Tíminn - 10.04.1983, Síða 15

Tíminn - 10.04.1983, Síða 15
■ Eitt forvitnilegasta rannsóknarefni í hugmyndalífi Vesturlandabúa á 20. öld, öld sem stundum er kennd við upplýs- ingu og almenna menntun, er viðgangur og ótrúlegar vinsældir hvers kyns hindur- vitna og hjáfræða, þ.e. skoðana og kenninga sem fara í bág við röklega hugsun og vísindalega athugun. Ég hef í huga trú fólks á dulskynjun og hugmeg- in, andalif í öðrum heimi, endurholdgun í þessum .áhrif stjama á mannlífið, að vitsmunaverur frá öðrum hnöttum heim- sæki jörðina með leynd o.s.frv. Könnun dr. Erlends Haraldssonar frá 1974-75 leiddi í Ijós að meirihluti íslendinga trúir á dulskynjun, og telur sig hafa orðið fyrir „yfirnáttúrlegri reynslu“ af einhverju tagi. í þessu viðfangi má líka minnast ótölulegs fjölda þýddra og frumsaminna bóka á markaði hér um dulræn fyrirbæri, framhaldslíf, guði sem voru geimfarar, lífssambönd við aðra hnetti og þannig mætti áfram telja. Drjúg sala mun og vera á erlendum bókum og tímaritum um sama efni, og daður íslenskra fjöl- miðla við hégiljur af öllu tagi er hneyksl- anlega áberandi, ekki síst það ábyrgðar- leysi og gagnrýnisleysi, og á köflum sú augljósa óhlutvendni, sem einkennir þessa umfjöllun. En ég er annars ekki hingað kominn til að viðra áhyggjur mínar um þessi efni. Það er heldur ekki ætlun mín að fjalla um hindurvitni almcnnt og rætur þeirra í sálarlífi mannfólksins. Ég hef í hyggju að takmarka lesturinn við ein- kenni hjáfræða eða gervivísinda, og eins og segir í fundarboði ræða greinarmun þeirra og réttnefndra vísinda. Gervivís- indi eru þau vísindi sem drjúgur meiri- hluti vísinda- og fræðimanna, svo og stofnanir eins og háskólar, vísindafélög, vísindatímarit og rannsóknarstofur kjósa að jafnaði að leiða hjá sér. Að þessari afstöðu hníga rök sem ég ætla að reyna að skýra og verja í þessu erindi. handayfirlagnir og fyrirbænir, á því ekki heima hér. Ég hef lýst skoðunum mínum á huglækningum í ítarlegri grein í helgarblaði Tímans 19.-20. mars s.l. og vísa til hennar. Ótvíræð markalína vísinda og gervivísinda verður ekki dregin Rök gegn gervivísindum eru bæði almenn og sérstök. Hin almennu rök taka til þeirra allra, hvaða nafni sem þau nefnast. Hin sérstöku beinast að ein- stökum atriðum í tilteknum kenningum. Ég mun einbeita mér að hinum almennu rökum og taka í skýringarskyni dæmi af einstökum kenningum. Ég ætla ekki að halda því fram að unnt sé að dragaótvíræð mörk ogóvefengjan-1 leg milli vísinda og gervivísinda, þannig að engin álitaefni skjóti upp kollinum. Tilraunir raunhyggjumanna (empírista, pósitívista) og síðar hinnar gagnrýnu rökhyggju Karls Poppers til að afmarka vísindi frá öðrum athöfnum hafa ekki borið árangur, og sýnt þykir að efalaus markalína vísinda og gervivísinda verð- ur heldur ekki dregin. Þessi staðreynd breytir aftur á móti ekki hinu að gervivís- indi bera nokkur auðþekkjanleg ein- kenni, og ég mun nefna hin mikilvægustu þeirra. Ef einhver starfsemi sem gerir kröfu til að heita vísindi hefur einhver þessara einkenna nægir það til þess að neita henni um viðurkenningu og vísa úr garði vísinda, svo hátíðlega sé tekið til orða. Ekkert eitt þeirra atriða sem ég nefni er samt nauðsynlegt til að starfsemi teljist til gervivísinda. Á hinn bóginn er það nauðsynlegt skilyrði þess að starf- semi verði talin vísindi að hún beri ekki eitt einasta þessara einkenna. Einstaklingsbundin reynsla er óprófanleg Konunglega vísindafélagið í Lundún- sem er óprófanleg. Sömu andmælum má hreyfa við margvíslegum öðrum kenningum, s.s. stjörnuspeki og bio- ryþma: þettaerutúlkunarfræði. Efmenn eru sannfærðir um sannleiksgildi stjörnuspáa geta þær gengið eftir, og sama gildir um bioryþmakort sem eiga að segja fyrir um andlegt og líkamlegt ástand manna. Ég hef skrifað ítarlega grein um bioryþma í helgarblað Tímans (18.