Tíminn - 10.04.1983, Page 12

Tíminn - 10.04.1983, Page 12
Flekkuð fortíð dýrlingsins frá Auswitz: VAR FAÐIR KOLRE GYÐIN GAH ATARI? ■ Faðir Kolbe - ný hlið á píslarvottinum frá Auswitz. ■ Ritdeilur í pólskum dagblöðum þykja sýna fram á gyðingahatur dýrlings sem rómversk-kaþólska kirkjan tók í tölu heilagra vegna hetjudauða í Auswitz. Umræddur dýrlingur var Faðir Maximilian Kolbe, vígður pólskur munkur. Árið 1941 gekk hann í dauðann fyrir einn af tíu samföngum sínum sem dæmdir voru til hungurdauða í útrýmingarbúðum nasista í Auswitz og hughreysti hina níu þar eð hann var síðastur til að missa meðvitundina. Hver páfinn fætur öðrum hefur beygt kné sín fyrir Kolbe - þegar Páll sjötti lagði hornsteininn að helgun hans árið 1971 sagði hann m.a. um Kolbe að hann væri „ef til vill bjartasta og skærasta Ijósið sem smygi út úr myrkri og vansæmd nasistatímabilsins." Jóhann Páll annar hefur heimsótt klefa Kolbes í Auswitz og tilkynnt var fyrir skömmu að þegar hann fer til Póllands í júní muni hann heimsækja Niepokalanow, klaustrið, sem Kolbe var í fyrir seinni heimstyrjöldiná og gaf út trúarleg blöð. Og það eru einmitt þessi blöð sem baka vandann. Ef marka má tilvitnanir sem pólsku dagblöðin hafa upp á síðkastið dregið fram í dagsljósið, birtu þau greinar sem kváðu gyðinga hættulega pólskri menningu og verslun og lögðu til að fyrirtæki gyðinga yrðu hunsuð í viðskiptum og jafnvel tekin eignarnámi. Jan Josef Lipski (rithöfundur sem nú er í fangelsi sem sértrúarmaður) varð fyrstur til að vekja athygli á máli Kolbes, rétt áður en helgunarferlið hófst. Hann sagðist hafa lesið eitt af blöðum Kolbes, dagblað sem nefndist Maly Dziennik: „Það var rödd ofstækisfulls gyðingahaturs sem sáði hatri og fyrirlitningu." Fræðimaður nokkur frá Kraká, Faðir Joachim Bar svaraði Lipski undir eins. Bar varði Kolbe með því að hann hafi haft hemil á félögum sínum og borið virðingu fyrir gyðingum. Bar bætti því við að vitnin í helgunarferlinu hefðu ekki efast um það. Talsmaður pólsku ríkispressunnar vakti málið síðan upp á nýtt í dálki sínum í vikublaði einu í Varsjá. Par fjallaði hann um dagblað Kolbes og mánaðarritið Rycerz Niepokalanej, sem hann ritstýrði einnig, og kvartaði yfir því að „nú er ætlast til þess að maður hneigi höfuð sitt fyrir ritstjóra slíkra sorpblaða.“ Kirkjan knúði fram afsökunarbeiðni fyrir skort á háttvísi en að þessu sinni leiddi krafan til nánari athugana. Vikublaðið Polityka í Varsjá tilgreindi grein í Maly Dziennik frá því í febrúar 1939 sem sagði falsbókmenntir gyðinga til þess ætlaðar að bola burt pólskum rithöfundum: „þeir mynda skoðanir um unga höfunda og dreifa úrkynjuðum straumum frá austri og vestri." Dagblaðið birti einnig bréf frá lækni í Kraká sem sagði: „Sú hugmynd vaknar hvort með tímanum verði ekki nauðsynlegt vegna hagsmuna ríkisins að taka eignarnámi fyrirtæki gyðinga, fasteignir þeirra, verksmiðjur o.s.frv. svo sem gert hefur verið í Austurríki og Pýskalandi." Lesendabréf í öðrum pólskum blöðum á undanförnum vikum upplýsa að Maly Dziennik hafi skrifað um hættuna sem stafaði af „júðskum kommúnistum" og birt bréf frá lesendum sem hrósuðu Mússólíni, leiðtoga ítalskra fasista. Dr. Zygmunt Hoffman, aðstoðarframkvæmdastjóri Sagnfræðistofnunar gyðinga í Varsjá bætir því við að jafnvel þótt Rycerz hafi ekki úthúðað gyðingum