Ég hef jafnvel orðið þess var sums staðar að íslendingar hafi andúð á innfæddum. Mörgum reynist torvelt að finna jafnvægi núlli þess að vera gagnrýninn á lífsmáta og hugsunarhátt innfæddra og hins að aðlagast honum og læra að skilja hann. Geta þá furðulegustu fordómar staðið í vegi manna. Ef heimþrá og önnur van- líðan er að buga mann gctur hann ekki lengur sýnt dvalarlandinu sanngirni. Nýlendurnar verða oft býsna lokaðar og streitast við að vera sjálfum sér nógar. Stundum hafa þær samskifti við aðra útlendinga í gistilandinu, en venju- lega eru nýlenduntenn fegnir íslenskuin gcstum, einkum ef staðurinn er úrleiðis. Oft rís upp talsvcrð þjóðrækni hjá nýlendumönnum, sem vilja halda sam- bandi við það, sem íslenskt er talið, og man ég t.d. hvergi til að hafa sótt þorrablót nema erlendis. Islensk dag- blöð lesa flestir útlagar með áfergju, og venjulega er haldið upp á lýðveldisdag- inn 17. júní með nokkurri viðhöfn. Þar koma sendiráðin gjama við sögu. Um skeið tíðkaðist að sendiráð byðu íslend- ingum í veislu á þjóðhátíðardaginn, en þær vildu verða nokkuð hóflausar, þann- ig að sums staða-var horfið að því að senda íslendingafélaginu brennivíns- kassa í staðinn. Nú hefur einnig brenni- vínskassaniim verið hætt, held ég. Sendi- ráðin eru raunar kapítuli út af fyrir sig í nýlendusamfélögunum. Þau geta verið til aðstoðar með eitt og annað, en mér virðist að drjúgur þáttur í starfseminni sé veisluhald, ög er líklegt að til þeirra samkvæma séu fleiri landar kallaðir en útvaldir. En allt það sem viðvíkur hópsálfræði nýlendunnar er fróðlegt og lítt rannsak- að mál. Nýlenduhópunum fylgja félags- leg vandamál af ákveðinni gerð, og tengjast þau oft því hve einleitur félags- hópur manna getur verið (lík störf, likur aldur). Það getur vissulega verið erfitt að laga sig að lífsháttum annarra þjóða, og þá geta menn flúið í nýlenduhópinn til hvíldar, ef svo másegja. Nýlendu'lífið hcfur hvort tvcggja jákvæða og nei- kvæða hlið. Það getur, svo einhverjir kostir séu nefndir, leitt til náinna og nýrra kynna og aukins árangurs í náms- grein ef kunningjarnir leggja stund á það sama og maður sjálfur. Langflestir íslend- ingar, sem ég hef kynnst á erlendri grund, ná út fyrir ramma nýlendunnar og hljóta þroska og .aukna víðsýni af kynnum við framandi þjóðir, þótt í mismiklum mæli sé, eins og von er. Þættir úr sögu. íslendingar í Svíþjóð hafa sérstöðu í ýrnsum efnum. Svíþjóð hefur verið mik- ið velferðarland, og þess vegna hafa menn komið hingað í atvinnuleit þegar kreppa hefur ríkt heima. Hingað koma læknar í framhaldsnám, hér búa á fimmta hundrað einstæðir foreldrar, sem hafa átt erfitt með að framfleyta sér á fslandi eða koma hingað af öðrum sökum, og hér er vel búið að náms- mönnum hvað varðar húsnæði, styrki og barnaheimilispláss. í Svíþjóð er mikið af íslensku fjölskyldufólki og hlutfallslega færri einhleypri- landar en t.d. í Dan- mörku og Noregi. Hér í Svíþjóð er hér um bil tíundi hver íbúi talinn útlending- ur. Til Stokktiólms hafa íslendingar kom- ið í nokkur hundruð ár, en ég held að það hafi ekki verið að neinu marki fyrr en á þessari öld. Ársæll Árnason dvaldist hér eitt ár eða svo stuttu fyrir 1913. Ásmundur Sveinsson myndhöggvari var hér á fyrri hluta 3. áratugarins við nám hjá Carl Milles og við vinnu; meðal annars vann hann þá að styttunni af Sæmundi á selnum og við skreytingu á sönghöllinni hér, sem þá var í smíðum. íslenskir menn komu í heimsókn um líkt árabil, t.d. fiokkur knárra ntanna sem sýndi glímu á ólymptuleikunum hér árið 1912. Eggert Stefánsson óperusöngvari var hér 1917, Jóhann Sigurjónsson var viðstaddur frumsýningu kvikmyndarinn- ar Fjalla-Eyvindur á nýársdag 1918 í Röda kvarn bíóinu í Biblioteksgatan, sem enn er starfrækt; Sigurður Nordal hélt fyrirléstra um ísland hér- og í Uppsölum árið 1925 (og hefur sjálfsagt komið við á konunglega bókasafninu, í leiðinni) og um sama leyti kom Þórberg- ur Þórðarson. Þórbergur dvaldist hér reyndar í nokkra mánuði hjá vini sínum Ásmundi Sveinssyni veturinn 1925-26, og héðan skrifaði hann hið fræga bréf sitt til Kristínar Guðmundsdóttur um bað- Margir ágætir íslendingar hafa dvalist hér síðan þetta var, og er auðvitað enginn vegur að telja þá alla saman upp. Af þekktum skáldum mætti þó minnast Einar Braga og Jóns úr Vör, sem bjuggu hér báðir. Síðar hafa mörg yngri skáld búið hér eitt ár eða fleiri, til dæmis Gunnar Gunnarsson, Hrafn Gunnlaugs- son, Jökull Jakobsson, Steinunn Sigurð- ardóttir, Vésteinn Lúðviksson, Þórarinn Eldjárn og Þráinn Bertelsson, svo nokkrir séu nefndir. En þekktastur ís- lenskra námsmanna í Svíþjóð fyrr og síðar var auðvitað dr. Sigurður Þórarins- son, sem lést fyrir röskum mánuði síðan og sem hefur verið nefndur frægastur ösku- og vísnalagafræðingur ísiands. Sigurður var Bellmansfrömuður og sagð- ur með skemmtilegustu mönnum. Annars er frægasti atburðurinn í sögu íslendinganýlendunnar hér eflaust her- taka sendiráðsins, sem mig minnir að hafi verið árið 1976. Þá tóku nokkrir íslenskir námsmenn úr öðrum sænskum borgum íslenska sendiráðið hér í Stokk- hólmi til að mótmæla við ríkisstjórnina heima sultarkjörum sínum. Við sendi- ráðstökuna var engum vopnum beitt. En þetta heyrir allt sögunni til. Sem stendur búa uppundir 700 íslendingar í Stokkhólmi og grennd og hálft þriðja hundrað er í Uppsölum. Þessi fjöldi er á við myndarlegt þorp, enda hafa landar hér fréttabréf, sem kemur reglulega út. og útvarpssendingar hálftíma í viku hverri, auk þess eigið félagsheimili. Því má segja að margt sé breytt frá dögum Sæma fróða; enginn á hér á hættu að gleyma hver hann er. Og ýmislegt hefur auðvitað líka breyst frá því er Þórbergur gekk með sindikalistabindið og fór í sænskt ritúalbað í Stokkhólmi og hopði á mellurnar á Tunnelgatan, - en það er allt umdeilanlegra. Árni Sigurjónsson skrifar frá Stokkhólmi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.