-19. september 1982) og rakti þá m.a. eftirfarandi sögu um túlkunareðli þessara fræða: Hinn kunni bandaríski sjónhverfing- armaður James Randi sá eitt sinn um útvarpsþátt þar vestra þar sem kenningin um bioryþma var til umfjöllunar. Eftir þáttinn sendi kona ein Randi bréf og óskaði eftir að fá bioryþmakort fyrir sjálfa sig. Randi sendi henni slíkt kort, en útreikningar voru ekki í samræmi við kenninguna því rangur fæðingardagur var vísvitandi valinn. Nokkru seinna fékk Randi bréf frá konunni sem kvaðst halda dagbók og vera stórhrifin: kortið félli nákvæmlega að reynslu hennar. Randi skýrði henni þá frá „mistökunum“ og bað hana að afsaka þau. Hann sendi henni síðan nýtt spákort, enn einu sinni rangt. Aftur hafði konan samband við Randi og kvað þetta nýja kort falla enn betur að reynslu sinni. Sannarlega er máttur sjálfsblekkingarinnar mikill. Vísindi flytja ekki siðferðisboðskap Það er einkenni kenninga réttnefndra vísinda að af þeim virðist ekki unnt að draga neinar gildar ályktanir um verð- mæti. Kenningar hagfræði segja okkur ekkert um hvort fremur skuli stefnt að áætlunarbúskap eða markaðsskipulagi, og kenningar félagslíffræði um árásar- girni og auðgunarhvöt manna, ef réttar eru, segja ekkert um siðferðilega breytni. Vísindi eru m.ö.o. hlutlaus um ■ Vikuritið The Unexplained sem komið hefur út í tæpt ár og nokkrir frægustu sérvillingar í Bandankjunum og Bretlandi standa að, er ágætt dæmi um tímarit „um dulræn efni og dularfull atvik“; frásagnir þess eru ýmist ýkjur eða uppspuni, nema hvort tveggja sé. þeir eru að prófa aðra kenningu. Eins er á það að benda að vísindamenn falla ekki frá einni kenningu og aðhyllast aðra ef sú hefur það eitt sér til gildis að skýra frávikið sem komið hefur í Ijós. Nýja kenningin verður að hafa yfirgripsmeiri skýringargildi en gamla kenningin. Viðfangsefni margra gervivísinda eru ráðgátur og dularfull atvik, sem sum hver eru reyndar hugarburður eða á misskilningi byggð. Ég á við fljúgandi furðuhluti, dulskynjun, Lagarfljótsorm- inn, Bermúdaþríhyrninginn, háþróaða tækniþekkingu í fornöld o.s.frv. Stund- um er boðið upp á ævintýralegar tilgát- ur, stundum er einfaldlega sagt að þetta séu „óskýrð" atvik. Afstaða gervivísinda til slíkra frávika er öll önnur en vísinda. Sérvillingar leita uppi frávik og fagna hverjum mola sem til hrekkur. í stað þess að leita nærtækra skýringa og náttúrlegra eru spunnar upp fjarstæðu- kenndustu tilgátur og ekki hirt um hvaða afleiðingar það hefur ef tilgáta reynist rétt. Gervivísindi hafa engar takmarkan- ir og vinna ekki innan neins ramma hugmynda og aðferða. Vísindum eru aftur á móti ströng takmörk sett. Um mismunandi árangur eða nytjagildi þess- ara tveggja ólíku leiða þarf víst ekki að fjölyrða. Yísindakenningar eru hrekjanlegar Það er eitt af mikilvægustu einkennum vfsindalegra kenninga að þær eru hrekj- anlegar. í vísindaheimspeki Karls Popp- ers er þetta eðli vísindakenninga t.d. álitið svo þýðingarmikið að það er talið greina réttnefnd vísindi frá gervivísind- um. Að kenning sé hrekjanleg felur í sér að hugsanlega sé unnt að afsanna