þá hafi gyðingar litið á það sem andstæðing sinn vegna þess að það beitti sér fyrir því að fólk verslaði ekki við gyðinga. Áherslan lá þó fremur á hvatningunni „Kaupið af kristnum“ heldur en „Kaupið ekki af gyðingum". Ummælum Hoffmans ber saman við vörn Barsfrá árinu 1971. Barvitnaði til tilmæla Kolbes til starfsfólks síns þar sem hann hvetur það til þess að kveikja hvorki né efla hatur á gyðingum, heldur einbeita sér fremur að þróun pólsks iðnaðar og verslunar en fordæmingu gyðinga. Þrátt fyrir þessa nýju vitneskju má finna einhver atriði til varnar Kolbe. Þó hann hafi stofnað og haft eftirlit með báðum blöðunum og verið aðalritstjóri mánaðarritsins þá var hann oft crlendis eða veikur og nunna sem skrifaði ævisögu hans heldur því fram að hann hafi ekki lesið dagblaðið fyrr en eftir að það var komið út. Hið þjóðfélagslega andrúmsloft sem stárfsfólk blaðanna vann í var andsnúið gyðingum. Pólverjar, sem endurheimtu ekki sjálfstæði sitt fyrr en árið 1918, voru mjög viðkvæmir um þjóðernisleg málefni sín. August Hlond kardínáli, erkibiskup Pólverja fyrir stríð, ráðlagði þeim að „forðast verslanir gyðinga" og bætti við: „Það er staðreynd að gyðingar eru fjársvikarar og okrarar og eru viðriðnir hvíta þrælasölu." Skráðar heimildir geta þess að er prestur nokkur rak gyðing út úr matstofu fátæklinganna í sókn sinni árið 1939 hafi Kolbe neitað að stíga fæti sínum inn í matstofuna. Hann varð eftir úti þar sem hann bað þess að gyðingar gengu af trú sinni. Árin 1940-41 hýsti klaustur hans gyðinga meðal annarra flóttamanna. Að lokum bcndir Zygmunt Hoffman á það að margir pólskir þrestar hafi sameinast gyðingum í þeim örlögum sem útrýmingarbúðir nasista bjuggu þeim. Dauði þeirra hafi verið „hið mikla jafnaðarmerki.“ Fleiri en sex milljónir manna á Filippseyjum eiga yfir höfði sér þjóðarmorð, að því er segir í skýrslu frá samtökum er berjast gegn þrælahaldi. Samtökin halda því fram að hætt sé við að þróunarstefna Ferdinands ■ Marcos forseta muni hugsanlega þurrka út fimmtíu minnihluta þjóðflokka. I skýrslunni er einnig greint frá því að Alþjóðabankinn, Alþjóðlega peningamálastofnunin, fjölþjóðlegir auðhringar (aðallega bandarískir og japanskir) og ríkisstjórn Bandaríkjanna séu viðriðin þjóðarmorðin. Á það sem Marcos kallar „þróun“ er fremur litið sem yfirgang stórvclda og fjölþjóðlegra auðhringa. Auknar skuldir og óhagstæður viðskiptajöfnuður Filippseyinga hefur gert Alþjóðabankanum, sem stjórnað er af Bandaríkjamönnum, og Alþjóðlegu peningamálastofnuninni kleift að stjórna efnahagsmálastefnu stjórnarinnar í Manila. Sú efnahagsstefna beinist nær ■ Þróunarstefna Marcosar Filippseyjaforseta þykir ekki stuðla að þróun ncins annars en bankainnstæðu forsetans og viðskiptafélaga hans. „Þróunarstefna” Marcos, Filippseyjaforseta: LÍFI SEX MILL- JÓNA FILIPPSEY - INGA ER ÓGNAÐ eingöngu að gjörnýtingu náttúruauðlinda og viðskiptum. Þetta hentar Washington og Tokyo segir í skýrslunni. Bandaríkin og Japan hafa aðgang að ódýru hráefni og markað fyrir framleiðslu sína. Hún hentar einnig fjölþjóðlegum náma- og trjávinnslufyrirtækjum og risafyrirtækjum sem versla með landbúnaðarframleiðslu, en þau græða stórkostlegar upphæðir á ananas-, banana-, sykur- og annarri ræktun. Og vissulega hentar þetta Marcos og viðskiptafélögum hans sem njóta góðs af samningunum við erlendu fyrirtækin. „Marcos hefur ásamt fjölskyldu sinni“, segir í skýrslunni, „getað safnað að sér gífurlegum auði vegna stöðu sinnar innan hins spillta valdakerfis. Marcos er álitinn einn af auðugustu mönnum í heimi.“ Möguleg fórnarlömb „þróunarstefnu" Marcos eru allt frá „færri en þrjátíu manna þjóðflokki sem enn er á steinaldarstigi og býr í skóglendi", til „á að giska hálfrar milljónar manna af Maranao-þjóðflokknum sem stunda landbúnað og hafa fast aðsetur. Fyrir tíu árum taldi her Filippseyinga 60.000 menn. Nú er tala þeirra kontin upp í 300.000. í skýrslunni er einnig greint frá því að hópur háttsettra manna innan hersins og viðskipalífsins, sem eigi fjárhagslegra hagsmuna að gæta á landsvæðum minnihlutahópanna, stjórni ráðuneyti þjóðlegra minnihlutahópa. Stærsti útgjaldaliður þess ráðuneytis fellur undir „öryggismál". Hingað til hefur þetta ráðuneyti átt hlut að því að koma 2.500.000 þeirra er til minnihluta hópanna teljast fyrir í „flóttamannabúðum“, sem margar eru af sömu gerð og smáþorpin sem herinn kom á fót í Víetnamstríðinu. Nýjasta fimmáraáætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir því að á síðasta áratug þessarar aldar verði búið að eyða öllum skógi á tveimur eyjum: Mindanao og Luzon. Regis Debray á veiðum í Afríku: Byltingarsinni fellur í gildrn lífsins lystisemda ■ Regis Debray, franski byltingarsinninn, sem er einn af aðal ráðgjöfum Mitterrands Frakklandsforseta um erlend málefni og lætur sér annt um mannréttindin í þriðja heiminum, hefur verið í veiðiferð í Afríku sem gestur einræðisherrans Eyadéma of Toga. Gestgjafi Debrays greiddi allan kostnað af dvöl hans. Debray lofaði einræðisherrann opinberlega fyrir ,visku hans og mannkosti". Debray gisti í hótelsvítu og einræðisherrann léði honum bíl og bílstjóra. Til að kóróna allt saman sást til Debrays, sem barðist við hlið Che Guevara í frumskógum Bólivíu, þar sem hann spókaði sig í hermannabúningi með byssubelti um sig miðjan. Eins og gefur að skilja kom staðfestingin á fregninni um veiðiferð Debrays ekki frá Frökkum. Eyadéma gerði sér nefnilega grein fyrir áróðursgildi sögunnar og sló henni upp á forsíðunni í blaði sínu. Blaðið hefur á hinn bóginn ekki fjallað neitt um veiðarnar á friðaða svæðinu Keran, en meðal herfanga Debrays var afar sjaldgæf antílópa. Franski sendiherrann fylgdi Debray á ferðum hans og eftir veiðarnar birtist síðan Eyadéma. Hann hengdi bráðina á þyrluna sína sem hann flaug svo sigri hrósandi um sveitir landsins. Afhjúpun heimsóknarinnar mun væntanlega kom hinum 42ja ára gamla Debray í nokkurn bobba, en hann hefur nýlega stofnað hreyfingu til vamar mannréttindum í þróunarlöndunum, ásamt Daniele Mitterrand eiginkonu forsetans. Amnesty International hefur fordæmt hinn risavaxna og raddsterka Eyadéma fyrir mannréttindabrot. Hann rændi völdunum fyrir tuttugu árum og gortaði þá af því að hafa skotið til bana þáverandi forseta Sylvanus Olympío, sem leitað hafði hælis í bandaríska sendiráðinu í höfuðborginni, Lomé. P ■ Regis Debray, sem á myndinni hér að ofan bíöur réttarhalda í fangaklefa í Bólivíu virðist nú hafa fengið nóg af svaðilförum byltingarlífsins að hætti dekurdrengja evrópskrar borgarastéttar og stundar nú veiðar undir verndarvæng afrísks einræöisherra.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.