hana vegna nýrrar þekkingar á staðreyndum. Tökum dæmi til skýringar. Á dögum Forn-Grikkja var álitið að bein tengsl —o “rr óhrekjanlegar tilgátur eru eitt höfuð- einkenni gervivísinda. Ef ekki er unnt að benda á neitt það ástand eða aðstæður sem geta hugsanlega afsannað kenningar þeirra þurfa menn ekki neitt að óttast. En þetta öryggi er dýru verði keypt: Ef kenning getur ekki verið röng þá er líka marklaust að segja að hún geti verið rétt. Þegar Darwin setti fram kenningu sína um þróun tegundanna á öldinni sem leið var henni m.a. andmælt með þeim rökum að guð hefði skapað steingerving- ana í því skyni að reyna á trúarstyrk manna. Þessi kenning er óhrekjanleg. Bertrand heitinn Russell benti eitt sinn á að eins mætti segja að heimurinn hafi verið skapaður fyrir fimm mínútum með öllu því sem í honum er, þ.á.m. minning- um mannfólksins. Annað dæmi um óhrekjanlega kenn- ingu má sækja til sálarrannsókna eða dulsálarfræði. Dulsálfræðingar halda því fram að staðhæfingar um dularkrafta séu prófanlegar. Þeir hafa í samræmi við þetta viðhorf búið til próf þar sem menn eru látnir giska á óorðna atburði, lýsa hlutum sem þeir hafa ekki séð eða reyna að hafa áhrif á hluti með hugarafli. Ef árangur er betri en búast mátti við ef tilviljun ein hefði ráðið er það talið sýna að dularkraftar hafi verið til staðar. Ef árangur er verri en búast mátti við ef tilviljun ein hefði ráðið er það líka talið til marks um dularkrafta. Dulsálfræðing- ar hafa meira að segja sérstakt hugtak um slík tilvik, „neikvæða dulskynjun" kallar dr. Erlendur Haraldsson það á bókinni Þessa heims og annars (Rvík 1978). Sagan er ekki öll sögð. Ef hvorugt gerist við tilraun þar sem leitað er dularkrafta: hvorki „jákvæð" né „nei- kvæð“ dulskynjun, fára dulsálfræðingar nákvæmlega í saumana á gögnum sínum og athuga hvort ekki megi finna ein- hverja samþjöppun réttra eða rangra Ég gæti nefnt mörg fleiri dæmi um aðferðir og ályktunarhætti sem leiða til þess að við verðum að kenna tiltekna starfsemi og kenningar við gervivísindi: svo sem misnotkun á samlíkingum, hvemig höfðað er til goðsagna, afstöðu til þess hvað er fullnægjandi vísindaleg skýring o.s.frv., en tíminn leyfir það ekki. Að tveimur efnum er þó nauðsyn- legt að víkja: röngu viðhorfi gervivísinda til staðreyndasöfnunar og einkenni- legum skilningi þeirra á því hvað hugsan- lega er mögulegt að geti verið eða orðið. „Reynslan er brigðul“ Fyrst er þess um staðreyndir að geta að af þeim er yfrið nóg í heiminum, og ógerlegt að safna þeim öllum saman, hvað þá flokka þær. Vísindi horfa af ásettu ráði fram hjá tilteknum stað- reyndum og einbeita sér að öðrum eftir því að hvaða markmiði er stefnt. Áður en gögnum er safnað verður vísindamað- urinn að hafa að leiðarljósi tilgátu um það sem hann leitar að, leiðarvísi eða viðmið um hvar skuli leita fanga, hvaða gögn skipta máli og hvernig beri að skýra þau. Villa bernskrar raunhyggju, sem gervivísindum verður einnig á, felst í því að átta sig ekki á því að tilgáta fer á undan rannsókn ef einhver árangur á að nást. Reynslan er því aðeins sannleikur að henni sé veitt nákvæm athygli og hún rétt skilin. „Reynslan er brigðul og torvelt um hana að dæma“ sagði Hipp- ókrates, faðir læknisfræðinnar, forðum. Og íslenskur málsháttur nær þessu vel: „Það sem menn sjá, fer eftir því hvaða augum það er litið.“ Enn er því við að bæta um staðreyndir að vísindi leita að reglu í náttúrunni, en hafa síður áhuga á hendingum. Sálar- rannsóknarmönnum þykir það merkilegt ef menn dreymir fyrir daglátum, en slíkir draumar verða ekki merkilegir í Guðmundur Magnússon: GETU NING GET HUN HELDUR ERIÐ RETT vrirlestur um sreinarmun vísinda - Daður íslenskra fjölmiðla við hé- giljur af öllu tagi er hneykslánlega áber- andi Það er rétt að taka það fram að ég ætla ekki að fjalla um svik og pretti í vísindum. Að vísu er saga sumra gervi- vísinda, s.s. sálarrannsókna, nánast sam- felld svikasaga, en blekkingar eru líka hafðar í frammi í réttnefndum vísinda- greinum, t.d. eðlisfræði og sameinda- líffræði, svo sem fræg dæmi eru um. Erindi mitt er takmarkað við villur í aðferða- fræði og ályktunarháttum. Enn er þess að geta að ég hyggst ekki fjalla um mun á læknisstarfsemi iriennt- aðra lækna og huglækna, eins og fyrir misskilning segir í fundarboði. Læknis- fræði er ekki vísindi í hefðbundnum skilningi, heldur tækni eða list sem byggir á vísindalegri þekkingu, og líka á almennri mannþekkingu. Huglæknar halda því ekki fram að þeir séu vísinda- menn, og umræða um kukl þeirra, - Eina leiðin til að sannreyna staðhæf- ingar um nýjar upp- götvanir og upp- finningar er opinber athugun um hefur að kjörorði sínu latínuglósuna „Nullius in verba“, eða „tak ei mark á orðum einum.“ Væntanlega sjá menn það í hendi sér hve þetta er skynsamleg viðmiðunarregla fyrir reynsluvísindi. Menn spinna upp sögur af margvíslegum hvötum og ímynda sér hluti sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum, og eina leiðin til að sannreyna staðhæfíngar um nýjar uppgötvanir eða uppfinningar, svo dæmi séu nefnd, er opinber athugun, endurtekning tilraunar o.s.frv, Helgi heitinn Pjeturs gerði hinar reyfaraleg- ustu uppgötvanir um eðli lífsins í draum- um sínum, og m.a. á grundvelli þeirra hefur Félag nýalssinna reist kenningar um lífssambönd við aðrar stjörnur. Ein ástæðan fyrir því að sú kenning telst til gervivísinda er að hún byggir á einstakl- ingsbundinni reynslu og geðþóttatúlkun - Kenningar vísinda segja ekkert um sið- ferðilega breytni verðmæti. Gervivísindum er aftur á móti einatt ætlað að flytja siðferðilegan boð- skap samhliða hinum vísindalega. Hér má taka dæmi af marxisma. Honum er ekki aðeins ætlað að upplýsa okkur um hreyfilögmál fjármagnskerfisins, eða Sögunnar, heldur líka að vera vopn öreiganna í baráttu við valdstéttina. Én þetta tvennt, fræðikenning og siðferðis- boðskapur, fer ekki saman. Þriðja einkenni gervivísinda er við- horf þeirra til úreltra kenninga og fornr- ar heimsmyndar. Kenningar frá árdög- um tilraunavísinda og fyrir þá virðast njóta mikillar hylli í heimi gervivísinda, enda yfirleitt einfaldari og auðskildari. Þegar kenning hefur einu sinni verið hrakin fær hún ekki uppreisn æru nema ný og marktæk gögn komi fram. Félags- skapur vestur í Bandaríkjunum, The - Það er eitt af mikilvægustu ein- kennum vísinda- legra kenninga að þær eru hrekjanleg- ar Flat Earth Society, sem beldur því fram að jörðin sé flöt og ber fyrir sig fyrri alda rök er einfaldlega tímaskekkja. Sama á við um stjörnuspeki, lófalestursfræði eða höfuðlagsfræði (frenólógíu) 19. aldar, sem enn njóta vinsælda með afmörkuðum hópum. Fyrr á öldum var alls ekki út í hött að trúa því að jörðin væri flöt eða stjörnurnar hefðu áhrif á mannlífið, á sama hátt og sól og tungl hafa áhrif á náttúrufyrirbæri á jörðinni, en nú á dögum, í ljósi nýrrar þekkingar, er blátt áfram fáránlegt að aðhyllast þessar kenningar. Ólík viðhorf til úrlausnarefna Viðhorf gervivísinda til úrlausnarefna er annað en viðhorf réttnefndra vísinda. ■ Saga sálarrannsókna er nánast samfelld svikasaga. Hér sjáum við grímur og slæður sem miðill nokkur notaði til að blekkja auðtrúa spíritista. - Ef kenning getur ekki verið röng þá er líka marklaust að segja að hún geti verið rétt Það má komast svo að orði að vísinda- menn sinni rannsóknum sínum innan ákveðins ramma hugmynda og hugtaka á grundvelli reynslu og raka. Þessi rammi afmarkar viðfangsefni vísinda, setur reglur um aðferðir og vinnubrögð, og gefur vísbendingar um hvers vænta megi. Stundum gerast atvik sem viðtekin kenning hefur ekki sagt fyrir um og getur þ.a.l. ekki skýrt. í slíkum tilvikum er reynt að lagfæra kenninguna, og ef það dæmi gengur ekki upp er henni hafnað og sú kenning valin sem skýrt getur h'vort tveggja, frávikið og þau ferli sem gamla kenningin skýrði. Um frávik frá viðurkenndum kenning- um er það almennt að segja að vísinda- menn leita þeirra yfirleitt ekki skipulega heldur verða varir við þau. Ef þeir leita þeirra skipulega er það vegna þess að - Áður en gögnum er safnað verður vís- indamaðurinn að hafa að leiðarljósi tilgátu um það sem hann leitar að væru á milli fallhraða hluta og þyngdar þeirra: því þyngri sem hlutur væri því hraðar félli hann. Galíleó hélt því hins vegar fram að fallhraðinn réðist ein- göngu af fjarlægðinni, hröðun hlutanna væri fasti, og allir hlutir féllu til jarðar með sama hraða, a.m.k. í lofttómu rúmi. Hugsum okkur nú að tvær kúlur af sömu stærð, önnur trékúla en hin blý- kúla, séu látnar falla til jarðar úr sömu hæð. (Önnur kúlan er þyngri, en loft- mótstaðan er hin sama.) Sú staðreynd að þær lenda á sama andartaki hrekur viðhorf Forn-Grikkja. Ef sú þyngri hefði komið fyrr niður hefði sjónarmið Galí- leós aftur á móti verið afsannað. Báðar kenningarnar eru semsagt hrekjanlegar, og því báðar vísindalegar í þeim skiln- ingi, þótt aðeins önnur þeirra hafi verið hrakin. - í vísindum er tal- að um tvenns konar möguleika: ^raun- verulega og röklega ágiskana og yfirleitt finna þeir hana og álykta að þar með séu dularkraftar sannaðir. Eftir J.B. Rhine, frumkvöðli nútíma dulsálarfræði, er haft að með þessari aðferð sé unnt að gleðjast yfir tilraunum sem í fyrstu leiddu af sér vonbrigðin ein! í þessu sambandi má vekja athygli á því að það hefur verið opinber stefna eins höfuðtímarits dulsálfræðinga Journ- al of Parapsychology að birta ekki niðurstöður tilrauna þar sem leitað hefur verið dularkrafta en þeir ekki komið fram. Ég þarf varla að upplýsa það hér að þveröfug regla gildir um réttnefnd vísindatímarit: Ef gögn eru lögð fram sem sýna að tiltekin kenning sem tímarit- ið viðurkennir- hefur verið hrakin er strax frá því greint. Gagnrýni er lífæð vísinda, en skelfir gervivísinda. - Kenningar sem hafa það eitt sér gildis að hafa ekki verið afsannaðar eru einskis virði augum vísinda meðan sýnt þykir að þeir stafa af tilviljun einni. Hvað er hugsanlega mögulegt? Víkjum þá að hinu atriðinu. Erich von Dániken, sem er bæði sérvillingur og svikahrappur (Ég hef farið í saumana á rökskekkjum hans og röngum staðhæf- ingum í grein í helgarblaði Tímans 12.-13. febrúar s.l.), segir í bók sinni Voru guðirnir geimfarar? „Nú á dögum er ekkert lengur óhugsandi. Orðið „óhugsandi“ ætti að hafa verið afmáð úr ritum vísindamanna. Sá sem ekki áttar sig á þessu nú verður að gjalti síðar.“ Og Sjá næstu siðu

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.